Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
1
0
Fylkir
Grétar Sigfinnur Sigurðarson '58 1-0
15.06.2014  -  19:15
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
7. Gary Martin ('84)
8. Baldur Sigurðsson
8. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('84)
11. Emil Atlason
11. Almarr Ormarsson
19. Baldvin Benediktsson
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gary Martin ('79)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið þið margblessuð og sæl, öll með tölu, og velkomin í beina textalýsingu frá leik KR og Fylkis í Pepsi-deild karla! Leikurinn hefst klukkan 19:15 og innan skamms verða byrjunarliðin mætt í hús.
Fyrir leik
Einungis þremur stigum munar á þessum liðum þegar sjö umferðir eru liðnar af þessu móti. Fylkismenn eru með 7 stig en KR er með 10 stig. Óhætt er að segja að KR-ingar hafi valdið vonbrigðum það sem af er tímabils. Þeir þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að vera nánast ekki úr leik í toppbaráttunni.
Fyrir leik
Veðrið er fallegt hérna í vesturbænum á þessum ágæta sunnudegi. Það er boðið upp á góða hlýju, þó skýjað sé. Margir myndu segja að þetta væri hið fullkomna veður til knattspyrnuiðkunnar!
Fyrir leik
KR-völlurinn sjálfur er líka allur að koma til. Hann á enn smá í land með að vera kominn í toppstand, en hann er svo sannarlega leikfær og gott betur. Fáum vonandi flottan fótboltaleik hérna í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar! Við fyrstu sín vekur mikla athygli að Gonzalo Balbi er kominn í byrjunarliðið í fyrsta skiptið! Þá er Jónas Guðni Sævarsson einnig að byrja.
Fyrir leik
Auk Balbi er Jónas Guðni Sævarsson einnig kominn í byrjunarlið KR-inga, sem og Gary Martin, en Gary var meiddur og kom stutt inn á í 2-1 tapinu gegn Stjörnunni. Jónas Guðni meiddist í vetur en er allur að koma til.
Fyrir leik
Fylkir gerir fjölmargar breytingar frá 1-1 jafnteflinu gegn Blikum. Davíð Þór Ásbjörnsson, Gunnar Örn Jónsson, Viktor Örn Guðmumdsson og Sadmir Zekovic koma allir inn í liðið.

Út fara þeir Andrés Már Jóhannesson, Hákon Ingi Jónsson, Ásgeir Þór Arnþórsson og Daði Ólafsson.
Fyrir leik
Þeir sem nota Twitter og vilja nota þann skemmtilega miðil til að tjá sig um þennan leik, mega endilega nota hashtaggið #fotbolti og ég er alltaf til í að birta einhver góð tíst. Bíð spenntur eftir einhverjum spám!
Fyrir leik
Lítið að frétta í spá deildinni. Ég hlusta bara á ljúfa tóna hérna á vellinum og bíð eftir að leikur hefjist. Bjarni Fel er mættur, hann mun lýsa fyrir KR útvarpið og það er alltaf gaman.
Fyrir leik
20 mínútur í leik. Ég kíkti á lokamínútuna hjá handboltalandsliðinu okkar á RÚV.. hefði betur sleppt því!
Fyrir leik
Þá fer partýið að hefjast! Hlynur Valsson les upp liðin með sinni silkirödd, en mikið hrikalega eru fáir mættir!
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn. "Heyr mína bæn" hljómar í græjunum og nú er þetta að byrja. Dómarinn í kvöld er Erlendur Eiríksson og honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Andri Vigfússon.
1. mín
Leikurinn er hafinn! Það eru gestirnir úr Árbænum sem byrja með boltann.
3. mín
USS!! ÞARNA MUNAÐI LITLU!!! KR-ingar með góða sókn, boltinn berst á Farid Zato sem þrumar á markið fyrir utan teig en Bjarni Þórður ver vel og boltinn fer yfir!
6. mín
Haukur Heiðar með þrumuskot en það fer yfir markið!
8. mín
Þarna munaði ekki miklu!! Óskar Örn með frábæra fyrirgjöf og Balbi er mættur á nærstöngina, en skot hans fer rétt framhjá!! Heimamenn hættulegri.
13. mín
KR-ingar eru talsvert líklegri ef satt skal segja. Fylkismenn eru ekki mikið að komast í álitlegar sóknir en ná af og til að bera boltann aðeins upp völlinn.
22. mín
Afskaplega daufur leikur, sem undirstrikast af því hversu lítið ég hef skrifað hérna. KR-ingar fá hornspyrnu sem er léleg en leiðir til annarrar hornspyrnu.
29. mín
Vá hvað þetta er leiðinlegur fótboltaleikur. Maður er búinn að vera að horfa á þvílíka HM-veislu undanfarið en í Frostaskjóli er ekkert að gerast.
30. mín
Jæja, þarna átti Baldur reyndar skalla rétt framhjá!
32. mín Gult spjald: Viktor Örn Guðmundsson (Fylkir)
Viktor Örn fær að líta fyrsta gula spjald leiksins.
33. mín
DAUÐAFÆRI!! Óskar Örn með frábæra aukaspyrnu inn í teiginn og Baldur með dauðafrían skalla, en skallar vel framhjá!
40. mín
Þó að KR-ingar hafi verið hættulegri aðilinn, þá er enn sami daufi bragurinn yfir þeim. Þetta lið er alls ekki að sýna neina meistaratakta. Svo mikið er víst. Þeir verða að reyna að nýta sér þá staðreynd að FH tapaði stigum í kvöld, það er ekki víst að þeir fái mörg þannig tækifæri.
45. mín
Jónas Guðni með skot en það er rétt yfir!! Fyrri hálfleikur að líða undir lok.
45. mín
Viktor Örn Guðmundsson með þrumuskot en það fer yfir markið! Í kjölfarið er flautað til leikhlés.
45. mín
Bjarni Fel er sko hundóánægður með þennan leik, alger tímasóun að hans mati!

"Það er verið að reyna að drepa mann hérna! Maður getur huggað sig við það að þetta getur ekki orðið verra í síðari hálfleik."
46. mín
Leikurinn er hafinn á ný, það eru KR-ingar sem byrja með boltann!
47. mín
Óskar Örn í góðu færi í teignum en laflaust skot beint á markmanninn.
49. mín
Gary Martin í fínu skallafæri eftir fyrirgjöf frá Gonzalo Balbi en skallar framhjá.
50. mín
KR-ingar eru að sækja talsvert meira en vantar herslumuninn. Gary með lúmskt skot en rétt yfir.
54. mín
Þetta er aftur dottið niður. Það verður nú að segjast að Fylkisliðið er ekki að ná upp neinu spili, en hins vegar eru KR-ingar varla að gera mikið betur.
55. mín
DAAAAUÐAFÆRI HJÁ FYLKI!!! SADMIR ZEKOVIC KEMST EINN Í GEGN!! Tekur svo afleita snertingu og missir boltann of langt frá sér, og Stefán Logi kemst fyrir skot hans og ver vel!! Þarna átti Svíinn að gera miklu miklu betur!
58. mín MARK!
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Stoðsending: Abdel-Farid Zato-Arouna
MAAAAAAAAAARK!!! GRÉTAR SIGFINNUR SIGURÐARSON KEMUR KR YFIR!!! HEIMAMENN FÁ AUKASPYRNU, HÁR BOLTI INN Í TEIG OG FARID NÆR SKALLANUM! SKALLINN BERST INN Í MARKTEIG OG ÞAR ER GRÉTAR MÆTTUR OG SKORAR!
58. mín
Kjartan Henry Finnbogason, sem tekur út leikbann í kvöld, var mættur í blaðamannastúkuna og tók á sig að kynna markið! Fínasti vallarþulur!
60. mín
KR KLÚÐRAR TVEIMUR DAUÐAFÆRUM Á TVEIMUR MÍNÚTUM!!! Gary Martin lætur Bjarna Þórð verja ævintýralega frá ser af svona hálfs metra færi, og svo er Óskar Örn kominn einn í gegn og aftur ver Bjarni Þórður!!! Ótrúlegt að KR-ingar séu ekki búnir að skora meira.
70. mín Gult spjald: Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
72. mín
Davíð Þór Ásbjörnsson með skot utan teigs en Stefán Logi ver vel í horn.
72. mín
Inn:Andrew Sousa (Fylkir) Út:Viktor Örn Guðmundsson (Fylkir)
74. mín
Gary Martin með fyrirgjöf inn á Baldur, sem skallar boltann á Óskar Örn, sem þrumar boltanum beint í andlitið á Ásgeiri Eyþórssyni. Ásgeir stendur þetta af sér en fær smá aðhlynningu.
76. mín
Fylkismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Sjáum hvernig þeir nýta sér þetta!
77. mín
Davíð Ásbjörnsson með stórhættulegan bolta í teiginn en Gunnar Örn nær ekki að pota í boltann.
78. mín
Inn:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir) Út:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir)
79. mín Gult spjald: Gary Martin (KR)
82. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!!! KR-ingar með fína sókn og Farid Zato gerir vel og kemur sér í hörku skotfæri, en Stefán Ragnar Guðlaugsson bjargar á marklínu!!!!
84. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gary Martin (KR)
Fyrsta skipting KR. Gary Martin hefur ekki átt góðan leik og fer út af fyrir Þorstein Má.
85. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
89. mín
DAUUUUUÐAFÆRIII HJÁ FYLKI!!!! ÁSGEIR ÖRN EINN GEGN MARKVERÐI EN STEFÁN LOGI VER!! Sýndist það svo vera Andrés Már sem fylgdi eftir en Haukur Heiðar bjargaði!!
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 1-0 sigri KR í frekar braðgdaufum leik. Fengum reyndar nokkur færi þegar líða tók á leikinn en gæðin í þessum leik voru afskaplega lítil. Líklega sanngjarn sigur þó Fylkir hefði getað stolið stigi. Bjarni Þórður mætti fram í hornspyrnnu undir lokin en tókst ekki að leggja neitt af mörkum.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
7. Gunnar Örn Jónsson ('78)
8. Viktor Örn Guðmundsson ('72)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('85)
16. Tómas Þorsteinsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
26. Sadmir Zekovic

Varamenn:
32. Björn Hákon Sveinsson (m)
6. Andrew Sousa ('72)
9. Hákon Ingi Jónsson
10. Andrés Már Jóhannesson ('78)
22. Ryan Maduro
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('85)

Liðsstjórn:
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Davíð Þór Ásbjörnsson ('70)
Viktor Örn Guðmundsson ('32)

Rauð spjöld: