Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Þór/KA
1
1
Valur
0-1 Dóra María Lárusdóttir '67
Helena Rós Þórólfsdóttir '85 1-1
13.05.2014  -  18:00
Þórsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Vilhelm Adolfsson
Byrjunarlið:
1. Roxanne Kimberly Barker (m)
Silvía Rán Sigurðardóttir
5. Thanai Lauren Annis
6. Kayla June Grimsley
8. Lára Einarsdóttir
9. Hafrún Olgeirsdóttir ('73)
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('87)
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Helena Rós Þórólfsdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
10. Anna Rakel Pétursdóttir
15. Freydís Anna Jónsdóttir ('87)
18. Laufey Elísa Hlynsdóttir
24. Arna Benný Harðardóttir

Liðsstjórn:
Ágústa Kristinsdóttir

Gul spjöld:
Kayla June Grimsley ('68)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Þórs/KA og Vals í Pepsi-deild kvenna
Fyrir leik
Báðum þessum liðum er spáð góðu gengi í sumar svo búast má við hörkuleik
Fyrir leik
Veðrið hér í dag er mjög gott. Sólin skín og 7 stiga hiti er úti. Þórsvöllur lítur mjög vel út.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inná völlinn. Vilhelm Adolfsson leiðir liðin inná
1. mín
Leikurinn er hafinn. Valskonur byrja með boltann.
5. mín
Leikurinn fer frekar rólega af stað. Valskonur hafa þó verið hættulegri
7. mín
Heimastúlkur með hornspyrnu, boltinn berst á Katrínu sem skallar boltann yfir markið
11. mín
Stórkostleg aukaspyrna frá Dóru Maríu. Hún skaut boltanum af 35 metra færi beint í stöngina.
14. mín
Gestirnir komast upp völlinn og eiga hér hornspyrnu
15. mín
Boltinn er gripin örugglega
19. mín
Þórstúlkur í skyndisókn. Boltinn barst á Thanai en hún skaut yfir
21. mín
Þórstúlkur aftur í fínni sókn. Kayla Grimsley ætlaði að senda á Hafrúnu sem var í góðri stöðu en Valskonur náðu að stoppa sendinguna
23. mín
Flott markvarsla hjá Roxanne. Katrín Gylfadóttir með flott skot sem Roxanne nær að teygja sig í og verja
27. mín
Aðeins að færast fjör í leikinn og bæði lið með fín færi
31. mín
Valskonur nálægt því að komast yfir. Barningur í teignum eftir hornspyrnu en Þórsstúlkur ná að hreinsa.
33. mín
Aftur færi hjá Val. Elín Metta komst inn í teiginn og var komin í fínt færi en setti boltann framhjá markinu.
34. mín
Silvía Rán missti boltann sem aftasti varnarmaður en tókst að vinna hann aftur. Þetta hefði getað orðið mark.
37. mín
Kayla Grimsley vann boltann rétt utan við teig Valskvenna. Hún keyrði í átt að teignum og fékk hornspyrnu.
42. mín
Roxanne Barker hefur verið gríðarlega örugg í marki Þórs/KA í dag. Greinilega fínn markmaður.
45. mín
Vilhelm Adolfsson flautar hér til hálfleiks, Valskonur byrjuðu betur en Þór/KA unnu sig svo inn í leikinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
48. mín
Dóra María með aukaspyrnu á fínum stað en boltinn fer af varnarveggnum og endar í fanginu á Roxanne Barker
51. mín
Arna Sif og Lára Einarsdóttir missa boltann klaufalega í vörninni. Elín Metta náði honum og var ekki langt frá því að koma sér í fínt færi. Arna Sif mætti og hreinsaði upp eftir sig.
54. mín
Dauðafæri!! Þarna sluppu heimastúlkur með skrekkinn. Boltinn barst á Ólínu Guðbjörgu sem var kominn upp kantinn, hún gaf fyrir á Elín Mettu sem setti boltann í stöngina af stuttu færi
57. mín
Aukaspyrna áhættulegum stað sem Kayla Grimsley tók. Boltinn barst á Örnu Sif sem skallaði í slá. Línuvörðurinn hafði hinsvegar flaggað rangstöðu
58. mín
Leikurinn stöðvaður eftir að tveir leikmenn lentu saman
62. mín
Flott vörn hjá Silvíu Rán boltinn barst á Elínu Mettu sem var að komast í gegn en Silvía náði boltanum á síðustu stundu
64. mín
Inn:Rebekka Sverrisdóttir (Valur) Út:María Soffía Júlíusdóttir (Valur)
Fyrsta skipting leiksins
67. mín MARK!
Dóra María Lárusdóttir (Valur)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Dóra María fékk boltann frá Elínu inn í teignum og setti hann upp í hornið. Óverjandi fyrir Roxanne
68. mín Gult spjald: Kayla June Grimsley (Þór/KA)
Fyrir brot á leikmanni Vals
73. mín
Inn:Katla Ósk Rakelardóttir (Þór/KA) Út:Hafrún Olgeirsdóttir (Þór/KA)
78. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Rakel Logadóttir (Valur)
81. mín
Leikurinn hefur róast eftir að Valskonur komust yfir. Lítið í gangi
85. mín MARK!
Helena Rós Þórólfsdóttir (Þór/KA)
Stoðsending: Kayla June Grimsley
Heimastúlkur ná að jafna!!!. Helena Rós fær boltann við vítateigshornið eftir aukaspyrnu við hornfánann og skaut honum í fyrsta beint í netið
87. mín
Inn:Freydís Anna Jónsdóttir (Þór/KA) Út:Katrín Ásbjörnsdóttir (Þór/KA)
89. mín
Kayla í dauðafæri. Fékk boltann og kom sér í fína stöðu í teignum en ákvað að leggja hann til hliðar. Hefði einfaldlega átt að skjóta
90. mín
Kayla Grimsley með frábæran sprett á hægri kantinum, kom með fasta fyrirgjöf en enginn náði til boltans. Valskonur virðast vera búnar á því.
93. mín
Leik lokið og jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun kemur síðar
Byrjunarlið:
12. Þórdís María Aikman (m)
6. Mist Edvardsdóttir
7. Rakel Logadóttir ('78)
7. Hildur Antonsdóttir
8. Laufey Björnsdóttir
10. Elín Metta Jensen
15. Ingunn Haraldsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
26. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
30. Katrín Gylfadóttir

Varamenn:
1. Björk Björnsdóttir (m)
3. Pála Marie Einarsdóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Rebekka Sverrisdóttir ('64)
16. Katla Rún Arnórsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('78)
20. Gígja Valgerður Harðardóttir

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: