Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Chelsea
3
5
Arsenal
Frank Lampard '14 1-0
1-1 Robin van Persie '36
John Terry '45 2-1
2-2 Mesut Özil '49
2-3 Theo Walcott '56
Juan Mata '80 3-3
3-4 Robin van Persie '85
3-5 Robin van Persie '92
29.10.2011  -  11:45
Stamford Bridge
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Andre Marriner
Byrjunarlið:
1. Petr Cech (m)
2. Branislav Ivanovic
3. Ashley Cole
7. Ramires ('72)
8. Frank Lampard
9. Radamel Falcao
10. Juan Mata
12. John Obi Mikel ('76)
17. Jose Bosingwa
22. Willian ('62)
26. John Terry

Varamenn:
4. Cesc Fabregas
6. Oriol Romeu
14. Andre Schurrle ('76)
15. Mohamed Salah ('62)
18. Loic Remy ('72)
34. Ryan Bertrand
47. Lewis Baker

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Branislav Ivanovic ('78)

Rauð spjöld:
OptaJoe
,,Chelsea hefur fengið á sig fimm mörk á heimavelli í fyrsta skiptið síðan desember 1989 (2-5 tap gegn Liverpool). Slátrun."
Cesc Fabregas
Klikkaður leikur, frábær sigur. Mjög verðskuldað. RVP!!!!
95. mín
Leiknum er lokið. Ótrúleg skemmtun þessi leikur og ég man ekki eftir jafn skemmtilegum leik. Þessi leikur toppar auðveldlega allar aðra leiki tímabilsins hingað til hvað spennu og skemmtanagildi varðar.
93. mín
Hvað ætli sé langt síðan eitthvað lið, annað en Chelsea, skoraði 5 mörk á Brúnni?
92. mín MARK!
Robin van Persie (Arsenal)
ÞRENNAN HJÁ PERSIE, GEGGJAÐ MARK, ÓTRÚLEG SKYNDISÓKN OG ARSENAL ER BÚIÐ AÐ SKORA 5 MÖRK Á STAMFORD BRIDGE!!!!!
91. mín Gult spjald: Nacho Monreal (Arsenal)
Song stöðvar sókn Chelsea og fær gult spjald fyrir. Szczesny kýlir aukaspyrnuna frá og einhver Chelsea maður á skot sem Santos bjargar fyrir framan opið mark.
90. mín
Þetta er besti leikur tímabilsins og mögulega einn sá besti allra tíma. (Staðfest)
89. mín
Mata í góðu færi og með gott skot í kjölfar aukaspyrnunnar en Laurent Koscielny, besti varnarmaður Arsenal í dag, hendir sér fyrir skotið.
88. mín
Inn:Gabriel Paulista (Arsenal) Út:Gervinho (Arsenal)
Taktísk skipting undir lokin. Thomas Vermaelen snýr aftur eftir enn ein meiðslin, en Chelsea á aukaspyrnu.
85. mín MARK!
Robin van Persie (Arsenal)
ROBIN VAN PERSIE KEMUR ARSENAL AFTUR YFIR!! JOHN TERRY RANN OG PERSIE SLAPP ÞANNIG I GEGN, ÓTRÚLEGT!
Malouda sendir boltann til baka á John Terry sem rennur og þá nær Van Persie til boltans og hefur allan tíma í heimi til að leika á Petr Cech og skora öruggt mark og koma gestunum yfir.
Fótbolti.net á Twitter
Grétar Rafn í byrjunarliði Bolton http://bit.ly/v9ee4U #fotbolti
80. mín MARK!
Juan Mata (Chelsea)
JUAN MANUEL MATA JAFNAR LEIKINN! STÓRKOSTLEGT MARK! HVAÐ GERIST NÚ? Andre Santos á lélega sendingu úr vörninni sem endar með því að Mata kemst í opið skotfæri nokkuð fyrir utan teig og þrumar honum upp í fjærhornið.
79. mín
Inn:Tomas Rosicky (Arsenal) Út:Theo Walcott (Arsenal)
Önnur skipting Wenger, Rosicky kemur inná til að þétta miðjuna fyrir Walcott sem hefur verið frábær í dag.
78. mín Gult spjald: Branislav Ivanovic (Chelsea)
Ivanovic og Van Persie að rífast sem endar með því að van Persie ýtir Ivanovic í jörðina.
78. mín Gult spjald: Robin van Persie (Arsenal)
Ivanovic og Van Persie að rífast sem endar með því að van Persie ýtir Ivanovic í jörðina.
76. mín
Inn:Andre Schurrle (Chelsea) Út:John Obi Mikel (Chelsea)
Lokaskipting Andre Villas-Boas. Meireles kemur inn fyrir hinn varnarsinnaða Mikel.
75. mín
Inn:Carl Jenkinson (Arsenal) Út:Johan Djourou (Arsenal)
Djourou er annað hvort mjög þreyttur eða meiddur svo hann fer af velli fyrir unga hægri bakvörðinn Carl Jenkinson.
74. mín
Góð sókn hjá Arsenal sem endar með skoti frá Aaron Ramsey sem fer í John Terry og í hornspyrnu. Van Persie með hræðilega hornspyrna en Arsenal heldur boltanum.
72. mín
Inn:Loic Remy (Chelsea) Út:Ramires (Chelsea)
Romelu Lukaku að koma inná fyrir Ramires. Greinilegt að Chelsea ætlar að blása til sóknar síðustu 20 mínútur leiksins, en Malouda, Mata, Lukaku og Torres eru allir inná á sama tíma.
70. mín
Boltinn þýtur endanna á milli og það vantar aðeins herslumuninn að einhver komist í dauðafæri. Eins og Höddi Magg sagði í lýsingunni á Stöð 2 Sport 2: End to end stuff.
67. mín
Andre Marriner með góð tök á þessum mjög fjöruga leik þar sem vantar ekki hörkuna og tæklingarnar.
63. mín
Gervinho nánast sloppinn í gegn en Petr Cech er snöggur úr markinu og hreinsar í innkast áður en Fílbeinsstrendingurinn nær að koma við boltann.
62. mín
Inn:Mohamed Salah (Chelsea) Út:Willian (Chelsea)
Villas-Boas breytir sóknarlínunni hjá sér þar sem hann tekur Daniel Sturridge, sem hefur verið mjög líflegur en misnotað nokkur góð færi í leiknum, af velli og setur franska landsliðsmanninn Florent Malouda inná.
61. mín
Það er allt að gerast hér, hápressa Chelsea setur Arsenal í vandræði en eftir að Szczesny kýlir boltann úr teignum þá kemst Ramsey í fínt, en alltof þröngt, færi sem Cech ver auðveldlega.
Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal:
Theooooooooooooooooo
58. mín
Þetta er án efa einn besti leikur tímabilsins hingað til. Þvílíkt fjör, þvílík spenna.
58. mín
Ashley Cole með annað langskot sem endar yfir marki Arsenal. Þetta er skemmtilegasti leikur sem ég hef horft á í langan tíma. Þvílíkur hasar, þvílík spenna.
56. mín MARK!
Theo Walcott (Arsenal)
THEO WALCOTT KEMUR ARSENAL YFIR!!!!! Walcott lék á fjóra varnarmenn Chelsea þrátt fyrir að detta kylliflatur á magann og skoraði stórkostlegt mark. Fáránlega vel gert hjá þessum hraða sóknarmanni.
53. mín
Leik Everton og Manchester United er lokið með eins marks sigri Manchester manna þar sem Javier Hernandez skoraði eina mark leiksins.
51. mín
Frank Lampard með gott skot úr aukaspyrnunni sem er vel varið af Szczesny. Nú liggur Gervinho meiddur við hliðarlínuna eftir tæklingu frá Ramires.
50. mín Gult spjald: Wojciech Szczesny (Arsenal)
Ashley Cole er við það að sleppa í gegn þegar Wojciech Szczesny veður úr vítateignum og hjólar hann niður rétt fyrir utan teig og fær gult spjald fyrir. Þvílíkur leikur!
49. mín MARK!
Mesut Özil (Arsenal)
Andre Santos, einn lélegasti leikmaður fyrri hálfleiks, jafnar fyrir Arsenal!! Þvílík dramatík! Vörnin hjá Chelsea galopnaðist þar sem allur vinstri helmingurinn var í kaffipásu.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn og eftir nokkrar sekúndur á Robin van Persie skot af þröngu færi sem Cech ver vel. Stuttu síðar kemur Gervinho boltanum á Aaron Ramsey sem skýtur honum rétt yfir mark heimamanna. Fjörug byrjun.
45. mín
Hálfleikur hér á Stamford Bridge. Chelsea er einu marki yfir og er það líklega verðskuldað, aðallega vegna hræðilegrar varnarmennsku Arsenal liðsins sem á ekki skilið að koma nálægt toppbaráttunni með þessa varnarlínu.
45. mín MARK!
John Terry (Chelsea)
Góð hornspyrna frá Frank Lampard þar sem Thomas Vermaelen missir af John Terry inn í teignum og Terry kemur fætinum í boltann og kemur heimamönnum yfir. Enn og aftur hræðilegur varnarleikur hjá Per Mertesacker.
39. mín
Andre Santos selur sig enn og aftur í vinstri bakverðinum og Ramires á þá lága sendingu fyrir mark Arsenal sem Daniel Sturridge setur í netið en línuvörðurinn flaggar réttilega rangstöðu og markið er dæmt af.
36. mín MARK!
Robin van Persie (Arsenal)
Robin van Persie jafnar leikinn eftir flotta stungusendingu frá Aaron Ramsey sem rataði innfyrir vörn Chelsea og beint á Gervinho sem lagði hann framhjá Petr Cech og á van Persie sem skoraði örugglega af stuttu færi fyrir framan opið mark.
35. mín
Chelsea er við stjórnvölinn hér, liðið er miklu ákveðnara og hættulegra í öllum sínum aðgerðum þrátt fyrir fínar rispur Arsenal.
OptaJoe
Ekkert lið hefur náð jafn mörgum stigum og Arsenal gegn Chelsea eftir að hafa lent undir. 22 stig sem Arsenal hefur náð að vinna upp.
29. mín
Daniel Sturridge komst einn í gegn en hitti boltann illa og skaut framhjá markinu, dauðafæri. Vörnin hjá Arsenal er einfaldlega alltof hátt uppi.
26. mín
Ashley Cole með langskot sem Szczesny grípur.
24. mín
Liðin skiptast á að halda boltanum og reyna að byggja upp sóknir en leikurinn hefur róast töluvert frá fyrstu mínútunum.
19. mín
Arsenal hættulegir og Gervinho vinnur hornspyrnu. Ekkert nema fjör! Per Mertesacker skallar boltann framhjá í kjölfar hornspyrnunnar.
16. mín
Nú komst Arsenal í hálffæri en enginn var í teignum til að taka við boltanum. Staðan gæti auðveldlega verið 5-5.
14. mín MARK!
Frank Lampard (Chelsea)
Juan Mata með fyrirgjöf frá hægri kantinum sem Per Mertesacker missir óskiljanlega af en Frank Lampard nær að skalla í netið af stuttu færi. Ótrúleg byrjun á frábærum leik.
13. mín
Theo Walcott með stórkostlega sendingu inn á Robin van Persie sem skýtur boltanum yfir úr frábæru færi. Ótrúlega vel gert hjá Walcott.
12. mín
Theo Walcott með frábært hlaup upp hægri kantinn og góða fyrirgjöf á Gervinho sem klúðrað sannkölluðu dauðafæri og setur boltann framhjá.
11. mín
Chelsea með stjórn á leiknum og Ramires var að fiska aukaspyrnu svolítið fyrir utan teig en Frank Lampard þrumar boltanum í vegginn.
6. mín
Manchester United er 1-0 yfir í hálfleik á Goodison Park þar sem Javier Hernandez skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu.
5. mín
Nú er það hægri kanturinn þar sem Daniel Sturridge stingur Andre Santos af en fyrirgjöf hans auðveldlega gripin af Szczesny.
4. mín
Cole aftur hættulegur á vinstri kantinum þar sem Johan Djourou á í bullandi vandræðum með að halda aftur að honum.
2. mín
Fyrsta færi leiksins er strax komið þegar Ashley Cole átti góða sendingu fyrir markið á Torres sem skaut framhjá úr góðu færi
1. mín
Leikurinn er hafinn góðir gestir!
Daníel Geir Moritz, grínisti:
Ég ætla að spá Arsenal sigri í dag. Í fyrsta skipti sem ég geri það í vetur #óraunsæi #fótbolti
Elvar Geir Magnússon
Ellert Eiríksson, leikmaður Hamars:
A eg ad trua tvi ad tad se madur sem heitir #blackman a bekknum hja chelsea #noracist
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Everton 0 - 1 Man Utd
Við fylgjumst einnig með mörkum á Goodison Park en sá leikur hófst klukkan 11. Javier Hernandez kom United yfir eftir 19 mínútna leik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vermaelen er á bekknum hjá Arsenal en hann er nýstiginn upp úr meiðslum. Annars er byrjunarlið Arsenal skipað Robin van Persie og tíu öðrum leikmönnum.

Fernando Torres er í byrjunarlið Chelsea en David Luiz er meðal varamanna. Hann gerði klaufaleg mistök í síðasta deildarleik þegar hann braut á Heiðari Helgusyni.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Komið þið sæl. Hér verður bein textalýsing frá Lundúnarslag Chelsea og Arsenal sem hefst 11:45 á Stamford Bridge. Hér til hliðar má sjá byrjunarliðin.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
4. Per Mertesacker
6. Laurent Koscielny
8. Mikel Arteta
10. Robin van Persie
11. Mesut Özil
14. Theo Walcott ('79)
16. Aaron Ramsey
18. Nacho Monreal
20. Johan Djourou ('75)
27. Gervinho ('88)

Varamenn:
5. Gabriel Paulista ('88)
7. Tomas Rosicky ('79)
9. Park Chu-Young
21. Lukasz Fabianski (m)
23. Andrei Arshavin
25. Carl Jenkinson ('75)
26. Emmanuel Frimpong

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Wojciech Szczesny ('50)
Robin van Persie ('78)
Nacho Monreal ('91)

Rauð spjöld: