Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Víkingur Ó.
2
2
KA
Kemal Cesa '34 1-0
Tomasz Luba '71 , sjálfsmark 1-1
Steinar Már Ragnarsson '75 2-1
2-2 Gunnar Örvar Stefánsson '90
19.07.2014  -  16:00
Ólafsvíkurvöllur
1. deild karla 2014
Aðstæður: Milt og nærri logn, smá úði og völlurinn blautur eftir votviðri undanfarinna daga. En fínar fótboltaaðstæður!
Dómari: Valgeir Valgeirsson
Byrjunarlið:
1. Arnar Darri Pétursson (m)
Brynjar Kristmundsson ('79)
Alfreð Már Hjaltalín
3. Samuel Jimenez Hernandez ('89)
5. Björn Pálsson ('54)
7. Tomasz Luba
8. Kemal Cesa
10. Steinar Már Ragnarsson
11. Eyþór Helgi Birgisson
13. Emir Dokara
20. Eldar Masic

Varamenn:
4. Joseph Thomas Spivack ('54)
17. Kristófer Jacobson Reyes
21. Fannar Hilmarsson ('89)
22. Vignir Snær Stefánsson
23. Anton Jónas Illugason
25. Alejandro Vivancos Guinart ('79)

Liðsstjórn:
Kristinn Magnús Pétursson

Gul spjöld:
Alfreð Már Hjaltalín ('94)
Kemal Cesa ('71)
Brynjar Kristmundsson ('69)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í textalýsingu frá Ólafsvíkurvelli.

Bilun í vef KSÍ þýðir að liðsskipanin er ekki alveg dottin inn.
Fyrir leik
Þá er leikskýrslan mætt.

Hvorugur nýju leikmanna heimamanna byrja þennan leik, enda rétt nýlentir í bænum. En þeir eru báðir á bekknum.
Fyrir leik
Lið Víkinga er óbreytt frá síðasta leik sem var 3-1 sigur gegn Haukum, en eins og áður sagði eru tveir nýliðar á bekknum, þeir Spivack og Vivancos.
Fyrir leik
KA-menn unnu líka góðan sigur í vikunni uppi á Skaga og Bjarni þjálfari gerir eins og Ejub, stillir upp sama liði og hóf síðasta leik.

Á varamannabekknum kemur Fannar markmaður aftur inn eftir fjarveru síðast.
Fyrir leik
Eins og staðan er núna þá eru þessi tvö lið á meðal nokkurra sem eru að berjast um 2.sætið á eftir Leikni sem eru töluvert frá öðrum liðum.

Ef KA menn taka þrjú stig hér í dag fara þeir í 2.sætið en með sigri heimamanna fara þeir í 2. til 4. sæti, eftir því hver markamunurinn yrði.

Þetta er því einn af hinum skemmtilegu "sex-stiga" leikjum...
Fyrir leik
Fámennt í stúkunni í dag.

Laugardagur á miðjum degi er bara ekki góður leiktími...allavega ekki utan höfuðborgarsvæðisins.

Það eru nokkrir KA-menn komnir að fylgja sínu liði. Heimamenn eru að tínast inn á völlinn.
Fyrir leik
Hér er orðin breyting á leikskýrslu.

Atli Sveinn virðist hafa meiðst í upphitun...enn er ég að sjá hver er í byrjunarliðinu í hans stað.
Fyrir leik
Inn:Gauti Gautason (KA) Út:Atli Sveinn Þórarinsson (KA)
Atli Sveinn gat ekki klárað upphitun...vitum ekki enn hvort hann er á bekknum eða hvort hann er bara út.
1. mín
Lögð af stað.
3. mín
Fyrsta aukaspyrnan, á hættulegum stað frá heimamönnum en Rajko grípur sendingu Samuels.
4. mín
Uppstilling Víkinga:

Alfreð - Luba - Dokara - Hernandez
Björn - Masic
Eyþór - Steinar - Brynjar
Cesa

4-2-3-1 sem verður 4-4-2 þegar sótt er og þá fer Steinar upp í senter.
8. mín
KA - liðið

Hrannar - Gauti - Smith - Baldvin
Davíð - Jóhann
Hallgrímur - Stefán - Ævar
Buinickij
13. mín
Fyrsta alvöru sóknin og hún er heimamanna, Brynjar fær fínt skotfæri utan teigs en Rajko ver örugglega laust skot hans.
16. mín
Þreifingar á báða bóga, heimamenn eru meira með boltann en ennþá eru engin færi komin í þennan leik.
18. mín
Bull í gangi hjá heimamönnum, innkast til Arnars markmanns sem er pressaður og bjargar í horn, Buinickij nálægt því að komast í boltann.
20. mín
Ævar Ingi er sprækur hjá KA mönnum, vinnur horn og upp úr því fær Stefán ágætt færi en skýtur hátt yfir.
22. mín
KA menn komnir framan á völlinn núna...
23. mín
Björn Pálsson leggst hér þjáður í grasið og heldur lærið, ekkert í gangi þegar þetta gerðist.

Frystispreyið sett í gang, sjáum hvað verður.
26. mín
KA í hörkusókn og Hallgrímur kemst í gott skotfæri en Arnar Darri ver vel í horn sem ekkert verður úr.
27. mín
Björn er kominn inná aftur með mikinn vafning um lærið.
27. mín Gult spjald: Arsenij Buinickij (KA)
Peysutog af stærri gerðinni.

Kjánalegt brot.
29. mín
Menn eiga erfitt með að fóta sig á rennblautum vellinum sem er farinn að láta á sjá.

Í gamla daga hefði Janus Guðlaugs skipað öllum í skrúfutakkana með 19 mm. hið minnsta!
32. mín
Dauðafæri!

Samuel á frábæra sendingu á fjær þar sem Eyþór kemur á fullri ferð en Rajko ver frábærlega!!
33. mín
Dauðafæri.

Baldvin missir sendingu klaufalega undir sig, Eyþór kemst inn að endlínu og leggur hann út á Steinar sem skýtur í varnarmann í frábæru færi og Rajko hirðir svo boltann.
34. mín MARK!
Kemal Cesa (Víkingur Ó.)
Stoðsending: Eyþór Helgi Birgisson
Lá í loftinu.

Enn er farið illa með Baldvin, Eyþór kemst framhjá honum og sendir fastan bolta inn í teiginn þar sem Cesa sneiðir hann óverjandi í fjær.

Eftir mikla þurrkatíð Cesa hefur hann nú skorað í tveim leikjum í röð!
38. mín
KA menn hafa staðið í vörn nú býsna lengi...
40. mín
Víkingar halda áfram að sækja upp hægra megin enda á Baldvin í miklum vanda með Eyþór.

Lausnir norðanmanna eru svo þær einar að dúndra fram völlinn en boltinn kemur jafnóðum þaðan til baka á þá.
42. mín
Skotfæri frá Eyþóri eftir enn eina sókn upp hægri kant.

Hátt yfir að þessu sinni.
44. mín
KA menn virðast hafa náð að losa um pressuna sem stóð hér meira og minna í um tíu mínútur.

Ævar er ferskur á kantinum fyrir þá en sendingarnar ekki nægilega góðar frá honum enn.
45. mín
Færi hjá heimamönnum upp úr aukaspyrnu en Eyþór hittir ekki boltann í upplögðu færi.
45. mín
Buinickij datt í teignum og bað um víti en brjáluð brekkan biður um gult fyrir leikaraskap...sem hefði þýtt rautt.
45. mín
Hálfleikur.

Sanngjörn forysta heimamanna sem ætti að vera stærri.

KA menn virðast ekkert ráða við vængspil heimamanna, sérstaklega hægra megin.
46. mín
Komin aftur af stað.

Liðin óbreytt í seinni hálfleik.
48. mín
Enn sókn heimamanna upp hægri kant og sending Eyþórs á Cesa er góð en varnarmaður kemst fyrir skotið.
49. mín
Eyþór að sleppa í gegn en Rajko kemur út úr teignum og bjargar í innkast.
50. mín
Fékk staðfestingu á því að Atli Sveinn var tilkynntur sem óleikfær í tíma...sem þýðir að KA menn eiga enn þrjár skiptingar inni.
51. mín
Bara eitt lið á vellinum og það eru heimamenn.

KA menn eru í miklu basli hér og Bjarni sendir alla varamennina að hita upp.
54. mín
Eyþór fer illa með Baldvin trekk í trekk, en sending hans inn í teiginn ónákvæm.
54. mín
Inn:Joseph Thomas Spivack (Víkingur Ó.) Út:Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Björn klárlega ekki lengur leikfær og inn kemur nýr leikmaður Víkings, Spivack.

Sá er smár og nú er að sjá hversu knár. Virðist eig að vera framar en Björn var, Masic situr nú einn aftar.
56. mín
Hallgrímur Mar er að reyna að rífa sína menn í gang hér...bæði með köllum og svo nær hann að búa til skotfæri fyrir Davíð utan teigs, en Arnar ver það örugglega.
57. mín
Aukaspyrna KA á hættulegum stað...
58. mín
Buinickij neglir boltanum beint í andlit Alfreðs sem steinliggur...dómarinn stoppar leikinn strax.

Hættan liðin hjá, en það virðist vera að kvikna líf hjá gestunum.
60. mín
Alfreð stendur upp...hart í Hólmaranum!
61. mín
Hallgrímur er hér einn og sér að draga sitt lið í gang sem fékk hér tvö horn á stuttum tíma.
63. mín
KA menn eru að ná hér tökum á miðjunni, spurning hvort brotthvarf Björns er að reynast heimamönnum erfitt. Spivack sækir miklu meira.
66. mín
Heljarinnar reikistefna hér eftir að Cesa lá á miðjum vellinum þó dæmt hefði verið á hann...svo bara héldum við áfram.
69. mín Gult spjald: Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
Tækling á miðjum vellinum
69. mín
Hallgrímur stingur boltanum í gegn á Buinickij en Luba kastar sér fyrir skotið og bjargar í horn sem ekkert verður úr.
71. mín Gult spjald: Kemal Cesa (Víkingur Ó.)
Hrinti hafsent í fang markmanns síns.
71. mín SJÁLFSMARK!
Tomasz Luba (Víkingur Ó.)
KA menn jafna.

Stunga í gegn og Ævar er að sleppa í gegn, héðan séð pikkaði Tomasz Luba í boltann en við fáum staðfestingu eftir leik hvort það var Ævar sem pikkaði honum.

Nú geta heimamenn nagað sig fyrir færanýtinguna.
74. mín
Inn:Edin Beslija (KA) Út:Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
Fyrrum leikmaður Víkinga kemur hér inn á völlinn í KA litunum.

Hrein skipting, fer á miðjuna þar sem Davíð var.
75. mín MARK!
Steinar Már Ragnarsson (Víkingur Ó.)
Beslija drollar með boltann og Steinar hirðir hann af honum, hnoðast svo í gegn og setur boltann snyrtilega framhjá Rajko.
77. mín
Föst sending Hallgríms inn í teiginn, þar kiksar Dokara á boltann en Arnar er vel staðsettur.
79. mín
Inn:Alejandro Vivancos Guinart (Víkingur Ó.) Út:Brynjar Kristmundsson (Víkingur Ó.)
Hinn nýliði Víkinga mættur inn á völlinn, fer í vinstri bakvörð og Hernandez á vinstri kant.
80. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (KA) Út:Stefán Þór Pálsson (KA)
Gunnar kemur ofar á völlinn en Stefán sýnist mér við fyrstu sýn.
82. mín
Hasarstigið að aukast, KA men farnir að pressa ofar.
85. mín
KA menn að sleppa í gegn eftir skyndisókn en flaggið fór á loft.
86. mín
Pressa KA að þyngjast hér, Ævar kemst framhjá Guinart en reynir skot í stað þess að senda á samherja...
88. mín
Áttunda horn KA manna í leiknum.

88. mín
Dauðafæri á báða bóga, uppúr horni KA manna snýr Gunnar Örvar af sér varnarmann og neglir í þverslána, boltinn hrekkur langt út á völl og þar ná Víkingar boltanum og stinga á Cesa einan í gegn en enn ver Rajko.

Þvílíkur hasar hér núna!
89. mín
Inn:Fannar Hilmarsson (Víkingur Ó.) Út:Samuel Jimenez Hernandez (Víkingur Ó.)
Ein af hinum alræmdu taktíkskiptingum...
90. mín MARK!
Gunnar Örvar Stefánsson (KA)
Stoðsending: Ævar Ingi Jóhannesson
Dokara lætur Ævar hirða af sér boltann, hann á greiða leið inn í teig og sendir á Gunnar sem klárar af öryggi.
92. mín
Víkingar leggja allt í sóknina hér.
94. mín Gult spjald: Alfreð Már Hjaltalín (Víkingur Ó.)
Slæm tækling og KA fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
95. mín
DAUÐAFÆRI!

Ekkert úr aukaspyrnunni og upp úr skyndisókn er Eyþór einn í gegn en skýtur framhjá!
Leik lokið!
Leik lokið.

Heimamenn geta nagað sig fyrir að komast ekki í mun betri stöðu í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var FRÁBÆR skemmtun og gríðarleg auglýsing fyrir fótboltann í 1.deild.

Spennan í keppninni um 2.sætið heldur áfram!
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason ('74)
Baldvin Ólafsson
Srdjan Rajkovic
5. Karstern Vien Smith
6. Atli Sveinn Þórarinsson ('0)
7. Ævar Ingi Jóhannesson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
10. Arsenij Buinickij
11. Jóhann Helgason
19. Stefán Þór Pálsson ('80)
22. Hrannar Björn Steingrímsson

Varamenn:
18. Fannar Hafsteinsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Gauti Gautason ('0)
14. Ólafur Hrafn Kjartansson
25. Edin Beslija ('74)
30. Bjarki Þór Viðarsson

Liðsstjórn:
Gunnar Örvar Stefánsson

Gul spjöld:
Arsenij Buinickij ('27)

Rauð spjöld: