Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Haukar
1
1
Tindastóll
0-1 Benjamín Jóhannes Guðlaugarson '72
Andri Steinn Birgisson '92 1-1
23.05.2014  -  20:00
Schenkervöllurinn
1. deild karla 2014
Aðstæður: Rok og rigning.
Dómari: Kristinn Jakobsson
Byrjunarlið:
1. Sigmar Ingi Sigurðarson (m)
Kristján Ómar Björnsson
Hafþór Þrastarson
Zlatko Krickic ('86)
6. Úlfar Hrafn Pálsson
16. Birgir Magnús Birgisson
18. Andri Gíslason ('74)
19. Brynjar Benediktsson
21. Gísli Eyjólfsson ('70)
22. Aron Jóhannsson (f)
30. Andri Steinn Birgisson

Varamenn:
25. Kristinn Geir Guðmundsson (m)
5. Marteinn Gauti Andrason
11. Arnar Aðalgeirsson ('86)
11. Matthías Guðmundsson ('74)
22. Alexander Freyr Sindrason
28. Eggert Georg Tómasson

Liðsstjórn:
Hilmar Rafn Emilsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl.

Hér mun fara fram bein textalýsing frá leik Hauka og Tindastóls.

Bæði lið eru með 1 stig í deildinni eftir 2 leiki og verður leikurinn í kvöld án nokkurs vafa taumlaus skemmtun þar sem bæði lið berjast um hvert stig sem í boði er.

Nú dómari leiksins er alls ekki af verri endanum, eiginlega bara þvert á móti, en enginn annar en Kristinn Jakobsson einn af okkar allra bestu dómurum fyrr og síðar hefur tekið að sér að blása í flautu á Ásvöllum hér í kvöld.

Fyrir leik
Haukar gerðu 1-1 jafntefli við HK í síðasta leik og var það Brynjar Benediktsson sem gerði mark Hauka.
Tindastólsmenn gerðu einnig jafntefli í síðasta leik sínum og var það gegn KV á Akureyri. Sá leikur endaði 2-2 og mörk Tindastólsmanna gerðu þeir Mark Magee og Loftur Eiríksson.

Tindastóll hefur ekki unnið mótsleik á vegum KSÍ síðan 29.mars, en þá sigruðu þeir Magna í Lengjubikarnum.
Haukar unnu sinn seinast leik á vegum KSÍ þann 13.maí í Borgunarbikarnum gegn Elliða.

Í fyrra mættust þessi lið í tvígang og þá skiptu þau bróðurlega á milli sín 6 stigum. Tindastóll vann sinn heimaleik og Haukar unnu sinn heimaleik.
Fyrir leik
Gífurlega óspennandi veður til knattspyrnuiðkunar hérna á Ásvöllum. Mikill vindur og smá úði, verið er að vökva völlinn.
Fyrir leik
Ein breyting er á liði Stólanna frá síðasta leik, Kári Eiríksson kemur í vinstri bakvörðinn fyrir Bjarna Smára Gíslason.

Tvær breytingar eru á liði heimamanna, Zlatko Krickic kemur inn fyrir Matthías Guðmundsson og Andri Gíslason kemur inn fyrir Hilmar Geir Eiðsson sem fór meiddur af velli í síðasta leik.

35 mín í leik og tónlistin skrúfuð vel upp þegar liðin hefja upphitun. Ég þakka fyrir að vera inni í upphituðum skúr.
Fyrir leik
Bjarki Már Árnason þjálfari Tindastóls skartar rándýrri húfu með norska fánanum á. Hvort hann beri svona mikla virðingu fyrir nágrönnum okkar er ekki gott að segja til um, en húfan er góð, það er fyrir öllu.

Sigurbjörn Hreiðarsson þjálfari Hauka lifir sig gífurlega inn í upphitunina hjá strákunum, öskrar þá áfram og er með sýnikennslu, grjótharður.
Fyrir leik
Um það bil 10 mínútur í leik og ca. 6 mættir í stúkuna. Skal hundur heita ef áhorfendamet verður slegið á Blásvöllum hér í dag.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn og leikmenn eru kynntir til leiks. Veðrið hefur lítið skánað, versnað bara ef eitthvað er.
Sigurgeir Jónasson @sgeiri

Voga-Bixi er í startinu og það boðar gott! #VogaBixi
1. mín
Leikurinn er hafinn !
2. mín
Haukar sækja með vindi, í átt að grasvellinum á Ásvöllum. Stólarnir sækja á móti vindi, spurning hvort það muni spila eitthvað inní.
4. mín
Leikurinn fer rólega af stað, Haukar átt eitt skot sem fór rétt yfir markið, annars bara allt í járnum.
7. mín
Fannar Freyr sleppur í gegn eftir sendingu frá Mark. En Sigmar ver glæsilega, hornspyrna sem ekkert verður úr.
9. mín
Árni Einar með góða aukaspyrnu utan af velli og Fannar Freyr tekur hann niður en missir hann of langt frá sér. Markspyrna.

Stólarnir verið sprækari þessar fyrstu 10 mín.
13. mín
Birgir Magnús prjónar sig upp kantinn og kemur svo með slaka fyrirgjöf og sóknin rennur út í sandinn.
16. mín
Skeflileg sending frá Lofti Eiríkssyni í vörninni, boltinn ratar á Gísla Eyjólfsson rétt fyrir utan teig og hann tekur þrumuskot rétt yfir !
18. mín
Haukarnir að ná yfirhöndinni í leiknum, hafa átt flottar sóknir.
20. mín
Brynjar Ben með flotta rispu upp vinstri kantinn, hleypur örlítið inn á völlinn, og skýtur svo rétt framhjá.
25. mín
Haukarnir að auka sóknarþunga sinn. 3 hornspyrna þeirra í röð á stuttum tíma. Brynjar Ben er búinn að vera virkilega sprækur í upphafi leiks.
28. mín
Brynjar hleypur sem fyrr upp vinstri kantinn, gefur boltann á Zlatko, hann tekur ,,Zidane" og er svo felldur. Aukaspyrna...

... Sem ekkert verður úr.
31. mín
Vinstri kanturinn er vinsæll þessa stundina hjá Haukum. Nú átti Aron flotta rispu upp kantinn og hleypur svo örlítið inn á völlinn, en skotið er máttlaust og beint á Anton Ara í markinu.
39. mín
Lítið í gangi þessa stundina, menn eiga eitthvað erfitt með að fikra sig áfram í vindinum.
41. mín
Aron með gott skot inní vítateig eftir hornspyrnu sem Anton Ari ver meistaralega !!
43. mín Gult spjald: Jose Figura (Tindastóll)
Ansi klaufalegt spjald, togar leikmann niður þegar ekkert er í gangi. Reynsluleysi.
45. mín
Hálfleikur.
45. mín
Liðin tölta inná völlinn. Nú munu Stólarnir sækja með vindi. Og flóðljósin fara að vinna fyrir kaupinu sínu hér á Blásvöllum.
45. mín
Leikurinn er hafinn.

Engar breytingar í hálfleik.
49. mín
Lítið í gangi. Miðjumoð.
50. mín
Brynjar Ben sleppur í gegn og virðist vera tæklaður í vítateignum, Haukar heimta vítaspyrnu, en fá ekki.
52. mín
Óskar Smári á flottan sprett á vörn Hauka og fær aukaspyrnu á STÓRhættulegum stað. Margir gera sig líklega til að taka hjá Stólunum.
53. mín
Kári Eiríksson tekur spyrnuna, hún er slök. Arfaslök.
56. mín
Zlatko prjónar sig í gegnum vörn Stólanna, gefur út á vinstri kantinn, svo kemur skelfileg fyrirgjöf og sóknin rennur í sandinn. Zlatko fórnar höndum.
59. mín
Fannar Örn liggur eftir svaðalega tæklingu frá hinum unga Birgi Magnúsi. Ein svona ,,bresk" tækling til að krydda þetta.
60. mín Gult spjald: Fannar Örn Kolbeinsson (Tindastóll)
Hreinlega veit ekki fyrir hvað Kristinn er að spjalda hann fyrir. Lá á vellinum og virtist ekki hafa gert mikið af sér, hefur þó verið tæpur að fá spjald fyrr í leiknum.
63. mín
Þessi leikur er ekki mikið fyrir augað, svo mikið er víst. Skipting í vændum hjá Bjössa Hreiðars, sýnist Matthías Guðmundsson vera að gera sig kláran.
65. mín
Inn:Benjamín Jóhannes Guðlaugarson (Tindastóll) Út:Fannar Örn Kolbeinsson (Tindastóll)
65. mín
Brynjar með fasta sendingu niðri af vinstri kantinum, beint á Aron sem á fast skot í teignum, HÁTT yfir. Hættulegasta færi seinni hálfleiksins
68. mín
Það er létt jarðafarar stemming yfir þessum leik. Ég kalla eftir skiptingum.
69. mín
Bjarki Már þjálfari Tindastóls hefur séð nóg og er farinn sjálfur að hita upp.
70. mín
Inn:Hilmar Rafn Emilsson (Haukar) Út:Gísli Eyjólfsson (Haukar)
Tímabært.
71. mín
Fastur bolti frá vinstri kantinum, Andri Gísla leggur hann út og Brynjar Ben ætlar svo að rífa netið, en rífur bara hljóðmúrinn í staðinn og erfitt verk boltasækjarans fyrir höndum sem þarf sennilega að sækja boltann til Keflavíkur.
72. mín MARK!
Benjamín Jóhannes Guðlaugarson (Tindastóll)
72. mín
HÆTTU NÚ ALVEG !!!
Þvert gegn gangi leiksins, varamaðurinn Benjamín kemur frá vinstri kantinum, örlítið inn á völlinn og krullar boltann í fjær vinkilinn... ÞVÍLÍKT MARK!
73. mín
Inn:Bjarki Már Árnason (Tindastóll) Út:Arnar Skúli Atlason (Tindastóll)
Þjálfarinn kominn inn á.
74. mín
Inn:Matthías Guðmundsson (Haukar) Út:Andri Gíslason (Haukar)
75. mín
Fyrsta færi Tindastóls í seinni hálfleik varð að marki. Flóknara er það ekki.
78. mín
Inn:Konráð Freyr Sigurðsson (Tindastóll) Út:Fannar Freyr Gíslason (Tindastóll)
80. mín
Haukarnir virðast ekki eiga mörg svör við þéttri Tindastólsvörn. Ætla Stólarnir að sigla heim þremur risastórum punktum?
82. mín
Tindastólsmenn byrjaðir að tefja, Anton Ari tekur fyrirgjöf frá Haukum á kassann og hleypur með boltann út í horn á vítateignum, fagmannlega gert. Anton verið stórkostlegur í rammanum í dag.
83. mín
Önnur fyrirgjöf frá Huakum sem Anton Ari nær að kýla í burtu. Frábær.
86. mín
Inn:Arnar Aðalgeirsson (Haukar) Út:Zlatko Krickic (Haukar)
88. mín
Allt spil hjá Haukum er ofboðslega tilviljunarkennt, lítið í gangi hjá þeim, eintómar fyrirgjafir sem rata aldrei á réttan leikmann.
89. mín
Skonding frá vinstri kantinum sem Anton Ari nær að koma í veg fyrir að fari inn,
89. mín
Styttist í annan enda leiksins. Tindastóll eru að hestúsa þessu.
92. mín MARK!
Andri Steinn Birgisson (Haukar)
Aldrei að segja aldrei... Anton Ari fær boltann í andlitið og boltinn berst út í teig á Andra Stein sem kárar af stuttu færi.
94. mín
Hilmar Rafn fær skotfæri aleinn inn í vítateig til að klára leikinn en skýtur rétt framhjá, illa farið með gott færi.
Leik lokið!
Spennandi lokamínútur.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
Óskar Smári Haraldsson
2. Loftur Páll Eiríksson
6. Björn Anton Guðmundsson
6. Fannar Örn Kolbeinsson ('65)
9. Mark C Magee
15. Arnar Skúli Atlason ('73)
21. Jose Figura
23. Kári Eiríksson

Varamenn:
12. Stefán Árnason (m)
5. Bjarki Már Árnason ('73)
11. Ívar Guðlaugur Ívarsson
17. Benjamín Jóhannes Guðlaugarson ('65)
20. Kristinn Justiniano Snjólfsson

Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)

Gul spjöld:
Fannar Örn Kolbeinsson ('60)
Jose Figura ('43)

Rauð spjöld: