Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fjölnir
3
3
Fylkir
Christopher Paul Tsonis '18 1-0
Gunnar Már Guðmundsson '44 2-0
2-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson '67
2-2 Kristján Valdimarsson '69
2-3 Andrew Sousa '84
Illugi Þór Gunnarsson '94 3-3
02.07.2014  -  20:00
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
10. Aron Sigurðarson ('56)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('74)
22. Ragnar Leósson ('85)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Varamenn:
1. Jökull Blængsson (m)
3. Illugi Þór Gunnarsson ('56)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Viðar Ari Jónsson ('74)

Liðsstjórn:
Guðmundur Þór Júlíusson
Gunnar Valur Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komiði sæl.

Hér mun fara fram textalýsing frá leik Fjölnis og Fylkis í Pepsi deild karla.

Bæði lið þurfa bráðnauðsynlega á sigri að halda og verður virkilega spennandi að sjá hvernig þessi leikur mun þróast.
Fyrir leik
Dómarinn hér í dag er það sem við köllum ,,Dýrari týpan" en Gunnar Jarl Jónsson mun bera spjöldin, flautuna og bara allt sem dómarinn þarf til að klára svona leik.
Fyrir leik
Á meðan fyrrverandi Fjölnismaðurinn Aron Jó datt út í 16-liða úrslitum HM í gær, halda hans gömlu félagar ótrauðir áfram í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að hafa ekki náð að hesthúsa sigri síðan í 2.umferð. Fjölnir eru í 7.sæti eins og er.
Fyrir leik
Fylkismenn sitja í 9. sætinu og hafa ekki náð að landa sigri síðan 19.maí þegar þeir tóku Víkingana 2-1 á gervigrasinu í Laugardal.
Fyrir leik
Í síðustu þremur mótsleikjum sem liðin hafa mæst hafa Fylkismenn alltaf haft betur, en í dag er nýr leikur, leikurinn byrjar 0-0 og bæði lið eiga jafnan möguleika á sigri. Óhætt er að búast við mikilli spennu.
Fyrir leik
Tónlistin hér er vægast sagt grjóthörð og hávær. Einungis rapptónlist í Grafarvoginum takk fyrir. Mig grunar að Herra Fjölnir hafi haft puttana í þessum lagalista.
Fyrir leik
Allir, bæði lið og dómaratríóið er mætt til upphitunar á fanta flottum Fjölnisvelli. Hálftími í leik og fólk byrjað að láta sjá sig í stúkunni. Allt undir 700 manns á þennan ,,derby-slag" væru vonbrigði.
Fyrir leik
Ofboðslega gaman að sjá hvað Ási Arnars virðist alltaf vera á tánum þegar kemur að fatavali. Appelsínugulur rennilás á úlpunni hans og að sjálfsögðu fer hann í appelsínugula skó. Lekkert.
Fyrir leik
Dómararnir eru jafn samstíga og rússneskur ballet dansflokkur í upphitun sinni. Vonandi að þeir haldi því áfram þegar í leikinn í er komið. Þeir Gunnar Jarl, Jan Eric og Gunnar Sverrir fá hér verðugt verkefni í dag.
Fyrir leik
Haukur Lár, eða ,,Rauði Turninn" fer hamförum í halda bolta innan liðs upphitun Fjölnis. Búinn að telja 2 hælsendingar sem allar hafa ratað á réttan einstakling. Þvílík boltatækni!

Hinu megin er Haukur Ingi Guðna að hita sína menn í Fylki upp og hraðinn þar er mikill, Fylkismenn ætla að byrja sterkt, það er nokkuð ljóst. 19 mínútur í leik og ég er allur að veðrast upp hérna!
Fyrir leik
Clocks með Coldplay komið á. Viðurkenni fúslega að það er meira minn bolli af te. Boltastrákarnir fá bolta í hönd og dreifa sér um völlinn. Liðin gera sig klár í að labba inná.
Fyrir leik
Liðin labba inn á völlinn á eftir herforingjanum Gunnari Jarli með Jónsa í Svörtum Fötum í eyrunum. ,,Áfram, áfram Fjölnir" syngur Jónsi.
Fyrir leik
Vallarþulurinn er jafn óöruggur og Villi í Bandinu hans Bubba, flissar og tautar eitthvað í hljóðnemann. Ófagmannlegt.
1. mín
Leikurinn er hafinn

Fjölnismenn sækja í átt að Voginum og Fylkir í átt að Bauhaus.
2. mín
Báðir markmenn spila í gammósíum. Hitinn er einhvers staðar annars staðar en í Grafarvoginum. Kuldi hefur samt sjaldan stoppað menn í að bjóða upp á góðan fótbolta. Sérstaklega íslendinga.
Magnús Sigurbjörns @sigurbjornsson

Andrés Már uppá topp hjá Fylki. Eini sem getur skorað. #fotbolti
6. mín
Vindurinn er í bakinu á Fjölnismönnum þessa stundina. Ágætis flétta hjá Aroni Sig og Chris Tsonis sem endar með hornspyrnu fyrir Fjölni.
6. mín
Gunnar Már með skalla rétt yfir úr horninu. Engin hætta samt sem áður.
8. mín
Tsonis virðist vera að spila sem fremsti maður hjá Fjölni. Veit fyrir víst að það er ekki hans staða, verður gaman að fylgjast með honum samt sem áður.
9. mín
Haukur Lár sýnir takkana í tvígang inná miðjunni og vinnur tvær tæklingar í röð, Gunnar Jarl leyfir leiknum að halda áfram. Gott og blessað!
10. mín
Aron Sig með fyrsta alvöru skotið í þessum leik, vinstra megin við vítateiginn ca. 30 metrum frá markinu. Langt yfir samt sem áður.
12. mín
Ef þið eigið pening og finnið einhvers staðar stuðul á rautt spjald í þessum leik, setjið á það. Harkan í þessum leik er gífurleg. Gunnar Jarl hefur minnstan áhuga á að flauta á svona smotterí.
14. mín
Kristján Valdimarsson er kominn í lið Fylkis á ný eftir meiðsli og öskrar hann sína menn áfram úr hafsentinum.
16. mín
Fjölnir fær aukaspyrnu vinstra megin á vellinnum rétt fyrir framan miðlínu. Aron Sig krullar boltann inn á teig en enginn sem hefur áhuga á að stanga þennan í netið. ,,Beggi farðu í boltann!" segir reiður Ágúst Gylfason.
18. mín MARK!
Christopher Paul Tsonis (Fjölnir)
Stoðsending: Ragnar Leósson
Wow!!!! Ein besta fyrsta snerting sem ég hef séð frá leikmanni í efstu deild. Tsonis fær háan bolta frá Ragnari Leóssyni á hægri kantinum, rétt fyrir utan vítateiginn og gjörsamlega steindrepur boltann, leggur hann fyrir sig, og klárar í nærhornið.
23. mín
Fylkismenn enn ekki átt einu sinni hættulega sókn að marki Fjölnis í þessum leik. Lítur vægast sagt ekki vel út fyrir Fylki.
24. mín
Bíddu nú við, Ragnar Bragi og Gunnar Már mætast í hörkutæklingu um 50/50 bolta inná miðjunni og eru nánast á sama tíma. Gunnar Jarl dæmir, Daði Ólafss gjörsamlega brjálast og kemur og hrindir Gunnari Má. Furðulegt.
26. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Fær hér gult spjald fyrir samstuðið.
27. mín
,,Þetta er að leysast upp í eitthvað rugl dómari" segir fyrirliði og markvörður Fylkis, Bjarni Þórður.
30. mín
Fyrsta hættulega færi Fylkis. Ragnar Bragi með sendingu frá hægri kantinum á Andrés Má sem tekur boltann með sér en Bergsveinn nær að renna sér fyrir boltann og setur hann í horn. Ekkert varð úr hornspyrnunni.
32. mín
Doddi Inga spilar í stöðu ,,sweeper keeper" í dag. Hann hefur allavega verið mikið í að hrifsa langa bolta Fylkismanna inn miðjuna. Varnarlína Fjölnis fer hátt upp þegar þeir sækja og þá er mikilvægt að vera með markmann sem er á tánum og snöggur að bregðast við.
33. mín
Ragnar Bragi með skot rétt framhjá. Fylkir að komast í gang, ekki seinna vænna.
37. mín
Nú er byrjað að rigna, og eins og flestir vita er blaðamannastúkan í Grafarvogi utandyra, nú er næsta verk að finna sér stað inni.
38. mín
Griðarstaður fundinn innandyra. Á sama tíma komst Aron Sig í gott færi og skýtur föstum bolta með jörðinni af vinstri markteigslínu, beint í krumlurnar á Bjarna í marki Fylkis.
41. mín
Tsonis búinn að vera flottur í dag, baráttuglaður og mikið af spili Fjölnis fer í gegnum hann.
42. mín
Hornspyrna sem Fjölnir á.
44. mín MARK!
Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Christopher Paul Tsonis
VÁ, þetta var mark af dýrari gerðinni. Tsonis með flottan sprett upp vinstri kantinn, kemur sér inn í teig, rennir boltanum á Gunnar Má, sem var staðsettur vinstra megin rétt fyrir utan teig. Hann tekur sig til og tekur skot utanfótar, notar vindinn hárrétt, og boltinn dettur undir þverslána.
45. mín
Gunnar Jarl flautar hér til hálfleiks.
45. mín
Fjörugur fyrri hálfleikur vægast sagt, nóg af færum, mikil barátta og gott spil á köflum. En Fjölnir í algjöru aðalhlutverki og það þarf mikið að gerast til að Fylkismenn fái eitthvað úr þessum leik hér í kvöld.
45. mín
Leikurinn er hafinn á ný
47. mín
Eitthvað líf að kvikna hjá Fylki, flott fyrirgjöf frá hægri kanti á Andrés sem hittir boltann ekki nægilega vel fyrir framan markið. Markspyrna.
50. mín
Ásgeir Eyþórs dæmdur rangstæður eftir hættulegan skalla sem Doddi þurfti að hafa sig allan við að verja.
53. mín
Doddi Inga með tvær STÓRBROTNAR markvörslur, 2 skot af minna en 5 metra færi sem hann ver glæsilega. Fyrst vippa frá Andrési, svo fast skot frá Ásgeiri Erni sem hann hrifsar til sín.
56. mín
Mjög hrifinn af miðju Fjölnismanna, Gunni Már, Gummi Bö og Ragnar Leós hafa verið frábærir hérna í dag.
56. mín
Inn:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir) Út:Aron Sigurðarson (Fjölnir)
Fyrsta skipting leiksins. Aron verið flottur í dag.
57. mín
503 Áhorfendur á Fjölnisvelli í dag.
57. mín
Mikið líf í Fylkismönnum þessa stundina, spurning hvort það liggi mark í loftinu?

Andrés Már tekur hornspyrnu sem ekkert verður úr.
59. mín
Bergsveinn Ólafsson fer í eina fullorðins tæklingu og bjargar upplögðu tækifæri Andrésar Más rétt inn fyrir vítateig.
60. mín
Mark á næstu 10 mínútum frá Fylki myndi hleypa gífurlegu lífi í þennan leik.

Fylkir eins og stendur í fallsæti ásamt Þór, sem tapaði nú fyrir skemmstu gegn Breiðablik.
62. mín
Inn:Andrew Sousa (Fylkir) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)
Ekki besti dagur Ragnars.
66. mín
Fylkismenn sækja og sækja. En það vantar að leggja lokahönd á þessar sóknir.
67. mín MARK!
Stefán Ragnar Guðlaugsson (Fylkir)
Stoðsending: Tómas Þorsteinsson
AKKÚRAT ÞAÐ SEM LEIKURINN ÞURFTI. Tómas Þorsteinss sendir háan bolta fyrir markið sem Doddi Inga reynir að slá frá, Stefán Ragnar er vel á verði á fjærstönginni og gjörsamlega eyðileggur netið í fjærhorninu. Við auglýsum eftir færu saumafólki til að tjasla saman netinu hérna á Fjölnisvelli!
69. mín MARK!
Kristján Valdimarsson (Fylkir)
HVAÐ ER AÐ GERAST !!!!!!!!!!

Kristján Valdimarsson fær sendingu frá hægri kantinum, beint á kollinn á sér og stangar boltann í netið, 2-2 OG ÞETTA ER BULLANDI LEIKUR.
70. mín
Fjölnismenn eru ofboðslega kærulausir þessa stundina, í stað þess að halda boltanum og vera rólegir þá hafa þeir verið í kýlingum fram völlinn og ekkert bit núna frá þeim sóknarlega.
71. mín
Set spurningamerki við þá ákvörðun þjálfara Fjölnis að taka Aron Sig af velli, í stöðunni 2-0. Illugi ekki gert neitt eftir að hann kom inná og engin ógn frá Fjölni. Þó að Aron hafi ekki verið besti maður vallarins var hann alltaf að ógna og alltaf að reyna að sækja marki.
73. mín
Eins og staðan er núna er það Fylkir sem skorar 5 mark leiksins. 100%
74. mín
Inn:Viðar Ari Jónsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
78. mín
Hvað sagði Ási við sína menn í hálfleik? Þetta er annað lið Fylkis en við horfðum uppá í fyrri hálfleik, það er klárt!
79. mín
Fjölnir eru hins vegar heillum horfnir og virðast ekki getað náð sendingu sín á milli án þess að Fylkismaður komist inn í hana!
80. mín
STÓRHÆTTULEGT færi hjá Fjölni loksins. Klafs inní teig, Tsonis rennir sér í dauðan bolta inn í teig, og boltinn rétt framhjá !!
81. mín
Inn:Sadmir Zekovic (Fylkir) Út:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir)
82. mín
Þessar lokamínútur verða eitthvað miklu meira en spennandi, bæði lið ætla sér 3 stig hér í dag. Ég umorða þetta, bæði lið VERÐA að fá 3 stig hér í dag.
84. mín MARK!
Andrew Sousa (Fylkir)
Stoðsending: Stefán Ragnar Guðlaugsson
NEI NÚ SET ÉG APPELSÍNUR Í KODDAVER!!!!!

Sending frá hægri kantinum, Stefáni Ragnari réttara sagt, beint á höfuðið á Andrew Sousa, dekkningin inní teig Fjölnis ENGIN og Sousa þakkar pent fyrir sig með flottu skallamarki af stuttu færi.
85. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
86. mín
Allir þeir sem hafa einhverjar tilfinningar hljóta að hafa glaðst örlítið með Ása Arnarssyni sem rennir sér á hnjánum af fögnuði. Passion.
90. mín
Haukur Lár kominn fram hjá Fjölni. Fylkismenn eru að sigla þessu heim.
93. mín
Það er ekkert í gangi hjá Fjölni, stuðningsmenn eru pirraðir og farnir að tía sig heim, ég svosem skil þá vel. Hvað gerðist eiginlega?
94. mín MARK!
Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
NEI NÚ HÆTTIR ÞÚ !!!!!!!

Illugi með síðustu spyrnu leiksins, draumóraskot af 30 metra færi sem virtist ætla að verða auðvelt fyrir Bjarna í markinu. En boltinn fer yfir hann og LEIKURINN ENDAR 3-3.

Fylkismenn blóta í sand og ösku.
Leik lokið!
Ég þarf róandi. Strax.
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson
7. Gunnar Örn Jónsson ('81)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('62)
10. Andrés Már Jóhannesson
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
32. Björn Hákon Sveinsson (m)
6. Andrew Sousa ('62)
9. Hákon Ingi Jónsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal
13. Magnús Otti Benediktsson
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
26. Sadmir Zekovic ('81)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('26)

Rauð spjöld: