Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur R.
1
0
Breiðablik
Pape Mamadou Faye '16 1-0
Arnþór Ingi Kristinsson '76
Igor Taskovic '88
22.06.2014  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
4. Igor Taskovic
11. Dofri Snorrason ('70)
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Pape Mamadou Faye ('39)
21. Aron Elís Þrándarson
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing

Varamenn:
27. Tómas Guðmundsson ('27)
28. Eiríkur Stefánsson
29. Agnar Darri Sverrisson ('39)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Agnar Darri Sverrisson ('90)
Arnþór Ingi Kristinsson ('62)
Tómas Guðmundsson ('45)

Rauð spjöld:
Igor Taskovic ('88)
Arnþór Ingi Kristinsson ('76)
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið velkomin í beina textalýsingu frá Víkinni þar sem Víkingur og Breiðablik eigast við í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og sér Rauði baróninn um dómgæsluna.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vonbrigði hafa einkennt tímabilið hjá Breiðabliki. Margir bjuggust við Blikum í toppbaráttunni en eftir átta umferðir eru þeir enn án sigurs. Blikar eru stigi fyrir ofan fallsæti eftir átta umferðir, eru með stigi meira en Þór.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingar gera eina breytingu frá síðasta deildarleik þar sem þeir unnu Val 2-1. Arnþór Ingi Kristinsson átti stórleik í bikarnum gegn Fylki á dögunum þar sem Víkingur vann 5-1 sigur. Arnþór er kominn inn í byrjunarliðið en Óttar Steinn Magnússon fer á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Guðmundur Benediktsson, þjálfari Blika, gerir tvær breytingar á byrjunarliðinu frá 3-1 sigrinum gegn Þór í bikarnum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Tómas Óli Garðarsson koma inn fyrir Damir Muminovic og Elfar Árna Aðalsteinsson. Damir er í leikbanni.
Fyrir leik
Víkingar eru á hörkuskriði og hafa verið þrusuflottir í síðustu leikjum. Augun hafa beinst að Aroni Elís Þrándarsyni en ekki er ólíklegt að það séu njósnarar erlendra félagsliða í stúkunni að fylgjast með honum. Víkingar eru með þrettán stig, þremur stigum frá öðru sæti deildarinnar.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingar í netveseni enn og aftur. Verið að reyna að kippa því í lag.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Sævar Þór Gíslason spáir 2-2 jafntefli:
Ég spái enn einu jafnteflinu hjá Breiðabliki. Pape Mamadou Faye verður með bæði mörk Víkings í leiknum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Netið er svoldið mikið inn og út hérna í víkinni. Vonandi að það verði stöðugt á meðan leiknum stendur.
Fyrir leik
Það er hrikalega flottar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar, grasið iðagrænnt, smá vindur, sólarglæta. Allt eins og best verður á kosið.

Minni ykkur þau sem eruð á twitter að nota twitterinn til að tjá ykkur um leikinn og getið notað hashtaggið #VikBrei
Fyrir leik
Það eru 10 mínútur í að leikurinn hefjist og því enn nógur tími fyrir fólk til að skottast í víkina, grípa í pylsu sem er verið að grilla og bjóða uppá fríkeypis og setjast í stúkuna og njóta!
Simmi Masson @SimmiMasson
@Ingvarrkale skorar en Breiðablik tekur þetta 2-1 #VikBrei #fotbolti
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn og þeim fylgja drengir sem spila með 7. flokki karla hjá Víkingum, nýkomnir af Akranesi þar sem þeir voru að spila á Norðurálsmótinu og stóðu sig með prýði.
1. mín
Garðar Örn er búinn að blása í flautuna og leikurinn því hafinn. Vonandi að þetta verði þrusu skemmtun.
5. mín
Leikurinn byrjar fjörlega og mér sýnist að það muni rigna mörkum í víkinni í kvöld (vonandi að ég sé ekki að jinxa þetta)

Stúkan er stappfull af fólki og það er stemmning.
9. mín
Blikar fá aukaspyrnu á ágætis stað af c.a. 25 metra færi sem Sem Guðjón Pétur tók en spyrnan fór í varnarvegginn.

Það síðan leiðir mig að spurningu, hversu langt ætli sé í að íslenskir dómarar fái svona froðu til að spreyja á vellina líkt og á HM
11. mín
Aron Elís Þrándarson að stimpla sig inn í leikinn með góðu og föstu skoti rétt fyrir utan teig. Boltinn rétt sigldi framhjá marki Blika.
16. mín MARK!
Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Stoðsending: Aron Elís Þrándarson
MAAAAAAAAARRRRRRRRRRKKKKKKKKKKKKK!!!!!!!

Aron Elís með frábært hlaup upp kantinn, sendi hann fyrir þar sem Pape var einn á auðum sjó og renndi sér í boltann og setti hann framhjá Gulla í markinu.
19. mín
Blikar voru búnir að vera meira með boltann það sem af var leiknum en Víkingar voru samt alveg vel inn í honum og allar aðgerðir þeirra virkuðu öruggar. En það er ljóst að þetta tvíeyki sem Víkingar bjóða uppá, Aron og Pape eru gríðaröflugt framherjapar og Aron er óhugnalega góður. Þessi samvinna þeirra í markinu áðan var frábær.
24. mín
Blikar sækja hér ansi stíft og Víkingar eru í vandræðum með að hemja sóknarþunga Blikana. Það er eitthvað sem segir mér að Blikar muni jafna áður en um langt líður.
27. mín
Inn:Tómas Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Todor Hristov (Víkingur R.)
28. mín
Víkingar þurfa að gera breytingu snemma leiks. Hristov hefur orðið fyrir hnjaski og þarf að yfirgefa völlinn. Tómas Guðmundsson kemur í hans stað.
30. mín
Tómas Óli í dauðafæri eftir sendingu frá samherja, Tómas var kominn óvaldaður fyrir framan markið þegar sendingin kom en hann hitti ekki boltann nógu vel í hlaupinu og skotið fór framhjá.
33. mín
Þetta lítur ekki vel út fyrir Pape og fyrir Víkinga. Hann varð fyrir hnjaski á vellinum og virðist hafa meitt sig á framleggnum. Hann þarf aðstoð sjúkraþjálfara til að komast af velli þar sem hann hlýtur aðhlynningu.
36. mín
Jæja sem betur fyrir Víkinga að þá virðist Pape ekki vera alvarlega meiddur því að hann er kominn aftur inn á.
39. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Pape Mamadou Faye (Víkingur R.)
Pape þarf að yfirgefa völlinn. Þetta er áfall fyrir Víkinga að þurfa að nota tvær skiptingar í fyrri hálfleik vegna meiðsla.
44. mín
Leikurinn hefur róast töluvert síðustu mínútur og Blikar minnkað hápressuna sem þeir voru með, eða Víkingar ekki leyft þeim það lengur.....túmató tomató
45. mín Gult spjald: Tómas Guðmundsson (Víkingur R.)
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Víkinni og heimamenn fara með forystuna inn í hálfleikshléið. Ég tek mér kaffipásu og kem ferskur eftir 10 mín.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Vonandi að fjörið haldi áfram.
55. mín
Það er einhverskonar háloftaknattspyrna í gangi í víkinni sem stendur. Það er leiðinlegt.
56. mín
Arnþór Ingi með ágætis tilraun að marki Blika sem Gulli varði vel.
62. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
63. mín
Arnór Sveinn með skalla að marki Vikinga sem Kjartan Dige skallaði frá markinu á marklínu.
64. mín
Víkingar hafa verið ferskari það sem af er seinni hálfleiks. Blikar hafa ekki verið að ná að skapa sér mikið af færum eða mikið að sækja.
70. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Tómas Óli Garðarsson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Henry Monaghan (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
72. mín
Það eru 1.162 áhorfendur í Víkinni. Vel gert það!
76. mín Rautt spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Rosalegt! Arnþór Ingi fékk sitt annað gula spjald fyrir tæklingu. Glórulaust alveg hreint. Þetta er ekki alveg að gera sig fyrir Víkinga það er ljóst.
76. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
82. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
85. mín
Víkingar virðast ætla að ná að sigla þessum sigri í höfn þótt þeir séu manni færri. Vossulega eru 5 mínútur eftir en Blikar eru bara alls ekkert líklegir.
88. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
88. mín Rautt spjald: Igor Taskovic (Víkingur R.)
88. mín
Þetta er ótrúlegt!! Blikar sóttu stíft, Ingvar kom í úthlaup og hann og Elfar lentu saman. Árni Villhjálmsson hallaði sér yfir Ingvar og kallaði eitthvað til hans og við það kom fyrirliði Víkinga hann Igor Taskovic og átti orðaskak við Árna og virtist slá í andlit hans. Eftir reikistefnu að þá stóð Rauði Baróninn undir nafni og gaf rautt spjald og það sitt annað í leiknum!
90. mín Gult spjald: Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.)
90. mín
Þetta er ótrúlegt! Blikar liggja á Víkingum og á loka loka mínútunni átti Arnór Sveinn skot að marki sem fór í innanverða stöngina og út og Árni fékk frákastið en Ingvar varði gríðarlega vel!
Leik lokið!
Leiknum er lokið og þvílík spenna. Viðtöl og umfjöllun koma inn á síðuna innan skamms
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Stefán Gíslason
10. Árni Vilhjálmsson
17. Elvar Páll Sigurðsson ('76)
18. Finnur Orri Margeirsson
27. Tómas Óli Garðarsson ('70)
30. Andri Rafn Yeoman ('82)
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('70)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('76)
21. Guðmundur Friðriksson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson
Höskuldur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Elfar Árni Aðalsteinsson ('88)

Rauð spjöld: