Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Fjarðabyggð
2
3
Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson '9 , víti
Jose Alberto Djalo Embalo '51 1-1
Víkingur Pálmason '59 2-1
2-2 Agnar Darri Sverrisson '85
2-3 Gunnar Örvar Stefánsson '88
25.06.2016  -  14:00
Eskjuvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Aðstæður: Völlurinn er ekki frábær en það er gott veður
Dómari: Hjalti Þór Halldórsson
Maður leiksins: Gunnar Örvar Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Emil Stefánsson
6. Stefán Þór Eysteinsson
7. Loic Mbang Ondo
8. Aron Gauti Magnússon
10. Jose Alberto Djalo Embalo
11. Andri Þór Magnússon
13. Víkingur Pálmason ('80)
20. Sveinn Fannar Sæmundsson
22. Jón Arnar Barðdal
23. Haraldur Þór Guðmundsson ('65)

Varamenn:
4. Martin Sindri Rosenthal
5. Sverrir Mar Smárason
10. Fannar Árnason ('80)
13. Hákon Þór Sófusson ('65)
20. Brynjar Már Björnsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jose Alberto Djalo Embalo ('80)
Emil Stefánsson ('93)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Þórir Steinn Valgeirsson
Skýrslan: Skiptingarnar gera útslagið í stórskemmtilegum leik á Eskifirði
Hvað réði úrslitum?
Skiptingarnar hjá Þórsörum. Tveir af þremur mönnum sem skipt er inn á skora og snúa leiknum algjörlega Þórsörum í vil.
Bestu leikmenn
1. Gunnar Örvar Stefánsson
Það er ekki annað hægt en að velja hann sem mann leiksins eftir þessa hjólhestarspyrnu sem hann skoraði úr. Hann gjörbreytti leiknum eftir að hann kom inn á. Þórsarar fóru að spila meira af háum boltum og voru leitandi að honum. Gunnar var mikið í því að fleyta boltanum áfram inn fyrir vörn Fjarðabyggðar með sköllum sem skapaði mikla hættu.
2. Jose Alberto Djalo Embalo
Hann var mjög líflegur í sóknarleik Fjarðabyggðar og skoraði meðal annars glæsilegt mark. Þurfti að vera mikið í því að ná boltanum niður þegar Fjarðabyggð var að spila háum boltum fram á við og gerði vel í því. Hann hefði getað skorað fleiri mörk en að öðru leiti átti hann flottan leik.
Atvikið
Hjólhestarspyrna Gunnars Örvars. Glæsilegt mark sem tryggði Þór ekki aðeins sigurinn heldur líka toppsætið í deildinni. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hann hafi ekki skorað mörg fallegri mörk. Klárlega eitt af mörkum tímabilsins
Hvað þýða úrslitin?
Þórsarar hoppa upp í toppsæti deildarinnar með sigrinum en Fjarðabyggð á að hættu að detta niður í 10.sætið ef HK vinnur sinn leik
Vondur dagur
Haraldur Þór Guðmundsson. Hann var ekki sanndfærandi í hægri bakverðinu. Hann fékk einnig dæmt á sig umdeilt víti.
Dómarinn - 6
Hann var mjög flautuglaður og hefði mátt leyfa leiknum að fljóta aðeins betur. Einnig var vítaspyrnudómurinn ekki sannfærandi.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Sandor Matus
Reynir Már Sveinsson
3. Bjarki Aðalsteinsson ('71)
4. Gauti Gautason
5. Loftur Páll Eiríksson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('71)
12. Hákon Ingi Einarsson ('65)

Varamenn:
11. Kristinn Þór Björnsson ('71)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
21. Bergvin Jóhannsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('71)
99. Gunnar Örvar Stefánsson ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gauti Gautason ('66)

Rauð spjöld: