Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
ÍBV
0
0
Fylkir
22.09.2017  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi-deild kvenna
Aðstæður: Blautt, mjög blautt. Algjört logn en völlurinn er á floti.
Dómari: Kristján Már Ólafs
Maður leiksins: Caragh Milligan (Fylkir)
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir
10. Clara Sigurðardóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
15. Adrienne Jordan
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('71)
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
13. Telma Aðalsteinsdóttir
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('71)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Georg Rúnar Ögmundsson
Kristján Yngvi Karlsson
Dean Sibons

Gul spjöld:
Rut Kristjánsdóttir ('53)

Rauð spjöld:
@fotboltinet Fótbolti.net
Skýrslan: Fylkiskonur sóttu stig í Vestmannaeyjum
Hvað réði úrslitum?
Vallaraðstæður voru erfiðar í dag og knattspyrnan sem leikin var, var ekki í hæsta gæðaflokki. Barátta Fylkiskvenna var mikil og voru þær sterkari aðilinn í leiknum. Nokkra leikmenn vantaði í liðin og sýndu þau ekki sitt besta.
Bestu leikmenn
1. Caragh Milligan (Fylkir)
Caragh var alveg frábær í leiknum og átti marga góða spretti í seinni hálfleik. Hún átti öflug skot og lokaði vel á hægri væng ÍBV varnarlega. Virkilega öflugur leikmaður sem vonandi fyrir Fylki heldur áfram hjá félaginu í 1. deildinni. Stærri lið ættu að skoða frammistöðu hennar í leiknum ef hún vill halda áfram að spila í Pepsi-deildinni.
2. Sóley Guðmundsdóttir (ÍBV)
Var oft tveggja manna maki í varnarlínu ÍBV auk þess sem hún var nokkrum sinnum hættuleg fram á við. Sýndi alvöru baráttu og ætlaði alls ekki að tapa með sitt lið á heimavelli þrátt fyrir mikla bleytu í vellinum. Var valinn Skýlis-leikmaður leiksins af Skýlinu í dag á Hásteinsvelli. Hún getur þá gætt sér á dýrindis borgara í Skýlinu í kvöld. Báðir markverðirnir í dag hefðu einnig geta verið hér en þeir spiluðu vel. Þórdís greip oft vel inn í og Adelaide varði frábærlega undir lokin.
Atvikið
Markvarsla Adelaide eftir skot Kaitlyn Johnson þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum. Frábært skot sem skoppaði rétt fyrir framan marklínuna en Adelaide var vel vakandi og varði boltann í horn.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða það að Fylkiskonur hafa sótt stig á útivöllum verðandi Íslandsmeistara og bikarmeistaranna. Virkilega vel af sér vikið hjá lærisveinum Hemma hjá Fylki, sem eru þrátt fyrir þessi stig á erfiðum útivöllum, fallnar. ÍBV er núna í hættu á því að missa 4. sætið til Stjörnunnar.
Vondur dagur
Hásteinsvöllur hefur átt betri daga en hann var ótrúlega blautur og þungur í dag. Nokkur svæði á vellinum voru ótrúlega slök og erfitt að spila góða knattspyrnu á vellinum. Sóknarlínur liðanna áttu einnig vondan dag en völlurinn gerði þeim mjög erfitt fyrir.
Dómarinn - 7.5
Erfiður leikur að dæma en hann slapp nokkuð vel frá verkefninu. Hleypti leiknum ekki í neitt rugl en náði stóru ákvörðunum nokkuð réttum.
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Rakel Leósdóttir ('59)
5. Ída Marín Hermannsdóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
28. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
13. Kaitlyn Johnson ('59)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
15. Ísold Kristín Rúnarsdóttir
20. Sunneva Helgadóttir
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Sigurður Þór Reynisson
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: