Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
4
0
Afturelding
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '9 1-0
Guðrún Arnardóttir '47 2-0
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '67 3-0
Rakel Hönnudóttir '75 4-0
01.07.2014  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2014
Dómari: Bríet Bragadóttir
Byrjunarlið:
Ragna Björg Einarsdóttir
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Ásta Eir Árnadóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir ('77)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('64)
7. Hildur Sif Hauksdóttir ('67)
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
55. Halla Margrét Hinriksdóttir (m) ('77)
3. Hlín Gunnlaugsdóttir
4. María Rós Arngrímsdóttir ('67)
10. Jóna Kristín Hauksdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('64)
30. Petrea Björt Sævarsdóttir

Liðsstjórn:
Fjolla Shala

Gul spjöld:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('35)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Breiðabliks og Aftureldingar í 7. umferð Pepsi-deildar kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Kópavogsvelli.

Breiðablik er í 4. sæti deildarinnar með 10 stig og hefur unnið helminginn af fyrstu sex leikjum sínum í sumar. Afturelding var að vinna sinn fyrsta sigur í síðustu umferð þegar þær mættu ÍA en eru í fallsæti, næst neðsta sæti með 3 stig.
Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það eru stúlkurnar úr Mosfellsbæ sem hefja leik og leika í átt að Fífunni.
8. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt utan teigs. Fanndís reynir að snúa boltanum í fjærvinkilinn en hann svífur rétt yfir markið.
9. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Aldís Kara heldur áfram að skora! Það kom löng sending inn í teig Aftureldingar, Mist fór út úr markinu og mætti Aldísi sem lék á hana og varnarmenn UMFA áður en hún setti hann í markið úr þröngu færi. Hefði getað gefið á fjölmarga liðsfélaga sína en er sannur markaskorari og kláraði færið sjálf. 1-0 fyrir Breiðablik.
12. mín
Afturelding er með tvo lánsmenn úr Breiðablik í sínum röðum en þær fá ekki að spila hér í kvöld. Steinunn Sigurjóns er mætt með Saffran-pizzu í stúkuna og Lilja Dögg Valþórsdóttir situr henni við hlið. Teddi þjálfari Aftureldingar þekkir sjálfur vel til Blika en áður en hann tók við Aftureldingu í vor þjálfaði hann 2. og 3.flokk stúlkna hjá Kópavogsliðinu.
21. mín
Blikar eru mun meira með boltann en það er hörkubarátta í gestunum og Blikar fá ekkert gefins.
26. mín
Skemmtilegt senterapar hjá Aftureldingu í leiknum en systurnar Sigríður Þóra og Kristín Þóra Birgisdætur eru saman í framlínunni.
34. mín
Fín sókn hjá Blikum. Telma skallar fyrirgjöf Rakelar fyrir fæturnar á Fanndísi en hún skýtur yfir af teignun.
35. mín Gult spjald: Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Ljótt að sjá. Aldís Kara og Helen Lynskey eigast við og liggja báðar eftir. Aldís Kara sparkar svo til Lynskey áður en hún stendur upp. Bríet dómari ræðir við Jovönu aðstoðardómara sinn og ákveður að láta gula spjaldið duga. Þarna var Aldís Kara stálheppin.
39. mín
Telma og Fanndís aftur að leika ágætlega sín á milli. Telma finnur Fanndísi í teignum en viðstöðulaust skot hennar er beint á Mist í markinu.
45. mín
Fanndís með flotta aukaspyrnu utan af velli en Mist ver frábærlega. Hugsanlega síðasti séns fyrir hálfleik.
45. mín
Það er kominn hálfleikur og Teddi þjálfari UMFA fer beint til dómaratríósins og vill eflaust ræða um gula spjaldið hennar Aldísar Köru. Skil hann vel, þetta leit ekki vel út.
47. mín MARK!
Guðrún Arnardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Blikar byrja síðari hálfleikinn með látum. Guðrún Arnardóttir var að koma Blikum í 2-0 með skalla eftir hornspyrnu.
52. mín
Blikar aftur með hættulegt horn. Lynskey bjargar á marklínu en ég sá ekki hver átti skallann.
54. mín
Fín tilraun hjá Aftureldingu. Lynskey með hörkuskot utan af velli en boltinn fer rétt yfir.
54. mín
Hinum megin á vellinum missir Rakel af frábærri fyrirgjöf en boltinn endar að lokum hjá Telmu sem neglir framhjá.
55. mín
Inn:Stefanía Valdimarsdóttir (Afturelding) Út:Sandra Dögg Björgvinsdóttir (Afturelding)
Stefanía Valdimarsdóttir kemur inná fyrir Söndru Dögg. Það eru margir leikmenn Aftureldingar með tengingu við Breiðablik. Þar á meðal Stefanía sem lék með Kópavogsliðinu upp yngri flokkana. Hún er eldfljót og það verður gaman hvort hún fái úr einhverju að moða í framlínu gestanna.
60. mín
Kristrún Lilja, aðstoðarþjálfari Blika, vekur mikla athygli og uppsker köll úr stúkunni þegar hún haltrar af stað til að kalla á varamann Breiðabliks. Ekki vitum við um orsök meiðslanna en það er ljóst að Kitta gengur ekki alveg heil til skógar.
64. mín
Inn:Sandra Sif Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Markaskorarinn fer útaf. Sandra Sif kemur inná í sínum öðrum leik í Pepsi-deildinni í sumar.
66. mín
Inn:Brynja Dögg Sigurpálsdóttir (Afturelding) Út:Berglind Rós Ágústsdóttir (Afturelding)
Akureyringurinn Brynja Dögg tekur stöðu Berglindar á miðjunni.
67. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
3-0! Telma skorar með skalla eftir flotta fyrirgjöf Andreu Ránar. Nú er róðurinn orðinn þungur fyrir gestina.
67. mín
Inn:María Rós Arngrímsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik)
María Rós fer í hægri bakvörðinn og Ásta fer yfir í þann vinstri.
75. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: María Rós Arngrímsdóttir
Blikar halda áfram að skora skallamörk. Mist fer í skógarhlaup eftir fyrirgjöf Maríu Rósar og Rakel Hönnudóttir á ekki í vandræðum með að skalla boltann í netið.
77. mín
Inn:Halla Margrét Hinriksdóttir (Breiðablik) Út:Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðablik)
Ég minntist á það áðan að margir leikmenn UMFA eiga tengingar við Breiðablik. Það er einnig öfugt í einu tilfelli en varamarkmaður Blika, Halla Margrét, er uppalin í Mosó. Hún fær nú tækifæri til að spreyta sig á móti gömlu félögunum. Þetta er hennar fyrsti deildarleikur fyrir Breiðablik.
79. mín
Inn:Valdís Björg Friðriksdóttir (Afturelding) Út:Kristín Þóra Birgisdóttir (Afturelding)
Afturelding gerir sína síðustu breytingu. Valdís Björg kemur inn fyrir Kristínu Þóru.
84. mín
Fín skyndisókn hjá Blikum. Andrea Rán setur boltann yfir eftir sendingu frá Fanndísi.
87. mín
Vel varið hjá Mist. María Rós á skot/fyrirgjöf sem er á leið í fjærhornið en Mist blakar boltanum í horn. Ekkert verður úr hornspyrnunni.
90. mín
Sandra Sif hoppar upp í skalla og fær flugferð að launum. Marron ýtti heldur harkalega við henni en ekkert er dæmt.
92. mín Gult spjald: Eva Rún Þorsteinsdóttir (Afturelding)
Of sein í tæklingu.
Leik lokið!
Þetta er búið. Öruggur sigur Blika eftir flotta baráttu gestanna í fyrri hálfleik. Umfjöllun og viðtöl birtast hér á .net síðar í kvöld.

Takk fyrir mig.
Byrjunarlið:
1. Mist Elíasdóttir (m)
4. Kristrún Halla Gylfadóttir
5. Amy Michelle Marron
8. Hrefna Guðrún Pétursdóttir
10. Sigríður Þóra Birgisdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir ('79)
19. Berglind Rós Ágústsdóttir ('66)
22. Sandra Dögg Björgvinsdóttir ('55)
23. Helen Lynskey
25. Inga Dís Júlíusdóttir
26. Eva Rún Þorsteinsdóttir

Varamenn:
2. Snædís Guðrún Guðmundsdóttir
3. Hildur Ýr Þórðardóttir
6. Valdís Björg Friðriksdóttir ('79)
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir ('66)
9. Aldís Mjöll Helgadóttir
15. Katla Rún Arnórsdóttir
18. Stefanía Valdimarsdóttir ('55)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Eva Rún Þorsteinsdóttir ('92)

Rauð spjöld: