Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Fylkir
4
1
Leiknir F.
Andrés Már Jóhannesson '22 1-0
1-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson '26
Albert Brynjar Ingason '29 2-1
Albert Brynjar Ingason '34 3-1
Albert Brynjar Ingason '74 4-1
19.08.2017  -  15:00
Floridana völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Glimrandi góðar, blankalogn og bongó blíða 10/10.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 357 manns
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson
Ragnar Bragi Sveinsson ('71)
2. Ásgeir Eyþórsson (f) ('78)
5. Orri Sveinn Stefánsson
10. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('87)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
4. Andri Þór Jónsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('87)
23. Ari Leifsson ('78)
77. Bjarki Ragnar Sturlaugsson

Liðsstjórn:
Rúnar Pálmarsson (Þ)
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Helgi Sigurðsson (Þ)
Þorleifur Óskarsson (Þ)
Kristján Valdimarsson
Kristján Hauksson
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ásgeir Eyþórsson ('5)
Ragnar Bragi Sveinsson ('67)

Rauð spjöld:
@StefnirS Stefnir Stefánsson
Skýrslan: Albert Brynjar sá um Fáskrúðsfirðinga
Hvað réði úrslitum?
Gæðamunurinn á liðunum var einfaldlega of mikill. Þá sérstaklega sóknarlega, Fylkir voru mjög beinskeyttir og áræðnir í öllum sínum sóknaraðgerðum á meðan sóknaleikur Leiknis var oft á tíðum hugmyndasnauður og vantaði gæði til að reka endahnútinn á þær sóknir sem liðið fékk.
Bestu leikmenn
1. Albert Brynjar Ingason
Frábær leikur hjá Alberti sem skoraði þrennu, rosalegt hvað hann er klínískur fyrir framan markið, fox in the box eins og bretinn myndi segja það.
2. Andrés Már Jóhannesson
Virkilega flottur leikur hjá Andrési, lék á alls oddi og var Leiknismönnum gríðarlega erfiður viðureignar, skoraði eitt og lagði upp annað.
Atvikið
Annað mark Fylkis í leiknum. Þeir höfðu skorað og fengið mark jöfnunarmark í andlitið strax í kjölfarið. Mörg lið hefðu látið það slá sig út af laginu en Fylkisliðið féll ekki í þá gryfju. Svörðuðu jöfnunarmarkinu um hæl og tóku yfir leikinn í kjölfarið.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða það að Fylkir er komið í annað sæti deildarinnar og fara upp fyrir Þrótt Reykjavík á markatölu, gætu orðið gríðarlega mikilvæg þrjú stig í baráttunni um sæti í Pepsi-deildinni. Leiknir hinsvegar eru að horfa upp á gríðarlega brekku í baráttu sinni á botni deildarinnar og þurfa þeir á kraftaverki annað árið í röð til að halda sæti sínu í deildinni. Þeir eru 9 stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Vondur dagur
Sóknarlína Leiknis átti erfitt uppdráttar í dag, fundu fá svör við annars góðum varnarleik Fylkis.
Dómarinn - 9
Ætla að leyfa að þruma níu á Sigurð Hjört og aðstoðarmenn hans í dag. Steig varla feilspor í leiknum, hafði góð tök á leiknum allan tímann og fór lítið fyrir honum. Það er alltaf merki um góða dómgæslu.
Byrjunarlið:
1. Robert Winogrodzki (m)
5. Vitaly Barinov
6. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('81)
7. Arkadiusz Jan Grzelak (f)
9. Björgvin Stefán Pétursson
10. Kristinn Justiniano Snjólfsson
15. Kristófer Páll Viðarsson ('63)
16. Unnar Ari Hansson
18. Jesus Guerrero Suarez
21. Darius Jankauskas
23. Sólmundur Aron Björgólfsson ('45)

Varamenn:
12. Bergsveinn Ás Hafliðason (m)
2. Guðmundur Arnar Hjálmarsson ('81)
18. Valdimar Ingi Jónsson ('45)
23. Dagur Ingi Valsson
29. Povilas Krasnovskis ('63)

Liðsstjórn:
Viðar Jónsson (Þ)
Ellert Ingi Hafsteinsson
Jens Ingvarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: