Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KA
0
0
Leiknir R.
Magnús Már Einarsson '63
09.06.2014  -  16:00
KA-völlur
1. deild karla 2014
Aðstæður: 13° hiti, 5 m/sek
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Byrjunarlið:
18. Fannar Hafsteinsson (m) ('8)
Baldvin Ólafsson
5. Gauti Gautason
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij
11. Jóhann Helgason
21. Kristján Freyr Óðinsson ('86)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('75)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Varamenn:
4. Ólafur Aron Pétursson
14. Ólafur Hrafn Kjartansson
14. Úlfar Valsson ('86)
18. Jón Heiðar Magnússon
19. Stefán Þór Pálsson ('75)

Liðsstjórn:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic

Gul spjöld:
Jóhann Helgason ('73)
Gauti Gautason ('40)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og Leiknis í 5. umferð 1. deildar karla.
Fyrir leik
Bjarni Jóhannsson gerir 3 breytingar á leikmannahóp sínum en Fannar Hafsteinsson, Ævar Ingi Jóhannesson og Bjarki Þór Viðarsson koma allir inn fyrir Srdjan Rajkovic, Bjarna Mark Antonsson og Stefán Þór Pálsson
Fyrir leik
Í liði Leiknis koma Brandon Scott og Sindri Björnsson inn fyrir Gest Inga Harðarson og Fannar Þór Arnarsson.
Fyrir leik
Bjarni Mark situr í "stúkunni" en hann er með spelku um fótinn og með hækjur eftir að hafa meiðst í síðasta leik.
Fyrir leik
Aðstæður til fótboltaiðkunar eru mjög góðar. Stillt veður og 13 stiga hiti.
Fyrir leik
KA-menn koma væntanlega með sjálfstraustið í botni inn í leikinn en þeir unnu sinn fyrsta leik gegn Tindastóli í síðustu umferð 4-0. Með sigrinum lyftu þeir sér upp í 8. sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Leiknismenn eru hinsvegar í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Þeir unnu 2-0 sigur á Haukum í síðustu umferð svo þeir eru klárlega einnig með sjálfstraustið í lagi.
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín leiðir liðin hér inn á völlinn. Fyriliðar liðanna eru Atli Sveinn Þórarinsson og Óttar Bjarni Guðmundsson
Fyrir leik
KA leikur í sínum gulu og bláu búiningum og Leiknir í sínum rauðu og bláu röndóttu búningum.
Fyrir leik
Fannar markmaður KA þarf hér að skipta um búning en hann græni búningur hans er greinilega of líkur búningi dómaranna. Mjög skrýtið að ekki sé búið að redda þessu fyrir leik.
Fyrir leik
Topplið Leiknis hafa ekki enn fengið á sig mark í sumar. Virkilega vel gert en það er spurning hvort að KA verði fyrsta liðið til að skora gegn þeim.
Fyrir leik
Liturinn á búningi Fannars var greinilega ekki vandamálið heldur svört undirtreyja hans. Hann er nú kominn í græna svo leikurinn ætti að geta hafist.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Leiknismenn sækja í austur og KA í vestur.
3. mín
Leiknismenn komast í færi, Fannar ver en liggur eftir. Hann virðist halda um ökklann.
4. mín
Vallarstarfsmenn koma inn á völlinn með börur, slæmar fréttir fyrir heimamenn. Srdjan Rajkovic gerir sig klárann.
5. mín
Þetta lýtur alls ekki vel út. Fannar yfirgefur völlinn á börum.
8. mín
Inn:Srdjan Rajkovic (KA) Út:Fannar Hafsteinsson (KA)
Mjög slæmar fréttir fyrir KA. Srdjan Rajkovic er hinsvegar öflugur markmaður sem minnkar vissulega skaðann.
10. mín
Sjúkrabíllinn var að mæta. Fannar yfirgefur svæðið í honum.
14. mín
Leikurinn hefur farið rólega af stað. Lítið að gerast.
15. mín
Hallgrímur Mar með fyrstu tilraun leiksins, skot rétt utan teigs en það fór yfir.
20. mín
Nú er það Sindri Björnsson sem á skot yfir markið af svipuðu færi og skot Hallgríms áðan.
23. mín
Langt innkast hjá Leiknismönnum skapar smá hættu inn í teig KA manna. Gestirnir fá horn sem ekkeert verður úr
24. mín
Dauðafæri!!! Sindri Björnsson setur boltann í þverslá úr algjöru dauðafæri!
27. mín
Ævar Ingi var kominn í fína stöðu en kom svo með slaka fyrirgjöf og sóknin rann út í sandinn.
28. mín
Leiknismenn sem hafa verið betri aðilinn í leiknum fá hér horn. Ekkert verður hinsvegar úr því.
29. mín
Hallgrímur Mar hljóp á vörn Leiknismanna og vildi vítaspyrnu, hefði verið strangur dómur.
30. mín
Ævar Ingi liggur eftir. Virðist hafa fengið högg á hálsinn. Heldur samt leik áfram.
32. mín
KA fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Skot Jóhanns Helgasonar fór í hendina á varnarmanni.
33. mín
Arsenij með fína spyrnu. Óttar Bjarni hinsvegar bakkaði niður á marklínuna um leið og skotið kom og hreinsaði boltanum frá.
35. mín
Klafs í teig Leiknis. Eyjólfur Tómasson kemur hinsvegar út og tekur boltann.
39. mín
Stórhættuleg spyrna hjá gestunum sem fer í gegnum allan pakkann og í fangið á Rajkovic.
40. mín Gult spjald: Gauti Gautason (KA)
Fyrir að toga niður Leiknismann.
40. mín
Aftur hætta inn í teig KA manna. Aukaspyrna og boltinn var laus í teignum í einhvern tíma.
44. mín
Hallgrímur Mar neglir boltanum hérna í hausinn á Óttari Bjarna sem liggur óvígur eftir.
44. mín
Óttar heldur áfram. Var smá stund að jafna sig.
45. mín
Þóroddur flautar hér loks til hálfleiks.
45. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn
53. mín
Það fyrsta sem gerist í seinni hálfleik er dauðafæri sem Arsenij fær eftir fínan undirbúning Hrannars Björns.
56. mín
Sindri Björnsson með skot utan teigs en það fer vel yfir markið.
59. mín Gult spjald: Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.)
Fór með hendina í andlitið á Hallgrími Mar
61. mín
Frábær fyrirgjöf frá Kristjáni Frey, hún rataði á kollinn á Ævari Inga sem skallaði boltann í þverslánna
62. mín
Inn:Magnús Már Einarsson (Leiknir R.) Út:Sævar Freyr Alexandersson (Leiknir R.)
63. mín
Virkilega flott sókn Leiknismanna endar með því að Kristján Páll Jónsson chippar boltanum framhjá.
63. mín Rautt spjald: Magnús Már Einarsson (Leiknir R.)
Gaf Gauta Gautasyni olnbogaskot. Virkaði réttur dómur. Magnús Már var einungis inn á vellinum í tæpar tvær mínútur.
72. mín
Ekert hefur gerst eftir rauða spjaldið. Leikurinn róast gríðarlega.
73. mín Gult spjald: Jóhann Helgason (KA)
Hlýtur að vera uppsafnað, þetta brot eitt og sér verðskuldaði ekki gult spjald.
74. mín
Ágætis tilraun frá Baldvini Ólafs. Skot sem fer rétt yfir markið.
75. mín
Arsenij slapp í gegn eftir sendingu frá Atla Svein. Eyjólfur Tómasson ver hinsvegar frábærlega frá honum.
75. mín
Inn:Stefán Þór Pálsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
77. mín
Inn:Frymezim Veselaj (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
84. mín
Dauðafæri, Hilmar Árni í frábæru færi eftir fyrirgjöf frá Kristjáni Pál. Þarna hefðu gestirnir getað sett sigurmark en Hilmar setti boltann framhjá.
86. mín
Inn:Úlfar Valsson (KA) Út:Kristján Freyr Óðinsson (KA)
Bjarki Þór fer þá í hægri bakvörðinn.
89. mín
Besta færi leiksins kemur hér undir restina. Arsenij slapp einn í gegn eftir sendingu frá Jóa Helga. Eyjólfur í marki Leiknis varði stórkostlega.
Leik lokið!
Þóroddur flautar til leiksloka. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni.
Byrjunarlið:
Vigfús Arnar Jósepsson
Óttar Bjarni Guðmundsson
Eyjólfur Tómasson
3. Eiríkur Ingi Magnússon
5. Edvard Börkur Óttharsson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Kristján Páll Jónsson (f)
21. Hilmar Árni Halldórsson
88. Sindri Björnsson ('77)

Varamenn:
1. Arnar Freyr Ólafsson (m)
10. Fannar Þór Arnarsson
16. Frymezim Veselaj ('77)
23. Gestur Ingi Harðarson
26. Hrannar Bogi Jónsson
27. Magnús Már Einarsson ('62)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Brynjar Hlöðversson ('59)

Rauð spjöld:
Magnús Már Einarsson ('63)