Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
3
0
Fylkir
Atli Guðnason '17 1-0
Kristján Gauti Emilsson '46 2-0
Kassim Doumbia '78 3-0
08.05.2014  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Blautur völlur, veðrið fínt.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1136
Maður leiksins: Atli Guðnason
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson ('82)
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('77)
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Emil Pálsson ('68)
11. Atli Guðnason
13. Kristján Gauti Emilsson
16. Jón Ragnar Jónsson
20. Kassim Doumbia

Varamenn:
14. Albert Brynjar Ingason ('68)
17. Atli Viðar Björnsson
21. Böðvar Böðvarsson ('82)
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('77)

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason

Gul spjöld:
Sam Hewson ('20)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
2.umferð Pepsi-deildar karla fer fram í dag með heillri umferð. Hér í Kaplakrika í Hafnarfirði fer fram leikur FH og Fylkis.

FH að leika sinn annan heimaleik á tímabilinu á meðan Fylkir eru í sinni annarri ferð um höfuðborgasvæðið. Fyrst fóru þeir í Garðabæinn og nú í Hafnarfjörðinn.
Fyrir leik
FH-ingar eru með eitt stig eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í fyrstu umferð. Fylkismenn eru hinsvegar stigalausir eftir 0-1 tap í Garðabænum. Segja má að þeir hafi verið rændir í Garðabænum, þar sem Stjarnan skoraði eina mark leiksins á 85.mínútu úr umdeildri vítaspyrnu ala Þóroddur Hjaltalín.
Fyrir leik
Ólafur Páll Snorrason missir sæti sitt í byrjunarliðinu sem og Hólmar Örn Rúnarsson. Emil Pálsson og Kristján Gauti Emilsson koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra.

Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis sem tekur reyndar út leikbann í kvöld gerir hinsvegar þrjár breytingar á Fylkisliðinu. Kristján Valdimarsson, Viktor Örn Guðmundsson og Andrew Sousa tylla sér allir á bekkinn í stað Ragnars Braga, Daða Ólafssonar og Ryan Maduro.
Fyrir leik
Aðstæður hér eru fínar. Það hefur rignt ágætlega í dag hér í Hafnarfirði og völlurinn því hóflega blautur.
Fyrir leik
Aðstæður hér eru fínar. Það hefur rignt ágætlega í dag hér í Hafnarfirði og völlurinn því hóflega blautur.
Fyrir leik
Takið þátt í umræðunni á Twitter með #fotbolti og ég reyni að vera duglegur að henda því hingað inn.
Fyrir leik
Í fyrstu umferðinni skrifaði ég um leik Stjörnunnar og Fylkis og fékk þar dýrindis hamborgara og tók mér matarpásu í miðjum leik. Bæði vegna skemmtanagildis leiksins og hversu girnilegur hamborgarinn var.

Vonum að svo verði ekki, þó ég væri nú alveg til í einn Stjörnu-borgara.

Hér er boðið upp á nammi frá Góu. Bæði Hraunbita og LinduBuff. LinduBuffið er reyndar að klárast, enda er Guðmundur Marinó frá Vísi þyrstur í nammi frá Góu. Stundum kallaður Góumundur
Fyrir leik
Korter í leik. Leikmenn liðanna eru að rölta hvað úr hverju inn í búningsherbergi liðanna. Sumir nota tímann í að stilla miðið og leggjann í markvinklana.
Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður GAIS og fyrrum leikmaður Fylkis:
Nú keyrum við Fylkis-menn! #fokkarenginníokkur
Fyrir leik
Ásgeir Börkur Ásgeirsson spáir Fylkismönnum 2-1 sigri. Og Gunnar Örn Jónsson með bæði mörk Fylkismanna.

Abbarannig.
Garðar Ingi Leifsson, leikmaður KV:
Helvíti líklegt að Fylkir sé að fara að gera eitthvað í þessum leik núna, víst Big Vik sé á bekknum! #gæðinein
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Leikurinn fer að hefjast. Ingimundur Níels leikmaður FH heilsar nokkrum gömlum liðsfélögum sínum frá tímanum í Fylki.
Fyrir leik
Leikurinn er hafinn.
1. mín
Verður spennandi að sjá Ryan Maduro leikmenn Fylkis en hann kom inná, í síðasta leik. Hann virtist ágætlega sprækur þær mínútur sem hann spilaði, annað en Andrew Sousa sem er á bekknum.
3. mín
Emil Pálsson með skalla að marki eftir sendingu frá JRJ en Bjarni Þórður í engum vandræðum með að grípa boltann.
5. mín
Kristján Gauti með fína marktilraun sem Bjarni Þórður ver en nær ekki að halda. Fylkismenn bjarga því sem bjarga þurfti og því engin hætta.
6. mín
Kjartan Ágúst Breiðdal bjargar á síðustu stundu! Atli Guðnason með fína sendingu/skot fyrir markið en Kjartan Ágúst skallaði boltann í horn, sem síðan varð ekkert úr.

Fjörugar fyrstu mínútur.
10. mín
Gunnar Örn Jónsson er fremstur í liði Fylkis, Ásgeir Örn Eyþórsson er á hægri kantinu, Ryan Maduro fremstur á miðju og Ragnar Bragi á vinstri kanti.

Daði Ólafsson og Tómas Joð mynda miðjuparið.

Kjartan Ágúst í vinstri bakverði, Elís Rafn hægra megin og þeir Stefán Ragnar og Ásgeir Eyþórsson í miðverðinum. Bjarni Þórður í markinu.
10. mín
FH í stórsókn. Sam Hewson með tvær marktilraunir í röð en Fylkismenn bjarga á síðustu stundu í horn. Kasta sér á boltann og ég veit ekki hvað og hvað.
12. mín
Kristján gauti gerir vel, kemst framhjá markmanni Fylkis en í erfiðri stöðu á hann marktilraun sem Bjarni Þórður blakar aftur fyrir endamörk. Horn...
13. mín
...Fylkismenn bægja hættunni frá en svo í næstu sókn fá FH enn eina hornspyrnuna sem ekkert verður úr.
17. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Emil Pálsson
Þetta var ekki spurning hvort heldur hvenær.

Atli Guðnason með skallamark af innan við meters fjarlægð frá markinu, eftir að Emil Pálsson hafi skallað að markinu. Flott mark og FH komnir með forystu.
20. mín Gult spjald: Sam Hewson (FH)
Fyrir brot á Ragnari Braga.
22. mín
Váááá! FH er að bjóða upp á fegurðarbolta!

Atli Guðnason með skot í utanverðan vinkillinn, með skoti á lofti í fyrsta. Þessi hefði mátt fara inn. Þetta var ekki eina færi FH í sókninni, því Ingimundur Níels klikkaði einn á móti Bjarna Þórði eftir að Kjartan Ágúst hafi runnið og misst af boltanum, eftir sjarmerandi sendingu frá títtnefndum Atla.
28. mín
FH-ingar töluvert meira með boltann. Fylkismenn með alla sína menn á sínum vallarhelmingi. Og meiri segja í síðasta horni Fylkis voru þeir með þrjá menn í vörn þó það væri enginn framherji FH nálægt. Skrýtið.
29. mín
Róbert Örn er í marki FH.

Guðjón Árni í vinstri bakverði og Jón Ragnar í hægri bakverði. Pétur Viðarsson og Doumbia í miðvörðunum. Davíð Viðarsson og Sam á miðjunni, Emil Pálsson fyrir framan þá.

Kristján Gauti er fremstur, Atli Guðnason á vinstri kantinum og Ingimundur á hægri.
33. mín
FH-ingar halda áfram að sækja en koma sér ekki í almennileg færi. Fylkismenn komast hinsvegar varla yfir miðjuna með boltann. Lítur ekkert alltof vel út hjá þeim appelsínugulu.
38. mín
Nú eru Fylkismenn í sókn, hafa átt þrjú innköst. Endar með skoti frá Gunnari Erni en beint á Róbert í markinu hjá FH.
40. mín
Ryan Maduro erlendur leikmaður Fylkis er ekki að heilla marga hér á vellinum. Fær ekki hærri einkunn en Andrew Sousa.

Nú er bara spurning hvernig þriðji útlendingurinn er, Sadmir Zekovic sem fékk leikheimild fyrir leikinn í dag og er á bekknum.
45. mín
Hálfleikur. Sanngjörn staðan í hálfleik.

Fylkismenn hafa aðeins verið að vakna til lífsins síðustu mínútur og það má ekki gleyma því að staðan er bara 1-0 og því getur ennþá allt gerst.

Þangað til næst, verið sæl.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafin.

Engin skipting í hálfleik.
46. mín MARK!
Kristján Gauti Emilsson (FH)
Stoðsending: Ingimundur Níels Óskarsson
Ótrúlegt!!! Varnarmistök við hornfánann og Jón Ragnar hirðir boltann af Ásgeiri Eyþórssyni, hann lagði síðan boltann út í teig á Kristján Gauta sem spyrnti boltanum að markinu, Bjarni Þórður var í boltanum, en ekki nægilega mikið, og boltinn lak í markið.

Skelfileg byrjun fyrir Fylki og heldur betur frábær byrjun fyrir FH-inga. Nú verður þetta erfitt fyrir Fylki.
50. mín
Ryan Maduro með skot að marki sem Róbert Örn ver í horn.
53. mín
Bjarni Þórður vel á verði og ver í tvígang. Nóg að gera hjá Bjarna í þessum leik.
55. mín
Inn:Viktor Örn Guðmundsson (Fylkir) Út:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir)
Viktor Örn Guðmundsson kemur inná gegn sínum gömlu félögum og fær lófaklapp líklega frá fleiri FH-ingum en Fylkismönnum í stúkunni.

Það hefur ekki heyrst í Fylkismönnum í stúkunni hér í kvöld. Ég hef reyndar ekki enn séð einn Fylkismann í stúkunni. Reyndar sé ég ekki mikið vinstra megin í stúkuna þar sem Fylkismenn eiga að sitja.
57. mín
FH-ingar í stórsókn sem endar með lélegu skoti Davíðs Þórs himinhátt yfir markið frá vítateigslínunni. Hann hefði átt að gera betur þarna!
Jón Páll Pálmason, Þjálfari kvennaliðs Klepp í Noregi:
Pepsi guðna er kominn i gang. Það er vesen fyrir hin liðin !
61. mín
Hvernig var þetta hægt??? Ingimundur Níels klikkaði gjörsamlega á línunni! Í stað þess að pikka í boltann, þá var eins og hann hafi bara farið með löppina ofan á boltann og stoppað boltann, eftir frábæra sendingu frá Atla Guðnasyni.

Fylkismenn náðu síðan að bægja hættunni frá. .. já á síðustu stundu.
63. mín
Gaman að sjá að Böðvar Böðvarsson leikmaður FH er farinn að hita upp. Leikmaður með frábæra skotlöpp enda kallaður BöddiLöpp hér í Firðinum. Leikmaður sem á skilið tækifærið oftar!
65. mín Gult spjald: Daði Ólafsson (Fylkir)
66. mín
Inn:Sadmir Zekovic (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
Frumraun Sadmir Zekovic í íslenska boltanum. Vonum að hann verði betri en hinir tveir hjá Fylki.
67. mín
Fylkismenn bjarga á línu frá Sam Hewson. Ásgeir Eyþórsson vann kapphlaupið við boltann og Ingimund og renndi sér fyrir boltann og sparkaði boltanum frá.

Þarna voru Fylkismenn eeeeeeeeenn og aftur stálheppnir. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út hjá Fylkismönnum í kvöld.
68. mín
Inn:Albert Brynjar Ingason (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Albert Brynjar að mæta sínu gamla liði. Fer beint upp á topp og Kristján Gauti í "holuna".
70. mín
Inn:Andrew Sousa (Fylkir) Út:Ryan Maduro (Fylkir)
Útlendingur út og útlendingur inn.
74. mín
Kristján Gauti skóflar boltanum framhjá fjærstönginni eftir flott uppspil frá Ingimundi Níelsi.
76. mín
Fylkismenn ekki langt frá því að minnka muninn. Stefán Ragnar með skalla að marki en FH-ingar bjarga í horn. Fylkismenn fá síðan aðra hornspyrnu uppúr henni... sem ekkert verður úr.
77. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
Útlendingur inn fyrir Íslending.
78. mín MARK!
Kassim Doumbia (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
Kassim Doumbia að skora með skalla eftir flotta sendingu frá Atla Guðnasyni.

Doumbia var aleinn inn í markteig sem átti skalla að marki en Bjarni Þórður sá ekki við honum.
82. mín
Inn:Böðvar Böðvarsson (FH) Út:Davíð Þór Viðarsson (FH)
Böddi "löpp" er kominn inná.
90. mín
Hólmar Örn með hornspyrnu sem Böddi skallar að marki en Bjarni Þórður ver í horn.
91. mín
Váááá!!! Böddi "LÖPP" með þrumufleyg á leiðinni í samskeytin en Fylkismenn björguðu á línu... Þessi leikmaður á skilið 90 mínútur í öllum leikjum deildarinnar, hann myndi bæta skemmtanagildið á öllum leikjum!
Leik lokið!
Leik lokið. Öruggur og þæginlegur 3-0 sigur FH á arfaslökum og andlausum Fylkismönnum, sem hafa ekki boðið upp á neitt þessar rúmlegu 180 mínútur af Pepsi-deildinni í ár.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
2. Ásgeir Eyþórsson
7. Gunnar Örn Jónsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('55)
16. Tómas Joð Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
22. Ryan Maduro ('70)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('66)

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
6. Andrew Sousa ('70)
8. Viktor Örn Guðmundsson ('55)
26. Sadmir Zekovic ('66)

Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson

Gul spjöld:
Daði Ólafsson ('65)

Rauð spjöld: