Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Stjarnan
5
0
Haukar
Harpa Þorsteinsdóttir '6 1-0
Harpa Þorsteinsdóttir '31 2-0
Guðmunda Brynja Óladóttir '44 3-0
Katrín Ásbjörnsdóttir '63 4-0
Guðmunda Brynja Óladóttir '90 5-0
27.06.2017  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Ágætis kraftur í golunni en þurrt samt. Ansi kalt í stúkunni.
Dómari: Andri Vigfússon
Áhorfendur: 124
Maður leiksins: Harpa Þorsteinsdóttir
Byrjunarlið:
Harpa Þorsteinsdóttir ('78)
Ana Victoria Cate
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Kim Dolstra
6. Lára Kristín Pedersen
9. Kristrún Kristjánsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Guðmunda Brynja Óladóttir
17. Agla María Albertsdóttir ('70)
24. Bryndís Björnsdóttir
30. Katrín Ásbjörnsdóttir ('65)

Varamenn:
12. Gemma Fay (m)
5. Írunn Þorbjörg Aradóttir
9. Sigrún Ella Einarsdóttir ('78)
14. Donna Key Henry ('70)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
22. Nótt Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Þór Guðbjörnsson (Þ)
Inga Birna Friðjónsdóttir
Þóra Björg Helgadóttir
Andrés Ellert Ólafsson
Eva Linda Annette Persson
Einar Páll Tamimi
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@thorhallurvalur Þórhallur Valur Benónýsson
Skýrslan: Dómarinn reyndi að stela senunni í sanngjörnum Stjörnusigri
Hvað réði úrslitum?
Krafturinn í Stjörnukonum gerði útslagið í dag. Leikurinn var aldrei í hættu og Haukastelpur réðu ekki við gríðarlegan sóknarþunga Stjörnukvenna.
Bestu leikmenn
1. Harpa Þorsteinsdóttir, Stjarnan
Ég held að allir á vellinum séu sammála um að afmælisbarnið hafi verið best í dag. Hún sýndi í dag afhverju hún á skilið að fara á EM. Hún þarf ekki nema bara tvö færi til að gera tvö mörk. Hún lætur markaskorun líta út fyrir að vera mikið einfaldari en hún er.
2. Guðmunda Brynja Óladóttir, Stjarnan
Gumma átti líka mjög góðan leik. Hún er að ná sér á strik aftur eftir meiðsli og skoraði tvö mörk og lagði upp eitt líkt og Harpa.
Atvikið
Mark tvö hjá Stjörnunni. Eftir annað markið var ljóst að Haukar kæmu ekki til baka.
Hvað þýða úrslitin?
Stjarnan saxar aðeins á Þór/KA sem gerði jafntefli áðan. Ef Stjarnan heldur áfram af þessum krafti og mótið opnast örlítið meira þá eiga Stjörnukonur enn góðan séns á harðri baráttu um titilinn. Haukakonur hinsvegar þurfa að ná sér í stig og eiga mjög mikilvægan leik í næstu umferð gegn Grindavík. Það er í raun skyldusigur ef þær ætla sér að spila í Pepsi að ári.
Vondur dagur
Það var kannski enginn sem átti framúrskarandi vondan dag en Heiða Rakel Guðmundsdóttir klúðraði tveimur virkilega góðum færum. Hún gerði vel í aðdraganda beggja færanna en það verður að klára svo þau telji.
Dómarinn - 2
Andri Vigfússon ákvað í þriðja marki Stjörnunnar að snúa ákvörðun Viktors Péturs aðstoðardómara sem veifaði rangstöðu. Viktor var í mikið betri stöðu til að taka ákvörðun enda var hún rétt hjá honum og hann í línu. Þau myndbrot sem við fengum að sjá í hálfleik sýna að þetta var rangstaða. Viktor fær prik en Andri fær 3 í mínus á móti. Það verður spennandi að sjá hvort einhver hafi náð myndbandi sem sýnir þetta 100%.
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
6. Vienna Behnke
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir (f) ('65)
12. Marjani Hing-Glover
18. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('74)
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
24. Sólveig Halldóra Stefánsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('74)
8. Svava Björnsdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir ('65)

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: