Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Þór
1
2
Breiðablik
0-1 Damir Muminovic '15 , víti
0-2 Árni Vilhjálmsson '17
Ármann Pétur Ævarsson '21 , misnotað víti 0-2
Chukwudi Chijindu '76 1-2
21.07.2013  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deildin
Aðstæður: Sól, hlýtt og sunnanstrekkingur
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 945
Maður leiksins: Gunnleifur Gunnleifsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson ('70)
Orri Freyr Hjaltalín
Andri Hjörvar Albertsson
5. Atli Jens Albertsson ('76)
6. Ármann Pétur Ævarsson ('70)
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
13. Ingi Freyr Hilmarsson

Varamenn:
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('70)
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Janez Vrenko ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ármann Pétur Ævarsson ('50)
Sveinn Elías Jónsson ('50)
Andri Hjörvar Albertsson ('14)

Rauð spjöld:
@jedissson Jóhann Óli Eiðsson
Enn tapar Þór á heimavelli
Þór fékk heimsókn úr Kópavoginum þegar Breiðablik sótti þá heim í dag. Fyrir leik voru fjögur sæti á milli liðanna, Breiðablik í fjórða sæti en Þórsarar í því áttunda. Bæði lið gerðu breytingar á sínum liðum, Blikar einni fleiri enda Evrópuleikur nýbúinn og annar framundan. Hjá Þór var Joshua Wicks mættur í markið eftir mistök Srdjan Rajkovic í síðasta leik.

Heimamenn virtust lítið hafa lært af síðasta leik gegn ÍBV þegar liðið gaf tvö mörk á fyrsta hálftímanum því eftir rúman stundarfjórðung var liðið komið tveimur mörkum undir. Fyrst braut Andri Hjörvar Albertsson á Viggó Kristjánssyni innan teigs og víti dæmt og spjald á Andra að auki. Snertingin var ekki mikil en þó til staðar og benti Guðmundur Ársæll Guðmundsson á punktinn. Renee Troost tók vítið, setti það niðri í vinstra hornið og í markið. Wicks var í boltanum en náði ekki að stöðva hann.

Tveimur mínútum síðar var staðan orðin tvö núll. Tómas Óli Garðarson átti langa sendingu inn fyrir vörn Þórs. Joe Funicello spilaði Árna Vilhjálmsson réttstæðan. Árni tók boltann með sér, hafði betur á sprettinum gegn Atla Jens Albertssyni og skoraði framhjá Wicks.

Örskömmu síðar fengu heimamenn gullið tækifæri til að minnka muninn. Orri Freyr Hjaltalín fékk að hlaupa með boltann inn í teig, Þórður Steinar Hreiðarsson snerti hann eilítið og Orri féll í grasið. Svipað brot og í fyrra vítinu en Þórður slapp við spjald. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en Gunnleifur Gunnleifsson valdi rétt horn og varði vítið.

Strax í næstu sókn fékk Ellert Hreinsson gullið tækifæri til að skora og nánast gera út um leikinn þegar hann var aleinn í vítaboganum eftir sendingu Viggós. Ellert ætlaði að leggja boltann framhjá Wicks í fjærhornið en freistaði þess að smyrja hann um og of og framhjá endaði boltinn. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik gestirnir fóru því með tveggja marka forystu í leikhléi.

Í upphafi síðari hálfleiks virtist Guðmundur Ársæll ætla að missa leikinn í vitleysu. Í fyrri hálfleik hafði hann verið duglegur að veita mönnum tiltöl og sleppa brotum sem mögulega hefðu getað verið spjöld. Skömmu eftir leikhlé sleppti hann svo Finn Orra, fyrirliða Blika, við spjald þegar hann reif Chuck niður. Mínútu síðar spjaldaði hann Ármann Pétur fyrir tæklingu sem var í litlu samræmi við dómgæsluna fram að því. Þórsurum var síðan öllum lokið þegar varamaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson fékk aðeins gult spjald fyrir að þruma olnboganum aftan í hnakkann á Ármanni.

Leikmennirnir náðu þó að róa sig á endanum og einbeita sér að leiknum. Jóhann Helgi Hannesson var nálægt því að skora eftir aukaspyrnu Mark Tubæk. Boltinn fór í Jóhann og í átt að marki og endaði óvart í Gunnleifi sem sá boltann aldrei fyrir sólinni. Ingi Freyr Hilmarsson átti svo lúmska vippu í slánna eftir góðan sprett upp vinstri kantinn.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks náðu heimamenn að minnka muninn. Það mark átti Chukwudi Chijindu frá A til Ö þrátt fyrir að hann hafi fengið sendingu frá Edin Beslija. Chuck sneri sér með tvo varnarmenn Blika í bakinu og náði að skora framhjá Gunnleifi. Frábært mark. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna en hættulegasta færi lokamínútnanna áttu gestirnir þegar Guðjón Pétur Lýðsson hamraði boltann að marki eftir gott upphlaup. Wicks sá þó við honum.

Niðurstaðan því enn eitt tap heimamanna í Þór á Þórsvelli. Liðið hefur leikið sex leiki á heimavelli og fengið aðeins fjögur stig í þeim. Þeir geta þó sjálfum sér um kennt, gefa ódýr mörk og ná ekki að afgreiða sín færi nægilega vel. Staða þeirra í deildinni breytist ekkert, þeir eru enn í áttunda sæti með þrettán stig og eru nú aðeins sex stig í fallsæti.

Fyrir Blika þýðir sigurinn að þeir stimpla sig rækilega inn í toppbaráttuna. Enn eru þeir í fjórða sæti en aðeins tvö stig eru í KR í því þriðja og þrjú stig í Stjörnuna og FH á toppnum. Tvö fyrrnefndu liðin, auk Breiðabliks, eiga síðan leik til góða á Fimleikafélagið.
Byrjunarlið:
Olgeir Sigurgeirsson
4. Damir Muminovic
10. Árni Vilhjálmsson ('79)
16. Ernir Bjarnason
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('45)
30. Andri Rafn Yeoman ('45)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('79)
19. Kristinn Jónsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('45)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('54)

Rauð spjöld: