Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Man City
3
1
Newcastle
Frank Lampard '41 , víti 1-0
Micah Richards '44 2-0
Sergio Aguero '72 , víti 3-0
3-1 Dan Gosling '89
19.11.2011  -  15:00
Etihad Stadium
Enska úrvalsdeildin
Aðstæður: Sól
Dómari: Chris Foy
Maður leiksins: Micah Richards
Byrjunarlið:
1. Joe Hart (m)
2. Micah Richards
4. Vincent Kompany
6. Fernando
7. James Milner
8. Samir Nasri
10. Sergio Aguero ('76)
18. Frank Lampard ('70)
22. Gael Clichy
34. Nigel De Jong
42. Yaya Toure ('85)

Varamenn:
30. Costel Pantilimon (m)
10. Edin Dzeko
13. Aleksandar Kolarov
15. Jesús Navas ('85)
20. Eliaquim Mangala
21. David Silva ('70)
35. Stefan Jovetic ('76)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
Leik lokið með sannfærandi 3-1 sigri Manchester City sem er nú með átta stiga forskot á toppnum, í bili að minnsta kosti. Þetta var fyrsta tap Newcastle sem er áfram í þriðja sætinu en City er nú eina taplausa liðið í deildinni.
Magnús Már Einarsson
90. mín
Leighton Baines var að koma Everton yfir gegn Wolves og þá var hinn smái en knái Albert Crusat að koma Wigan í 3-2 gegn Blackburn. Það þýðir að Wigan er að fara upp fyrir Blackburn og skilja Steve Kean og félaga eftir í botnsætinu.
Magnús Már Einarsson
89. mín MARK!
Dan Gosling (Newcastle)
Newcastle nær að klóra í bakkann. Demba Ba kemur boltanum framhjá Joe Hart og Dan Gosling skorar í autt markið af stuttu færi.
Magnús Már Einarsson
85. mín
Inn:James Perch (Newcastle) Út:Yohan Cabaye (Newcastle)
Magnús Már Einarsson
85. mín
Lítið að gerast í leiknum enda úrslitin löngu ráðin. Stjórar liðanna nota skiptingar sínar núna og leyfa sem flestum að vera með.
Magnús Már Einarsson
85. mín
Inn:Jesús Navas (Man City) Út:Yaya Toure (Man City)
Magnús Már Einarsson
79. mín
Inn:Dan Gosling (Newcastle) Út:Sammy Ameobi (Newcastle)
Magnús Már Einarsson
76. mín
Inn:Stefan Jovetic (Man City) Út:Sergio Aguero (Man City)
Magnús Már Einarsson
76. mín
Inn:Peter Lovenkrands (Newcastle) Út:Hatem Ban Arfa (Newcastle)
Magnús Már Einarsson
72. mín Mark úr víti!
Sergio Aguero (Man City)
Argentínumaðurinn er mjög öruggur á punktinum.
Magnús Már Einarsson
71. mín
Hatem Ben Arfa brýtur á Micah Richards og Chris Foy dæmir vítaspyrnu.
Magnús Már Einarsson
70. mín
Inn:David Silva (Man City) Út:Frank Lampard (Man City)
Mario Balotelli er búinn með dagsverkið og Silva fær núna tækifæri til að láta ljós sitt skína síðustu 20 mínúturnar.
Magnús Már Einarsson
67. mín
Joe Hart ver vel frá Danny Guthrie miðjumanni Newcastle.
Magnús Már Einarsson
63. mín
Junior Hoilett jafnar fyrir Blackburn í botnslagnum gegn Wigan.
Magnús Már Einarsson
60. mín
Hatem Ben Arfa prjónar sig í gegnum vörn Newcastle eftir mistök Vincent Kompany en skot hans fór í stöngina.
Magnús Már Einarsson
Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport:
Er Helguson að gera tilkall á lokasprettinum í íþróttamaður ársins? #heiturhelguson
Magnús Már Einarsson
56. mín
Shane Long var að koma WBA í 2-1 gegn Bolton.
Magnús Már Einarsson
54. mín
Heiðar Helguson er búinn að koma QPR í 3-1 gegn Stoke! Dalvíkingurinn er óstöðvandi þessa dagana!
Magnús Már Einarsson
48. mín
David Dunn hjá Blackburn rekinn af velli gegn Wigan, slæmt fyrir Steve Kean að vera marki undir gegn öðru fallbaráttuliði og vera manni færri.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
AtliGud Atli Freyr Guðmundss
unbeaten run hjá #Newcastle búið? #City besta liðið í EPL at the moment #fotbolti #EPL
45. mín
Hálfleikur í öllum leikjunum. 12 mörk í 6 leikjum, 2 mörk á leik.
Everton 1 -1 Wolves
Man City 2 - 0 Newcastle
Stoke 1 - 2 QPR
Sunderland 0 - 0 Fulham
West Brom 1 - 1 Bolton
Wigan 2 - 1 Blackburn
OptaJoe Opta Sports
14 - Man City have now scored two or more goals in each of their last 14 Premier League games. Rampant.
45. mín
Phil Jagielka að jafna fyrir Everton gegn Wolves rétt fyrir hálfleik. Nóg af mörkum í dag, ekki jafn mikið og í Þýskalandi þó, ótrúleg markaveisla í gangi þar. 13 mörk komin þar í fjórum leikjum á klukkutíma.
44. mín MARK!
Micah Richards (Man City)
Micah Richards búinn að tvöfalda forskot heimamanna. Algjörlega óstöðvandi þessa dagana, þvílík vél sem þetta City lið er.
Markið kom eftir hrikalegt varnarklúður Ryan Taylor sem varð til þess að Richards stal boltanum og skoraði. Hægt er að kenna Ryan Taylor um bæði mörkin.
44. mín
QPR komnir yfir á útivelli gegn Stoke, mark rétt fyrir hálfleikslok. Luke Young með markið eftir stoðsendingu frá Jaime Mackie.
41. mín Mark úr víti!
Frank Lampard (Man City)
Mario Balotelli að skora úr víti fyrir Manchester City!! Yaya Toure skaut boltanum í höndina á Ryan Taylor og var réttilega dæmt víti.
40. mín
Stephen Hunt búinn að koma Úlfunum yfir á útivelli gegn Everton. Markið skorað úr vítaspyrnu.
35. mín
Frábær markvarsla hjá Joe Hart! Ben Arfa með góða sendingu á Demba Ba sem tekur gott skot en Hart er vandanum vaxinn.
31. mín
Gary Caldwell að koma Wigan yfir gegn Blackburn í fallbaráttuleiknum.
30. mín
Balotelli með hættulegan skalla eftir góða sendingu frá Milner. Vel varið hjá krul með annarri hendi
HoddiMagnusson Hörður Magnússon Fréttamaður Stöð 2 Sport
Helguson að skora glæsilegt skallamark og jafna fyrir QPR gegn Stoke. Fékk síðan putta frá samherja í augað í fagnaðarlátum. #heidar
27. mín
Útsendingin rofnuð hérna megin af óskiljanlegum ástæðum en held áfram að fylgjast með stöðunni á netinu.
24. mín
Demba Ba haltrar útaf í liði Newcastle. Stór missir ef hann kemur ekki inná aftur.
22. mín
Heiðar Helguson að jafna fyrir QPR gegn Stoke. Þvílíkur leikmaður! Þura Wiium að gera það gott í Fantasy greinilega.
Ivan Klasnic jafnaði þá líka úr víti fyrir Bolton gegn West Brom.
thurawiium Þura Wiium
Fantasy helgina að byrja vel ! Vil bara sjá Helguson skora #kaupársins #persielove #walters #fotbolti #fantasy
19. mín
Sergio Aguero með gott skot sem fór þó yfir eftir sendingu frá Yaya Toure.
19. mín
Heimamenn betri þessa stundina en ná þó ekki að finna sér leið í gegn.
16. mín
Jerome Thomas búinn að koma West Brom yfir gegn Bolton. Leiðinlegt fyrir Owen Coyle..
14. mín
Frekar rólegur leikur þar sem gestirnir frá Norður-Englandi liggja aftur en setja fína pressu fram að miðju.
10. mín
Richards komst upp hægri kantinn og átti góða sendingu fyrir sem varnarmenn Newcastle voru heppnir að hreinsa frá marki.
8. mín
Leikurinn fer rólega af stað. Staðan hjá Wigan og Blackburn er 1-1 á meðan Stoke City er komið yfir gegn Heiðari og félögum í QPR.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Byrjunarliðin koma inn rétt strax. Manchester City er á heimavelli og leikur í ljósbláu treyjunum sínum á meðan Newcastle United leikur í hefðbundnum svörtum og hvítum treyjum.
Fyrir leik
Allt að hefjast
Byrjunarlið:
1. Tim Krul (m)
2. Fabricio Coloccini
4. Yohan Cabaye ('85)
5. Danny Simpson
8. Danny Guthrie
10. Hatem Ban Arfa ('76)
16. Ryan Taylor
18. Jonas Gutierrez
19. Demba Ba
23. Sammy Ameobi ('79)
27. Steven Taylor

Varamenn:
3. Davide Santon
11. Peter Lovenkrands ('76)
14. James Perch ('85)
15. Dan Gosling ('79)
17. Alan Smith
23. Shola Ameobi
35. Rob Elliot (m)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: