Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
HK
2
0
ÍR
Ásgeir Marteinsson '16 1-0
Bjarni Gunnarsson '87 2-0
Styrmir Erlendsson '90
22.06.2017  -  19:15
Kórinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Það er eðlilega logn og völlurinn flottur
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Maður leiksins: Reynir Már Sveinsson (HK)
Byrjunarlið:
1. Andri Þór Grétarsson (m)
Bjarni Gunnarsson ('90)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Guðmundur Þór Júlíusson (f)
6. Birkir Valur Jónsson (f)
6. Ingiberg Ólafur Jónsson
8. Ingimar Elí Hlynsson ('66)
10. Ásgeir Marteinsson
19. Arian Ari Morina
20. Árni Arnarson ('61)
29. Reynir Már Sveinsson

Varamenn:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
8. Viktor Helgi Benediktsson ('66)
11. Ólafur Örn Eyjólfsson
11. Ísak Óli Helgason
14. Grétar Snær Gunnarsson ('61)
23. Ágúst Freyr Hallsson ('90)
24. Stefán Bjarni Hjaltested

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Oddur Hólm Haraldsson
Hjörvar Hafliðason
Þjóðólfur Gunnarsson
Pétur Pétursson
Matthías Ragnarsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Ingimar Elí Hlynsson ('56)
Arian Ari Morina ('64)

Rauð spjöld:
@brynjarerluson Brynjar Ingi Erluson
Skýrslan: Barátta HK-inga skóp sigur í Kórnum
Hvað réði úrslitum?
Skipulag HK réði úrslitum í dag. Liðið var agað á miðjunni og varnarlega. Fyrsta skiptið í sumar sem liðið heldur hreinu og í raun allt jákvætt sem liðið getur tekið úr leiknum. Þegar ÍR-ingar sóttu sem mest undir lokin tókst liðinu að standast pressuna og landa þægilegum sigri. Árni Arnarson var búinn að vera frábær á miðjunni áður en hann fór meiddur af velli og var spurning hvernig Grétar myndi leysa það verkefni. Hann gerði það vel og HK-ingar fagna þessu. ÍR-ingar voru undir í allri baráttu og áttu mjög erfitt með að finna sig í þessum leik.
Bestu leikmenn
1. Reynir Már Sveinsson (HK)
Algert dýr á miðjunni. Vann marga bolta og lokaði mikið á sóknir ÍR-inga. Hans fyrsti byrjunarliðsleikur með HK og helvíti góður.
2. Guðmundur Þór Júlíusson og Ingiberg Ólafur Jónsson (HK)
Þetta miðvarðarpar var magnað í dag. Þeir voru jafn góðir og spiluðu í takt.
Atvikið
Styrmir Erlendsson fékk rautt spjald á lokamínútunni fyrir að sparka í bakið á Gumma Júl. Styrmir kom inn sem varamaður undir lok leiksins.
Hvað þýða úrslitin?
HK-ingar eru komnir með sjálfstraust. Virkilega öflugur liðsandi í liðinu og taka vel við sér eftir tapið gegn Haukum. Þetta er auðvitað vont fyrir ÍR sem er í botnbaráttunni og annar leikurinn í röð þar sem liðið tapar með tveggja marka mun. ÍR-ingar sáu engin svæði laus og áttu mjög erfitt með að opna HK-inga, þannig ÍR-ingar vilja laga það sem fyrst.
Vondur dagur
Jón Gísli Ström var týndur í dag. Það var enginn að skapa neitt af viti fyrir hann. Alger lykilmaður í ÍR en sást því miður lítið sem ekkert. Már Viðarsson átti heldur ekki sinn besta dag. Missti boltann í fyrra markinu þarna á Ásgeir Marteins.
Dómarinn - 7
Fín dómgæsla og ekkert út á hana að setja svona þannig lagað.
Byrjunarlið:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström
7. Jónatan Hróbjartsson
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('69)
10. Viktor Örn Guðmundsson
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
18. Jón Arnar Barðdal ('75)
22. Axel Kári Vignisson
29. Stefán Þór Pálsson ('69)

Varamenn:
3. Reynir Haraldsson
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson
23. Þorsteinn Jóhannsson
27. Sergine Fall ('69)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Helgi Freyr Þorsteinsson
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Styrmir Erlendsson
Sævar Ómarsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Eyjólfur Aðalsteinn Eyjólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Styrmir Erlendsson ('90)