Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Valur
5
3
Fram
Patrick Pedersen '10 1-0
1-1 Ósvald Jarl Traustason '18
Bjarni Ólafur Eiríksson '31 2-1
2-2 Hafsteinn Briem '38
Patrick Pedersen '42 3-2
Kristinn Ingi Halldórsson '65 4-2
Indriði Áki Þorláksson '88 5-2
5-3 Hafsteinn Briem '90
19.05.2014  -  20:00
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('80)
9. Patrick Pedersen ('71)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('62)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
11. Sigurður Egill Lárusson ('62)
14. Gunnar Gunnarsson
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Mads Lennart Nielsen ('54)
Kristinn Freyr Sigurðsson ('19)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gott og margblessað kvöldið. Það er Reykjavíkurslagur sem framundan er, viðureign Vals og Fram sem hefst klukkan 20:00. Um er að ræða fyrsta leik sumarsins sem leikinn er á grasinu á Vodafone-Hlíðarenda.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu umferðirnar og markatöluna 3-3. Það má búast við hörkuleik en okkar fremsti dómari, Kristinn Jakobsson, sér um flautuleik. Byrjunarliðin detta bráðlega inn en sagan segir að Haukur Páll Sigurðsson verði ekki með Val vegna meiðsla. Hann fór meiddur af velli í 1-1 leiknum gegn Fjölni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net:
Valsmenn eru líklega ekki ánægðir með byrjunina á mótinu og verða að vinna þennan leik. Hafa enn ekki haldið hreinu þrátt fyrir að vera með öfluga varnarmenn. Þurfa á því að halda að sóknarmenn liðsins hafa ekki verið líklegir í að raða inn mörkunum. Þeir hafa nú fengið Patrick Pedersen til baka og hann ætti að hressa upp á sóknarleikinn. Breiði hópurinn breikkar enn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fjalar Þorgeirsson, markvörður Vals:
Þegar við spiluðum við Fram í vetur voru þeir alveg þvílíkt sprækir og ferskir og þeir eru það ennþá. Þeir ættu í raun að vera með fleiri stig. Við höfum skoðað þá aðeins og þeir eru vel spilandi og sprækir. Þeir eru með mjög gott lið. Ég á von á hörkuleik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ósvald Jarl Traustason, leikmaður Fram:
Þetta er stórleikur í kvöld. Valur er með gott lið. Við ætlum að reyna að spila okkar leik og sjá hvernig þetta fer. Þetta verður erfiður leikur á þeirra heimavelli en við erum tilbúnir í slaginn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Patrick Pedersen fer beint í byrjunarlið Vals, en þessi danski framherji var einnig á mála hjá Hlíðarendafélaginu síðasta sumar og er nýkominn aftur.

Þá kemur Iain James Williamson inn í liðið, en Haukur Páll Sigurðsson er meiddur og er ekki með.

Ingiberg Ólafur Jónsson og Orri Gunnarsson koma inn í lið Fram.
Fyrir leik
Bæði lið eru með fjögur stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar, hafa unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað einum. Fram vann síðast 1-0 sigur gegn Þór en Valur gerði 1-1 jafntefli gegn nýliðum Fjölnis.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er sá fyrsti í sumar á Vodafone vellinum. Hann lítur sæmilega út en þó er talsvert um sár í honum og grasið er greinilega ekki alveg gróið. Virðist vera sama vandamál hér og á Kópavogsvelli, það er hægt að hita völlinn en menn eru ekki endilega að tíma því.
Fyrir leik
Þeir sem hafa áhuga á að tjá sig um þennan Reykjavíkurslag tveggja fornfrægra stórliða mega endilega vera duglegir á Twitter og nota hashtaggið #fotbolti. Ég fylgist spenntur með og vel það sem mér finnst skemmtilegast og birti hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Framarar virðast hafa gengið aðeins of langt þegar þeir ákváðu að fá til sín unga og spennandi leikmenn í sumar. Það er einn krakki með appelsínugula húfu að hita upp með þeim og ég get svarið að hann er ekki deginum eldri en sjö ára. Hlýtur að vera gríðarlegt efni.
Fyrir leik
Björgólfi Takefusa þætti sjálfsagt ekkert leiðinlegt að skora hér á sínum gamla heimavelli. Hann yfirgaf Val um mitt síðasta sumar og er talið að honum og Magnúsi Gylfasyni, þjálfara Vals, hafi komið afar illa saman. Vonandi eru menn samt bara góðir í dag.
Fyrir leik
Kristinn Jakobsson dæmir leikinn í kvöld. Hann er ekki sá vinsælasti á Hlíðarenda, en er frábær dómari sem hikar ekki við að taka stórar ákvarðanir. Honum innan handa verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Haukur Erlingsson.
Fyrir leik
25 mínútur í leik. Menn eru á fullu að hita upp og virðast vera í hörkugóðu standi. Þetta verður flottur leikur, ég er viss um það!
Fyrir leik
Í kvöld eru nokkrir leikmenn hér að mæta sínum gömlu félögum. Auk Björgólfs Takefusa eru þeir Halldór Hermann Jónsson og Kristinn Ingi Halldórsson að mæta sínum gömlu félögum í Fram, en þeir komu til Vals fyrir þessa leiktíð. Hafsteinn Briem, leikmaður Fram, lék svo vissulega með Val.
Fyrir leik
Hólmbert Aron Friðjónsson er mættur í stúkuna að fylgjast með sínu gamla liði. Hólmbert gekk til liðs við Celtic í Skotlandi í vetur eftir frábært tímabil með Fram, og hefur verið að gera góða hluti með varaliðinu.
Fyrir leik
Þá eru ekki nema rétt rúmar fimm mínútur í leik. Krakkarnir eru komnir út með fánana, þá veit maður að þetta er að skella á!
Fyrir leik
Hörður Gunnarsson, fráfarandi formaður Vals, er heiðraður á sama tíma og leikmenn og leikmenn ganga inn á völlinn með dómarana í fararbroddi.
Fyrir leik
Rífandi stemning hérna á Vodafone vellinum. Margir leikmenn annarra liða mættir á völlinn, hef séð þó aðallega helling af KR-ingum og Stjörnumönnum. En nú fer þetta að byrja.
1. mín
Leikurinn er hafinn og það eru Framarar sem byrja með boltann.
2. mín
Fyrsta skot leiksins á Iain James Williamson, en hann þrumar boltanum viðstöðulaust yfir markið eftir að Tryggvi Sveinn skallaði hann burt.
4. mín
Gary Martin, framherji KR, spáir þessum leik 3-0 fyrir Val. Hann er hrifinn af framherjanum Patrick Pedersen, en þeir spiluðu saman í Danmörku.
6. mín
Björgólfur Takefusa í ágætis skallafæri eftir fyrirgjöf frá Arnþóri Ara Atlasyni, sprækasta manni Fram á tímabilinu til þessa, en boltinn fer yfir markið.
10. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
MAAAAAAAAAAARK!!! PATRICK PEDERSEN ER INNAN VIÐ 10 MÍNÚTUR AÐ SKORA FYRIR VAL Í FYRSTA LEIK EFTIR AÐ HANN SNERI AFTUR!! Valsarar fengu innkast, James Hurst var fljótur að hugsa og henti boltanum strax á Kristin Inga, sem lagði boltann út á Pedersen í teignum. Pedersen skaut í fyrsta og hitti í blá-fjærhornið!! 1-0 fyrir Val!
13. mín
Patrick Pedersen fullur sjálfstrausts eftir markið og reynir skot af löngu færi, en það fer vel yfir.
14. mín
Valsmenn fá horn og taka það stutt. James Hurst fær boltann og tekur á rás fram að vítateigsboga og lætur vaða, en skot hans er laflaust og lekur framhjá. Heimamenn eru að byrja talsvert betur, það er klárt.
15. mín
Hörkufæri hjá Fram!! Löng aukaspyrna berst inn í teig og Ingiberg er á fjærstönginni og skallar boltann fyrir markið. Fjalar stendur grafkyrr en Magnús Már Lúðvíksson skallar boltann í burtu.
17. mín
Svaka aukaspyrna!!! Fram fær aukaspyrnu á hættulegum stað eftir að Hurst brýtur á Ósvaldi. Að sjálfsögðu tekur Jóhannes Karl spyrnuna, þrumar að marki en Fjalar ver vel í horn!
18. mín MARK!
Ósvald Jarl Traustason (Fram)
Stoðsending: Ingiberg Ólafur Jónsson
MAAAAAAAAAAAAARK!!! ÓSVALD JARL TRAUSTASON JAFNAR METIN FYRIR FRAM!!! HRÆÐILEG HREINSUN HJÁ VARNARMÖNNUM VALS OG BOLTINN BERST Á INGIBERG ÓLAF, SEM RENNIR BOLTANUM Á ÓSVALD. FYRSTA SNERTING ÓSVALDS VAR EKKI GÓÐ EN HANN NÆR TIL BOLTANS Á UNDAN FJALARI OG RENNIR HONUM FRAMHJÁ HONUM!! STAÐAN 1-1!!
19. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr ALLTOF seinn í tæklingu og fær gult spjald!!
20. mín
Þetta jöfnunarmark Framara var í sjálfu sér sanngjarnt. Þeir byrjuðu alls ekki nógu vel en voru að vinna sig inn í leikinn. Virkilega vel klárað hjá Ósvaldi eftir undirbúning frá öðrum gömlum Blika, Ingiberg.
Kristján Óli Sigurðsson:
Hvers vegna í ósköpunum reyndu Blikar ekki að halda @otraustason fyrst Kiddi Jóns var að reyna að komast út???
24. mín
Hættuleg hornspyrna hjá Frömurum. Manni fannst litlu muna að boltinn endaði beint í netinu án nokkurrar annarrar snertingar. En lak rétt framhjá. Leikurinn er að gerbreytast, Framarar ákafari núna.
27. mín
James Hurst með þrumuskot en það fer lengst yfir markið.
Einar Gunnarsson, vallarþulur á Hlíðarenda:
Algjör strófa að láta Hafstein Briem fara úr Val - sá íslenski leikmaður sem kemst hvað næst því að vera Tom Huddlestone! #teamkingtom
31. mín MARK!
Bjarni Ólafur Eiríksson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
MAAAAAAAARK!!! BJARNI ÓLAFUR SKORAR EFTIR GLÆSILEGA SKYNDISÓKN!! Arnar Sveinn geystist upp kantinn, renndi boltanum á Kristin Frey Sigurðsson sem kom boltanum út á Bjarna Ólaf. Bjarni var sultuslakur og vippaði boltanum af algerri yfirvegun yfir Ögmund og í netið. Glæsilega gert!
33. mín
Valsmenn eru aftur orðnir léttir í lund! Þarna áttu þeir aðra flotta sókn sem endaði með því að Pedersen fékk boltann, kom sér í gott skotfæri og lét vaða, en Ögmundur varði og hélt boltanum.
38. mín
Arnþór Ari með frábæra takta!! Fær góða sendingu inn í teiginn og nær að fara illa með varnarmann Vals, sem kemst þó naumlega fyrir boltann.
38. mín MARK!
Hafsteinn Briem (Fram)
MAAARK!! ÓTRÚLEGA SKRÍTIÐ MARK!! KLAFS Í TEIGNUM OG FJALAR MISSIR BOLTANN ÓTRÚLEGA KLAUFALEGA FRÁ SÉR OG HANN FER AF HAFSTEINI BRIEM OG Í NETIÐ!!! ÞVÍLÍKT KLÚÐUR HJÁ FJALARI ÞARNA!! STÓRSKRÍTIÐ!
42. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Mads Lennart Nielsen
MAAAAAARK!!!! PATRICK PEDERSEN MEÐ ANNAÐ MARK SITT Í LEIKNUM!!! DÖNSK SAMVINNA Í TEIGNUM!! Magnús Már kom með langan bolta inn í teiginn, þar var Mads Lennart Nielsen var í baráttunni við Viktor Bjarka, sem dettur í teignum og Mads lætur þrumuskot vaða. Ögmundur ver en heldur ekki boltanum, og Patrick fylgir eftir í netið!
43. mín
Framarar voru ósáttir með markið og vildu meina að Mads Lennart Nielsen hefði verið brotlegur í einvígi sínu gegn Viktori Bjarka, en markið sendur!
44. mín
Björgólfur Takefusa með flotta rispu í teignum og lætur vaða, en varnarmaður Vals kemst fyrir. Björgólfur reynir aftur en hættunni bægt frá. Þetta er ótrúlegur leikur hérna á Hlíðarenda!!
45. mín
Flautað til leikhlés eftir ótrúlegan fyrri hálfleik!! Staðan 3-2 fyrir Val, hver hefði búist við þessu??

Quote blaðmannastúkunnar: "Utan við þessi fimm mörk hefur nú eiginlega ekkert gerst í þessum fyrri hálfleik."
46. mín
Hef farið á tvo leiki þessa helgina og í bæði skiptin verið að vígja grasvelli, Kópavogsvöll og Hlíðarenda, og í bæði skiptin er heldur betur boðið upp á markaveislu.
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný! Heimamenn í Val byrja með boltann og sækja í átt að Keiluhöllinni.
47. mín
Arnar Sveinn Geirsson með flottan sprett upp vinstri kantinn, leggur boltann á Kristin Frey sem kemur með laflaust skot beint á Ögmund.
52. mín
Patrick Pedersen með skot yfir markið. Boltinn datt fyrir hann þegar Framarar ætluðu að hreinsa en þrumuðu beint í Valsara.
54. mín Gult spjald: Mads Lennart Nielsen (Valur)
Mads fær gult spjald fyrir litlar sakir. Fór í Björgólf Takefusa, sem greip um andlitið. Maggi Gylfa brjálaður!
55. mín
Skalli rétt framhjá!!! Góð fyrirgjöf frá Orra Gunnarssyni og Tryggvi Sveinn nær skallanum, en boltinn fer framhjá!
56. mín
Kristinn Freyr með skot eftir skyndisókn Valsara en það fer rétt framhjá. Heimamenn hefðu getað útfært sóknina betur.
58. mín
Viktor Bjarki geysist áfram og reynir skotið, en það fer beint á Fjalar sem heldur boltanum.
59. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Viktori Bjarka en enginn kemst í boltann og hann fer í gegnum allan teiginn. Framarar eru farnir að þjarma að Völsurum, skömmu síðar kemur Orri Gunnarsson með langt skot beint á Fjalar.
62. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
Fyrsta skipting leiksins. Sigurður Egill kemur inn fyrir Arnar Svein.
64. mín
Heimamenn grimmir þessa stundina. Rétt í þessu átti Iain Williamson skot utan teigs en það fór beint á Ögmund sem varði og hélt boltanum.
65. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
MAAAAAAAAAAARK!! KRISTINN FREYR MEÐ FYRIRGJÖF OG BOLTINN FER AF EINARI BJARNA OG Í KRISTINN INGA OG Í NETIÐ!!!
66. mín
Inn:Aron Bjarnason (Fram) Út:Orri Gunnarsson (Fram)
67. mín
Horfði fimm sinnum á þetta í sjónvarpinu. Gat bara ekki séð hvort þetta var sjálfsmark eða ekki. Skráum þetta á Kristinn Inga í bili, leyfum honum að njóta vafans.
68. mín
Inn:Haukur Baldvinsson (Fram) Út:Einar Bjarni Ómarsson (Fram)
68. mín
Staðfest í endursýningu að boltinn fer af bringunni á Kristni Inga og í netið. Þá er það komið á hreint!
71. mín
Inn:Kolbeinn Kárason (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Kolbeinn Kárason kemur inn á fyrir Patrick Pedersen. Patrick skoraði tvö en nær ekki þrennunni í þessum leik. Það er alger synd, ég var tilbúinn með Patrick "The Hattrick" Pedersen fyrirsögn og alls konar þannig dútlerí.
73. mín
Hörku skyndisókn hjá Val eftir að Framarar missa boltann!! James Hurst geysist upp kantinn, leggur boltann á Kolbein Kárason. Kolbeinn rennir boltanum á Sigurð Egil sem kom í hlaupinu meðfram teignum, og Sigurður kom með fyrirgjöf á Kristin Frey, sem þrumaði boltanum í hliðarnetið.
76. mín
KJÖTAÐUR!!! Kolbeinn hrindir Viktori Bjarka af boltanum eins og tuskudúkku, tekur þríhyrningsspil og fer upp kantinn og lætur vaða, en skýtur rétt framhjá.
80. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Kristinn Ingi eitthvað smá laskaður og Indriði Áki kemur inn í hans stað. Kristinn átt flottan leik.
82. mín
Inn:Alexander Már Þorláksson (Fram) Út:Arnþór Ari Atlason (Fram)
Þetta er nú skemmtilegt!! Indriði Áki kemur inn á fyrir Val og einungis tveimur mínútum síðar kemur tvíburabróðir hans Alexander Már inn á!

Þá eru báðir synir Þorláks Árnasonar, fyrrum þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar, komnir inn á!
83. mín Gult spjald: Hafsteinn Briem (Fram)
84. mín
1191 áhorfandi hér á Vodafone vellinum. Fín stemning Valsmegin, stuðningsmenn heimamanna hafa látið vel í sér heyra.
88. mín MARK!
Indriði Áki Þorláksson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
MAARK!! Framarar gersamlega hættir, nenna þessu ekki lengur!! Það nýtir Indriði Áki sér eftir sendingu frá öðrum varamanni, Sigurði Agli. Hann klárar boltann af frábærri yfirvegun framhjá Ögmundi! Samt bara vandræðalegt hvað Framarar voru hættir þarna.
90. mín MARK!
Hafsteinn Briem (Fram)
Stoðsending: Tryggvi Sveinn Bjarnason
Hvaða rugl er í gangi hérna á Vodafone!! Alger sofandaháttur í vörn Valsmanna eftir langa sendingu frá Viktori Bjarka. Alexander Már skallar boltann á Tryggva Svein, sem nær að koma boltanum á Hafstein Briem á sama tíma og hann dettur, og Hafsteinn setur hann í netið! 5-3!!!
Leik lokið!
Game over. 5-3 sigur Vals í ansi athyglisverðum leik staðreynd!
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason ('82)
8. Einar Bjarni Ómarsson ('68)
10. Orri Gunnarsson ('66)
10. Jóhannes Karl Guðjónsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson
13. Ósvald Jarl Traustason
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
30. Björgólfur Hideaki Takefusa

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
8. Aron Þórður Albertsson
9. Haukur Baldvinsson ('68)
14. Halldór Arnarsson
16. Aron Bjarnason ('66)
33. Alexander Már Þorláksson ('82)
77. Guðmundur Magnússon

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Hafsteinn Briem ('83)

Rauð spjöld: