Höttur
0
0
Haukar
Stefán Þór Eyjólfsson '68
19.05.2012  -  14:00
Fellavöllur
1. deild karla
Aðstæður: Frábærar. Gola og glampandi sólskin
Dómari: Magnús Þórisson
Áhorfendur: 300
Maður leiksins: Birkir Pálsson
Byrjunarlið:
12. Ryan Allsop (m)
Garðar Már Grétarsson ('77)
Þórarinn Máni Borgþórsson
2. Birkir Pálsson
4. Óttar Steinn Magnússon
7. Ragnar Pétursson
8. Stefán Þór Eyjólfsson
10. Högni Helgason ('86)
20. Bjartmar Þorri Hafliðason
23. Elmar Bragi Einarsson
23. Elvar Þór Ægisson

Varamenn:
1. Veljko Bajkovic (m)
6. Davíð Einarsson
7. Jóhann Valur Clausen ('77)
8. Friðrik Ingi Þráinsson ('86)
11. Jónas Ástþór Hafsteinsson
16. Óttar Guðlaugsson
19. Bjarni Þór Harðarson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjartmar Þorri Hafliðason ('38)
Stefán Þór Eyjólfsson ('32)

Rauð spjöld:
Stefán Þór Eyjólfsson ('68)
@https://twitter.com/#!/Dullarinn Guðmundur Bj. Hafþórsson
Markalaust á Héraði
Það var svokölluð hátíð í bæ þegar Höttur lék sinn fyrsta heimaleik í 1. deild karla frá upphafi, í heimsókn voru Haukar úr Hafnarfirði. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru mjög góðar og heimamenn fjölmenntu á völlinn.

Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt var að liðin ætluðu ekki að taka neina sénsa framan af leik. Þegar leið á fyrri hálfleikinn þá settu heimamenn nokkuð stífa pressu á Haukana án þess að skapa sér afgerandi færi. Bæði lið áttu sæmilega skotsénsa fyrir utan teig en leikurinn var frekar lokaður í fyrri hálfleik. Staðan 0-0 þegar ágætur dómari leiksins, Magnús Þórisson, blés til hálfleiks.

Fólk var rétt búið að kyngja hálfleikskleinum Gunnu handó þegar fyrirliði Hattar Óttar Steinn Magnússon fékk virkilega gott skallafæri eftir hornspyrnu, en Haukarnir björguðu á línu. Hattarmenn voru sterkari framan af síðari hálfleik eða þangað til á 68. mínútu þegar Stefán "Vinstri Sleggja" Eyjólfsson fékk sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt.
Þá tóku gestirnir öll völd á vellinum án þess þó að koma blöðrunni í mark heimamanna. Haukarnir fengu þrjú virkilega góð færi á síðustu 15 mínútum leiksins en Hattarar björguðu m.a. þrisvar á línu og eitt sinn eftir að boltinn hafi hafnað í þverslá Hattarmarksins.

Skemmtilegur leikur og vonandi það sem koma skal í heimaleikjum Hattar í sumar.

Fyrir hönd fótbolti.net frá Egilsstöðum.
Guðmundur Bj. Hafþórsson og Viðar Örn Hafsteinsson
Byrjunarlið:
Hilmar Trausti Arnarsson
7. Sigurbjörn Hreiðarsson
11. Magnús Páll Gunnarsson

Varamenn:
1. Magnús Þór Gunnarsson (m)
16. Aron Freyr Eiríksson ('54)
17. Gunnlaugur F. Guðmundsson
22. Björgvin Stefánsson ('88)
22. Alexander Freyr Sindrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Magnús Páll Gunnarsson ('73)
Viktor Smári Segatta ('51)

Rauð spjöld: