Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
2
4
Keflavík
0-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson '13
0-2 Hörður Sveinsson '31
0-3 Hörður Sveinsson '37
Oddur Ingi Guðmundsson '55 1-3
1-4 Magnús Sverrir Þorsteinsson '56
Elís Rafn Björnsson '90 , víti 2-4
22.06.2014  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Fínar
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 854
Maður leiksins: Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
6. Andrew Sousa ('81)
8. Viktor Örn Guðmundsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson ('60)
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
26. Sadmir Zekovic ('41)

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Gunnar Örn Jónsson ('81)
9. Hákon Ingi Jónsson
22. Ryan Maduro
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('41)

Liðsstjórn:
Kristján Valdimarsson
Daði Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Góða kvöldið! Hér verður bein textalýsing frá leik Fylkis og Keflavíkur í 9. umferð Pepsi-deildar karla.

Keflavík er fyrir umferðina í 3. sæti deildarinnar með 13 stig en Fylkismenn eru með 7 stig í 9. sætinu.
Fyrir leik
Þetta er annar leikur Fylkis síðan ný og glæsileg stúka var vígð í Árbænum.

Fylkismenn mæta Fjölni í næstu umferð á útivelli en síðan á liðið sjö heimaleiki í röð í júlí og ágúst.
Fyrir leik
Bæði þessi lið gerðu talsverðar breytingar á liðinu í Borgunarbikarnum í vikunni.

Frá því í síðasta deildarleik gegn KR koma Andrew Sousa og Andrés Már Jóhannesson inn í liðið. Tómas Joð Þorsteinsson er fjarri góðu gamni og Gunnar Örn Jónsson dettur einnig úr liðinu.

Hjá Keflavík er Einar Orri Einarsson í banni og þá er Jóhann Birnir Guðmundsson ekki með í dag.

Magnús Sverrir Þorsteinsson er í liðinu eftir þrennu gegn Hamarsmönnum í bikarnum og þá kemur Daníel Gylfason einnig inn í liðið frá því í síðasta deildarleik.
Fyrir leik
Tryggingasölumaðurinn Gunnar Jarl Jónsson er flautuleikari í kvöld. Áskell Þór Gíslason að norðan og Gunnar Helgason (ekki leikari) eru honum til halds og trausts.
Fyrir leik
Það komast auðveldlega fleiri fyrir í nýju stúkunni í Árbænum. Það eru ansi fáir mættir. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Þorsteinn Lár, vallarþulur, hvetur fólk til að fá sér burger fyrir leik. Þorsteinn er sjálfur mikill hamborgaramaður.
Fyrir leik
Skiptar skoðanir í fréttamannastúkunni um það hvernig leikurinn mun fara. Hér eru menn búnir að spá.

Tómas Meyer, Stöð 2 Sport
Fylkir 1 - 3 Keflavík

Þorsteinn Lár, Vallarþulur
Fylkir 2 - 1 Keflavík

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, Vísir
Fylkir 3-0 Keflavík

Skúli Unnar Sveinsson, Morgunblaðið
Fylkir 0 - 2 Keflavík

Bjarni Helgason, 433.is
Fylkir 2 - 1 Keflavík
Fyrir leik
Gamla kempan Sverir Þór Sverrisson er að afgreiða í sjoppunni hjá Fylki. Stýrir umferðinni þar af yfirvegun líkt og á miðjunni á sínum tíma.
Fyrir leik
Ég vonast eftir meira fjöri hér en í leik Suður-Kóreu og Alsír sem er núna í gangi á HM. Vonandi að leikurinn standi undir því.
Einar Orri Einarsson, Keflavík
Fylkir-kef alltaf lovely að vera í stúkunni!! Er með sterka feeling fyr 1-3, @MagnusThorir með 2 stoddara
Fyrir leik
Höfum fengið þær fréttir að Tómas Joð Þorsteinsson er ekki með Fylki í dag vegna meiðsla á mjöðm.
1. mín
Leikurinn er hafinn!
4. mín
Peppi Pepsi er mættur á völlinn í kvöld. Hann er hress fyrir aftan annað markið.
9. mín
Ansi róleg byrjun. Bíðum ennþá eftir fyrsta færinu.
13. mín MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
Fylkismenn gleyma sér og Keflvíkingar komast 4 á 4. Árbæingar voru ótrúlega lengi að skila sér til baka og Keflvíkingar útfærðu skyndisóknina vel. Elías Már renndi boltanum út á Magnús Sverri sem skoraði með innanfótar skoti. Magnús Sverrir skoraði þrennu í bikarnum í vikunni og er greinilega kominn í gang eftir mikla bekkjarsetu.
14. mín
Hörður Sveinsson með skot framhjá eftir vandræðagang hjá Fylkismönnum.
15. mín
Magnús Sverrir fellur í teignum og Keflvíkingar vilja víti. Gunnar Jarl er ekki á sama máli.
18. mín
Fyrsta marktilraun Fylkis. Boltinn dettur á Odd eftir hornspyrnu en hann er í slæmu jafnvægi og á slakt skot framhjá.
23. mín
Ragnar Bragi Sveinsson með skot úr þröngu færi en Jonas Sandqvist ver í horn.
31. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Viktor Örn Guðmundsson nær ekki að hreinsa fyrirgjöf frá vinstri og boltinn fer á Hörð Sveinsson sem á ekki í vandræðum með að skora. Klaufalegt hjá Fylkismönnum.
33. mín
Varnarleikur Fylkis er áfram í rugli. Magnús Þórir Matthíasson á skot í kjölfarið á aukaspyrnu en Bjarni Þórður ver í horn.
36. mín
Sóknarlína Keflavíkur hefur verið spræk í leiknum á meðan Fylkismenn eru heillum horfnir.
37. mín MARK!
Hörður Sveinsson (Keflavík)
Stoðsending: Elías Már Ómarsson
Þetta er game over nema við fáum Istanbul comeback hjá Fylkismönnum! Elías Már Ómarsson leikur Viktor Örn enn og aftur grátt á hægri kantinum og sendir fyrir á Hörð Sveinsson sem þakkar fyrir sig. Hörður kominn með fimm mörk í sumar.
41. mín
Inn:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir) Út:Sadmir Zekovic (Fylkir)
Zekovic hefur ekkert gert í þessum leik. Hann var eitthvað að kvarta yfir bakmeiðslum áðan en ég er ekki viss um að það sé eina ástæðan fyrir skiptingunni.
Rikki G
Það er eitthvað mikið í gangi í gamla hverfinu mínu í Árbæ. Gæti orðið lööööng leiktíð. Varnarleikurinn lögreglumál. #Pepsi365
Jóhann Birnir Guðmundsson
fy fan va skönt!!! Kef rules :)
45. mín
Hálfleikur Keflvíkingar leiða 3-0 í hálfleik og það er bara verðskuldað. Elías Már hefur farið á kostum á hægri kantinum og Hörður Sveinsson hefur nýtt færin vel. Varnarleikur Fylkismanna hefur ekki verið til útflutnings og í sókninni hefur lítið verið í gangi.
45. mín
,,Jæja Fylkir," segir Viðar Örn Kjartansson á Twitter. Árbæingar sakna Viðars gríðarlega frá því á síðasta tímabili.
45. mín
Hermann Hreiðarsson er í stúkunni í dag. Hann myndi alla daga styrkja varnarleik Fylkis miðað við hvernig hann var í fyrri hálfleiknum.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn. Geta Fylkismenn náð ótrúlegri endurkomu?
55. mín MARK!
Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrew Sousa
Oddur Ingi skorar með fallegum skalla yfir Jonas í markinu eftir fyrirgjöf frá Andrew Sousa. Er endurkoma í uppsiglingu?
56. mín
Elías Már í dauðafæri á fjærstöng eftir góðan undirbúning hjá Daníel Gylfasyni. Elías skaut hins vegar svo hátt yfir að boltinn endaði út á bílastæði.
56. mín MARK!
Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Gleymum þessari endurkomu. Daníel Gylfason á misheppnað skot frá vítateigslínu sem stefnir framhjá. Boltinn fer hins vegar í varnarmann og út á Magnús Sverri sem skorar með innanfótar skoti í fjærhornið. Fimm mörk í tveimur leikjum hjá Magnúsi!
59. mín
Elías Már var með sýningu á hægri kantinum í fyrri hálfleik og Daníel Gylfason byrjar þann síðari á sýningu á vinstri kantinum. Skemmtilegir taktar hjá þessum ungu leikmönnum.
60. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Fylkir)
64. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
Tvö mörk hjá Magnúsi Sverri. Fínasta dagsverk!
65. mín
Ragnar Bragi leikur á Magnús Þóri en skot hans frá vítateigslínu er máttlítið og beint á Jonas.
68. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Togar Sousa niður. Hárrétt hjá Jarlinum.
76. mín
Ragnar Bragi Sveinsson í dauðafæri eftir laglegt spil Fylkismanna en skotið fer framhjá!
76. mín
Ekki komið mark í 20 mínútur. Eitthvað sem menn eiga ekki að venjast í kvöld.
78. mín
Elías Már með frábæran sprett upp að endalínu. Þar á hann óvænt skot sem Bjarni Þórður ver út í teiginn og sóknin rennur út í sandinn.
78. mín
854 áhorfendur í Lautinni í kvöld.
81. mín
Inn:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir) Út:Andrew Sousa (Fylkir)
82. mín
Andrés Már nálægt því að laga stöðuna. Vippar boltanum yfir Jonas í markinu og á síðan skot sem Halldór Kristinn kemst fyrir á síðustu stundu.
84. mín
Inn:Theodór Guðni Halldórsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
89. mín
Inn:Fannar Orri Sævarsson (Keflavík) Út:Elías Már Ómarsson (Keflavík)
Viktor og Elías Már lenda í samstuði. Elías Már röltir út af og lýkur leik.
90. mín
Fylkismenn fá vítaspyrnu! Haraldur Freyr og Andrés Már eigast við út við endalínu hægra megin í vítateignum og Haraldur gerist brotlegur. Jarlinn bendir á punktinn.
90. mín Mark úr víti!
Elís Rafn Björnsson (Fylkir)
Stoðsending: Andrés Már Jóhannesson
Hægri bakvörðurinn Elís Rafn skorar af öryggi.
Leik lokið!
Sanngjarn 4-2 sigur Keflvíkinga sem léku Fylkismenn grátt í fyrri hálfleiknum. Sóknarlína Keflvíkinga var eitruð í dag. Reynsluboltarnir Magnús Sverrir Þorsteinsson og Hörður Sveinsson skoruðu báðir tvívegis og á köntunum voru hinir ungu Elías Már Ómarsson og Daníel Gylfason frábærir. Nánari umfjöllun á Fótbolta.net innan tíðar.
Byrjunarlið:
Haraldur Freyr Guðmundsson
6. Sindri Snær Magnússon
9. Daníel Gylfason
10. Hörður Sveinsson
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('64)
20. Magnús Þórir Matthíasson
25. Frans Elvarsson ('84)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Anton Freyr Hauksson
3. Andri Fannar Freysson ('64)
13. Unnar Már Unnarsson
22. Leonard Sigurðsson
29. Fannar Orri Sævarsson ('89)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('68)

Rauð spjöld: