Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
3
0
FH
Rut Kristjánsdóttir '20 1-0
Lucy Gildein '61 2-0
Aníta Björk Axelsdóttir '90 3-0
10.06.2014  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Óli Njáll Ingólfsson
Byrjunarlið:
1. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
2. Selja Ósk Snorradóttir
4. Carys Hawkins
5. Anna Björg Björnsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir ('82)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('85)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
17. Rakel Ýr Einarsdóttir
22. Lucy Gildein ('74)
23. Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir
24. Eva Núra Abrahamsdóttir

Varamenn:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
5. Hanna María Jóhannsdóttir
6. Sæunn Sif Heiðarsdóttir ('85)
19. Aníta Björk Axelsdóttir ('82)
23. Signý Rún Pétursdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Rakel Jónsdóttir

Gul spjöld:
Rakel Ýr Einarsdóttir ('86)
Hulda Hrund Arnarsdóttir ('40)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Gott kvöld. Hér verður bein lýsing frá leik Fylkis og FH í Pepsi deild kvenna.

Þetta verður fyrsti leikurinn síðan að nýja stúkan kom í Lautina. En hún er glæsilegt mannvirki.
Fyrir leik
Illa gékk að ná netsambandi hér í Árbænum en það tókst loks.

Liðin eru að hita upp á vellinum sem lítur vel út.
Fyrir leik
FH stúlkur eru væntanlega staðráðnar í að gera betur en í síðustu tveimur deildarleikjum en þeir hafa endað með 13-0 og 4-0 töpu, en það var gegn Breiðablik og Stjörnunni.
Fyrir leik
Liðin sem mætast hérna í dag eru í fimmta og áttunda sæti og munar aðeins stigi á liðunum, því má búast við hörkuleik.
Fyrir leik
Það er ekkert hægt að setja út á aðstöðuna hérna í nýju stúkunni. Hvorki fyrir áhorfendur né blaðamenn.

Aðstæðan var nú ekki merkileg áður en þetta er allt annað líf.
Fyrir leik
Ein breyting er á Fylkisliðinu frá síðasta deildarleik, Ruth Þórðardóttir er ekki með. Rakel Ýr Einarsdóttir kemur í hennar stað.
Fyrir leik
Það er einnig ein breyting á liði FH, Sigmundlína Sara Þorgrímsdóttir kemur inn í liðið í stað Sveinbjargar Andreu Auðunsdóttir en hún fer á bekkinn.
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt, liðin eru að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Fylkisstelpur eru í sínum hefbundnu appelsínugulu búningum en FH eru í bláu varabúningum sínum.
Fyrir leik
Dagur B Eggertsson er mættur til að klippa á borða til að vígja stúkuna.

Mér var sagt að Jón Gnarr mundi mæta en Dagur er nú ekkert síðri.
Fyrir leik
Nú er Hrafhildur Hekla Eiríksdóttir, fyrirliði Fylkis að kynna Fylkisliðið fyrir Degi og tekur hann í spaðana á þeim. Viktoría Valdís gerir slíkt hið sama hinum megin.

Allt voðalega formlegt hérna.
Fyrir leik
Nú er leikurinn loks að fara að byrja.
1. mín
Leikur hafinn

Fylkisstúlkur byrja með boltann og sækja í áttina að Árbæjarlaug.
5. mín
Leikurinn fer mjög rólega af stað og engin færi ennþá.
11. mín
Fyrsta skot leiksins komið, Maria Selma Haseta átti það en boltinn fór naumlega framhjá fjærstönginni.
14. mín
Mikið jafnræði er með liðunum hingað til og lítið um færi.

Mikið um stöðubaráttu eins og er.
15. mín
Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir fer framhjá Lovísu Sólveigu og nær skoti en það fer hátt yfir.
17. mín
Það hellirignir í Árbænum. Vonandi verður leikurinn fjörlegri fyrir vikið.
20. mín MARK!
Rut Kristjánsdóttir (Fylkir)
Fylkir kemst yfir!

Eftir vandræðagang í vörn FH dettur boltinn fyrir fætur Rutar sem gat ekki annað en skorað.

Afar klaufalegt hjá FH liðinu.
29. mín
Lovísa Sólveig með skot af 25 metra færi sem Guðrun Anna rétt nær að verja.

Greinilegt að markið hefur fært Fylkis stúlkum aukið sjálfstraust.
35. mín
Enn er jafnræði með liðunum og lítið um færi.

Fylkis stúlkur eru ögn sterkari þessa stundina. Guðrún Anna virðist óörugg í markinu í hvert skipti sem boltinn fer til hennar.
40. mín Gult spjald: Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Með ljótt brot á miðjum vallarhelmingi Fylkis.

Klárt gult spjald.
41. mín
Heiða Dröfn tekur aukaspyrnuna sem er frábær og fer í slánna. Þetta var af um 30 metrum.

Næsta sem FH hefur komist því að skora hingað til.
45. mín
Hálfleikur
Staðan er 1-0 í hálfleik í mjög jöfnum leik.
45. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Vonandi að við fáum opnari síðari hálfleik.
51. mín
Nokkuð rólegt í byrjun síðari hálfleiks. Fylkisstúlkur aðeins sterkari þó.
51. mín
Inn:Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir (FH) Út:Ásgerður Arna Pálsdóttir (FH)
55. mín
Anna Björg í fínu færi, hefði átt að senda fyrir en ákvað að skjóta sjálf og setti boltinn í hliðarnetið.
61. mín MARK!
Lucy Gildein (Fylkir)
Stoðsending: Hulda Hrund Arnarsdóttir
Frábær undirbúningur hjá Huldu Hrund, fer upp hægri vænginn og á fullkomna sendingu á Lucy sem klárar í autt markið. Flott mark.
65. mín
Rut á fyrirgjöf frá hæri sem fer í gegnum alla og skríður rétt framhjá markinu.

Stórhættulegt.
69. mín
Inn:Alda Ólafsdóttir (FH) Út:Hugrún Elvarsdóttir (FH)
72. mín
Fylkir hefur verið sterkari aðillinn síðustu mínútur.

FH stúlkur virðast ekki hafa trú á því að geta komið til baka.
74. mín
Inn:Signý Rún Pétursdóttir (Fylkir) Út:Lucy Gildein (Fylkir)
81. mín
Hulda er búin að vera mjög góð á hægri kantinum og á hún skalla rétt framhjá markinu eftir fína sókn.

Sólin er byrjuð að skína í Árbænum.
82. mín
Inn:Aníta Björk Axelsdóttir (Fylkir) Út:Rut Kristjánsdóttir (Fylkir)
82. mín
Inn:Guðrún Björg Eggertsdóttir (FH) Út:Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir (FH)
84. mín
Hulda með fína rispu upp vænginn, fer framhjá Sveinbjörgu og á síðan skot sem Guðrún vel.

Hulda búin að vera með betri leikmönnum vallarins.
85. mín
Inn:Sæunn Sif Heiðarsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
Hulda fær mikið lófaklapp fyrir frammistöðuna í dag.
86. mín Gult spjald: Rakel Ýr Einarsdóttir (Fylkir)
90. mín MARK!
Aníta Björk Axelsdóttir (Fylkir)
Stoðsending: Anna Björg Björnsdóttir
Varamaðurinn klárar leikinn. Fékk flotta stungusendingu og kláraði vel.

Leik lokið!
Öruggur og sanngjarn sigur í endann.

Fylkir byrjar með látum með nýju stúkuna.

Viðtöl og umfjöllun á leiðinni.
Byrjunarlið:
1. Guðrún Anna Atladóttir (m)
Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Maria Selma Haseta
Erna Guðrún Magnúsdóttir
2. Hugrún Elvarsdóttir ('69)
6. Heiða Dröfn Antonsdóttir
8. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
9. Jóhanna Steinþóra Gústavsdóttir ('82)
13. Ana Victoria Cate
16. Ásgerður Arna Pálsdóttir ('51)
24. Hildur Egilsdóttir

Varamenn:
3. Lilja Gunnarsdóttir
9. Dagbjört Sól Guðlaugsdóttir
17. Guðrún Björg Eggertsdóttir ('82)
17. Alda Ólafsdóttir ('69)

Liðsstjórn:
Sveinbjörg Andrea Auðunsdóttir
Hafdís Erla Gunnarsdóttir
Elva Björk Ástþórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: