Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór
1
2
Fjölnir
0-1 Gunnar Már Guðmundsson '18
0-2 Þórir Guðjónsson '35
Ármann Pétur Ævarsson '74 , víti 1-2
08.05.2014  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Norðangola 6°
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Sandor Matus
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
12. Þórður Birgisson ('85)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
17. Halldór Orri Hjaltason ('39)

Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
5. Atli Jens Albertsson ('85)
11. Kristinn Þór Björnsson ('90) ('39)
15. Arnþór Hermannsson
16. Kristinn Þór Rósbergsson ('90)
20. Ingólfur Árnason
21. Bergvin Jóhannsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jónas Björgvin Sigurbergsson ('55)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin á beina textalýsingu frá leik Þórs og Fjölnis hér á Þórsvelli
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru hér til hliðar

Hópur Þórsara er óbreyttur frá leiknum í Keflavík. En athygli vekur að Chuck er ekki í liði þórsara vegna meiðsla.

Hjá Fjölni eru tvær breytingar en Árni Kristinn Gunnarsson fer útúr hópnum og Einar Karl Ingvarsson sest á bekkinn. Inn koma Guðmundur Þór Júlíusson og Þórður Guðjónsson
Fyrir leik
Gunnar Már snýr aftur á sinn gamla heimavöll í dag en hann lék með Þórsliðinu árið 2011 í láni frá FH.
Fyrir leik
Völlurinn er iðagrænn en hann gæti verið sléttari. En miðað við aðra velli í deildinni er þetta eins gott og hægt er.
Fyrir leik
Frekar kalt er hér í dag og ef þú ert á Þórsvelli og ekki í úlpu og með húfu. Þá gætirðu verið í veseni
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn þar sem Kristinn Jakobsson leiðir liðin inná
1. mín
Kristinn Jakobsson flautar hér til leiks
4. mín
Leikurinn fer rólega af stað en á meðan er aðeins farið að rigna
7. mín
Stórhættulegt færi hjá Fjölnismönnum. Halldór Orri missti boltann og Fjölnismenn prjónuðu sig í gegn sem endaði með frábærri markvörslu Sandor Matus
10. mín
Fjölnismenn hafa verið betri aðilinn í leiknum og þeir eiga hér hornspyrnu
12. mín
Fyrsta skot Þórsara. Jónas Björgvin á skot yfir markið
17. mín
Þórsarar fá gott færi. Héldu boltanum vel og hann barst á Jónas Björgvin sem skaut framhjá úr teignum
18. mín
STÓRKOSTLEG MARKVARSLA. Sandor Matus með eina geggjaða markvörslu. Skot nánast af markteig.
18. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Þórir Guðjónsson
Þórir Guðjónsson með hornspyrnu inn í teiginn þar sem Gunnar Már vann sig framfyrir varnarmann og setti hann í netið
22. mín Gult spjald: Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Vel dæmt hjá Kidda. Jónas Björgvin tók sprettinn upp völlinn þar sem Illugi stoppaði hann með peysutogi
26. mín
Fjölnismenn hafa verið mun sterkari aðilinn í leiknum en lítið sem ekkert er í gangi hjá Þórsurum
29. mín
Þórður Birgisson með skot langt utan af velli en nafni hans í markinu hjá Fjölni varði auðveldlega
33. mín
Mjög gott færi hjá Fjölnismönnum eftir að Orri Freyr gerði slæm mistök. Hann sleppti því að skalla boltann og reyndi svo að fiska aukaspyrnu. Virtist ekki vera neitt á þetta
35. mín MARK!
Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Þórir Guðjónsson labbaði í gegn um vörn Þórsara og lagði boltann snyrtilega í netið. Fyllilega verðskulduð staða.
38. mín
Ármann Pétur með skot sem Þórður Ingason ver í horn sem ekkert varð úr
39. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Halldór Orri Hjaltason (Þór )
Páll Viðar er skiljanlega ekki sáttur og gerir breytingu á liði sínu. Halldór Orri kemur útaf og Kristinn Þór kemur í hans stað
43. mín
DAUÐAFÆRI. Ármann Pétur átti skalla í stöng og boltinn barst til Kristins Þórs sem skaut yfir fyrir framan opið mark
45. mín
Hér er búið að flauta til hálfleiks. Fjölnismenn fara með mjög verðskuldaða 0-2 forystu til búningsherbergja. Þórsara hafa verið virkilega lélegir og leikurinn virðist vera endurtekning á leik þeirra í Keflavík
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Engar breytingar hafa verið gerðar á liðunum í hálfleik
49. mín
Dauðafæri hjá Fjölni. Gestirnir sluppu í gegn en Sandor varði enn og aftur meistaralega
50. mín
Aftur ver Sandor eftir að Chris Tsonis slapp í gegn.
55. mín Gult spjald: Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
Jónas fær gult spjald fyrir að hrinda Gunnari Má
57. mín
Svo virðist sem eina uplegg Þórsara sé kick and run. Mjög lítið að frétta í sókn heimamanna
60. mín
Fín sókn hjá Þórsurum, boltinn berst á Svein Elías sem skýtur boltanum í hliðarnetið
61. mín
Guðmundur Karl með skalla yfir af markteig. Hörku færi.
64. mín
Inn:Júlíus Orri Óskarsson (Fjölnir) Út:Christopher Tsonis (Fjölnir)
Chris Tsonis kemur af velli. Virkaði þreyttur en hann var búinn að hnoðast í varnarmönnum Þórsara allan leikinn.
70. mín
Kristinn Þór heppinn að sleppa við spjald, hefði hæglega getað fengið gult. Spurning um háskaleik
73. mín
Þórsarar fá víti, Jóhann Helgi felldur af Þórði Ingasyni
74. mín Mark úr víti!
Ármann Pétur Ævarsson (Þór )
Ármann Pétur skorar af öryggi, Þórsarar eru komnir inn í leikinn aftur
76. mín
Inn:Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Þór Júlíusson (Fjölnir)
Gamli KA maðurinn kemur inná
77. mín
Þórður Birgisson með fínt skot. Eftir Hornspyrnu Þórsara barst boltinn á Þórð sem skaut framhjá. Aðeins að kvikna í heimamönnum
78. mín
Pressan að aukast og Fjölnismenn falla aftar á völlinn. Þórður Birgis með skalla framhjá.
81. mín
Júlíus Orri með skalla úr teignum eftir fína fyrirgjöf
82. mín
Hlynur Atli með slæm mistök sem kosta næstum því mark. Sandor enn og aftur að bjarga Þórsurum.
85. mín
Inn:Atli Jens Albertsson (Þór ) Út:Þórður Birgisson (Þór )
85. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
Bæði lið gera breytingar á liði sínu
88. mín
Jóhann Helgi vill fá vítaspyrnu en líklega hefði það verið harður dómur.
89. mín Gult spjald: Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Gunnar Valur með ljóta tæklingu. Appelsínugult spjald
90. mín
Inn:Kristinn Þór Rósbergsson (Þór ) Út:Kristinn Þór Björnsson (Þór )
Kristinn Þór Björnsson fer meiddur af velli eftir tæklinguna áðan, nafni hans kemur inn í staðinn
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Fjölnismanna staðreynd, umfjöllun á leiðinni
Byrjunarlið:
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
3. Illugi Þór Gunnarsson
15. Haukur Lárusson
22. Ragnar Leósson
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson

Liðsstjórn:
Gunnar Valur Gunnarsson

Gul spjöld:
Gunnar Valur Gunnarsson ('89)
Illugi Þór Gunnarsson ('22)

Rauð spjöld: