Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Keflavík
1
3
ÍR
0-1 Aníta Björk Axelsdóttir '14
Katla María Þórðardóttir '57 1-1
1-2 Sandra Dögg Bjarnadóttir '71
1-3 Hafdís Erla Valdimarsdóttir '85
27.05.2017  -  14:00
Nettóvöllurinn
1. deild kvenna
Dómari: Árni Heiðar Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Lauren Watson (m)
Brynja Pálmadóttir
2. Þóra Kristín Klemensdóttir
7. Amber Pennybaker ('70)
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir
89. Jóney Ósk Sigurjónsdóttir ('87)

Varamenn:
12. Margrét Ingþórsdóttir (m)
4. Anna Rún Jóhannsdóttir
13. Margrét Hulda Þorsteinsdóttir
16. Viktoría Sól Sævarsdóttir
18. Una Margrét Einarsdóttir ('70)
21. Birgitta Hallgrímsdóttir ('87)

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ljiridona Osmani
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Ólöf Stefánsdóttir
Þorgerður Jóhannsdóttir

Gul spjöld:
Anita Lind Daníelsdóttir ('80)

Rauð spjöld:
@valastella Valgerður Stella Kristjánsdóttir
Skýrslan: ÍR stelpur lágu aftarlega og sóttu hratt
Hvað réði úrslitum?
Markvarsla Evu Ýrar í marki ÍR. Eva hreinlega lokaði markinu í fyrri hálfleik og hélt hreinu þrátt fyrir harða ásókn Keflavíkur. Hún varði meistaralega nokkrum sinnum og tvisvar einn á móti einum. Öryggi Evu smitaðist út í vörn ÍR sem tók allt sem hún tók ekki en þær lágu aftarlega, gáfu ekki færi á boltum innfyrir vörnina og sóttu svo hratt.
Bestu leikmenn
1. Eva Ýr Helgadóttir - ÍR
Eva Ýr stóð eins og klettur í marki ÍR-inga og átti stóran þátt í því að Keflvíkingar komust ekki inn í leikinn nema í örskamma stund. Hún varði nánast allt sem á hana kom en samkvæmt tölfræði leiksins áttu Keflvíkingar 14 skot á markið.
2. Sandra Dögg Bjarnadóttir - ÍR
Sandra Dögg kom inná í hálfleik og stimplaði sig strax inn. Var öskufljót í sókninni og átti hættulegt færi sem hún skapaði algjörlega sjálf áður en hún skoraði annað mark ÍR-inga. Sterk innkoma sem skapaði mikla hættu fram á við.
Atvikið
Skiptingin á Söndru Dögg fyrir Ástrósu í hálfleik. Sandra Dögg kom virkilega sterk inn og byrjaði strax að djöflast og skapa hættu. Hún skoraði svo annað mark ÍR sem breytti leiknum töluvert en Keflavíkur stelpur duttu töluvert niður eftir þetta annað mark.
Hvað þýða úrslitin?
Það eru einungis búnar þrjár umferðir af 18 í deildinni svo úrslitin í dag hafa engin gríðarleg áhrif á stöðu beggja liða en ÍR lagar þó stöðuna sína örlítið og fer upp um eitt sæti úr því 9. í áttunda. Á meðan falla Keflvíkingar niður um eitt sæti úr því 3. í fjórða.
Vondur dagur
Vörn Keflavíkur. Vörnin var ekki nógu þétt, ÍR-ingar sóttu lítið í fyrri hálfleik en tókst samt að komast í gegnum vörnina og skora mark. Í síðari hálfleik voru þær mikið í kýlingum fram á við í stað þess að spila í gegnum miðjuna sem gerði það að verkum að miðjan sást lítið.
Dómarinn - 5
Árni Heiðar virtist óöruggur í dómgæslunni í fyrri hálfleik. Þá var kominn hiti í leikmenn og hann hafði litla stjórn á leiknum og dæmdi í nokkur skipti á eitthvað sem hann hefði alveg mátt sleppa. Seinni hálfleikur var þó betri en hann þurfti að hljóta töluvert mótlæti úr stúkunni sem hann tæklaði ágætlega.
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
3. Andrea Magnúsdóttir
8. Aníta Björk Axelsdóttir ('70)
9. Klara Ívarsdóttir
10. Ástrós Eiðsdóttir ('46)
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f)
13. Mykaylin Rosenquist
18. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('90)
20. Heba Björg Þórhallsdóttir ('90)
23. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('74)
24. Bryndís María Theodórsdóttir

Varamenn:
12. Ingibjörg Fjóla Ástudóttir (m)
8. Hrafntinna M G Haraldsdóttir ('90)
14. Guðrún Ósk Tryggvadóttir ('74)
15. Sigríður Guðnadóttir ('90)
20. Sandra Dögg Bjarnadóttir ('46)
21. Jónína Björk Bogadóttir
24. Hafdís Erla Valdimarsdóttir ('70)

Liðsstjórn:
Guðmundur Guðjónsson (Þ)
Tara Kristín Kjartansdóttir
Helga Dagný Bjarnadóttir
Gunnlaugur Jónasson
Karen Rut Ólafsdóttir
Dagbjört Sól Guðlaugsdóttir
Þórdís Sara Þórðardóttir

Gul spjöld:
Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir ('44)

Rauð spjöld: