Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
England U21
5
0
Ísland U21
Marvin Sordell '40 1-0
Martin Kelly '58 2-0
Craig Dawson '86 3-0
Gary Gardner '90 4-0
Gary Gardner '92 5-0
10.11.2011  -  19:30
Weston Homes Community Stadium
Undankeppni EM U21
Dómari: Pavle Radovanovic (Svartfjallaland)
Áhorfendur: 10.000
Byrjunarlið:
1. Jack Butland
2. Adam Smith
3. Nathaniel Clyne
4. Jason Lowe ('63)
5. Martin Kelly
6. Craig Dawson
7. Alex Oxlade-Chamberlain
8. Jordan Henderson
9. Marvin Sordell
10. Josh McEachran ('78)
11. Nathan Delfouneso ('12)

Varamenn:
12. Lewis Dunk
13. Ben Amos
14. Gary Gardner ('63)
15. Jacob Butterfield
16. Thomas Carroll
17. Sammy Ameobi ('12)
18. William Keane ('78)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
92. mín MARK!
Gary Gardner (England U21)
Það er slátrun í lokin.
90. mín
Leik lokið.
90. mín MARK!
Gary Gardner (England U21)
Mark beint úr aukaspyrnu.
86. mín MARK!
Craig Dawson (England U21)
Skorar þriðja mark Englands með skalla eftir horn.
78. mín
Inn:William Keane (England U21) Út:Josh McEachran (England U21)
77. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Ísland U21) Út:Eiður Aron Sigurbjörnsson (Ísland U21)
Hans Steinar Bjarnason:
Eru þetta sorgarbönd sem bæði lið eru með? #U21 #fotbolti
Arnar Smárason, knattspyrnuáhugamaður:
Bíddu hver er þá að spila á Oliver í kvöld?
71. mín
Inn:Guðmundur Þórarinsson (Ísland U21) Út:Finnur Orri Margeirsson (Ísland U21)
Gummi Tóta verður ekki að spila á Oliver í kvöld.
66. mín
Jordan Henderson fékk dauðafæri en átti slappt skot beint á Arnar Darra.
63. mín
Inn:Gary Gardner (England U21) Út:Jason Lowe (England U21)
58. mín MARK!
Martin Kelly (England U21)
Englendingar geta farið að bóka sigur. Martin Kelly með mark. Hirti boltann af Guðlaugi Victori og óð fram, náði fínu skoti og staðan 2-0.
53. mín
Inn:Jón Daði Böðvarsson (Ísland U21) Út:Elías Már Ómarsson (Ísland U21)
49. mín
Jóhann Berg með svakalega aukaspyrnu sem sleikir stöngina. Góð spyrna en þess má geta að Jóhann verður gestur í útvarpsþætti fótbolta.net á x-inu á laugardag.
46. mín
Þetta er að byrja. Koma svo strákar
45. mín
Þessi textalýsing er send út beint frá Úrillu Górillunni við Gullinbrú en þar hefst Pub Quiz með Hjörvari Hafliðasyni eftir rúman hálftíma. Hvetjum fólk til að líta við.
45. mín
Það er kominn hálfleikur.
44. mín
Alex Oxlade Chamberlane er að finna taktinn eins og Englendingar allir. Sjálfstraustið er greinilega komið og þeir spila eins og þeir sem valdið hafa (um leið og Valdi Píanó labbar inn á Úrillu górilluna)
41. mín Gult spjald: Guðlaugur Victor Pálsson (Ísland U21)
40. mín MARK!
Marvin Sordell (England U21)
Sordell nær að skora eftir sendingu frá Jordan Henderson, setur boltann í hornið óverjandi fyrir Arnar Darra í markinu. Ísinn brotinn.
39. mín
Martin Kelly í dauðafæri en fór illa að ráði sínu. Þarna átti hann að skora.
36. mín
Kristinn Jónsson með langa sendingu fram sem endar hjá Aroni í teignum en skot hans hátt yfir.
35. mín
Englendingar hættulegri en hafa ekki skapað sér mörg opin færi. Aron Jóhannsson einn á báti í fremstu víglínu íslenska liðsins.
Gary Martin, leikmaður ÍA:
R WOW ENGLAND ICELAND U21S come on ICELAND !!
Guðni Kristinsson, starfsmaður RÚV:
Hlaupa minna, gefann meira. Kristinn Jóns ætti að taka þetta til sín #U21 #fótbolti
26. mín
Eiður Aron í ágætis skallafæri eftir horn en boltinn flaug framhjá markinu.
24. mín
Oxlade-Chamberlain með skottilraun sem var frekar máttlaus og Arnar Darri átti ekki í vandræðum með að verja.
22. mín
Alex Oxlade-Chamberlain fékk hörkufæri fyrir England en náði ekki að skora. Slæm mistök gerð í vörn Íslands sem Eiður Aron gerði. Kristinn Jónsson átti svo fyrsta skot Íslands í leiknum skömmu síðar en það fór víðs fjarri.
16. mín
Fyrsta skotið á mark í þessum leik áttu Englendingar. Arnar Darri varði ágætlega í horn frá Marvin Sordell.
12. mín
Inn:Sammy Ameobi (England U21) Út:Nathan Delfouneso (England U21)
Delfouneso fer meiddur af velli. Sammy Ameobi, leikmaður Newcastle, kemur inn fyrir hann.
11. mín
Ísland átti hornspyrnu. Jóhann Berg Guðmundsson tók hana en boltinn flaug yfir allan pakkann.
7. mín
Stuðullinn á Ísland er rjúkandi hár ef einhver er bjartsýnn fyrir þennan leik sem fer rólega af stað.
Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks:
Nú þurfa Ísmennirnir að stíga upp og vona að Englendingarnir séu ennþá að hugsa um síðasta þátt af X-factor #fótbolti
4. mín
Lýsendur ESPN tala um Jóhann Berg sem Star-Player. Ekki að ósekju.
1. mín
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Búið er að leika þjóðsöng Íslands og því örstutt í að leikurinn hefjist.
Pétur Örn Gíslason:
Í alvörunni?Arnar Darri aftur?Er Eyjólfur búinn að tapa glórunni og setur ekki heldur Tóta Jr í liðið fyrir KJ #Mistök #Flappyhanski #Oxlede
Fyrir leik
Margir í netheimum að velta því fyrir sér af hverju Arnar Darri sé í markinu en hann átti herfilegan leik í fyrri leiknum. Ásgeir Þór Magnússon þarf að verma tréverkið og augljóst að ansi mikið þarf að gerast svo hann slái Arnar út miðað við þetta.
Hörður Snævar Jónsson, fréttaritari Fótbolta.net:
Segiði djók að Þórarinn Ingi sé á bekknum en Kristinn Jónsson í liðinu hjá U21, sá enginn fyrri leikinn eða ?
Fyrir leik
Dómari leiksins í kvöld heitir Pavle Radovanovic og kemur frá Svartfjallalandi.

Hvetjum fólk til að tjá sig um leikinn á Twitter og nota þá hashtagið #fótbolti
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands: Arnar Darri Pétursson (m), Kristinn Jónsson, Hólmar Örn Eyjólfsson (f), Jóhann Laxdal, Dofri Snorrason, Eiður Aron Sigurbjornsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Finnur Orri Margeirsson, Björn Daníel Sverrisson, Aron Jóhannsson, Guðlaugur Victor Pálsson.
Fyrir leik
Byrjunarlið Englands: Jack Butland, Adam Smith, Nathaniel Clyne, Jason Lowe, Martin Kelly, Craig Dawson, Alex Oxlade-Chamberlain, Jordan Henderson (f), Marvin Sordell, Joshua McEachran, Nathan Delfouneso.
Fyrir leik
Leikur Englands og Íslands í undankeppni EM U21 fer fram í kvöld en flautað verður til leiks klukkan 19:30. Leikurinn verður hér í beinni textalýsingu.

Þetta er fjórði leikur Íslands í riðlinum til þessa og hefur Ísland þrjú stig eftir þessa leiki. Allir leikirnir hingað til hafa farið fram á heimavelli hjá íslenska liðinu, sigur gegn Belgíu en tap gegn Noregi og nú síðast Englandi 0-3 þar sem Alex Oxlade-Chamberlain gerði sér lítið fyrir og setti þrennu.

Enska liðið hefur fullt hús að loknum þremur leikjum svo ljóst er að það verður erfitt verkefni fyrir íslenska liðið að fá eitthvað út úr leiknum.

Leikið er á heimavelli Colchester sem leikur í ensku C-deildinni. Völlurinn tekur tíu þúsund manns og er þegar uppselt á hann.
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson
2. Kristinn Jónsson
3. Hólmar Örn Eyjólfsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('71)
9. Elías Már Ómarsson ('53)
10. Aron Jóhannsson
13. Jóhann Laxdal
14. Guðlaugur Victor Pálsson
17. Daníel Leó Grétarsson
18. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('77)

Varamenn:
1. Frederik Albrecht Schram (m)
6. Guðmundur Þórarinsson ('71)
7. Höskuldur Gunnlaugsson
7. Viðar Ari Jónsson ('77)
9. Jón Daði Böðvarsson ('53)
13. Rúnar Már Sigurjónsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Guðlaugur Victor Pálsson ('41)

Rauð spjöld: