Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Fjölnir
2
1
FH
Igor Jugovic '52 1-0
1-1 Matija Dvornekovic '74
Igor Jugovic '89 2-1
21.09.2017  -  16:30
Extra völlurinn
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sól og gola. Völlurinn blautur
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 402
Maður leiksins: Igor Jugovic - Fjölnir
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson ('65)
2. Mario Tadejevic
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
5. Ivica Dzolan
7. Birnir Snær Ingason
8. Igor Jugovic
9. Þórir Guðjónsson ('82)
20. Mees Junior Siers
27. Ingimundur Níels Óskarsson ('75)
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
6. Fredrik Michalsen
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
7. Bojan Stefán Ljubicic
10. Ægir Jarl Jónasson ('65)
15. Linus Olsson ('75)
18. Marcus Solberg ('82)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Gestur Þór Arnarson
Kári Arnórsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Igor Jugovic ('89)

Rauð spjöld:
@maggimar Magnús Már Einarsson
Skýrslan: Igor valdi réttan tíma fyrir skotin sín
Hvað réði úrslitum?
Lagleg mörk hjá Igor Jugovic tryggðu Fjölni sigurinn í kvöld. Igor hafði ekki skorað í Pepsi-deildinni í sumar en hann valdi rétta tímapunktinn til að opna markareikninginn. Fjölnismenn voru ofan í baráttunni og viljinn hjá Grafarvogsliðinu var mun meiri en í síðustu leikjum. Þrjú dýrmæt stig í botnbaráttunni.
Bestu leikmenn
1. Igor Jugovic - Fjölnir
Mörkin tvö voru glæsileg og frammistaða hans á miðjunni var einnig góð.
2. Þórður Ingason - Fjölnir
Fyrirliðinn átti góðar vörslur, sérstaklega eina í upphafi leiks. Gat ekkert gert í markinu sem FH skoraði. Þórður hafði varið glæsilega frá Davíð áður en Matija Dvornekovic náði frákastinu og skoraði.
Atvikið
Gleðin var ósvikin hjá Igor Jugovic og Fjölnismönnum þegar sigurmarkið leit dagins ljós. Igor reif sig úr að ofan og fagnaði með liðsfélögum sínum við varamannabekkinn. Risastórt mark sem fer langt með að gulltryggja sæti Fjölnis í deildinni að ári.
Hvað þýða úrslitin?
Fjölnir hefur unnið báða leikina gegn FH í sumar og náð í 25% stiga sinna gegn Fimleikafélaginu! Fjölnir steig með sigrinum mjög stórt skref í átt að öruggu sæti í deildinni. Fjölnir er nú fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar tvær umferðir eru eftir. FH þarf ennþá einn sigur til viðbótar til að tryggja Evrópusætið. FH er í 3. sæti deildarinnar, stigi á eftir Stjörnunni en fjórum stigum á undan KR.
Vondur dagur
Gunnar Nielsen, markvörður FH, gerði sig sekan um slæm mistök í fyrsta markinu og var í miklu basli með úthlaup sín eftir það. Gunnar átti misheppnaða spyrnu fram völlinn í byrjun síðari hálfleiks og Igor Jugovic refsaði með því að skora með skoti af 40 metra færi. Gunnar myndi eflaust spyrna boltanum út af ef hann mætti leika atvikið aftur núna.
Dómarinn - 8
Pétur hélt spjöldunum niðri lengi vel en dró þau síðan upp þegar á þurfti að halda. Átti heilt yfir fínan dag.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Robbie Crawford ('81)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson ('19)
16. Jón Ragnar Jónsson
19. Matija Dvornekovic
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson (f)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson ('70)

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
11. Atli Guðnason ('70)
17. Baldur Logi Guðlaugsson
28. Teitur Magnússon
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('40)
Bergsveinn Ólafsson ('68)
Jón Ragnar Jónsson ('76)
Kassim Doumbia ('79)

Rauð spjöld: