Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland U21
0
3
England U21
0-1 Alex Oxlade-Chamberlain '12
0-2 Alex Oxlade-Chamberlain '15
0-3 Alex Oxlade-Chamberlain '50
06.10.2011  -  18:45
Laugardalsvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Logn og 6 gráður
Dómari: Clement Turpin (Frakkland)
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson
2. Kristinn Jónsson ('54)
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Elías Már Ómarsson ('58)
10. Aron Jóhannsson
13. Jóhann Laxdal
13. Rúnar Már Sigurjónsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Daníel Leó Grétarsson
18. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
6. Guðmundur Þórarinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('54)
7. Viðar Ari Jónsson
15. Brynjar Gauti Guðjónsson
16. Kristján Flóki Finnbogason
18. Jóhann Helgi Hannesson ('58)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Þórarinn Ingi Valdimarsson ('70)
Höskuldur Gunnlaugsson ('59)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalsvellinum þar sem strákarnir í U21-landsliðinu mæta jafnöldrum sínum frá Englandi í undankeppni fyrir Evrópumót U21 sem fram fer 2013.

Þjálfari Englendinga er baráttujaxlinn Stuart Pearce sem er þekktur fyrir að kalla ekki einn einasta hlut ömmu sína.

Við minnum Twitter-notendur á að nota hashtagið #fotbolti ef þeir skrifa um leikinn. Valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Englendingar hafa leikið einn leik í riðlinum en þá tóku þeir Aserbaídsjan í kennslustund 6-0. Ísland hefur leikið tvo leiki, vann Belga 2-1 og tapaði svo 2-0 fyrir frændum okkar frá Noregi.
Fyrir leik
Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, fékk símtal frá Eyjólfi í dag og var kallaður inn í hópinn. Þá var hann staddur á tattú-stofu. Eftir leikinn í kvöld fer hann svo á skemmtistaðinn Oliver þar sem hann mun trúbadorast. Svona er Ísland í dag.
Ómar Ingi Guðmundsson:
Er Eiður Aron djúpur á miðju hjá u-21 eða er Jolli að missa sig í þýskunni og spilar 3-5-2 með sweeper? #svaróskast #fotbolti #verjast
Fyrir leik
Svo við svörum honum Ómari þá tippum við á liðið hjá Íslandi svona:

Arnar Darri
Dofri - Hólmar - Eiður - Kiddi Jóns
Jói Lax - Finnur - Rúnar - Björn - Þórarinn
Aron
Fyrir leik
Bæði liðin eru að hita upp á vellinum þessa stundina. Byrjunarlið Íslands má sjá hér til vinstri. Hann Magnús Már er að fara að færa okkur fréttir af byrjunarliði Englands eftir smá...
Fyrir leik
Ungir og æstir stuðningsmenn Liverpool voru fyrir utan Laugardalsvöllinn og biðu eftir að Jordan Henderson myndi mæta til að fá eiginhandaráritun hans.
Fyrir leik
Það urðu ekki óvænt úrslit í hinum leik riðilsins sem fram fór í Aserbaídsjan í dag. Heimamenn biðu lægri hlut fyrir Noregi 0-2.
Fyrir leik
Þegar horft er á leikskýrsluna er ansi mikill munur á þeim félagsliðum sem íslensku leikmennirnir eru hjá miðað við þá ensku. Í byrjunarliði Englands eru allir leikmenn nema tveir á mála hjá félögum í ensku úrvalsdeildinni.

Jon Flanagan, Martin Kelly og Jordan Henderson leikmenn Liverpool eru allir í byrjunarliðinu sem og Alex Oxlade-Chamberlain hjá Arsenal. Jack Rodwell, sem fékk rauða spjaldið með Everton um helgina, er einnig í liðinu.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Dómarinn í kvöld er frá Frakklandi, Clement Turpin, og er fæddur 1982. Það er ansi napurt í Laugardalnum, sex gráður og á væntanlega eftir að kólna enn frekar þegar líða fer á leikinn.
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals:
Átta leikmenn í byrjunarliðinu sem hafa spilað sem varnarmenn í sumar! #vörn #áframÍSL
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Verið er að spila þjóðsöngvana og allt er til reiðu fyrir þennan athyglisverða leik. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög bjartsýnn fyrir okkar hönd...
1. mín
Leikurinn er hafinn. Íslendingar byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að Laugardalshöllinni í fyrri hálfleik... ef þeir sækja þá mikið.
Þórður Helgi Þórðarson, útvarpsmaður:
Asnalegt að sjá ekki svaninn í Ísl. liðinu. Efnilegastur í Pepsí ekki með 21..markahæstur í Pepsí á ekki séns í A-liðið þó allir hafi beilað
4. mín
Minnum ykkur á að skrifa endilega um lekinn á Twitter. Það er hægt að skrifa um meira en dauða Steve Jobs þar.
6. mín
Ísland með ágætis sóknaraðgerðir hér í upphafi leiks. Byrjar vel. Aron Jóhannsson átti fyrsta skot leiksins en yfir fór boltinn.
8. mín
Martin Kelly, leikmaður Liverpool, með skalla á markið en Arnar Darri varði.

Liðsuppstilling Íslands er örlítið frábrugðin því sem við héldum. Dofri er á kantinum en Laxdal í bakverðinum.
Steinar Aron:
hvað þarf ásgeir að verja mörg víti til að komast í byrjunarliðið hjá U21? #fótbolti #u21 #fáranlegt
12. mín MARK!
Alex Oxlade-Chamberlain (England U21)
Englendingar eru komnir yfir! Í annað sinn í leiknum galopnast íslenska vörnin. Sóknin byrjaði á því að Aron Jóhannsson gaf feilsendingu. Oxlade-Chamberlain, leikmaður Arsenal, komst einn í gegn og átti öruggt skot í hornið. Hrikalegur varnarleikur og ef einhver veit hvað Kristinn Jónsson var að gera þarna þá er tölvupóstfangið mitt [email protected].
13. mín
Þórarinn Ingi Valdimarsson í ágætis færi en skot hans hittir ekki rammann.
15. mín MARK!
Alex Oxlade-Chamberlain (England U21)
Jæja! Aftur skora Englendingar. Nathan Delfouneso átti fyrirgjöf frá vinstri, boltinn átti að vera auðveldur fyrir Arnar Darra í markinu að grípa en Arnar gerði herfileg mistök og missti boltann til Oxlade-Chamberlain sem skoraði sitt annað mark. Skrifast algjörlega á Arnar Darra.
Tómas Þór Þórðarson, blaðamaður á DV:
Æi, Arnar Darri. Varnarleikur og markvarsla í gríninu og leikurinn sama og búinn eftir korter. Koma svo, strákar! #fotbolti
19. mín
Aron Jóhannsson aftur með skottilraun sem fer yfir markið. Íslenska liðið er ágætlega líflegt fram á við en vörn og markvarsla í tómu tjóni.
22. mín
Jonjo Shelvey, miðjumaður Liverpool, var ekki valinn í leikmannahópinn hjá Englendingum í dag og hann er því á meðal áhorfenda í stúkunni. Jonjo er sem stendur í láni hjá Blackpool en hann skoraði laglegt mark úr aukaspyrnu í leik með liðinu um síðustu helgi.
Magnús Már Einarsson
24. mín
Inn:William Keane (England U21) Út:Nathan Delfouneso (England U21)
Delfouneso meiddist aftan í læri og inn fyrir hann kemur leikmaður Hull City, Martyn Waghorn.
Orri Sigurður Ómarsson:
er bannad ad gefa til baka ef tu ert bakvordur? #attacking #kiddiogjohann
31. mín
Enska landsliðið er með þennan leik algjörlega í sínum höndum og ég hef á tilfinningunni að það hafi lækkað sig niður um gír enda staðan þægileg.
Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður 365:
Er Arnar Darri ofmetnasti markvörður landsins? #bíðenneftirgóðumleik #hrikalegamistækur
38. mín
Ég get kætt ykkur með því að Jack Wilshere er að horfa á leikinn. Hann hefur tilkynnt það á Twitter en Wilshere er á meiðslalistanum eins og flestir vita. Hann fær ekki að njóta lýsingar Harðar Magnússonar og Hjörvars Hafliðasonar eins og íslenskir sjónvarpsáhorfendur.
43. mín
Stuart Pearce er vel snyrtilegur á hliðarlínunni í dökkbláum jakkafatabuxum og brúnum támjóum skóm. Flottur.
45. mín
Rúnar Már S. Sigurjónsson með ágætis skottilraun en skotið naumlega yfir. Tók boltann snyrtilega á lofti.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Laugardalnum. Staðan er 0-2 en getumunurinn á þessum tveimur liðum er einfaldlega of mikill fyrir okkar stráka.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik.
48. mín
Það var gríðarleg stemning í VIPpinu í hálfleik þar sem fólk gæddi sér á muffins og með´í. Meðal gesta voru Kolbeinn Sigþórsson, Þorvaldur Örlygsson, Ríkharður Daðason, Magnús Gylfason, Páll Magnússon, Gunnar Jarl Jónsson, Gunnar Einarsson og bolvíska stálið Kristján Jónsson á Morgunblaðinu.
50. mín MARK!
Alex Oxlade-Chamberlain (England U21)
Það er komin þrenna á Oxlade-Chamberlain. Hann fór illa með Kristinn Jónsson, var kominn í mjög þrönga stöðu við endalínu og átti skot. Arnar Darri var eins og lopasokkur í markinu og varði knöttinn inn. Englendingar með öll völd og íslenska liðið er ekki að gera mönnum auðveldara fyrir.
Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari Þórs:
Heimta rannsókn á veðmálabraski #dúbíusmarkvarsla #svindl #veðmál #gamble
54. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland U21) Út:Kristinn Jónsson (Ísland U21)
Bliki inn fyrir Blika. Kemur mörgum á óvart að Eyjólfur hafi látið Steindórsson byrja á bekknum. Jónsson hefur átt hreint herfilegan leik og hefði þessi skipting bara mátt koma strax í hálfleik.
Reynir Haraldsson:
Finn lykt af skitunni hjá Arnari Darra og Kidda Jóns uppí Breiðholt #fotbolti #u21
58. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Ísland U21) Út:Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
Hörkutólið Jóhann Helgi kemur inn sem varamaður.
59. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Ísland U21)
Sparkaði Englending niður og fékk réttilega áminningu.
62. mín
Inn:Josh McEachran (England U21) Út:William Keane (England U21)
Varamaðurinn Waghorn borinn út á börum.
Michael Luscombe:
No doubting oxlade-chamberlain is fantastic, but he's been gifted this hat-trick by a useless Icelandic goalkeeper!
69. mín Gult spjald: Martin Kelly (England U21)
70. mín Gult spjald: Þórarinn Ingi Valdimarsson (Ísland U21)
77. mín
Jæja... væri allavega fínt að ná inn einu íslensku marki í þennan leik svo áhorfendur fái nú eitthvað fyrir peninginn.
82. mín
Aron Jóhannsson með skot sem markvörður Englands varði auðveldlega. Við getum þakkað Fabio Capello fyrir að hafa kallað Danny Welbeck og Phil Jones upp í A-landsliðið. Með þá innanborðs þori ég ekki að hugsa út í hvernig leikurinn hefði farið.
83. mín
Inn:Ross Barkley (England U21) Út:Alex Oxlade-Chamberlain (England U21)
Markaskorarinn úr Arsenal fer af velli og er klappað lof í lófa af íslenskum stuðningsmönnum.
85. mín
Ef ég ætti að velja mann leiksins úr röðum íslenska liðsins þá myndi Dofri Snorrason hreppa þann titil. Verið fínn á kantinum.
88. mín
RÚV hefur gefist upp á þessu. Þorkell Gunnar segir útvarpslýsingunni bara lokið og er byrjaður að pakka saman í blaðamannastúkunni.
92. mín
Leik er lokið hér á Laugardalsvelli. Englendingar einfaldlega miklu betri en mörkin sem þeir skoruðu færðu íslensku leikmennirnir þeim á silfurfati. Þar fór Arnar Darri fremstur í flokki. Furða mig á því að Eyjólfur Sverrisson hafi ekki notað allar skiptingarnar í þessum leik og ég giska á að varamarkvörðurinn Ásgeir Þór Magnússon sé svekktur yfir því að hafa ekki fengið að koma inn.
Byrjunarlið:
2. Jon Flanagan
3. Matthew Briggs
4. Jack Rodwell
5. Martin Kelly
6. Craig Dawson
7. Alex Oxlade-Chamberlain ('83)
8. Jordan Henderson
9. Marvin Sordell
10. Henri Lansbury
11. Nathan Delfouneso ('24)
12. Lewis Dunk

Varamenn:
2. Adam Smith
4. Jason Lowe
10. Josh McEachran ('62)
13. Ben Amos
14. Gary Gardner
16. Ross Barkley ('83)
18. William Keane ('62) ('24)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Martin Kelly ('69)

Rauð spjöld: