Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Fylkir
0
2
FH
0-1 Ingimundur Níels Óskarsson '80
0-2 Emil Pálsson '86
27.07.2014  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Dómari: Örvar Sær Gíslason
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Kristján Valdimarsson ('86)
Oddur Ingi Guðmundsson
2. Ásgeir Eyþórsson
6. Andrew Sousa
7. Gunnar Örn Jónsson ('46)
10. Andrés Már Jóhannesson ('73)
16. Tómas Þorsteinsson
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Finnur Ólafsson
9. Hákon Ingi Jónsson
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('46)
17. Davíð Þór Ásbjörnsson
25. Agnar Bragi Magnússon ('73)

Liðsstjórn:
Daði Ólafsson

Gul spjöld:
Andrew Sousa ('37)
Ásgeir Örn Arnþórsson ('14)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og FH.
Fyrir leik
Steven Lennon, sem gekk í raðir FH frá Sandnes Ulf á dögunum er á bekknum hjá FH-ingum en ljóst er að hann verður mikill styrkur fyrir liðið fyrir seinni hluta tímabilsins.
Fyrir leik
Byrjunarlið beggja liða eru mætt í hús og má sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
FH-ingar fagna því að Brynjar Ásgeir er kominn á gott ról. Eitthvað segir mér að þetta verði bráðskemmtilegur leikur!
Fyrir leik
Fylkir tapaði síðasta leik hér á Fylkisvelli fyrir Stjörnunni, 1-3. Á meðan vann FH lið Breiðabliks með fjórum mörkum gegn tveimur.
Fyrir leik
Spennan er mikil og fólk getur ekki beðið eftir leiknum. Það er fínt að skella sér á einn leik svona á sunnudagskvöldi.
1. mín
Leikurinn er kominn af stað!
1. mín
FH-ingar byrja ágætlega, fínir taktar hjá Emil Pálssyni sem kemur með góða fyrirgjöf. FH-ingar fiska hornspyrnu.
14. mín
Lítið búið að gerast fyrstu fimmtán mínúturnar. FH-ingar meira með bolta en eru ekki að skapa sér nein stórhættuleg færi.
14. mín Gult spjald: Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
15. mín
FH-ingar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Þetta er á stórhættulegum stað og Hendrickx liggur eftir.
18. mín
Ásgeir Örn!! Hann fær boltann vinstra megin í teignum og tekur hann viðstöðulaust á lofti en boltinn fer ofan á markið!
23. mín
HVAÐ GERÐIST ÞARNA?? Róbert Örn virtist taka Andrés niður inni í teig en ekkert dæmt. Það heyrist vel í stúkunni!
27. mín
Gunnar Örn lætur vaða á markið en boltinn fer rétt framhjá!
30. mín
Atli Viðar var kominn í gegn og setti boltann framhjá Bjarna og í stöngina en Örvar Sær var búinn að dæma rangstöðu.
35. mín
Atli Viðar með létta dýfu innan teigs en er fljótur á lappir. Hann fær ekkert spjald fyrir þetta!
37. mín
Andrew Sousa missir af boltanum og keyrir inn í Róbert Örn í marki FH og Sousa fær gult spjald fyrir vikið.
37. mín Gult spjald: Andrew Sousa (Fylkir)
39. mín
VÁÁÁÁ!!! Bjarni Þórður varði meistaralega skalla Atla Viðars á markið! Þvílík varsla og boltinn fer aftur fyrir endamörk og hornspyrna sem FH á.
41. mín
BJARNI ÞÓRÐUR!!! Það kemur fyrirgjöf sem Emil Páls stangar á markið en Bjarni ver aftur meistaralega!!
45. mín
Hálfleikur:

Markalaust í hálfleik. FH-ingar töluvert betri en Bjarni Þórður hefur haldið þeim á floti með tveimur mögnuðum vörslum.
46. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Gunnar Örn Jónsson (Fylkir)
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað!
47. mín
Andrés Már með skalla yfir markið eftir fyrirgjöf. Engin hætta þó!
49. mín
Ásgeir Örn fór þarna í Hendrickx. Það mátti spjalda þarna en Örvar gerir það ekki.
53. mín
Andrés með svakalega svalt move þarna, kemur sending og hann lætur hann fara í gegnum klofið. Notaði þarna gott poker-face og plataði alla upp úr skónum.
58. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Böðvar Böðvarsson (FH)
58. mín
Inn:Steven Lennon (FH) Út:Ólafur Páll Snorrason (FH)
58. mín
Lennon er mættur! Það verður áhugavert að sjá hvað hann gerir í sínum fyrsta leik í FH-treyjunni!
64. mín
Atli Guðna fellur innan teigs og liggur eftir. Fólk kallar þetta dýfu en Atli liggur enn.
73. mín
Inn:Agnar Bragi Magnússon (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
80. mín MARK!
Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
INGIMUNDUR!!! Hann fékk boltann inn fyrir og lagði hann framhjá Bjarna í markinu. Súrt fyrir Fylkismenn eftir að hafa haldið þessu allan leikinn!
82. mín
Inn:Davíð Þór Viðarsson (FH) Út:Atli Viðar Björnsson (FH)
86. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
JAHÁÁÁ!!! Emil Páls með magnað mark, rétt fyrir utan teig. Boltinn fer af stönginni og inn. Óverjandi!
86. mín
Inn:Daði Ólafsson (Fylkir) Út:Kristján Valdimarsson (Fylkir)
87. mín
DAÐI!!! Hann er fljótur að koma sér inn í leikinn og á færi sem Róbert ver í markinu!
90. mín
987 áhorfendur eru á leiknum.
Leik lokið!
FH sigrar þennan leik með tveimur mörkum gegn engu. Þeir áttu í erfiðleikum með að brjóta Fylkisvörnina niður en það hafðist á endanum.

Viðtöl og umfjöllun kemur á vefinn innan skamms.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Ólafur Páll Snorrason ('58)
2. Sean Michael Reynolds
7. Ingimundur Níels Óskarsson
8. Emil Pálsson
16. Jón Ragnar Jónsson
17. Atli Viðar Björnsson ('82)
21. Böðvar Böðvarsson ('58)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
7. Steven Lennon ('58)
11. Atli Guðnason ('58)
18. Ingvar Ásbjörn Ingvarsson
24. Ási Þórhallsson
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Davíð Þór Viðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: