Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
1
4
Þróttur R.
0-1 Hreinn Ingi Örnólfsson '11
0-2 Vilhjálmur Pálmason '16
0-3 Vilhjálmur Pálmason '33
0-4 Matthew Eliason '55
Hilmar Geir Eiðsson '63
Andri Steinn Birgisson '82 1-4
09.05.2014  -  19:00
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: ca. 350
Maður leiksins: Vilhjálmur Pálmason
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
Hilmar Rafn Emilsson ('64)
Hilmar Trausti Arnarsson
Ásgeir Þór Ingólfsson
Hafþór Þrastarson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('30)
10. Hilmar Geir Eiðsson
19. Brynjar Benediktsson ('46)
21. Gísli Eyjólfsson
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
6. Úlfar Hrafn Pálsson
11. Matthías Guðmundsson ('46)
16. Birgir Magnús Birgisson ('30)
18. Andri Gíslason
22. Aron Jóhannsson ('64)
23. Ómar Karl Sigurðsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Hilmar Geir Eiðsson ('63)
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá DB-Schenkervellinum í Hafnarfirði. Hér í kvöld mætast Haukar og Þróttur R. í 1.umferð 1.deildar karla.

Það er frábært veður til knattspyrnu iðkunar og völlurinn, eins og flestir vita gervigras svo það má bara búast við hörku skemmtun hér í kvöld.
Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðablik spáði fyrir um leiki kvöldsins í 1.deild karla. Hann spáði þessu um leik Hauka og Þróttar R.:
Haukar 3 - 3 Þróttur R. (19:00)
Brjálað stuð á gervigrasinu þar sem öll mörkin koma í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Athygli vekur að Gísli Eyjólfsson er í byrjunarliði Hauka í kvöld, en hann fékk leikheimild fyrr í dag. Hann kemur til Hauka að láni frá Breiðablik.

Tvítugur miðjumaður.
Anton Freyr Jónsson, starfsmaður Úrslit.net
Haukar 3 - 0 Þróttur. Minn maður Hilmar Trausti verður man of the match! #mínspá
Fyrir leik
Frábærar aðstæður hér í kvöld. Algjört logn eins og svo oft áður hér á Ásvöllum og þurft. Völlurinn þó vel bleittur fyrir leik og ný búið að fylla vel á gúmmí-ið á vellinum.
Fyrir leik
Bæði lið inn í DB Schenkerhöllinni þessa stundina að gera sig klárann í slaginn.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Haukar leika í átt að Keflarvíkurflugvelli.
2. mín
Athyglivekur að Þróttarar leika í nýjum varabúningum. Dökkbláum og flottum með hvítum kraga.
Guðlaugur Valgeirsson, fyrrum landsliðsmaður í keilu
Hendi óvæntum Þróttarasigri á DB Schenker í kvöld ! Matt Eliason með tvennu ! 2-1
6. mín
Haukar áttu fyrstu sókn leiksins, Brynjar Benediktsson með fyrirgjöf á fjær en erfið fyrir Hilmar Emilsson og boltinn í hliðarnetið.
9. mín
Bæði lið með sitthvort færið,

Það fyrra áttu Þróttarar en Alexander Veigar hitti boltann illa og skot hans framhjá.

Í næstu sókn komst síðan Brynjar Benediktsson í fínt færi en skot hans hárfínt framhjá fjærstönginni. Þessi hefði getað endað inni.
11. mín MARK!
Hreinn Ingi Örnólfsson (Þróttur R.)
Stoðsending: Rafn Andri Haraldsson
Hreinn Ingi skorar fyrsta mark 1.deildar í ár með skalla eftir hornspyrnu frá Rafni Andra.
12. mín
Virkilega opinn leikur hér til að byrja með, Matthew Eliason með skot í hliðarnetið nú rétt í þessu.
16. mín MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Skelfileg varnarmistök hjá Hafþóri Þrastarsyni sem kostar mark!

Vilhjálmur vann boltann af Hafþóri sem var aftasti varnarmaður, Andri Steinn náði ekki til Vilhjálms sem lagði boltann í fjærhornið framhjá Sigmari.
17. mín
Þetta er ótrúleg sama og kannski enginn sem bjóst við þessu fyrir leik. Þróttarar eru hinsvegar sterkir fyrir og ákveðnir og eiga þetta fyllilega skilið.
18. mín
Þess má til gamans geta að Þróttarar hafa unnið hér á DB Schenkervellinum síðustu tvö sumur. Þeim líður greinilega vel hér í Firðinum.
24. mín
Hilmar Rafn með skalla sem Trausti grípur. Fín fyrirgjöf frá Kristjáni Ómari frá hægri.
30. mín
Inn:Birgir Magnús Birgisson (Haukar) Út:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Gunnlaugur fer af velli meiddur á ökla. Birgir Magnús kemur inná í hægri bakvörðinn og Kristján Ómar færist í miðvörðinn.

Fyrsti meistaraflokksleikur Birgis.
33. mín MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Stoðsending: Rafn Andri Haraldsson
Þróttarar bæta bara við... komast í skyndisókn töluvert fleiri en varnarmenn Hauka, Rafn Andri kemst einn í gegn en Sigmar Ingi ver frábærlega, en Vilhjálmur nær frákastinu og skorar í autt markið.
36. mín
Frábær sending frá Andra Steini frá á völlinn, Hilmar Geir kemst einn innfyrir en kæruleysislega gert og Trausti nær til boltans. Hilmar Geir ætlaði að renna boltanum til hliðar á Brynjar.
Ásgeir Halldórsson, Þróttari
Himininn er blár, gervigrasið grænt og Hallur Hallsson er kominn með gult spjald #augljosarstaðreyndir #fotbolti
44. mín
Haukar hafa aðeins vaknað til lífsins en eru þó ekkert að skapa nein færi.

Pétur Guðmundsson dómari leiksins er í aðalhlutverki síðustu mínútur. Sex gul spjöld hafa litið dagsins ljós, þrjú á hvort lið.
45. mín
Hilmar Geir með slakt skot beint á Trausta í markinu.
45. mín
Hálfleikur hér í Hafnarfirði. Óska byrjun fyrir Þróttara í deildinni á meðan þetta er martraðar byrjun fyrir Hauka á heimavelli í 1.umferð.

Nú er erfitt að rýna í það, við hverju má búast í seinni hálfleik. Þetta gæti verið einn leiðinlegasti seinni hálfleikur allra tíma. Og já, eða sá fjörugasti. Hallast á fyrri kostinum.
Baldur P Guðmundsson, Hafnfirðingur
Allt er þegar þrennt er! Þróttarar eru komnir í 0-3 eftir 33 mínútur. Haukamenn að gefa Þrótturum sumargjöf í kvöld. #Fotbolti
Magnús Valur Böðvarsson, fréttaritari Fótbolti.net
Góðu fréttirnar fyrir Hauka eru þær að @GulliGull1 spáði 3-3 í leiknum. Gæti gerst þó ólíklegt sé. #fotbolti
Baldur P Guðmundsson, Hafnfirðingur
Öll ljós kveikt en enginn heima! Haukamenn þurfa að taka sig saman í andlitinu ætli þeir sér að fá eitthvað út úr leiknum. #Fotbolti
Steingrímur S. Ólafsson, blaðamaður
Greinilega sumar Þróttar. Allir Pepsideildarleikir á þeirra velli og þeir sjálfir svo komnir 0-3 yfir á móti Haukum í fyrsta leik #fotbolti
45. mín
Ég væri til í að vera fluga á vegg í klefa Haukamanna núna og heyra hvað verið er að tala um þar.
45. mín
Leikmenn Þróttar eru mættir inná völlinn spenntir fyrir komandi seinni hálfleiks.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn.
46. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Haukar) Út:Brynjar Benediktsson (Haukar)
47. mín
Ásgeir Ingólfs. með fína skot tilraun sem fer í Þróttara og rétt framhjá stönginni, hornspyrna sem Hilmar Trausti tekur frá vinstri, enginn Haukamaður nær til boltans og Hallur Hallsson skallar í innkast.
50. mín
Vilhjálmur Pálmason fær sendingu inn í teig en hittir boltann illa og boltinn framhjá fjærstönginni. Þarna hefði hann átt að gera betur.
52. mín
Flott spil hjá Haukum, Hilmar Trausti með flotta sendingu á Matthías Guðmundsson sem tekur hann á kassann og innfyrir vörnina en arfaslakt skot hans beint á Trausta.

Sigurbjörn, þjálfari Hauka ekki ánægður með aðstoðarþjálfarann þarna.
55. mín MARK!
Matthew Eliason (Þróttur R.)
Stoðsending: Vilhjálmur Pálmason
Enn og aftur fáránleg varnarmistök hjá Haukum sem kostar þá mark!

Kristján Ómar missir boltann í vörninni í baráttunni við Vilhjálm, Vilhjálmur hleypur að markinu, leggur boltann á milli varnar og markmanns og þar er Matthew Eliason frekastur á boltann og spyrnir honum í netið.
56. mín
Haukar í dauðafæri!
Andri Steinn fær boltann inn í vítateig Þróttar en Trausti les hann vel og ver frábærlega.
59. mín
Inn:Andri Björn Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Matthew Eliason (Þróttur R.)
Sóknarmaður út - sóknarmaður inn.

Matthew átti flottan leik og lítur vel út fyrir sumarið. Hann verður skæður fyrir framan mark andstæðingana í sumar, það er nokkuð ljóst.
63. mín Rautt spjald: Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
Sitt seinna gula spjald fyrir að "sparka" í mann sem braut á honum.

Pétur Guðmundsson lélegur dómari leiksins að krydda aðeins upp á illa dæmdan leik með þessu athæfi.
64. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Haukar) Út:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar)
71. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Þróttur R.) Út:Alexander Veigar Þórarinsson (Þróttur R.)
72. mín
Þetta verða langar 20 mínútur fyrir Haukamenn, leikurinn er farinn að róast aðeins, hvað varðar færi en það gætu þó alveg 1-2 mörk læðst inn.
73. mín
Vilhjálmur með slaka fyrirgjöf frá hægri beint í fangið á Sigmari.
77. mín
Inn:Breki Einarsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Vilhjálmur hefur skilað sínu og gott betur en það á hægri kantinum í kvöld. Flottur leikur.
Gunnar á Völlum
Þrótturinn er gjörsamlega að tryllast. Blessaður Haukurinn #kjöldrögn
82. mín MARK!
Andri Steinn Birgisson (Haukar)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
Flott sókn hjá Haukum, Hilmar Trausti renndi boltanum frá hornfánanum inn í teig á Gísla Eyjólfsson, sem tók varnarmann Þróttar á, átti skot úr þröngufæri en Trausti hélt ekki, boltinn datt beint fyrir framan fætur Andra sem potaði boltanum í netið.
85. mín
Enn ein varnarmistökin hjá Haukum en nú ver Sigmari Ingi vel frá Andra Birni sem var kominn einn í gegn eftir ævintýralega tilraun frá Kristjáni Ómari að ná boltanum.
87. mín
Andri Steinn fellur inn í teig eftir baráttu við varnarmann Þróttara. Pétur Guðmundsson hefði ekki dæmt víti þó hann fengi milljón fyrir, hann er ekki á bandi Hauka í kvöld, það er nokkuð ljóst.
Leik lokið!
Leik lokið. Öruggur sigur Þróttara í fyrstu umferð, 4-1 staðreynd.
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
Hallur Hallsson
4. Hreinn Ingi Örnólfsson (f)
5. Aron Ýmir Pétursson
6. Vilhjálmur Pálmason ('77)
10. Alexander Veigar Þórarinsson ('71)
10. Rafn Andri Haraldsson
14. Hlynur Hauksson
17. Ragnar Pétursson
23. Matthew Eliason ('59)

Varamenn:
2. Kristján Einar Auðunsson
3. Árni Þór Jakobsson
9. Andri Björn Sigurðsson ('59)
10. Ingólfur Sigurðsson ('71)
18. Breki Einarsson ('77)

Liðsstjórn:
Erlingur Jack Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: