Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Fjölnir
LL 4
2
Selfoss
ÍR
3
1
Grótta
Jón Gísli Ström '45 , víti 1-0
Sergine Fall '61 2-0
Jón Gísli Ström '70 3-0
3-1 Ásgrímur Gunnarsson '78
17.08.2017  -  18:30
Hertz völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Jón Gísli Ström (ÍR)
Byrjunarlið:
Halldór Arnarsson
Helgi Freyr Þorsteinsson
4. Már Viðarsson (f)
7. Jón Gísli Ström
10. Viktor Örn Guðmundsson ('86)
11. Guðfinnur Þórir Ómarsson ('69)
13. Andri Jónasson
14. Óskar Jónsson
21. Jordian Farahani
22. Axel Kári Vignisson
29. Stefán Þór Pálsson ('46)

Varamenn:
1. Steinar Örn Gunnarsson (m)
3. Reynir Haraldsson
7. Jónatan Hróbjartsson ('69)
10. Jóhann Arnar Sigurþórsson ('86)
14. Renato Punyed Dubon
27. Sergine Fall ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Þór Valsson (Þ)
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Þ)
Hilmar Þór Kárason
Magnús Þór Jónsson
Eyjólfur Þórður Þórðarson
Andri Helgason

Gul spjöld:
Már Viðarsson ('17)

Rauð spjöld:
@brynjarerluson Brynjar Ingi Erluson
Skýrslan: Fátt getur bjargað Gróttu frá falli
Hvað réði úrslitum?
Agaður varnarleikur og markviss sóknarleikur ÍR-inga er það sem skildi liðin að. Hægt var að telja færi Gróttu á annarri hendi og liðið virkaði fremur sálarlaust og virtist ekkert líf í þeirra leik. Vítaspyrnan sem liðið fékk á sig undir lok fyrri hálfleiks tók verulega á liðið og ÍR-ingar gerðu svo breytingu í hálfleik sem skipti sköpum er Sergine Modou Fall kom inn. Hann var sífellt að ógna marki gestanna og tókst heimamönnum að gera tvö mörk til viðbótar. Grótta virtist vera búið að pakka í töskur og sætta sig við fall og þegar lagt er gróft mat á liðið þá virðist það á leið niður.
Bestu leikmenn
1. Jón Gísli Ström (ÍR)
Hann er mættur aftur. Skoraði úr vítaspyrnunni, skoraði laglegt mark einnig fyrir utan teig og gat auðveldlega bætt við fleiri mörkum. Lykilmaður í sóknarleik ÍR-inga í dag.
2. Sergine Modou Fall (ÍR)
Hans innkoma var mikilvæg. Hann kom inn og byrjaði strax að valda usla. Skorar mark og var sífellt að mata Jón Gísla í teignum. Hættulegt vopn í dag.
Atvikið
Vítaspyrnan sem ÍR fær undir lok fyrri hálfleiks breytti öllu. Alexander Kostic handlék knöttinn og virtist hann mótmæla því. Þórhallur Dan, þjálfari Gróttu, var þó sammála dómnum.
Hvað þýða úrslitin?
ÍR er að skrá sig úr botnbaráttu með þessum sigri og er nú sjö stigum frá Gróttu. Það eru vissulega fimm erfiðir leikir eftir en það þarf bókstaflega allt að gerast til þess að ÍR skrái sig aftur í þessa baráttu. Grótta leit illa út í dag og er mjög erfitt að sjá liðið vinna sig út úr þessu.
Vondur dagur
Stefán Ari í marki Gróttu var oft úti á þekju í þessu svokallaða sweeper-keeper kerfi. Fór oft út í ævintýraleg skógarhlaup. Varnarlína Gróttu hélt illa skipulagi og opnuðu sig of mikið. Sóknarleikurinn var ekkert betri og menn hugmyndasnauðir.
Dómarinn - 7
Dæmdi þetta vel og ekkert út á hann að setja. Hélt línu vel.
Byrjunarlið:
1. Stefán Ari Björnsson (m)
2. Loic Mbang Ondo
6. Sigurvin Reynisson (f)
8. Aleksandar Alexander Kostic (f) ('79)
10. Enok Eiðsson
11. Andri Þór Magnússon ('46)
16. Kristófer Scheving
17. Agnar Guðjónsson ('64)
21. Ásgrímur Gunnarsson
22. Viktor Smári Segatta
24. Andri Már Hermannsson

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
6. Darri Steinn Konráðsson ('46)
9. Jóhannes Hilmarsson ('79)
10. Kristófer Orri Pétursson ('64)

Liðsstjórn:
Þórhallur Dan Jóhannsson (Þ)
Guðmundur Marteinn Hannesson
Pétur Steinn Þorsteinsson
Dagur Guðjónsson
Halldór Kristján Baldursson
Gunnar Birgisson
Björn Hákon Sveinsson
Björn Valdimarsson
Sigurður Brynjólfsson

Gul spjöld:
Loic Mbang Ondo ('35)
Aleksandar Alexander Kostic ('45)
Enok Eiðsson ('90)

Rauð spjöld: