Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Lengjubikar kvenna - A-deild úrslit
Valur
13:00 0
0
Breiðablik
KR
2
0
Fjölnir
Pálmi Rafn Pálmason '43 1-0
Óskar Örn Hauksson '75 2-0
27.07.2017  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Toppaðstæður, logn og völlurinn grænn.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 952
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson (KR)
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck ('71)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('88)
11. Tobias Thomsen ('64)
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
3. Ástbjörn Þórðarson ('71)
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('64)
9. Garðar Jóhannsson
20. Robert Sandnes ('88)
23. Guðmundur Andri Tryggvason
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Vésteinn Kári Árnason

Gul spjöld:
André Bjerregaard ('74)
Pálmi Rafn Pálmason ('78)
Skúli Jón Friðgeirsson ('82)

Rauð spjöld:
@brynjarerluson Brynjar Ingi Erluson
Skýrslan: Laglegt mark Pálma rotaði Fjölnismenn
Hvað réði úrslitum?
Rothöggið var raunverulega markið sem Pálmi Rafn Pálmason skoraði undir lok fyrri hálfleiks. Fjölnismenn voru í ágætis málum og búnir að sækja mikið á KR, voru skipulagðir og var útlit fyrir að þetta yrði afar jafn leikur en eftir 35 mínútur þá tóku KR-ingar við sér og eins og áður segir þá var það markið sem Pálmi skoraði undir lok fyrri hálfleiks sem gerði útslagið. KR var með öll völd í þeim síðari og bættu við öðru og hefðu getað bætt við fleiri mörkum en Þórður Ingason varði mörg dauðafæri.
Bestu leikmenn
1. Óskar Örn Hauksson (KR)
Frábær í dag. Hann var að skapa mikið og skoraði svo sjálfur eitt mark. Lykilmaður í sóknarleik heimamanna.
2. Kennie Chopart (KR)
Vinnslan í manninum er ótrúleg. Hann djöflaðist, hljóp mikið og var stöðug ógn fyrir varnarmenn Fjölnis.
Atvikið
Marcus Solberg féll í teignum í byrjun leiks eftir viðskipti sín við Gunnar Þór Gunnarsson. Mín augu töldu þetta vera vítaspyrnu en dómari leiksins dæmdi ekkert.
Hvað þýða úrslitin?
KR er komið aftur í Evrópubaráttu. Það er stutt á milli í þessu og KR hefur unnið síðustu tvo leiki. Það er allt annað að horfa á KR liðið núna en undanfarnar vikur, gleðin er til staðar og mun meira skipulag í mönnum. Þá hefur André Bjerregaard lyft sóknarleiknum á annað plan og liðið að skapa sér gríðarlegt magn af færum. Ég get þó ekki sagt að þetta sé áhyggjuefni fyrir Fjölni, liðið var hreyfanlegt en það getur verið þungt að fá á sig mark í lok fyrri hálfleiks. Liðið er í ágætis málum þrátt fyrir þetta tap.
Vondur dagur
Mario Tadejevic var í þvílíku basli með áhlaupið á hægri vængnum. Morten Beck, Óskar Örn og Kennie Chopart náðu ítrekað að keyra þarna upp. Torfi og Hans Viktor hafa átt betri daga í miðverðinum, voru mjög flottir eins og ég segi fyrsta hálftímann en eftir markið fóru menn að opna sig meira.
Dómarinn - 5
Ívar hefði getað dæmt víti þegar Solberg féll í teignum en annars var hann þokkalegur. Var orðinn spjaldaglaður í síðari hálfleik og var stundum aðeins of harður á þeim.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('58)
9. Þórir Guðjónsson
10. Ægir Jarl Jónasson ('65)
15. Linus Olsson
18. Marcus Solberg
20. Mees Junior Siers
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
5. Ivica Dzolan
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
8. Igor Jugovic ('65)
22. Kristjan Örn Marko Stosic
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('58)
31. Kristall Máni Ingason

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Hildur Lilja Ágústsdóttir
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Torfi Tímoteus Gunnarsson ('56)
Mario Tadejevic ('90)

Rauð spjöld: