Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Grindavík
2
1
Valur
Aron Jóhannsson '13 1-0
1-1 Patrick Pedersen '44 , víti
Sito '87 2-1
23.05.2018  -  19:15
Grindavíkurvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Sólin skín og þurrt. Örlítill vindur
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Sito
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Nemanja Latinovic
6. Sam Hewson
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
17. Sito ('90)
18. Jón Ingason
22. René Joensen ('95)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
23. Aron Jóhannsson (f) ('70)
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
3. Edu Cruz
11. Juanma Ortiz ('90)
19. Simon Smidt
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('70)
26. Sigurjón Rúnarsson
80. Alexander Veigar Þórarinsson ('95)

Liðsstjórn:
Óli Stefán Flóventsson (Þ)
Maciej Majewski
Milan Stefán Jankovic
Arnar Már Ólafsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson
Sigurvin Ingi Árnason
Jóhann Ingi Ármannsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Sam Hewson ('77)
Rodrigo Gomes Mateo ('82)

Rauð spjöld:
@BjarniThorarinn Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Skýrslan: Frábær sigur Grindvíkinga gegn Íslandsmeisturunum
Hvað réði úrslitum?
Ekki í fyrsta, og ekki í síðasta skiptið í sumar sem öguð spilamennska Grindvíkinga réði úrslitum. Margir í liði Grindavíkur sem voru að spila virkilega vel. Hjá Valsmönnum voru aftur á móti margir sem áttu ekki frábæran leik.
Bestu leikmenn
1. Sito
Sito var ágætur í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var hann algjörlega frábær. Eiður Aron og Rasmus áttu í stórkostlegum vandræðum með hann og skoraði hann frábært sigurmark beint úr aukaspyrnu.
2. Gunnar Þorsteinsson
Margir í liði Grindvíkinga sem komu til greina, menn eins og Aron, Rodri, Brynjar og Björn Berg. En Gunnar varð fyrir valinu. Virkilega góður í þessum leik og hélt Kristni Inga og Birki Má í skefjum allan leikinn. Hljóp upp kantinn allan leikinn og tók virkan þátt í sóknarleiknum sem og varnarleiknum.
Atvikið
Sigurmark Grindavíkur. Dagur Ingi Hammer fiskaði aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateigsbogann á 87. mínútu. Nýjasti leikmaður Grindavíkur, Sito steig þá upp, tók spyrnuna og smellti honum í netið og tryggði heimamönnum frábæran sigur á Íslandsmeisturunum.
Hvað þýða úrslitin?
Líkt og Óli Jó sagði eftir leik, þá þýða úrslitin einfaldlega þannig að Valsmenn er í brekku núna. Valsmenn eru í 6. sæti, fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Þessi lið mætast einmitt í næsta leik og er það leikur sem Valur verður að vinna. Grindvíkingar geta hins vegar vel við unað. Liðið er komið í 2. sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir Breiðablik og með betri markatölu en FH. Þrjú stig eru í liðin fyrir neðan. Frábær byrjun hjá þeim gulu í sumar.
Vondur dagur
Varnarþríhyrningur Vals, Anton Ari, Eiður Aron og Rasmus. Anton Ari átti skelfileg mistök í fyrra marki Grindavíkur. Hann átti einnig mistök á sama velli í fyrra. Grindavíkurvöllurinn virðist vera honum erfiður í Valsbúningi. Hafsentapar Vals í leiknum í dag, þeir Eiður Aron og Rasmus áttu í stórkostlegum vandræðum með mann leiksins í dag, Sito. Spánverjinn var á hælunum þeirra allan leikinn, og þá sérstaklega seinni hálfleik og áttu þeir Eiður og Rasmus alls ekki góðan leik í dag.
Dómarinn - 4
Þetta var svona lala leikur hjá Vilhjálmi. Vítaspyrnudómurinn fannst mér soft og þyrfti ég að horfa á það aftur. Kannski hafði hann rétt fyrir sér þar. En svo kom kafli í leiknum þar sem hann missti leikinn. Engin stórkostleg mistök hjá honum í dag en maður hefur séð betri leikir hjá honum.
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson ('28)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('72)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen ('79)
10. Guðjón Pétur Lýðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Sindri Björnsson ('28)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('72)
19. Tobias Thomsen ('79)
23. Andri Fannar Stefánsson
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Rasmus Christiansen ('53)
Sindri Björnsson ('77)

Rauð spjöld: