Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haukar
4
2
Keflavík
Davíð Sigurðsson '5 , sjálfsmark 0-1
0-2 Jeppe Hansen '48 , víti
Harrison Hanley '54 1-2
Björgvin Stefánsson '60 2-2
Aron Jóhannsson '67 3-2
Björgvin Stefánsson '81 4-2
18.08.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Stórkostlegar. Það blæs aðeins.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: Sirka 500
Maður leiksins: Harrison Hanley (Haukar)
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson ('82)
7. Davíð Sigurðsson
11. Arnar Aðalgeirsson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
33. Harrison Hanley ('87)

Varamenn:
8. Ísak Jónsson
10. Daði Snær Ingason
12. Þórir Jóhann Helgason
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Gylfi Steinn Guðmundsson ('87)
21. Alexander Helgason ('82)
22. Alexander Freyr Sindrason

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Elís Fannar Hafsteinsson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon

Gul spjöld:
Gunnar Gunnarsson ('57)
Haukur Ásberg Hilmarsson ('62)
Björgvin Stefánsson ('92)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Stanslaust fjör á Gaman Ferða vellinum
Hvað réði úrslitum?
Karakterinn í Haukaliðinu. Keflavík komst í 2-0, Haukarnir voru pirraðir og bugaðir. Svo gerðist eitthvað. Þeir tóku sig á og unnu leikinn! Í dag var það samt fótboltinn sem vann. Þvílíkur leikur sem þetta var!
Bestu leikmenn
1. Harrison Hanley (Haukar)
Var virkilega góður í þessum leik. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að þetta hafi verið hans besti leikur fyrir Hauka. Skoraði virkilega laglegt mark, var hættulegur og duglegur. Virkilega flottur!
2. Björgvin Stefánsson (Haukar)
Markavél. Er svo mikilvægur fyrir þetta Haukalið. Var pirraður stuttu eftir annað mark Keflavíkur og var heppinn (að mínu mati) að fá ekki rautt spjald. Reif sig svo í gang, eins og allt Haukaliðið, og skoraði tvö lagleg mörk. Haukur Ásberg var líka flottur í þessum leik í kvöld, eins og margir aðrir, í báðum liðum.
Atvikið
Það eru gríðarlega mörg atvik sem ég get talið upp hér. Haukar hefðu átt að fá vítaspyrnu í stöðunni 1-1. Frá mínu sjónarhorni var það pjúra vítaspyrna. Keflavík hefði líka getað fengið vítaspyrnu/ur í þessum leik og þeir hefðu líka getað skorað miklu fleiri mörk í byrjun leiks. Ég verð líka að segja þriðja mark Hauka. Gleðin skein úr andlitum Haukamanna eftir það mark!
Hvað þýða úrslitin?
Toppbaráttan er jafnari. Talað var um fyrir leikinn að Keflavík væri með lið sem væri of gott fyrir deildina, en miðað við frammistöðuna í heild sinni í kvöld er það ekki rétt. Keflavík er áfram á toppnum, en liðin fyrir neðan sækja á, þar á meðal Haukar. Þetta verður mjög spennandi.
Vondur dagur
Lasse Rise, Juraj Grizelj, Sindri Kristinn Ólafsson. Lasse Rise byrjaði leikinn nokkuð vel, en sást síðan lítið. Juraj Grizelja sást lítið sem ekkert og ég skrái Sindra einungis hér þar sem mér fannst hann geta gert betur í þriðja markinu. Hann fékk boltann undir sig. Miðað við það hvernig leikurinn byrjaði, þá hefði ég getað nefnt allt Haukaliðið í þessum dálki. Til að byrja með virtist Keflavík ætla að slátra þessum leik, en Haukarnir sýndu gríðarlega karakter og unnu að lokum
Dómarinn - 3
Elías Ingi Árnason. Ég ætla að byrja á því að segja að þetta var mjög erfiður leikur að dæma. Það var mikill hiti í mönnum, sérstaklega í seinni hálfleiknum. Mér fannst Haukar eiga að fá tvær vítaspyrnur í þessum leik, hið minnsta og þá átti Keflavík líka að fá aðra vítaspyrnu. Vítaspyrnan sem hann dæmdi fyrir Keflavík var að mínu mati réttur dómur. Þá hefði Björgvin Stefánsson mögulega átt að fá rautt spjald í stöðunni 2-0. Eins og ég segi þá var þetta erfiður leikur... en hann og hans kollegar hefðu klárlega getað komist betur frá sínu verki í kvöld.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Hólmar Örn Rúnarsson ('85)
Marc McAusland
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Juraj Grizelj
9. Adam Árni Róbertsson
14. Jeppe Hansen
16. Sindri Þór Guðmundsson ('85)
18. Marko Nikolic
25. Frans Elvarsson (f)
99. Lasse Rise ('74)

Varamenn:
22. Leonard Sigurðsson ('74)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('85)
29. Fannar Orri Sævarsson
45. Tómas Óskarsson ('85)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Guðlaugur Baldursson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Aron Elís Árnason
Jónas Guðni Sævarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson

Gul spjöld:
Ísak Óli Ólafsson ('40)
Frans Elvarsson ('84)
Leonard Sigurðsson ('89)

Rauð spjöld: