Hertz völlurinn
föstudagur 19. maí 2017  kl. 19:15
1. deild kvenna
Aðstæður: Frábærar. Fallegt vorkvöld í Breiðholtinu og völlurinn góður.
Dómari: Árni Heiðar Guðmundsson
Áhorfendur: 60
Maður leiksins: Bergdís Fanney Einarsdóttir
ÍR 1 - 2 ÍA
0-1 Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('30)
1-1 Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('48)
1-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('55)
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sandra Dögg Bjarnadóttir
5. Andrea Magnúsdóttir
8. Elín Huld Sigurðardóttir
9. Klara Ívarsdóttir ('64)
10. Ástrós Eiðsdóttir ('60)
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir ('69)
13. Mykaylin Rosenquist
20. Heba Björg Þórhallsdóttir (f) ('75)
23. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
24. Bryndís María Theodórsdóttir

Varamenn:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m)
12. Ingibjörg Fjóla Ástudóttir (m)
6. Ragna Björg Kristjánsdóttir
7. Selma Rut Gestsdóttir ('69)
8. Aníta Björk Axelsdóttir ('75)
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir
15. Sigríður Guðnadóttir
18. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('60)
24. Sonja Björk Guðmundsdóttir ('64)

Liðstjórn:
Tara Kristín Kjartansdóttir
Helga Dagný Bjarnadóttir
Guðmundur Guðjónsson (Þ)
Styrmir Örn Vilmundarson
Dagbjört Sól Guðlaugsdóttir

Gul spjöld:
Heba Björg Þórhallsdóttir ('46)
Andrea Katrín Ólafsdóttir ('51)

Rauð spjöld:

@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
Skýrslan
Hvað réði úrslitum?
Draumamark Bergdísar var markið sem skildi liðin að. Fyrri hálfleikurinn spilaðist betur fyrir ÍA sem fékk fleiri marktækifæri og hélt boltanum ágætlega. ÍR-ingar mættir grimmir til leiks í seinni hálfleik og settu aldeilis spennu í leikinn með jöfnunarmarki sínu. Bæði lið fengu færi til að bæta við mörkum en það féll í hlut Bergdísar Fanneyjar að gera út um leikinn með skoti utan af velli.
Bestu leikmenn
1. Bergdís Fanney Einarsdóttir
Framherjinn knái átti nokkrar skemmtilegar rispur og spilaði vel. Hún skoraði auk þess markið mikilvæga sem tryggði ÍA þrjú stig.
2. Eva Ýr Helgadóttir
Eva var hrikalega öflug í markinu hjá ÍR. Hún átti nokkrar góðar vörslur, las leikinn vel og var örugg í öllum sínum aðgerðum.
Atvikið
Sigurmark Bergdísar. ÍR-liðið hafði komið af miklum krafti inn í seinni hálfleik og voru á köflum líklegri til að bæta við en öfugt. Skagakonum létti því mikið þegar Bergdís ákvað að munda skotfótinn á miðjum vallarhelmingi andstæðingana og boltinn söng í netinu.
Hvað þýða úrslitin?
ÍA heldur áfram á sigurbraut og hefur unnið tvo fyrstu leiki sína rétt eins og HK/Víkingur og Keflavík. ÍR er búið að tapa tveimur fyrstu leikjum sínum en það voru mikil batamerki á liðinu í kvöld og allt annað að sjá það frá því í fyrstu umferð.
Vondur dagur
Það er erfitt að taka einhvern út eftir svona leik. Margir leikmenn að spila vel, aðrar svolítið frá sínu besta. Bryndís María gerir stór mistök í fyrsta marki ÍA og vill eflaust gleyma þeim sem fyrst. Ég ætla hinsvegar að minna hana á þau hérna en bæti jafnframt við að heilt yfir var frammistaða hennar góð. Þá kom Ruth Þórðar inná í hálfleik í sínun fyrsta leik fyrir ÍA en hún virðist ekki komin í gott leikform ennþá og á töluvert inni.
Dómarinn - 7
Árni, Eydís og Ágúst stóðu sig ágætlega og klikkuðu ekki á neinum stórum atriðum. Mér fannst Ágúst hinsvegar nokkrum sinnum fullfljótur upp með flaggið þegar fleiri en einn leikmenn voru að gera sig líklegar í að elta langa bolta inn fyrir. Stundum hefði aðstoðardómarinn efnilegi mátt gefa sér tíma til að sjá hvaða leikmanni boltinn var ætlaður í stað þess að flagga á þær allar.
Byrjunarlið:
1. Vilborg Júlía Pétursdóttir (m)
5. Aníta Sól Ágústsdóttir
6. Hulda Margrét Brynjarsdóttir (f)
9. Maren Leósdóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir ('83)
11. Fríða Halldórsdóttir
13. Birta Stefánsdóttir
17. Heiðrún Sara Guðmundsdóttir ('45)
18. Bergdís Fanney Einarsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir ('45)
24. Aldís Ylfa Heimisdóttir ('64)

Varamenn:
4. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
7. Unnur Ýr Haraldsdóttir
8. Unnur Elva Traustadóttir ('83)
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('45)
21. Eva María Jónsdóttir
29. Erla Karitas Jóhannesdóttir ('64)
31. Sigrún Eva Sigurðardóttir
32. Ruth Þórðar Þórðardóttir ('45)

Liðstjórn:
Anna Sólveig Smáradóttir
Hjördís Brynjarsdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Helena Ólafsdóttir (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: