Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
2
0
Víkingur R.
Óskar Örn Hauksson '52 1-0
Atli Sigurjónsson '63 2-0
02.07.2014  -  19:15
KR-völlur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Valdimar Pálsson
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
3. Haukur Heiðar Hauksson
4. Gonzalo Balbi Lorenzo
7. Gary Martin ('81)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('55)
8. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('76)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
8. Baldur Sigurðsson
9. Kjartan Henry Finnbogason ('81)
11. Emil Atlason
11. Almarr Ormarsson ('76)
24. Abdel-Farid Zato-Arouna ('55)
28. Ivar Furu

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Íslandsmeistara KR og Víkings í Pepsi-deild karla. Spilað er á KR-vellinum í Frostaskjóli.

Víkingar, sem eru nýliðar í deildinni, hafa verið á blússandi siglingu undanfarið og unnið síðustu þrjá leiki sína. Munar þar mikið um að Aron Elís Þrándarson hefur hrisst af sér öll meiðsli og er í sínu besta formi.
Fyrir leik
Veðurspáin fyrir leikinn mætti vera betri. Það er strekkingur úr norðvestri en spáin segir að það ætti að haldast þurrt á meðan leik stendur. Það er því um að gera að klæða sig vel og skella sér á leik, enda ekkert HM í kvöld.
Fyrir leik
Fyrirliði Víkings, Igor Taskovic og Arnþór Ingi Kristinsson taka út leikbann í kvöld eftir að hafa fengið rautt spjald í síðasta leik gegn Breiðablik.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ingvar Kale:
,,KR-ingar eru seigir á lokasprettinum og eru búnir að vera vinna stig á lokamínútunum. Við þurfum að vera klárir, ef við erum yfir í lokin þá vitum við að við verðum að vera á tánnum. Þeir hafa verið að skora mörk á síðustu mínútunum í leikjum sínum."
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Miðjumaðurinn Baldur Sigurðsson og Farid Zato á varamannabekk KR-inga í kvöld, sem og Kjartan Henry Finnbogason. Varnarmaðurinn Gunnar Þór Gunnarsson er hinsvegar ekki í hóp.
Fyrir leik
Fólk er farið að týnast í Frostaskjólið og það styttist í að liðin gangi út á völl.
1. mín
Það eru KR-ingar sem hefja leik.
2. mín
Víkingar leika laglega sín á milli í upphafi leiks. Þeir eiga aukaspyrnu á hættulegum stað núna.
3. mín
Aron Elís skýtur úr aukaspyrnunni en fast skot hans siglir framhjá marginu.
3. mín
Aukasyprna Hauks Heiðars var gripin af vindinum og hafnaði i höndum Ingvars Kale
4. mín
Dofri Snorrason nær skoti að marki sem fer beint á Stefán Loga.
6. mín
Brotið á Þorsteini Má utarlega við teiginn. Tveir leikmenn KR standa yfir boltanum.
7. mín
Aukaspyrna Hauks Heiðars er gripin af vindinum og boltinn endar í öruggum höndum Ingvars Kale í marki Víkings.
8. mín
Heimamenn með ágæta útfærslu á aukaspyrnu en Óskar Örn nær ekki valdi á boltanum sem fer á endanum út fyrir hliðarlínuna.
10. mín
Dofri tók Grétar Sigfinn á sprettinum og það þarf ekki að spurja hvernig það fór. Grétar náði þó góðri tæklingu en Dofri fékk frákastið. Hann reyndi síðan fyrirgjöf en sparkaði í jörðina og féll niður. Markspyrna fyrir KR.
11. mín
Alan Lowing nær á síðustu stundu að komast inn í fyrirgjöf Gary Martin og kemur boltanum út fyrir endalínuna.
13. mín
DAUÐAFÆRI! Aron Elís fer illa með Hauk Heiðar og kemst einn gegn Stefáni Loga sem ver meistaralega!! Víkingar fá í kjölfarið hornspyrnu sem ekkert varð úr.

Skömmu áður hafði fyrigjöf Þorsteins Más skapa mikla hættu við mark Víkings.
17. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Réttur dómur. Var of seinn og braut á Atla á miðjum vellinu.
20. mín
Fyrirgjöf inn í teig Víkings og boltinn endar hjá Gary Martin sem á skot sem Ingvar ver í slánna. Valdimar dómari hafði hinsvegar þegar flautað á bakhrindinginu í teignum.
21. mín
Í blaðamannaboxinu keppast menn um að hneykslast á veðráttunni, skiljanlega. Það er þó skjól hérna inni.
22. mín
KR á aukaspyrnu á vinstri kanti sem Atli tekur. Víkingar hreinsa illa frá og Óskar Örn fær boltann í góðu færi. Þrumufleygur hans fer hinsvegar langt yfir.
23. mín
Óskar Örn var hinsvegar nálægt því að skora í þetta sinn! Skot hans utan teigs fór rétt framhjá markinu.
25. mín
Eftir líflega byrjun Víkings hafa KR-ingar tekið völdin á vellinum síðustu mínútur. Gestirnir eru þó að halda boltanum ágætlega innan liðsins þessa stundina.
26. mín
Ívar Örn með skot að marki KR. Lítil hætta og boltinn fer framhjá.
30. mín
Besta færi leiksins! Aron Elís með skot sem Stefán Logi nær rétt að verja í slánna. Óttar Steinn nálægt því að koma frákastinu í netið en hitti ekki boltann fyrir opnu marki!

Skömmu síðar þarf Stefán Logi aftur að taka á stóra sínum og ver í horn.
31. mín
KR-ingar ná hraðri sókn upp völlinn. Atli fær boltann á miðjunni og sér Gary Martin á sprettinu. Stungusending Atla hinsvegar aðeins of föst og Martin rétt missir af boltanum.
33. mín
Hætta við mark Víkings! Skot Gonzalo Balbi fer rétt framhjá markinu.
36. mín
KR gefur blaðamönnum Coke. Á flöskunni stendur "njóttu Coke með Meisturunum"

Tilviljun?
39. mín
Aukaspyrna Arons Elísar af vinstri kantinum endar á kollinum á Pape Mamadou Faye. Laus skalli hans fer beint á Stefán Loga.
40. mín
Ívar Örn tók aukaspyrnu af löngu færi og reyndi að nýta sér meðvindinn. Þrusufast skot hans fór hinsvegar rétt framhjá.
41. mín
Pape með boltann við teig KR-inga og boltinn fer greinilega í hönd Guðmunds Reynis en það fór hinsvegar framhjá dómurum leiksins.
42. mín
Víkingar heldur betur að færa sig upp á skaftið hér í Frostaskjólinu! Pape rétt missir af fyrirgjöf Arons Elís og boltinn siglir útaf.
45. mín
Glæsileg sending Balbi inn fyrir vörn Víkings og Gary Martin er í dauðafæri! Skot hans í fyrstu snertingu fer í stönginga!!
45. mín
Fjörugum fyrri hálfleik í Frostaskjólinu er lokið!

Bæði lið hafa fengið góð tækifæri til að skora í kaflaskiptum hálfleik. Það koma mörk í þennan leik, hef fulla trú á því!
46. mín
Valdimar dómari flautar síðari hálfleikinn af stað. Það hefur heldur bætt í vindinn ef því sem liðið hefur á leikinn.
47. mín
Aron Elís með fyrstu tilraun síðari hálfleiks. Hann á fast skot að marki utan teigs en Stefán Logi handsamar boltann örugglega.
52. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
KR KOMið YFIR!!

Óskar Örn þrumar boltanum framhjá Ingvari Kale. Aðdragandinn frekar furðulegur þar sem varnarmönnum Víkings tókst ekki að hreinsa boltann úr teignum. Eftir misheppnaða tilraun til hreinsunar slapp Óskar Örn einn í gegn og skoraði.
55. mín
Inn:Abdel-Farid Zato-Arouna (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Miðjumaður út fyrir sóknarmann. KR að leggja rútunni strax eftir að þeir komast yfir?
57. mín
Aron Bjarki með skalla í dauðafæri sem Ingvar ver á magnaðann hátt og kemur boltanum framhjá markinu! Aron er hinsvegar flaggaður rangstæður og þetta hefði því ekki talið. Engu að síður frábær varsla!
60. mín
KR með vindinn í bakið og er sterkara liðið eins og er. Eiga hverja sóknina á fætur annarri.
62. mín Gult spjald: Henry Monaghan (Víkingur R.)
Monaghan fær gult spjald fyrir ljótt brot á Guðmundi Reyni. Einhverjir KR-ingar í stúkunni vildu sjá annan lit á spjaldinu.
63. mín MARK!
Atli Sigurjónsson (KR)
2-0! Norðlendingurinn Atli Sigurjónssn afgreiðir boltann snyrtilega í netið eftir fína fyrirgjöf Hauks Heiðars!

Verðskuldað forskot KR-inga sem hafa verið mun sterkari aðilinn eftir hálfleik.
66. mín
Inn:Stefán Bjarni Hjaltested (Víkingur R.) Út:Aron Elís Þrándarson (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Agnar Darri Sverrisson (Víkingur R.) Út:Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
Óli Þórðar gerir tvöfalda skiptingu á liði sínu.
70. mín
Íslenska sumarveðrið í skrautbúningi hér í vesturbænum þessa stundina þar sem það er farið að rigna í rokinu.
72. mín
Eftir seinna mark KR hefur ró færst yfir leikinn og lítið að gerast.
76. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Skipting hjá KR með norðlensku þema.
78. mín
Inn:Eiríkur Stefánsson (Víkingur R.) Út:Henry Monaghan (Víkingur R.)
81. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (KR) Út:Gary Martin (KR)
Framherji inn fyrir framherja
83. mín
Almarr með hættulítið skot utan teigs sem Ingvar grípur auðveldlega.
87. mín
Hver einn og einasti af þeim 1101 áhorfanda sem mætti í Frostaskjólið í kvöld á hrós skilið. Aðstæður vægast sagt leiðinlegar.
88. mín
Lítið eftir af leiknum og úrsitin eru þegar ráðin.
90. mín
Góð spyrna frá Eiríki Stefáns en Víkingar ná ekki að gera sér mat úr henni.
Leik lokið!
KR-ingar hafa að lokum öruggan 2-0 sigur á Víking. Þeir þurftu þó að hafa fyrir sigrinum þar sem Víkingar voru mjög hættulegir í fyrri hálfleik.
Byrjunarlið:
3. Ívar Örn Jónsson ('66)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Pape Mamadou Faye
21. Aron Elís Þrándarson ('66)
22. Alan Lowing

Varamenn:
19. Stefán Bjarni Hjaltested ('66)
27. Tómas Guðmundsson
28. Eiríkur Stefánsson ('78)
29. Agnar Darri Sverrisson ('66)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Henry Monaghan ('62)
Halldór Smári Sigurðsson ('17)

Rauð spjöld: