Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fram
1
0
Þór
Jóhannes Karl Guðjónsson '66 , víti 1-0
Sveinn Elías Jónsson '77
12.05.2014  -  18:00
Gervigrasvöllur Laugardal
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason
8. Aron Þórður Albertsson ('75)
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson ('64)
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson
13. Ósvald Jarl Traustason
30. Björgólfur Hideaki Takefusa ('69)

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
14. Halldór Arnarsson
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason ('64)
21. Einar Már Þórisson ('75)
33. Alexander Már Þorláksson ('69)
77. Guðmundur Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafsteinn Briem ('90)
Einar Már Þórisson ('84)
Arnþór Ari Atlason ('78)
Ósvald Jarl Traustason ('44)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Heil og sæl. Hér verðum við með beina textalýsingu frá leik Fram og Þórs í Pepsi-deild karla. Þetta er mikilvægur leikur tveggja liða sem eru án sigurs eftir tvo leiki. Þór hefur tapað sínum báðum leikjum en Fram er með eitt stig.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómari í kvöld er Ívar Orri Kristjánsson, ungur og efnilegur dómari sem er aðeins að dæma sinn annan leik í Pepsi-deildinni. Hann dæmdi leik ÍBV og Þórs í lokaumferðinni í fyrra.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það er talsvert meiri reynsla í liði Fram en í síðasta leik. Varnarmaðurinn Tryggvi Sveinn Bjarnason kemur inn í liðið en hann er að leika sinn fyrsta leik í sumar. Jóhannes Karl Guðjónsson byrjar einnig en hann var meiddur í tapinu gegn Víkingi. Ásgeir Marteinsson er utan hóps en hann meiddist í tapinu gegn Víkingi.

Þá kemur sóknarmaðurinn Björgólfur Takefusa beint inn í byrjunarliðið en hann gekk í raðir Fram síðasta föstudag. Hjá Þór er Chuck enn á meiðslalistanum og er utan hóps.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þórsarar gera eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn Fjölni í síðustu umferð. Atli Jens Albertsson kemur inn í liðið í stað Halldórs Orra Hjaltasonar.
Fyrir leik
Gengi beggja liða hefur verið brösugt það sem af er tímabili. Þór laut í gras í Keflavík og á heimavelli gegn nýliðum Fjölnis.

Framarar eru með eitt stig eftir jafntefli gegn ÍBV í fyrstu umferðinni þar sem þeir hefðu viljað fá öll stigin þrjú miðað við frammistöðu sína. Í síðustu umferð beið þeirra hins vegar tap gegn Víkingi.
Fyrir leik
Gervigrasvöllurinn hér í Laugardal er í stífri vökvun til að hann verði í sem bestu standi fyrir leikinn á eftir. Vonandi fáum við hörkuleik.
Fyrir leik
Á síðustu fimm árum hafa þessi lið mæst fjórum sinnum í Pepsi-deildinni og einu sinni í Lengjubikarnum. Lengjubikarsleikinn sigruðu Framarar 4-0 en í deildinni hafa Þórsarar yfirhöndina með tveimur sigrum gegn einum hjá Fram.

Í fyrra skyldu liðin jöfn á Akureyri þar sem Ármann Pétur Ævarsson og Hólmbert Aorn Friðjónsson skoruðu mörkin. Í Reykjavík vann Fram hins vegar 4-1 sigur en þá skoraði Hómbert þrennu og Steven Lennon eitt fyrir heimamenn en Mark Tubæk mark Akureyringa.
Fyrir leik
Hér rétt áðan mátti sjá fyrrum atvinnumennina Jóhannes Karl Guðjónsson og Lárus Orra Sigurðsson rabba saman yfir kaffibolla áður en sá fyrrnenfdi fór að hita upp og sá síðarnefndi tillti sér í varamannaskýli Þórsara.
Geiramenn, stuðningsmannafélag Fram
Vissir þú að Fram og Þór hafa mæst 41 sinnum í móti eða bikarleik á vegum KSÍ frá árinu 1977 ?
Birgir Hauksson
Fram - Þór 1-2 Doddi Birgis með bæði , heyrðuð það fyrst hér #dfk
Fyrir leik
Líkt og áður hefur verið nefnt mun Ívar Orri Kristjánsson flauta þennan leik en honum til halds og trausts verða Jóhann Gunnar Guðmundsson og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Skyldi einhver þeirra slasta sig er Pétur Guðmundsson tilbúinn að taka við flautunni og Einar K. Guðmundsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Leikurinn verður í þráðbeinni á Stöð 2 Sport en hér fyrir framan blaðamannaaðstöðuna eru Rikki G og Reynir Leósson að gíra sig upp fyrir útsendinguna.
Fyrir leik
Sindri Sverrisson - Mogginn
1-1 jafntefli í ekkert alltof skemmtilegum leik. Jóhann Helgi kemur Þór yfir og Tryggvi Sveinn Bjarnason jafni leikinn.

Ingvi Þór Sæmundsson - visir.is
Jafntefli líka nema 2-2. Björgólfur skorar fyrir heimamenn en Ármann Pétur og Sigurður Marínó jafna.

Jóhann Óli Eiðsson - Fótbolti.net
Heimasigur 3-1. Björgólfur skorar tvö og Jóhannes Karl eitt. Ármann Pétur heldur uppteknum hætti og klórar í bakkann fyrir gestina.
Fyrir leik
Upphitun er lokið og bæði lið hafa gengið til búningsherbergja. Úðararnir eru farnir af vellinum rétt rúmar fimm mínútur í að leikurinn verði flautaður á.
Fyrir leik
Stúkan er frekar fámenn. Örfáir rauðklæddir Mjölnismenn og svipað fjölmennur hópur bláklæddra. Flestir eru svartklæddir. Sýnist í mesta lagi áttatíu manns vera mættir á völlinn.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn á eftir dómurum og fyrirliðum. Fyrirliðar erí dag eru þeir Ögmundur Kristinsson hjá Fram og Sveinn Elías Jónsson hjá Þór.
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson situr ekki í varamannaskýli heimamanna heldur á einhverjum IKEA stól fyrir utan skýlið og sötrar kaffi.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Framarar byrja með boltann.
2. mín
Svona eru liðinum stillt upp.

Fram (4-2-3-1)
Viktor - Tryggvi - Einar - Ósvald
Hafsteinn - Jói Kalli
Haukur - Arnþór - Aron
Björgólfur

Þór (4-4-2)
Hlynur - Orri - Atli - Ingi
Sveinn - Manni - Jónas - Jóhann
Þórður - Sigurður
4. mín
Hlynur Atli spilar í hægri bakverði í dag en Sveinn Elías hefur leyst þá stöðu í fyrstu leikjum Þórs.
6. mín
Fyrsta skot leiksins er Framara. Arnþór Ari á skot með vinstri eftir hornspyrnu en það fer langt yfir. Reyndar hafði Þórður Birgis átt tilraun til sendingar/skots sem var vonlaust með öllu.
7. mín
Björgólfur Takefusa hefur verið flaggaður rangur tvisvar á fyrstu sjö mínútum sínum með Fram.
9. mín
Það blæs dálítið úr áttinni sem sólin skín. Það er spurning hvernig KR-ingum mun ganga að spila hér á eftir með sólina í augun og vindinn í fangið. Núna eru það Þórsarar sem hafa náttúruna á móti sér en það snýst við í hálfleik.
12. mín
Góð tilraun Þórsara. Sóknin byrjaði á miðjunni er Jónas vann boltann, gaf boltann út til hægri á Svein Elías sem gaf fyrir. Jóhann Helgi náði að skalla boltann áfram á Sigurð Marínó sem náði ekki að setja boltann á markið. Sá samt ekki hvort Sigurður var flaggaður rangur.
Þórður Einarsson - Framkvæmdastjóri Leiknis
Meðalaldur hins "ótrúlega unga" Fram liðs er 25,8 àr! Uppaldir leikmenn 1 #starting11
16. mín
Hlynur Atli hleður í skot frá hægri vængnum. Fer langt framhjá. Langar í mark gegn sínu gamla liði.
20. mín
Ágæt tilraun Þórsara. Sigurður Marínó tók horn sem sveif yfir pakkann og endaði hjá Hlyn Atla. Hann gaf fyrir og Jóhann Helga vantaði bara hársbreidd upp á að ná að skalla boltann.
24. mín
Allir varamenn Fram voru rétt í þessu að stnda upp og hita upp. Tryggvi Sveinn liggur líka óvígur og heldur um höfuð sér. Tók Ívar smá stund að stöðva leikinn.
25. mín
Tryggvi staðinn upp og kominn inn á aftur.
27. mín
Jónas Björgvin með skot af löngu færi sem fer beint á Ögmund í markinu.
30. mín
Varamenn Þórs allir að hita upp líka. Það er það markverðasta sem er að gerast í augnablikinu.
35. mín
Þórsarar gera heiðarlega tilraun. Sending fyrir sem Þórður skallaði áfram á Jóhann. Skalli hans laus og beint á Ögmund.

Hafsteinn Briem átti skömmu síðar fast skot sem fór flaut naumlega yfir þverslá gestanna.
36. mín
Hornspyrna heimamanna og allir leikmenn Þórs bakka. Tryggvi nær skalla eftir spyrnuna en Sandor grípur skallann.
38. mín
HÆTTULEGASTA TILRAUNIN HINGAÐ TIL! Arnþór Ari nær skoti úr vítateigsboganum sem endar í stönginni á marki Þórs. Sýndist Þór ná að slæma hönd í bolta. Hornspyrna.
39. mín
Björgúlfur Takefúsa liggur óvígur í vítateignum eftir að hafa verið sparkaður niður í vítateignum Þórs. Prúðbúinn Bjarni Guðjónsson heimtaði vítaspyrnu og er í hörkusamræðum við fjórða dómarann.
41. mín
Fyrirgjöf heimamanna endar fyrir aftan markið. Bjarni er alls ekki sáttur og sparkar vatnsbrúsa í gluggann fyrir framan blaðamennina. Ekki sáttur með spilamennsku sinna manna.
43. mín
Menn sem hafa endursýningar sér til aðstoðar segja að atvikið með Björgólf hafi verið pjúra víti.
44. mín
Hlynur Atli liggur eftir mjög hressilega tæklingu frá Ósvaldi. Allur varamannabekkur Þórs stökk upp.

"Þetta er ekki flókið!" öskrar Lárus Orri af bekknum.
44. mín Gult spjald: Ósvald Jarl Traustason (Fram)
Ívar dregur aðeins upp gula spjaldið eftir að hafa ráðfært sig við aðstoðardómarann. Hlynur atli liggur ennþá. Vörn Þórs má ekki við að missa hann.
45. mín Gult spjald: Hlynur Atli Magnússon (Þór )
Fær spjald um leið og hann stendur upp. Sló til eins Framarans í hamagangnum.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er tvær mínútur.
45. mín Gult spjald: Þórður Birgisson (Þór )
Klippir Jóa Kalla niður í miðhringnum eftir að hafa farið svona korteri of seint í tæklinguna.
45. mín
Fyrri hálfleik lokið. Afar bragðdaufur leikur hingað til.
45. mín
Ótrúlega fá færi litið dagsins ljós. Bestu tilraunina átti Arnþór Ari er hann skaut í stöngina. Skásta færi Þórs átti Sigurður Marínó í upphafi leiksins.
45. mín
Liðin eru að ganga inn á völlinn og koma sér fyrir svo seinni hálfleikur geti hafist. Framarar mættir aðeins á undan Þórsurum.
46. mín
Inn:Kristinn Þór Björnsson (Þór ) Út:Þórður Birgisson (Þór )
46. mín
Inn:Halldór Orri Hjaltason (Þór ) Út:Sigurður Marinó Kristjánsson (Þór )
Tvöföld skipting hjá Þór. Síðari hálfleikur hafinn.
47. mín
Eftir skiptingarnar eru miðjan og framlínan hjá Þór svona (Sveinn er á hægri væng);

Halldór - Manni
Sveinn - Jónas - Kristinn
Jóhann Helgi
54. mín
Síðari hálfleikur byrjar voða mikið líkt og sá síðari endaði.

Í þeim rituðu orðum nær Aron fyrirgjöf frá hægri sem fer í gegnum allan teiginn án þess að nokkur maður nái til boltans. Vantaði bara smá greddu.
55. mín
Fram með aukaspyrnu sem fer inn í teiginn. Líkt og oft áður rís Tryggvi Sveinn manna hæst en skallinn yfir markið.
Ómar Örn Ólafsson
Moyes mætti taka æfingu með Fram í fyrirgjöfum #fotbolti #Pepsi365
60. mín
Þórsarar fá aukaspyrn á vítateigslínunni. Jónas Björgvin tekinn niður. Þórsarar vildu víti. Þetta er svona 10 cm frá teignum.
61. mín
Jónas tekur spyrnuna sjálfur en hún endar í ysta manni í veggnum sem mér sýndist vera Einar Bjarni.
64. mín
Inn:Aron Bjarnason (Fram) Út:Haukur Baldvinsson (Fram)
Þór með flotta sókn. Halldór út á Svenna á vængnum, hann tekur mann á og leggur hann út á Jónas Björgvin. Skot hans fór í varnarmann og í horn en færið var stórgott.
65. mín
VÍTI!!! Ósvald féll eftir viðskipti við Orra að mér sýndist og Ívar dæmir víti. Þetta var nokkuð tæpt og nánast á brúninni.
66. mín Mark úr víti!
Jóhannes Karl Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Ósvald Jarl Traustason
Jóhannesi bregst ekki bogalistin. Sendir Sandor í vitlaust horn og skorar. Stúkan lifnar við eftir markið en Þórsarar eru allt annað en ánægðir.
69. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Björgólfur Hideaki Takefusa (Fram)
Takefusa skorar ekki í sínum fyrsta leik með Fram.
70. mín
Kristinn Þór með hornspyrnu og skrúfar boltann að markinu. Vindurinn grípur boltann og Ögmundur neyðist til að slá hann aftur fyrir.
71. mín
Eftir síðari hornspyrnuna nær Orri Hjaltalín skalla að marki og Þórsarar fagna marki. Ívar dæmir hins vegar ekki mark.
72. mín Gult spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Stöðvaði hraða sókn með peysutogi.
74. mín
Ingi Freyr með fyrirgjöf frá vinstri kantinum sem endar á kollinum á Orra Frey Hjaltalín. Skalli hans hárfínt framhjá markinu.

Jónas Björgvin að gera sig líklegan. Á skot með vinstri sem fer rétt framhjá markvinklinum.
75. mín
Inn:Einar Már Þórisson (Fram) Út:Aron Þórður Albertsson (Fram)
Síðasta skipting Fram.
77. mín Rautt spjald: Sveinn Elías Jónsson (Þór )
Síðara gula spjald Sveins og hann er farinn útaf með rautt. Tók Aron Bjarnason niður á miðjum vallarhelmingi Þórs.
78. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Fram)
Hiti að færast í leikinn.
79. mín
Ósvald Jarl með flotta rispu upp vinstri kantinn og nær sendingu fyrir. Hún fer í einhvern bláklæddan á markteignum en hann nær ekki að stýra boltanum í netið.
82. mín
Halldór Orri er í miðverðinum hjá Þór þessa stundina og Orri Freyr og Jóhann Helgi eru tveir saman uppi á topp.
84. mín Gult spjald: Einar Már Þórisson (Fram)
Mætti ofboðslega, ofboðslega seint í tæklingu á Inga Frey.
85. mín
Kristinn Þór að reyna að notfæra sér sólina. Ögmundur þurfti að skýla sér fyrir sólinni áður en hann greip boltann.
86. mín Gult spjald: Ingi Freyr Hilmarsson (Þór )
Lúðrar einum olnboga í grímuna á Viktori sýndist mér.
88. mín
Fyrirgjafir hafa verið eitt aðalsmerki Þórsara í þessum leik en því miður fyrir þá, þá hafa fæstar þeirra verið góðar.
90. mín
Fjórum mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
90. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (Fram)
Togaði í Inga Frey og stöðvaði skyndisókn Þórs.
90. mín
Níu gul spjöld farið á loft í leiknum og eitt rautt að auki.
Leik lokið!
Sigur Fram í ótrúlega tíðindalitlum leik.
Byrjunarlið:
Sveinn Elías Jónsson
Orri Freyr Hjaltalín
Sandor Matus
5. Atli Jens Albertsson
6. Ármann Pétur Ævarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson
9. Jóhann Helgi Hannesson (f)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson ('46)
12. Þórður Birgisson ('46)
13. Ingi Freyr Hilmarsson
14. Hlynur Atli Magnússon

Varamenn:
1. Hjörtur Geir Heimisson
11. Kristinn Þór Björnsson ('46)
15. Arnþór Hermannsson
16. Kristinn Þór Rósbergsson
17. Halldór Orri Hjaltason ('46)
20. Ingólfur Árnason
30. Bjarki Þór Jónasson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ingi Freyr Hilmarsson ('86)
Sveinn Elías Jónsson ('72)
Hlynur Atli Magnússon ('45)
Þórður Birgisson ('45)

Rauð spjöld:
Sveinn Elías Jónsson ('77)