Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Keflavík
45' 1
0
Breiðablik
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
LL 4
1
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
LL 2
1
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
LL 3
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
LL 4
1
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
LL 0
3
Þór
Mjólkurbikar karla
Höttur/Huginn
LL 0
1
Fylkir
Mjólkurbikar karla
ÍBV
LL 1
2
Grindavík
Mjólkurbikar karla
Árbær
LL 0
3
Fram
Grindavík
3
2
Þór/KA
Helga Guðrún Kristinsdóttir '4 1-0
1-1 Sandra María Jessen '5
Carolina Mendes '47 2-1
2-2 Sandra Mayor '64
Róbert Jóhann Haraldsson '79
María Sól Jakobsdóttir '81 3-2
23.09.2017  -  14:00
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Birkir Sigurðarson
Áhorfendur: 80
Maður leiksins: Carolina Mendes, Grindavík
Byrjunarlið:
1. Viviane Holzel Domingues (m)
3. Linda Eshun
5. Thaisa
9. Anna Þórunn Guðmundsdóttir
11. Dröfn Einarsdóttir
13. Rilany Aguiar Da Silva
16. Ísabel Jasmín Almarsdóttir (f)
17. María Sól Jakobsdóttir
22. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('46)
26. Berglind Ósk Kristjánsdóttir ('61)
26. Kristín Anítudóttir Mcmillan

Varamenn:
1. Emma Mary Higgins (m)
7. Elena Brynjarsdóttir
8. Guðný Eva Birgisdóttir
10. Una Rós Unnarsdóttir
11. Júlía Ruth Thasaphong
16. Guðrún Bentína Frímannsdóttir
19. Carolina Mendes ('46)
20. Áslaug Gyða Birgisdóttir
21. Telma Lind Bjarkadóttir
24. Andra Björk Gunnarsdóttir
28. Lauren Brennan ('61)

Liðsstjórn:
Róbert Jóhann Haraldsson (Þ)
Nihad Hasecic (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Sreten Karimanovic

Gul spjöld:
Helga Guðrún Kristinsdóttir ('30)
Kristín Anítudóttir Mcmillan ('36)

Rauð spjöld:
Róbert Jóhann Haraldsson ('79)
@haflidib Hafliði Breiðfjörð
Skýrslan: Baráttuglaðir Grindvíkingar neituðu Þór/KA um titilinn
Hvað réði úrslitum?
Maður hefur svo oft séð litla liðið standa í því stóra í fyrri hálfleik en svo þegar líður á leikinn fer loftið úr blöðrunni. Grindavík fór inn í hálfleik í stöðunni 1-1 og innkoma portúgölsku landsliðskonunnar Carolina Mendes blés þeim enn meiri byr undir vængina og það var áfram kraftur í liðinu. Reyndar var ótrúlega gaman að sjá lið sem hefur ekki að neinu að keppa leggja eins mikið í einn leik. Þær hentu sér fyrir alla bolta í 90 mínútur og uppskáru eftir því.
Bestu leikmenn
1. Carolina Mendes, Grindavík
Portúgalska landsliðskonan hefur ekkert verið að sýna nógu góða hluti með liðinu í sumar en skipti sköpum í dag. Kom inná í hálfleik og var stöðugt ógnandi, skoraði eitt og lagði upp annað.
2. Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Grindavík
Grindavíkurliðið var allt á fullu út um allt að stoppa í götin og gerðu það vel. Meira að segja á 90. mínútu mátti sjá Önnu Þórunni kasta sér í tæklingu til að koma hættunni frá þegar gestirnir gerðu sig líklegar.
Atvikið
Stóra atvikið sem allir voru að tala um þegar ég mætti í Grindavík var hvort spila ætti leikinn eða ekki útaf aðstæðum, rok, rigning og gegnblautur völlur. Grindvíkingar voru búnir að panta Reykjaneshöll til vara en fengu álit dómara í morgun þess efnis að ekkert væri að aðstæðum. Halldór Jón Sigurðsson þjálfari Þórs/KA var ósáttur við þetta og kannski sat það of mikið í honum í dag í stað þess að sætta sig við ákvörðun dómara. Fótboltaleikir hafa oft verið spilaðir við miklu verri aðstæður hér á landi og við verðum að lifa með haustlægðunum. Vissulega var grasið blautt en aldrei sá maður vindinn stela boltanum í skotum eða sendingum.
Hvað þýða úrslitin?
Þór/KA gat með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag en þó svo liðið hafi verið besta lið deildarinnar í sumar þá þurfa þær að bíða eftir því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn þar til í lokaumferðinni en til þess verða þær að vinna FH eða treysta á að Grindavík taki stig af Breiðabliki.
Vondur dagur
Það verður ekkert spes rútuferð hjá Þórs/KA liðinu heim í dag. Þær mættu til Grindavíkur til að verða Íslandsmeistarar en fara tómhentar heim eftir að hafa ekki staðið sig vel í dag. Við væntum meira af Íslandsmeistaraliði og höfum áður séð lið vera á toppnum lengi en missa taktinn á úrslitastundu og klúðra málum. Þór/KA verður að mæta miklu ákveðnara til leiks gegn FH á fimmtudaginn ef þær ætla ekki að tapa titlinum til Breiðabliks. Það er í alvöru hætta á því.
Dómarinn - 8
Réði vel við leikinn og tók rétta ákvörðun að láta spila í dag.
Byrjunarlið:
Natalia Gomez
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir ('80)
9. Sandra Mayor
10. Sandra María Jessen (f)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
9. Karen María Sigurgeirsdóttir ('86)
14. Margrét Árnadóttir ('80)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Tinna Stefánsdóttir
Einar Logi Benediktsson
Ragnheiður Runólfsdóttir
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:
Andrea Mist Pálsdóttir ('40)
Bianca Elissa ('71)

Rauð spjöld: