Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Grindavík
5
1
Tindastóll
0-1 Mark Charles Magee '28
1-1 Arnar Skúli Atlason '46 , sjálfsmark
Magnús Björgvinsson '52 2-1
Scott Mckenna Ramsay '62 3-1
Tomislav Misura '68 4-1
Óli Baldur Bjarnason '83
Juraj Grizelj '89 5-1
11.07.2014  -  19:15
Grindavíkurvöllur
1. deild karla 2014
Dómari: Daniel Cook
Byrjunarlið:
1. Óskar Pétursson (m)
Jósef Kristinn Jósefsson
Scott Mckenna Ramsay ('66)
2. Jordan Lee Edridge
3. Daníel Leó Grétarsson
5. Juraj Grizelj
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Joseph David Yoffe ('50)
14. Tomislav Misura
17. Magnús Björgvinsson ('87)
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
3. Milos Jugovic ('87)
5. Nemanja Latinovic

Liðsstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Benóný Þórhallsson
Marinó Axel Helgason
Ivan Jugovic

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Óli Baldur Bjarnason ('83)
Fyrir leik
Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Grindavíkur og Tindastóls í 1. deild karla.

Liðin eru klár hérna sitthvorum megin við textann.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
25 mínútur til stefnu hér á Grindavíkurvelli, veðrið ágætt svo sem, lítill vindur og blautur völlur og vonandi fáum við flottan fótbolta hér í dag
Fyrir leik
Jæja þá byrjar veislan, Stólarnir byrja með boltann
3. mín
Scott Ramsey kominn aftur inní lið Grindavíkur eftir að hafa glímt við meiðsli síðan í leik á móti Þrótturum og Marko Valdimar er fjarverandi útaf banni. Smá meiðsli eru hjá Grindvíkingum en þeir Andri Óla,Hákon Ívar og Mattíhas Örn eru allir fjarverandi
5. mín
Grindvíkingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, hana tekur Scotty og setur hann vel yfir vegginn en Gísli Eyland vandanum vaxinn í markinu
8. mín
Burt séð frá þessum leik þá er KV að vinna Víking Ólafsvík 3-0 eftir 14 mínútur, KV menn á mikilli siglingu
10. mín
Mark Charles snýr vel á tvo varnarmenn Grindavíkur á og á lúmkst skot beint á Óskar sem mis reiknar boltann eitthvað og slær hann í horn, ekkert kom uppúr horninu
12. mín
Scott Ramsey á gott skot fyrir utan en boltinn fer rétt yfir
25. mín
Ekkert að gerast í leiknum þannig best að henda í staðreynd leiksins en hún er að Daniel Cook breskur dómari dæmir leikinn hér í dag og má því búast við að hann leyfi aðeins meira en venjulega gerist
28. mín MARK!
Mark Charles Magee (Tindastóll)
MAAAAAAAAAAAAAAAAAARK !!!!!!!!!!
Stólarnir eiga aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og hann setur þétting fast með fram jörðinni í markmannshornið
29. mín
Tomislav Misura nálægt því að jafna leikinn en hann fékk sendingu inn fyrir vörnina en setti hann beint á Gísla í markinu
33. mín
Grindavíkingar með fallegt spil inní teig gestanna og Juraj tekur skotið en fer í varnarmann og horn, Grindvíkingar fá tvær hornspyrnur í röð en ekkert kemur uppúr þeim
35. mín
Scott Ramsey sendir Magnús Björgvinsson í gegn en Tomislav Misura er fyrir innan og tekur færið af Magnúsi Björgvinsyni og dæmd er aukaspyrna á stólanna fyrir brot á Scotty
36. mín
Jordan Edridge í góðu skotfæri inní teig en skotið hans verra en mánudagur eftir þjóðhátíð, kiksaði boltan nærrum því í innkast, Grindvikingar nálgast jöfnunarmarkið
39. mín
José Figura reynir að setja hann í skeytinn með vinstri en boltinn framhjá
45. mín
Hálfleikur kominn hér á Grindavíkurvellir þar sem Tindastóls menn leiða 1-0
46. mín
Jæja seinni hálfleikur að byrja og Grindvíkingar sem byrja núna með boltann, enda bara sanngjarnt þar sem Stólarnir byrjuðu með hann í fyrri hálfleik, hér ríkir jafnrétti
46. mín SJÁLFSMARK!
Arnar Skúli Atlason (Tindastóll)
Stoðsending: Óli Baldur Bjarnason
MAAAAAAAAARK!!!!

Óli Baldur með flottan bolta fyrir en Arnar Skúli óheppinn og stýrir honum í eigið net, allt orðið jafnt eins og ég sagði áðan að hérna ríkir jafnrétti
50. mín
Inn:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík) Út:Joseph David Yoffe (Grindavík)
Óli Baldur kom inná fyrir Joe Yoffe í hálfleik
52. mín MARK!
Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Stoðsending: Scott Mckenna Ramsay
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK !!

Grindvíkingar ekki lengi að snúa stöðunni sér í vil en Scott Ramsey á frábæra sendingu í gegn á Magnús Björgvinsson sem rennir honum fram hjá Gísla i markinu og inn
57. mín Gult spjald: Arnar Skúli Atlason (Tindastóll)
Juraj tekinn illa niður á vinstri kantinu en hann harkar það af sér en leikmaður Tindastóls sem tók hann niður liggur sárþjáður eftir og haltrar svo útaf
60. mín
Inn:Árni Einar Adolfsson (Tindastóll) Út:Björn Anton Guðmundsson (Tindastóll)
61. mín
Juraj með glæsilega sendingu á Óla Bald sem tekur boltan niður með kassanum og á fínt skot en Gísli ver vel í markinu, allt annað að sjá Grindavíkurliðið í seinni hálfleik og Stólarnir komast varla yfir miðju
62. mín MARK!
Scott Mckenna Ramsay (Grindavík)
Stoðsending: Óli Baldur Bjarnason
MAAAAAAAAAAAAARK !!

Brotið var á Óla Baldri rétt fyrir utan teig og töframaðurinn Scott Ramsey snýr hann glæsilega yfir vegginn og í blá hornið, Gísli á aldrei séns í markinu
64. mín
Grindvíkingar nálægt því að bæta við fjórða markinu, Scotty fær bolta við vinstra vítateigs hornið og setur hann í slánna og niður og Grindvíkingar fylgja eftir en Gísli bjargar vel i markinu
66. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Scott Mckenna Ramsay (Grindavík)
Scotty var 22 ára þegar sá sem leysir hann af fæddist.
68. mín MARK!
Tomislav Misura (Grindavík)
Stoðsending: Óli Baldur Bjarnason
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK !!!!!!!

Grindvíkingar að pakka Stólunum hér í seinni hálfleik
72. mín
Inn:Ívar Guðlaugur Ívarsson (Tindastóll) Út:Rodrigo Morin (Tindastóll)
Stólarnir gera breytingu
76. mín
Juraj með þrumuskot sem endaði í stönginni, rólegri seinni hálfleik hefur Óskar Pétursson varla upplifað, held að hann hafi fengið eina sendingu til baka og búið
78. mín Gult spjald: Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson (Tindastóll)
Gult spjald fyrir brot á Óla Baldri
79. mín
José Figura nálægt því að komst í gegn en Óskar mætir honum vel og lokar markinu
83. mín Rautt spjald: Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Allir furðulosnir hér á Grindavíkurvelli en Óli Baldur fær beint rautt spjald og voðalega fáir sem vita hvað gerðist, ég var allan vega ekki var við það
86. mín
Mark Magee hljóp með boltann í hringi inni teig Grindvíkinga en skýtur svo máttlausu skoti framhjá
87. mín
Inn:Milos Jugovic (Grindavík) Út:Magnús Björgvinsson (Grindavík)
Grindvíkingar gera sína seinustu skiptingu
89. mín MARK!
Juraj Grizelj (Grindavík)
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK !!!
Og fimmta mark Grindvíkinga komið í leiknum og það skoraði leikmaður númer já þú hugsaðir rétt númer fimm, Juraj Grizelj
Leik lokið!
Leiknum lokið með öruggum sigri Grindavíkur 5-1 var loka staðan.

Takk fyrir lesninguna og lifið heil
Byrjunarlið:
1. Gísli Eyland Sveinsson (m)
Óskar Smári Haraldsson
Ingvi Hrannar Ómarsson
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson
2. Loftur Páll Eiríksson
6. Björn Anton Guðmundsson ('60)
9. Mark Charles Magee
15. Arnar Skúli Atlason
19. Rodrigo Morin ('72)
20. Kristinn Justiniano Snjólfsson
21. José Carlos Perny Figura

Varamenn:
5. Bjarki Már Árnason
9. Árni Einar Adolfsson ('60)
9. Fannar Freyr Gíslason
11. Ívar Guðlaugur Ívarsson ('72)
25. Ágúst Friðjónsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson ('78)
Arnar Skúli Atlason ('57)

Rauð spjöld: