Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Tottenham
2
0
Aston Villa
Emmanuel Adebayor '14 1-0
Emmanuel Adebayor '40 2-0
21.11.2011  -  20:00
White Hart Lane
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Fyrirsagna-Halsey
Byrjunarlið:
3. Gareth Bale
4. Yones Kaboul
7. Aaron Lennon
8. Scott Parker
10. Emmanuel Adebayor
11. Rafael van der Vaart ('70)
14. Luka Modric ('90)
24. Brad Friedel (m)
26. Ledley King
28. Kyle Walker
32. Benoit Assou-Ekotto

Varamenn:
13. William Gallas
17. Giovani dos Santos
18. Jermain Defoe ('70)
19. Sebastien Bassong
23. Carlo Cudicini (m)
30. Sandro ('90)
40. Steven Pienaar

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
90. mín
Við þökkum fyrir okkur og eigið gott kvöld lesendur góðir en umfjöllun um leikinn birtist á síðunni innan skams.
90. mín
Þar með er Tottenham komið í þriðja sæti deildarinnar og virðist vera til alls líklegt í ár!
90. mín
Tottenham með verðskuldaðan 2-0 sigur gegn slöku liði Aston Villa. Emmanuel Adebayor skoraði bæði mörk Tottenham og var í tvígang nálægt því að fullkomna þrennuna.
90. mín
Leiknum er lokið!
90. mín
2 mínútum er bætt við venjulegan leiktíma.
90. mín
Inn:Sandro (Tottenham) Út:Luka Modric (Tottenham)
Skipting hja Tottenham.
88. mín
Scott Parker með skot fyrir utan teig en hittir þó ekki á markið.
87. mín
Inn:Fabian Delph (Aston Villa) Út:Chris Herd (Aston Villa)
Aston Villa gerir aðra skiptingu.
85. mín Gult spjald: Stilian Petrov (Aston Villa)
Stilian Petrov með ljóta tæklingu á Gareth Bale rétt fyrir utan teig og fær að líta gula spjaldið fyrir vikið.
80. mín
Tottenham sækir áfram stíft að marki Aston Villa.
70. mín
Inn:Jermain Defoe (Tottenham) Út:Rafael van der Vaart (Tottenham)
Fyrsta skipting hjá Tottenham, Defoe kominn inná fyrir Van der Vaart sem var tæpur fyrir þennan leik.
69. mín
Gareth Bale með skot á markið en Shay Given sér við honum.
67. mín
Tottenham að undirbúa skiptingu. Jermain Defoe er að gera sig klárann.
64. mín
Inn:Barry Bannan (Aston Villa) Út:Carlos Cuellar (Aston Villa)
Aston Villa gerir skiptingu.
62. mín
ADEBAYOR..framhjá! Gott skot frá Adebayor sem hafnar hárfínt framhjá markinu. Gestirnir eiga í bullandi vandræðum með hann.
59. mín
Heimamenn vilja fá vítaspyrnu eftir brot á Adebayor en dómarinn lætur leikinn halda áfram. Hárrétt.
58. mín
Kyle Walker tekur af skarið með föstu skoti fyrir utan teig en boltinn flýgur framhjá markinu.
52. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ ADEBAYOR! Tógó maðurinn nálægt því að fullkomna þrennuna eftir að hafa sloppið í gegnum vörn Aston Villa en setur boltann framhjá markið.
49. mín
Gestirnir koma heldur beittari til leiks í seinni hálfleikinn og fá hér aukaspyrnu á fínum stað en Brad Friedel handsamar knöttinn.
47. mín
Aston Villa með fyrsta færið í seinni hálfleik en Brad Friedel er vel á verði og ver skalla frá Darren Bent örugglega.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar eru á liðunum.
Hallur Flosason
Tottenham - Aston Villa ... Það er bara eitt lið á vellinum #fotbolti
45. mín
Dómarinn hefur flautað til hálfleiks. Staðan er 2-0 fyrir Tottenham.
45. mín Gult spjald: Chris Herd (Aston Villa)
Chris Herd fær að líta fyrsta gula spjald leiksins.
45. mín
2 mínútum er bætt við fyrri hálfleik.
41. mín
Mörkin gerast ekki auðveldari en þetta. Boltinn dettur fyrir Adebayor nánast á marklínu eftir fyrirgjöf frá Gareth Bale og þurfti hann aðeins að pota boltanum yfir línuna.
40. mín MARK!
Emmanuel Adebayor (Tottenham)
Adebayor að skora sitt annað mark og kemur Tottenham í 2-0!!!
39. mín
Gareth Bale nálægt því að sleppa í gegn eftir sendingu frá Luka Modric en missir boltann frá sér.
36. mín
Kyle Walker liggur eftir á vellinum eftir samstuð við leikmann Aston Villa en getur þó haldið áfram.
Sig Elvar Þórólfsson
allir löngu búnir að gleyma hvar í London Adebayor var áður.. 1-0 #spurs #fotbolti
30. mín
Jæja gestirnir komast loksins í eina sókn og boltinn berst á Emile Heskey inná teig sem sendir boltann framhjá markið.
29. mín
Tottenham líklegir til að bæta við öðru marki og Adebayor með góða sendingu inn fyrir á Van der Vaart sem vippar boltanum yfir markið.
25. mín
Adebayor með skemmtilega hugmynd þegar hann ætlaði að klippa boltann á lofti eftir fyrirgjöf en sá hittir boltann illa.
23. mín
Lúmsk skot frá Rafael van der Vaart sem fær boltann eftir hornspyrnu og þrumar knettinum í hliðarnetið. Tottenham ræður hér lögum og logum.
19. mín
Tottenham hefur verið mun betri aðilinn sem af er leiks og er meira með boltann.
15. mín
Frábært mark hjá Adebayor!! Eftir mikinn atgang berst boltinn til Adebayor sem er einn og óvaldaður í teignum og skorar með laglegri bakfallsspyrnu.
14. mín MARK!
Emmanuel Adebayor (Tottenham)
Emmanuel Adebayor skorar fyrsta mark leiksins og kemur Tottenham yfir!!
13. mín
Tottenham fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
11. mín
Emmanuel Adebayor nálægt því að koma Tottenham yfir! Aaron Lennon með fyrirgjöf fyrir markið en Adebayor skallar boltann rétt framhjá.
3. mín
Mikið fjör hér í upphafi leiks. Aaron Lennon fór illa með varnarmenn Aston Villa og á sendingu inn á teig á Rafael van der Vaart sem fer þó illa af ráði sínu og missir boltann frá sér.
1. mín
Aðeins hálf mínúta er liðinn af leiknum og strax fyrsta færið komið. Stilyan Petrov með hættulega fyrirgjöf á Emile Heskey sem var hársbreidd frá því skalla boltann á markið.
1. mín
Leikurinn er hafinn, gestirnir byrjuðu með boltann.
Fyrir leik
Liðin ganga inná völlinn.
Fyrir leik
Tottenham er í fimmta sæti deildarinnar með 22 stig og getur með sigri komist upp í þriðja sætið en Aston Villa er í áttunda sæti með 15 stig.
Fyrir leik
Harry Redknapp teflir fram óbreyttu liði frá síðasta leik Tottenham. Rafael van der Vaart var tæpur fyrir leikinn vegna smávægilega meiðsla en er í byrjunarliðinu í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Tottenham (4-4-1-1): Friedel; Walker, Kaboul, King, Assou-Ekotto; Lennon, Parker, Modric, Bale; Van der Vaart; Adebayor

Aston Villa (4-4-2): Given; Cuellar, Collins, Dunne, Warnock; Hutton, Herd, Petrov, Agbonlahor; Heskey, Bent
Fyrir leik
Endilega komið með ykkar innlegg í gegnum Twitter með því að nota hashtagið #fotbolti með færslunum. Valdar færslur verða birtar í þessari textalýsingu.
Fyrir leik
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, er klár í slaginn og snýr aftur á hliðarlínuna í kvöld. Hann hafði tekið sér pásu eftir hjartaaðgerð sem hann gekkst undir í byrjun þessa mánaðar.
Fyrir leik
Gott kvöld kæru lesendur. Það fer að styttast í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni þar sem Tottenham fær Aston Villa í heimsókn klukkan 20:00.

Hér verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu.
Byrjunarlið:
1. Shay Given (m)
2. Alan Hutton
3. Stephen Warnock
5. Richard Dunne
6. James Collins
9. Darren Bent
11. Gabriel Agbonlahor
18. Emile Heskey
19. Stilian Petrov
24. Carlos Cuellar ('64)
31. Chris Herd ('87)

Varamenn:
7. Stephen Ireland
10. Charles N'Zogbia
16. Fabian Delph ('87)
21. Ciaran Clark
22. Brad Guzan
25. Barry Bannan ('64)
26. Andreas Weimann

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Chris Herd ('45)
Stilian Petrov ('85)

Rauð spjöld: