Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
0
1
ÍA
0-1 Garðar Gunnlaugsson '11
11.07.2016  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 962
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason ('81)
11. Gísli Eyjólfsson ('73)
15. Davíð Kristján Ólafsson
22. Ellert Hreinsson
23. Daniel Bamberg ('66)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
10. Atli Sigurjónsson ('73)
17. Jonathan Glenn ('81)
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('66)
26. Alfons Sampsted

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('44)
Elfar Freyr Helgason ('90)

Rauð spjöld:
@ Jóhann Ingi Hafþórsson
Skýrslan: Landsliðstaktar hjá Skagamönnum í góðum sigri
Hvað réði úrslitum?
ÍA fékk nánast bara eitt færi allan leikinn en þegar þú ert með mann eins og Garðar Gunnlaugsson frammi eru allir vegir færir. Hann skoraði með glæsilegum skalla, snemma í leiknum og stóð vörn Skagamanna vel eftir það. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðsins sagði liðið hafa lært mikið af landsliðinu undanfarið og það sást í dag.
Bestu leikmenn
1. Ármann Smári Björnsson
Algjör klettur. Ég hef ekki hugmynd um hvað hann vann marga skallabolta eða komst fyrir skot en það var fáranlega oft. Algjör lykilmaður hjá Skaganum.
2. Garðar Gunnlaugsson
Skoraði sigurmarkið með frábærum skalla. Fékk ekki úr miklu að moða eftir það en afgreiðslan var upp á tíu og réði úrslitum.
Atvikið
Jonathan Glenn skoraði seint í seinni hálfleiknum og hélt hann væri búinn að jafna en það var búið að flagga hann rangstæðan. Það var erfitt að sjá hvort það hafi verið réttur dómur.
Hvað þýða úrslitin?
Skagamenn hafa unnið KR, Stjörnuna og Breiðablik í síðustu þremur leikjum en það er eitthvað sem fáum datt í hug að gæti gerst. Þeir eru komnir fimm stigum frá fallsæti en margir óttuðust það versta eftir erfiða byrjun. Breiðablik er aftur á móti á leiðinni í hina áttina eins og staðan er núna. Það er orðið langt síðan þeir unnu leik en liðið vermdi toppsætið á tímabili. Blikar eru dottnir í 5. sæti.
Vondur dagur
Ellert Hreinsson - Sókn Breiðabliks hefur ekki verið að slá í gegn í sumar og í kvöld var engin breyting á. Ellert fékk einhver hálffæri sást þess fyrir utan ekki mikið.
Dómarinn - 8
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hefði hugsanlega getað rekið Arnar Már Guðjónsson útaf með tvö gul spjöld með mjög stuttu millibili en það hefði verið harður dómur. Annars var hann gríðarlega öflugur með flautuna og urðu á engin mistök allan leikinn.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
6. Iain James Williamson ('89)
8. Hallur Flosason
10. Jón Vilhelm Ákason ('73)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson ('86)
27. Darren Lough
32. Garðar Gunnlaugsson

Varamenn:
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Steinar Þorsteinsson
18. Albert Hafsteinsson ('89)
19. Eggert Kári Karlsson ('73)
20. Gylfi Veigar Gylfason
23. Ásgeir Marteinsson ('86)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson

Gul spjöld:
Arnar Már Guðjónsson ('28)
Darren Lough ('41)
Ólafur Valur Valdimarsson ('68)

Rauð spjöld: