Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍBV
3
0
Valur
1-0 Magnús Már Lúðvíksson '47 , sjálfsmark
Jonathan Glenn '53 2-0
Jonathan Glenn '81 3-0
18.06.2014  -  18:00
Hásteinsvöllur
Borgunarbikar karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:
1. Abel Dhaira (m)
Jonathan Glenn ('87)
Ian David Jeffs
Matt Garner ('50)
6. Gunnar Þorsteinsson
11. Víðir Þorvarðarson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
5. Jón Ingason ('50)
15. Devon Már Griffin ('87)
17. Bjarni Gunnarsson
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Guðjón Orri Sigurjónsson
Yngvi Magnús Borgþórsson

Gul spjöld:
Ian David Jeffs ('67)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('63)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Vestmannaeyjum. Hér í kvöld eigast við ÍBV og Valur í 16-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Pepsi-deildarslagur og mikið í húfi!
Fyrir leik
Bæði lið komu inn í Borgunarbikarinn í síðustu umferð og mættu neðri deildarliðum.

Eyjamenn fengu 1.deildarlið Hauka í heimsókn til Eyja og fóru með frekar léttan sigur af hólmi, 3-0.

Valsmenn lentu hinsvegar í kröppum dansi við 3.deildarlið Víði frá Garði en þar skoraði Indriði Áki Þorláksson eina mark leiksins en líklega fór sá bolti aldrei yfir marklínuna.
Fyrir leik
Sömu lið mættust á sama stað í Pepsi-deildinni 9.júní. Sá leikur endaði með 2-2 jafntefli og það er nokkuð ljóst að sú niðurstaða verður ekki í boði hér í kvöld. Því hér verður leikið til þrautar.

Það var mikil dramatík í fyrri leiknum í Eyjum, þar sem Eyjamenn jöfnuðu í uppbótartíma eftir að Eyjamenn höfðu skorað tvö mörk undir lok venjulegs leiktíma.
Fyrir leik
Það var kannski hægt að búast við logni hér í Eyjum. En þetta sleppur. Ennþá að minnsta kosti. Vonandi að þetta haldist bara svona. Það er síðan smá skúrir sem ætti einfaldlega bara að auka skemmtanagildið í leiknum.
Fyrir leik
Valsmenn tóku flug til Eyja fyrr í dag og eru því full hressir fyrir leikinn í dag. James Hurst fyrrum leikmaður ÍBV er í byrjunarliði Vals eftir að hafa verið frá í síðustu leikjum og skroppið til útlanda.
Fyrir leik
Abel Dhaira heldur sæti sínu í markinu hjá ÍBV og Jeffs er í byrjunarliðinu eftir að hafa byrjað á varamannabekknum í síðasta leik gegn Breiðablik.
Fyrir leik
Jökull Elísabetarson er fyrsti leikmaðurinn út á völl og Dean Martin kemur stuttu seinna. Það má búast við þeim því sjóðandi heitum í leiknum í kvöld.
Fyrir leik
Vonum að leikurinn fari ekki í framlengingu þar sem ég á Herjólf heim klukkan 20:30.
Fyrir leik
Bæði lið hita upp í hvítum stuttbuxum og bendir því allt til þess að þau leiki í alveg eins stuttbuxum.
Fyrir leik
Bæði lið eru farin inn í klefa og gera sig klár fyrir slaginn.
Fyrir leik
Jæja, þá fer leikurinn að hefjast. Liðin ganga inn á völlinn . Eyjamenn í hvítum búningum og Valsmenn í rauðum.

"Þar sem hjartað slær" er undir meðan leikmenn ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Í stúkunni eru 81 áhorfendur.
1. mín
Það er búið að flauta leikinn á. Valsmenn sækja að golfvellinum.
3. mín
Jökull er í vinstri bakverði hjá Eyjamönnum og Matt Garner í hægri.

Einhverjar nýjungar hjá ÍBV.
5. mín
Fyrsta markskot leiksins, Mads Nielsen með herfilega sendingu út vörninni beint á Víði Þorvarðarson. Víðir hleypur að markinu á síðan skot en skotið í varnarmann Vals og þaðan til Fjalars.
6. mín
Eyjamenn byrja töluvert betur og eiga nú horn eftir að skot Dean Martin hafi farið í varnarmann Vals og aftur fyrir endamörkin.
7. mín
James Hurst með skemmtilega tilraun en Abel með allt á hreinu og grípur boltann. Skyndsókn Valsmanna endaði með skoti frá Hurst utan teigs.
8. mín
Færi færi tækifæri. Jonathan Glenn gerir vel með boltann inn í vítateig Vals, en Fjalar vel á verði og varði með fótunum og Eyjamenn fá horn. Hættulegasta færi leiksins.
11. mín
Kristinn Freyr með skot sem Abel ver, missir frá sér en nær síðan að handsama boltann. Engin hætta.
14. mín
Abel með útspark yfir allan völlinn. Maður hefur nú séð það einhverntímann áður hjá honum.
16. mín
Atli Fannar klobbar Magnús Má og á síðan skot að marki en í varnarmann Vals.
19. mín
Abel Dhaira með allt á hreinu.

James Hurst með fyrirgjöf með grasinu sem Abel blakar í burtu eftir að hafa þurft að teygja út sína vanga. Boltinn barst út í teiginn þar sem Bjarni Ólafur átti skot með hægri fæti sem Abel greip. Hann liggur nú og lætur Doktorinn, Hjalta Kristjánsson hjúkra sér.
22. mín
Eyjamenn í vandræðum að hreinsa frá. James Hurst átti fyrirgjöf sem Brynjar Gauti ætlaði að skalla í burtu en þá ákvað Abel að hoppa yfir Brynjar Gauta en náði ekki að grípa boltann í leiðinni og þar byrjaði vandræðar gangur en Valsmenn náðu þó ekki að skapa sér neitt.
37. mín
Laglegt uppspil Eyjamanna endar í höndum Fjalars.

Jökull Ingi með háa sendingu sem Glenn tekur niður á brjóstið og Jeffs á skot á markið sem Fjalar ver nokkuð auðveldlega.
37. mín
Á sömu mínútu á Atli Fannar flugskalla yfir markið. Nokkuð fjærri markinu.
40. mín Gult spjald: James Hurst (Valur)
Klaufalegt hjá Hurst. Fær erfiða sendingu frá Halldóri Hermanni sem hann missir frá sér og brýtur á Víði í leiðinni.
45. mín
Þarna hefðu Eyjamenn átt að komast yfir. Já, ef og hefði.

Atli Fannar búinn að gera allt vel, kominn einn innfyrir en gleymdi síðan boltanum í einu skrefi og því missti hann af gullnu tækifæri að koma ÍBV yfir í leiknum.
45. mín
Hvað var Abel Dhaira að gera? Framhaldssaga í næstu færslu.

Hálfleikur.
45. mín
Framhald af sögunni: "Hvað var Abel Dhaira að gera?"

Kristinn Freyr tekur horn sem varnarmaður Eyjamanna skallar í átt að hinum hornfánanum. Engin hætta og einn Valsmanna hleypur í átt að boltanum, hver kemur síðan á eftir honum annar en Abel Dhaira og þeir fara í spretthlaup um boltann út á hornfána. Ná hvorugir til boltans og Valsmenn fá innkast. Sem betur fer þá var Abel fljótur aftur í markið. Þetta var hlægilegt í meira lagi.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður. Engar skiptingar hjá liðunum.
47. mín SJÁLFSMARK!
Magnús Már Lúðvíksson (Valur)
Stoðsending: Jonathan Glenn
Jonathan Glenn slapp einn innfyrir en Fjalar gerði vel og kom út á móti honum og varði með fótunum, boltinn fór því miður fyrir Valsmenn beint í Magnús Má og rúllaði í netið. Óheppni að bestu gerð.
49. mín
Ekki góð byrjun á seinni hálfleiknum fyrir Valsmenn en Maggi Gylfa. var ný búinn að öskra á sína menn "Koma svo strákar, byrja þennan hálfleik af krafti"
50. mín
Matt Garner virðist vera meiddur og þarf að fara af velli. Slæm tíðindi fyrir Eyjamenn.
50. mín
Inn:Jón Ingason (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
Ungur og efnilegur Eyjamaður fyrir eldri og reyndan.
53. mín MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Stoðsending: Jón Ingason
Þvílík byrjun á seinni hálfleiknum hjá Eyjamönnum!

Jonathan Glenn stýrir boltanum í netið eftir góða aukaspyrnu frá Jóni Ingasyni, líklega hans fyrsta eða önnur snerting í leiknum. Glenn stýrði boltanum í fjærhornið þar var enginn Valsmaður.
54. mín
Það er létt yfir Eyjamönnum í stúkunni þessa stundina. Einn gamall og góður öskraði "Dómari, hver er tíminn" og vildi líklega að dómarinn myndi flauta leikinn bara af.
58. mín
James Hurst með fyrirgjöf sem Kolbeinn Kárason nær ekki nægilega vel til og boltinn himinn hátt yfir. Full erfiður bolti fyrir Kolbein í þetta skiptið.
60. mín
Valsmenn fá horn. Þeir hafa hálftíma til að jafna metin hér í Eyjum. Eins og leikurinn hefur spilast er það ekki í spilunum.
61. mín
Kristinn Freyr með hornið sem Bjarni Ólafur skallar framhjá fjærstönginni. Lítil hætta.
63. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (ÍBV)
Hvað er í gangi. Það er allt að sjóða uppúr hér.
63. mín Gult spjald: Kolbeinn Kárason (Valur)
Brynjar Gauti skríður 2-3 metra með boltann undir sér þegar Valsmenn áttu aukaspyrnu. Kolbeinn reyndi að ná boltanum af Brynjari Gauta og hrinti honum lét í leiðinni.
67. mín Gult spjald: Ian David Jeffs (ÍBV)
Fyrir brot á Halldóri Hermanni.
72. mín
Haukur Páll með slakt skot með vinstri beint á Abel.
73. mín
Jonathan Glenn öskraði á vellinum "Fuck" þá öskraði einn hress áhorfandi til baka "Það er ekkert fuck núna, það er bara í kvöld" og fékk nokkra til að hlæja í kringum sig. Góður.
76. mín
Valsmenn halda áfram að vera með boltann en ná ekki að skapara sér neitt. Skot fyrir utan teig er eina lausn þeirra hingað til. Þeir þurfa eitthvað betra en það til að skora framhjá Abel í markinu.
80. mín
Víðir Þorvarðarson með hættulaust skot beint á Fjalar, en Fjalar stálheppinn að missa hann ekki í gegnum klofið á sér.
81. mín MARK!
Jonathan Glenn (ÍBV)
Jonathan er á eldi! Sleppur einn innfyrir, Mads Nielsen reynir að stöðva hann en það er erfitt að stöðva eld á svona ferð og Glenn rennir boltanum framhjá Fjalari í markinu.
83. mín
Þetta er rosalegt! 3-0 í seinni hálfleik.
85. mín
Inn:Ragnar Þór Gunnarsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
87. mín
Inn:Devon Már Griffin (ÍBV) Út:Jonathan Glenn (ÍBV)
89. mín
Eyjamenn halda áfram að sækja. Bjarni Gunnarsson með fínt upphlaup sem endar með hörkuskoti sem Fjalar ver í horn.
Leik lokið!
Flottur sigur heimamanna sem eru komnir áfram í 8-liða úrslitin. Þvílíkur seinni hálfleikur!
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('85)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
11. Sigurður Egill Lárusson
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kolbeinn Kárason ('63)
James Hurst ('40)

Rauð spjöld: