Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Í BEINNI
Meistarar meistaranna konur
Valur
45' 0
1
Víkingur R.
Valur
4
0
KR
Elín Metta Jensen '43 1-0
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '77 2-0
Guðrún Karítas Sigurðardóttir '82 3-0
Elín Metta Jensen '83 4-0
19.06.2018  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi-deild kvenna
Dómari: Bríet Bragadóttir
Maður leiksins: Thelma Björk
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir ('76)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
13. Crystal Thomas ('87)
14. Hlín Eiríksdóttir ('84)
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir (f)
21. Arianna Jeanette Romero
26. Stefanía Ragnarsdóttir
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir
16. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('87)
20. Hallgerður Kristjánsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir ('84)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('76)
30. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Margrét Magnúsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@huldamyrdal Hulda Mýrdal
Skýrslan: Guðrún Karitas þurfti mínútu til skora og Valur vann 4-0
Hvað réði úrslitum?
Valur hafði yfirhöndina allan leikinn. Stjórnuðu leiknum ágætlega án þess þó að sundurspila KR. Það leit allt út fyrir daufan 1-0 sigur Vals þangað til á 77.mínútu. Guðrún Karitas var ekki á þeim buxunum að enda þetta svona og bætti tveimur stórglæsilegum mörkum við á 5 mínútna kafla. Elín Metta rak svo síðasta naglann í kistu KR inga með afskaplega skrítnu marki. 4-0 sigur Vals í kvöld.
Bestu leikmenn
1. Thelma Björk
Átti góðan leik á miðjunni. Stjórnaði spilinu vel sem gerði það að verkum að Valur hélt boltanum vel innan síns liðs og KR ingar mikið í eltingaleik. Hlín og Crystal gætu léttilega verið hér þar sem þær þutu upp vængina trekk í trekk og sunduspiluðu bakverði KR inga.
2. Guðrún Karitas
Hún verður að fá þetta. Breytti afskaplega leiðinlegum og daufum leik í skemmtun síðasta korterið með mörkum sínum. Takk fyrir það!
Atvikið
77 mínúta þegar Pétur setur Guðrúnu inná. Takk fyrir það Pétur, ég var alveg að sofna! Verð líka að nefna á 85 mínútu þegar Dóra María kemur inn á. Þvílíkur fengur fyrir Val og áhorfendur Pepsideildar að vera búin að endurheimta þennan töframann og reynslubolta.
Hvað þýða úrslitin?
Úrslitin þýða að Valur heldur sér í toppbaráttunni, nartar í hælana á Breiðablik og Þór/KA sem þýðir að toppbaráttan er æsispennandi! KR er hinsvegar í vondum málum með sín 3 stig.
Vondur dagur
Í dag sást að Valur býr yfir meiri gæðum en KR liðið. Tijana vinstri bakvörður Vals snerist stundum í hringi þegar hún var að elta Hlín. En Hlín og Crystal fóru ítrekað upp vængina, veit ekki hvað þær áttu margar hættulegar sendingar fyrir markið. Svo verð ég að nefna Sheu framherja KR. Það var líf í Betsy og Miu en þær fengu enga hjálp frá henni. Hún náði sér engan veginn í takt við leikinn. Var fjórum sinnum dæmd rangstæð og snerti varla boltann fyrir utan það. Við verðum að gera meiri kröfur en það á framherja í Pepsideildinni.
Dómarinn - 9
Bríet átti mjög góðan leik. Ekkert út á hana að setja.
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Mia Gunter
4. Shea Connors ('82)
8. Fanney Einarsdóttir ('57)
10. Betsy Hassett
11. Gréta Stefánsdóttir ('62)
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir
17. Jóhanna K Sigurþórsdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
21. Tijana Krstic

Varamenn:
1. Hrafnhildur Agnarsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir
8. Katrín Ómarsdóttir ('62)
19. Sofía Elsie Guðmundsdóttir ('82)
21. Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('57)
25. Freyja Viðarsdóttir

Liðsstjórn:
Bojana Besic (Þ)
Margrét María Hólmarsdóttir
Anna Birna Þorvarðardóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sædís Magnúsdóttir
Hildur Björg Kristjánsdóttir
Kristján Finnbogi Finnbogason

Gul spjöld:
Betsy Hassett ('30)

Rauð spjöld: