Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
1
2
HK
0-1 Davíð Magnússon '40
Joseph David Yoffe '54 1-1
1-2 Guðmundur Atli Steinþórsson '78 , víti
28.06.2014  -  14:00
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
3. Marko Valdimar Stefánsson ('75)
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Joseph David Yoffe ('58)
14. Tomislav Misura
17. Magnús Björgvinsson ('82)
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
3. Milos Jugovic
5. Nemanja Latinovic
25. Alexander Magnússon ('75)

Liðsstjórn:
Benóný Þórhallsson
Marinó Axel Helgason
Ivan Jugovic

Gul spjöld:
Marko Valdimar Stefánsson ('65)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Grindavíkur og HK í 1. deild karla. Leikið er á Grindavíkurvelli og leikurinn hefst 14:00.

Liðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Grindavík gerir eina breytingu á liði sínu frá 1-1 jafntefli við BÍ/Bolungarvík í vikunni. Björn Berg Bryde kemur inn fyrir Andra Ólafsson.

HK tapaði fyrir Þrótti í síðasta leik fyrir viku síðan. Ein breyting er á liðinu frá þeim leik Árni Arnarson kemur inn fyrir Viktor Unnar Illugason.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Grindvíkingar hafa valdið miklum vonbrigðum í sumar, eftir að hafa unnið ÍA tvisvar í röð þá hefur liðið ekki unnið leik í 5 umferðum í röð og situr á botninum með Tindastól en með sigri hér í dag geta þeir komið sér af botninum.
Fyrir leik
HK sitja eru í 7 sæti með 11 stig en þeir vilja klárlega ná stigum hér í Grindavík í dag þar sem það er stutt í botninn.
Fyrir leik
Gleðitíðindi fyrir Grindavík en Alexander Magnússon er á bekknum í annað skipti í sumar eftir að hafa verið mikið meiddur seinustu tvö ár og lítið geta spilað, vonandi getur hann hjálpað Grindavíkingum að finna fyrri styrk.
Fyrir leik
Garðar "Rauði Baróninn" Örn Hinriksson verður flautu leikari hér í dag og honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar og Haukur Erlingsson.
Fyrir leik
Nú fer leikurinn að byrja, liðin lappa út á völlinn. Veðrið er bara nokkuð gott. Vonandi fáum við flottan leik hér í dag og Jón Gauti vallarþulur tilkynnir það að auðvitað sé bannað að bíta aðra leikmenn svo það sé á hreinu.
2. mín
Slæmar fréttir fyrir Grindavík en Daníel Leó liggur í grasinu eftir að það var brotið á honum tvisvar á fyrstu mínútunni. Vonandi er í lagi með hann
5. mín
Grindavík fær hornspyrnu hægra meginn, hana tók Juraj en dæmt brot á Marko inní teig
10. mín
Grindvíkingar byrja hérna betur fyrstu 10 mínúturnar og eru meira með boltann en eins og í allt sumar eiga þeir erfitt með að skapa sér almennileg færi.
13. mín
Mistök í vörn Grindvíkinga og Leifur Andri fær frítt skot en það er laust og beint á Óskar í markinu
15. mín
Dauðafæri !!!!
Jósef fær sendingu inn fyrir vörn HK og sendir fyrir markið á Magnús Björgvinsson en á ótrúlegan hátt ver Beitir boltann í marki HK-inga, saga Grindavíkur í sumar
17. mín
Magnús Björgvinsson sleppur einn í gegn og er felldur en boltinn hrekkur til Tomislav Misura sem þrumar boltanum framhjá í dauðafæri og áhorfendur Grindvíkinga verða brjálaðir að ekki sé dæmt víti
19. mín
Þetta hefur verið aðal vandamál Grindvíkinga í sumar, að nýta færin en framherjarnir þrír aðeins búnir að skora 1 mark í sumar
23. mín
HK-ingar ráða engan veginn við hraðann í Magnúsi Björgvinssyni og hefur hann skapað mikinn usla en Grindvíkigar ekki náð að nýta sér það
25. mín
Axel Kári með frábæra sendingu af vinstri kanti og þar var Hörður Magnússon einn á auðum sjó og skallaði vel framhjá
29. mín
Löng sending sem fer yfir Björn Bryde í vörn Grindavíkur og Guðmundur Atli tekur boltann vel niður en spyrnir vel framhjá
40. mín MARK!
Davíð Magnússon (HK)
Maaaaaaaaaaaark !!

Davíð Magnússon kemur HK yfir hér í Grindavík eftir 40 mínútna leik með góðu skoti í fjærhornið
44. mín
Alex Freyr tekur boltann viðstöðulaust en beint á markmann HK
45. mín
Jósef með boltann innan teigs nær skoti á markið en HK-ingar bjarga á línu og boltinn hrekkur til markmanns HK, magnað að Grindavík séu ekki búnir að skora í þessum leik miðað við færin
45. mín
Hálfleikur kominn hér í Grindavík og þar leiða gestirnir með einu marki gegn engu heimamanna. Heimamenn hafa átt aragrúa af færum en tekst ómögulega að nýta færin
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn og það eru HK-ingar sem byrja með boltann
50. mín
Atli Valsson liggur meiddur og haltrar svo út fyrir svo hægt sé að huga að meiðslunum
54. mín MARK!
Joseph David Yoffe (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
Maaaaaaark

Joseph David Yoffe skorar fyrir Grindavík eftir sendingu frá Magnúsi Björgvinssyni
58. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Joseph David Yoffe (Grindavík)
Markaskorari Grindvíkinga fer útaf fyrir Óla Bald Bjarnason. Óli Baldur fer út á hægri kant og Magnús Björgvinsson fram
58. mín
Inn:Elmar Bragi Einarsson (HK) Út:Atli Valsson (HK)
Atli meiddist í baki og gat ekki haldið áfram
65. mín Gult spjald: Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
68. mín
Grindvíkingar með enn eina hornspyrnuna í leiknum og boltinn dettur fyrir Tomislav Misura en þéttur pakki fyrir markinu og HK koma boltanum í burtu
70. mín
Óli Baldur prjónar sig framhjá 2 HK mönnum sem neyðast til að brjóta á honum við endalínuna. Grindvíkingar reyna aukaspyrnu taktíkina sína en sýnist Garðar Örn hafa verið fyrir og ekkert varð úr því
74. mín
Hörður Magnússon með skot af 30 metra færi en hátt yfir markið
75. mín
Inn:Alexander Magnússon (Grindavík) Út:Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Önnur skipting hjá Grindvíkingum
77. mín
Víti!!!!!!

Hræðileg mistök í vörn Grindvíkinga og brotið er á Guðmundi Atla innan teigs
78. mín Mark úr víti!
Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Maaaaaaaaaaaaaaark

Guðmundur Atli setur hann á mitt markið meðan Óskar skutlar sér til hægri
82. mín
Inn:Ivan Jugovic (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
85. mín
HK menn bjarga á línu eftir gott skot frá Jósefi
86. mín Gult spjald: Hörður Magnússon (HK)
87. mín
Juraj með glæsilega aukaspyrnu af 20 metra færi en boltinn smellir í slánni, HK menn heppnir að vera ennþá yfir
89. mín
Inn:Alexander Lúðvíksson (HK) Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
90. mín
Inn:Birgir Magnússon (HK) Út:Guðmundur Atli Steinþórsson (HK)
Leik lokið!
Enn eitt tapið hjá Grindavík staðreynd og ekkert annað fallbarrátta sem blasir við. Grindvíkingar fengu nóg af færum til að klára þennan leik en það eru sem HK-ingar sem standa uppi sigurvegarar eftir mikinn barráttu leik.
Takk fyrir lesninguna umfjöllun kemur síðar.
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('89)
8. Atli Valsson ('58)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Viktor Örn Margeirsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson ('90)
20. Hörður Magnússon
20. Árni Arnarson
21. Andri Geir Alexandersson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson
5. Alexander Lúðvíksson ('89)
6. Birgir Magnússon ('90)
22. Jón Dagur Þorsteinsson
23. Elmar Bragi Einarsson ('58)

Liðsstjórn:
Oddur Hólm Haraldsson

Gul spjöld:
Hörður Magnússon ('86)

Rauð spjöld: