Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
KR
2
0
FH
Kjartan Henry Finnbogason '34 , víti 1-0
Kjartan Henry Finnbogason '44 2-0
01.05.2012  -  19:15
Laugardalsvöllur
Meistarakeppni KSÍ
Aðstæður: Góðar miðað við árstíma
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: Um 1000
Maður leiksins: Kjartan Henry Finnbogason
Byrjunarlið:
Viktor Bjarki Arnarsson ('57)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('31)
3. Haukur Heiðar Hauksson
5. Egill Jónsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
9. Kjartan Henry Finnbogason
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('78)

Varamenn:
8. Baldur Sigurðsson ('78)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('57)
11. Emil Atlason ('31)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kjartan Henry Finnbogason ('83)

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Tvöföldu meistararnir bættu meistarabikar í safnið
Íslands og bikarmeistarar KR unnu FH-inga 2-0 í meistarakeppni KSÍ í kvöld og kræktu um leið í sinn annan titil á nokkrum dögum eftir að hafa unnið Lengjubikarinn um helgina. Kjartan Henry Finnbogason byrjaði fremstur hjá KR og hann minnti rækilega á sig fyrir sumarið með því að skora bæði mörk Vesturbæinga í leiknum.

Eftir góða tíð í vor fór leikurinn fram á grasi í fyrsta skipti í nokkur ár en leikið var á sjálfum þjóðarleikvanginum Laugardalsvelli.

FH-ingar voru sprækari framan af og líklegri til að skora. Það kom því gegn gangi leiksins þegar KR-ingar komust yfir eftir rúman hálftíma. Óskar Örn Hauksson átti þá góðan sprett inn á teigin þar sem Guðmann Þórisson braut klaufalega á honum og dæmd var vítaspyrna.

Kjartan Henry steig á punktinn og skoraði af öryggi en hann bætti við öðru marki sínu tíu mínútum síðar. Gunnleifur varði vel frá Kjartani og Atla Sigurjónssyni áður en boltinn barst aftur á Kjartan sem skoraði með skoti á nærstöngina.

Ólafur Páll Snorrason fékk dauðafæri til að koma FH-ingum inn í leikinn í upphafi síðari hálfleiks en Fjalar Þorgeirsson varði vel. Fjalar hefur staðið vaktina undanfarið í fjarveru Hannesar Halldórssonar en hann er væntanlegur heim úr láni frá Brann í vikunni.

FH-ingar sóttu áfram meira í síðari hálfleiknum líkt og í þeim fyrri en án árangurs. KR-ingar fengu hættulegar skyndisóknir á móti og Kjartan Henry misnotaði dauðafæri til að ná þrennunni auk þess sem mark var dæmt af honum vegna rangstöðu.

Lokatölur hins vegar 2-0 fyrir KR-inga sem geta verið ánægðir með að hafa haldið hreinu gegn einu besta sóknarliði landsins þrátt fyrir meiðslavandræði í vörn sinni. Aron Bjarki Jósepsson er frá keppni vegna meiðsla og Grétar Sigfinnur Sigurðarson fór meiddur af velli í fyrri hálfleiknum í dag.

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR lék vel í hjarta varnarinnar og allt bendir til þess að hann muni hefja Íslandsmótið í þeirri stöðu. KR-ingar eru einnig að leita að miðverði og ljóst er að Íslandsmeistararnir verða ennþá öflugri ef sú leit skilar árangri.

FH-ingar áttu fína spilkafla í kvöld en þeim gekk illa að binda endahnút á sóknir sínar og KR-ingar refsuðu þeim fyrir það.
Byrjunarlið:
Ólafur Páll Snorrason
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('75)
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
8. Emil Pálsson ('75)
14. Albert Brynjar Ingason ('61)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('75)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hólmar Örn Rúnarsson ('84)
Freyr Bjarnason ('63)
Guðmann Þórisson ('33)

Rauð spjöld: