Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Höttur
1
2
Þór
0-1 Jóhann Helgi Hannesson '62
Högni Helgason '78 , víti 1-1
Janez Vrenko '82
1-2 Chukwudi Chijindu '89
08.08.2012  -  19:00
Vilhjálmsvöllur
1. deild karla
Aðstæður: Frábærar, 20 stiga hiti og logn
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Byrjunarlið:
1. Veljko Bajkovic (m)
Garðar Már Grétarsson ('73)
2. Birkir Pálsson
4. Óttar Steinn Magnússon
6. Davíð Einarsson ('73)
7. Ragnar Pétursson
8. Friðrik Ingi Þráinsson
10. Högni Helgason
11. Jónas Ástþór Hafsteinsson ('57)
16. Óttar Guðlaugsson ('73)
23. Elmar Bragi Einarsson

Varamenn:
12. Anton Loftsson (m)
8. Stefán Þór Eyjólfsson
14. Kristófer Örn Kristjánsson
19. Bjarni Þór Harðarson
20. Bjartmar Þorri Hafliðason ('73)
23. Elvar Þór Ægisson ('57)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Bjartmar Þorri Hafliðason ('86)
Garðar Már Grétarsson ('43)

Rauð spjöld:
@elvargeir Elvar Geir Magnússon
Súrt tap Hattar - Dómarinn tók aðalhlutverkið
Það var alvöru veður á Vilhjálmsvelli í kvöld og var stuðið á pöllunum eftir því, þar sem liði Þórs fylgdu haugur af stuðningsmönnum og var sungið í kór á meðal áhorfenda, virkilega skemmtilegt. Fyrri hálfleikur hjá liðunum einkenndist þó af mikilli barátta beggja liða, án þess að skapa sér nein virkilega hættuleg færi. Heimamenn í Hetti voru með nýjan markmann í markinu hjá sér, Bajkovic nokkurn sem virkaði nokkuð traustur og á eflaust eftir að reynast liðunu vel, en þess má til gamans geta að hann kom til landsins í gær og hafði ekki mætt á alvöru æfingu fyrir leikinn. Þórsarar urðu fyrir því óhappi að aðalmarkvörður þeirra meiddist í upphitun, en þeir hafa engann meðalmann sem varamarkmann og Srjdan Rajkovic stóð á milli stanganna og kom mikið við sögu í dag.

Það besta féll þó í skaut heimamanna þegar Friðrik Ingi Rúnarsson komst einn í gegnum vörn Þórs en hafði boltann á hægri fæti, sem er hans veikari, og í stað þess að setja boltann á markið þá reyndi hann að setja boltann yfir á vinstri og varnarmenn Þórs komust í boltann. Chijindu, nýr leikmaður Þórs átti eitt færi einnig en skot úr þröngri stöðu fór yfir markið. Sá leikmaður er í algjörum klassa og að mínu mati maður leiksins í kvöld, stóð sig virkilega vel og virtist alltaf vera hætta í kringum hann, sérstaklega í síðari hálfleik.

Síðari hálfleikur var rétt byrjaður þegar Jóhann Helgi fékk algjört dauðafæri, Funicello lék á varnarmann Hattar á hægri kannti og sendi fyrir markið þar sem Jóhann stóð á markteig en setti boltann yfir markið! Drengurinn bölvaði mikið eftir þetta, enda vel skiljanlegt og alltaf leiðinlegt að klúðra svona færum.

Á þessum tímapunkti var Högni Helgason sem hefur spilað senter nánast allan sinn knattspyrnuferil en hefur staðið vaktina í vörninni í síðustu 4 leikjum, að spila frábærlega í vörninni og fengu sóknarmennirnir lítinn tíma til að athafna sig, nema þegar Chijindu fór að miðju til að sækja boltann. Í einu þannig tilviki sótti Chijindu boltann lék honum nokkra metra og lét vaða á markið og boltann barðist í þverslána og yfir, frábærlega gert hjá kauða!

Þarna lágu Þórsarar svolítið á heimamönnum og á 60 mínútu varði Bajkovic í tvígang stórkostlega, fyrst frá Sveini Elíasi og svo frá títtnefndum Chijindu. En örstuttu síðarj komust gestirnir yfir. Chijindu fékk boltann útá vinstri kannti þar sem hann lék upp að endamörkum og sendi boltann útá vítapunkt þar sem Jóhann Helgi kom og hamra boltanum í skeytin, algjörlega óverjandi, 0-1 staðreynd. Chijindu komst svo stuttu síðar inní slakan skalla Óttars Steins aftur til Bajko en markmaðurinn stóð vaktina vel og varði vel.

Þegar 12 mínútur lifðu leiks fékk Höttur svo dæmda vítaspyrnu eftir að brotið hafði verið á Elvari Ægissyni, Högni Helgason fór á punktinn og skoraði örugglega, 1-1! Fjórum mínútum síðar var Janez Vrenko svo rekinn útaf í liði Þórs og heimamenn voru til alls líklegir en þvert gegn gangi leiksins skoruðu gestirnir og þar var að verki Chijindu eftir mikinn sofanda hátt í vörn heimamanna, Bajkovic var þó nálægt því að verja boltann en allt kom fyrir ekki. Þarna stóð klukkan í 88:30. Örstuttu seinna á Elvar Ægisson skot sem Srdjan Rajkovic ver en honum til óhapps þá var hann kominn vel útfyrir teiginn og dómarinn dæmir aukaspyrnu og gefur Rajko gult spjald! Það vita allir sem fylgjast með knattspyrnu að þarna stóð Sigurður Óli, dómari leiksins, ekki vaktina vel því það er alltaf rautt spjald fyrir þess háttar brot enda tjáði Palli okkur, þjálfari Þórs, eftir leikinn að þetta hefði verið dómaraskandall.

Rajkovic var svo örlagavaldurinn á 94 mínútu, maðurinn sem átti ekki að vera inná vellinum, því hann varði vítaspyrnu frá Högna Helgasyni úr síðustu spyrnu leiksins. Brynjar Árnason átti þá skot sem varnarmaður Þórs setti hendina í til að verjast marki. 2-1 sigur Þórs því staðfest úrslit þar sem dómarinn var í algjöru rugli og spjaldaði menn ótt og títt fyrir hin minnstu brot, á meðan hann sleppti í byrjun leiks mun grófari brotum jafnvel án þess að dæma á þau.

Höttur er því enn í neðsta sæti 1. deildar á meðan Þórsarar fóru í 3. sæti deildarinnar og eiga leik inni.

Langar þó að segja í lokin að undirritaður átti gott spjall við Pál Viðar, þjálfara Þórs, eftir leikinn og verð ég að hrósa honum fyrir hreinskilið og gott spjall, svona fagmenn eru ekki á hverju strái.

Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('72)
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('56)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
15. Janez Vrenko
17. Halldór Orri Hjaltason
23. Chukwudi Chijindu

Varamenn:
6. Ármann Pétur Ævarsson
11. Kristinn Þór Björnsson ('56)
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('72)
21. Kristján Páll Hannesson

Liðsstjórn:
Orri Sigurjónsson

Gul spjöld:
Srdjan Rajkovic ('90)
Kristinn Þór Björnsson ('84)
Sveinn Elías Jónsson ('66)
Orri Freyr Hjaltalín ('23)

Rauð spjöld:
Janez Vrenko ('82)