FH
4
2
Fram
Atli Guðnason '3 1-0
Emil Pálsson '14 2-0
2-1 Orri Gunnarsson '57
Sam Hewson '60 3-1
3-2 Aron Bjarnason '73
Atli Viðar Björnsson '86 4-2
21.09.2014  -  16:00
Kaplakrikavöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Rok og rigning
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 734
Maður leiksins: Atli Guðnason (FH)
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
Davíð Þór Viðarsson
3. Guðjón Árni Antoníusson
4. Pétur Viðarsson
6. Sam Hewson ('79)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('79)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson ('72)
11. Atli Guðnason
20. Kassim Doumbia
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
17. Atli Viðar Björnsson ('72)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
25. Hólmar Örn Rúnarsson ('79)
28. Sigurður Gísli Snorrason

Liðsstjórn:
Ólafur Páll Snorrason

Gul spjöld:
Davíð Þór Viðarsson ('50)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Halló Hafnarfjörður! Hér er bein textalýsing frá leik FH og Fram í þriðju síðustu umferð Pepsi-deildarinnar. Óhemju mikilvægur leikur fyrir bæði lið sem berjast á sitthvorum enda töflunnar.
Fyrir leik
Dómari í dag er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, Jóhann Gunnar Guðmundsson og Steinar Berg Sævarsson eru aðstoðardómarar.
Fyrir leik
FH er á toppi deildarinnar með 45 stig, sama stigafjölda og Stjarnan en hefur talsvert betri markatölu. Þessi tvö lið mætast einmitt í lokaumferðinni og væri algjör draumur að fá hreinan úrslitaleik þar!
Fyrir leik
Enginn Jón Ragnar Jónsson með FH í dag þar sem hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga.
Fyrir leik
Framarar voru hörmulega lélegir gegn Fjölni í síðasta leik sínum og hefðu í raun átt að tapa stærra en 1-3. Liðið er í fallsæti með 18 stig en fyrir ofan eru Keflavík og Fjölnir með 19 stig svo fallbaráttan er heldur betur jöfn og spennandi.
Fyrir leik
Eins og tíðkast á sunnudögum er vont veður. Það er rigning og rok. Vonandi mun lægja þegar nær dregur leiknum.
Fyrir leik
Það heldur áfram að blása. Byrjunarliðin eru komin inn. Guðjón Árni Antoníusson er í byrjunarliði FH í stað Jóns Ragnars. Emil Pálsson kemur inn fyrir Ólaf Pál Snorrason og Sam Hewson fer á miðjuna í staðinn fyrir Hólmar Örn Rúnarsson. Jóhannes Karl Guðjónsson er ekki í leikmannahópi Fram sem er að berjast fyrir lífi sínu.
Fyrir leik
Spámenn fjölmiðlastúkunnar:
Gummi Hilmars á Mogganum: 3-0
Haraldur Árni hjá 365: 5-0
Hafliði Breiðfjörð, Fótbolta.net: 5-0
Fyrir leik
Það er búið að fresta leik Fjölnis og Stjörnunnar en engin hætta á frestun hér. Kemur sér vel að Kaplakriki er gryfja.
Fyrir leik
Höfðinginn Ejub Purisevic er mættur í stúkuna. Hann þekkir íslenskar aðstæður og tók með sér teppi.
1. mín
Leikurinn er hafinn
2. mín
Uppstilling Fram:
Cardaklija
Daði - Ingiberg - Tryggvi - Einar
Briem - Orri - Arnþór
Haukur - G.Steinn - Aron
3. mín MARK!
Atli Guðnason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
MAAARK!!! Þetta var ekki löng bið. Fyrsta mark dagsins er komið! Atli Guðnason fékk boltann í teignum, Denis varði skot hans en Atli fékk frákastið og kláraði!
4. mín
Uppstilling FH:
Róbert
Guðjón - Pétur - Kassim - Hendrickx
Hewson - Davíð - Emil
Atli - Lennon - Ingimundur
6. mín
FH-ingar gætu vel verið búnir að skora allavega eitt mark til viðbótar. Hafa átt fjögur markskot hér í byrjun leiks og Framarar eiga engin svör!!
10. mín
Þarna var hætta upp við mark FH!!! Aron Bjarnason með skot og Haukur Baldvinsson nálægt því að ná að reka tá í knöttinn.
12. mín
DAUÐAFÆRI!!! Steven Lennon fékk frábæra stungusending en skaut yfir markið.
14. mín MARK!
Emil Pálsson (FH)
Stoðsending: Atli Guðnason
MAAARK!!! Emil skorar af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá hægri. Atli Guðnason náði að snerta knöttinn áður en Emil kláraði í netið!
18. mín
Það er að bæta talsvert í vindinn. Yfirburðir FH algjörir. Steven Lennon skallaði naumlega framhjá.
20. mín
Ef það er einhver á vellinum sem maður vorkennir þá er það myndatökumaður Stöðvar 2 sem er þarna hátt uppi í miklu roki.
21. mín
Þriðja mark FH liggur í loftinu.
Endilega verið með okkur á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet

31. mín
Vekur athygli að nokkrir Framarar í stúkunni syngja Framlög og styðja sína menn. Nema þetta séu einhverjir úr Silfurskeiðinni? Leikurinn verið afar rólegur síðustu mínútur.
36. mín
Samkvæmt tölfræði úrslit.net hefur FH átt 8 marktilraunir gegn einni marktilraun Framara.
37. mín
23 mínútur síðan FH skoraði. Er að fara að verða ansi vandræðalegt hjá þeim :)
44. mín
Er að detta í hálfleik. FH-ingar með öll tök á þessum leik. Birkir mótastjóri getur bara lagt inn stigin þrjú til FH í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur - Kaffipása.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Framarar hófu leikinn í seinni hálfleik.
47. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Fram)
Fyrir tæklingu.
49. mín
Veðrið hefur versnað. Meira rok. Meiri rigning.
50. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)

54. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Fram)
Fyrir sífelld brot og tuð.
57. mín MARK!
Orri Gunnarsson (Fram)
Stoðsending: Haukur Baldvinsson
MAAAAARK!!!! Frábært spil og frábært mark! Þetta geta þeir! Haukur lagði boltann á Orra sem átti þrumuskot í slá og inn! Stórglæsilegt. Strax farinn að hlakka til að sjá markið í Pepsi-mörkunum.
59. mín
STÓRHÆTTA UPP VIÐ MARK FH!!! HVAÐ ER AÐ GERAST?? Orri með skot sem fór í FH-ing og í horn. Framarar vildu fá vítaspyrnu, var þetta hendi?
60. mín MARK!
Sam Hewson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
MAAARK!!! FH svarar strax! Bresk uppskrift að þessu. Steven Lennon með sendingu á Sam Hewson sem komst einn gegn Denis Cardaklija og skoraði snyrtilega.

64. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Fram) Út:Daði Guðmundsson (Fram)
68. mín
Þessi leikur náði að vera hörku spennandi í þrjár mínútur. Spurning hvort Fram hafi átt að fá víti áður en FH skoraði þriðja mark sitt? Minni enn og aftur á Pepsi-mörkin í kvöld. Tómas Ingi og Toddi sérfræðingar.
69. mín
Dauðafæri! Ingimundur Níels í dauðafæri en varnarmaður Fram náði aðeins að komast í boltann og truflaði Ingimund.
70. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Fram) Út:Arnþór Ari Atlason (Fram)
72. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
73. mín MARK!
Aron Bjarnason (Fram)
Stoðsending: Viktor Bjarki Arnarsson
MAAAARK!!!! Þarna galopnaðist vörn FH-inga og við erum eftir komin með spennandi leik! Vel gert hjá Frömurum að ná að skora tvö í Krikanum. Aron Bjarnason var skyndilega kominn einn í gegn og kláraði frábærlega.
79. mín
Inn:Hólmar Örn Rúnarsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
79. mín
Inn:Ólafur Páll Snorrason (FH) Út:Ingimundur Níels Óskarsson (FH)
81. mín
Rétt áðan var stórhætta upp við mark Fram en boltinn lak framhjá stönginni.
82. mín
Það virkar hræðsla í FH-liðinu núna! Framarar eru að ógna.
83. mín
Fram með skot framhjá úr aukaspyrnu. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var nálægt því að reka tá í boltann!
84. mín
FH að sækja núna. Hólmar Örn hársbreidd frá því að koma sér í dauðafæri. Opið og skemmtilegt. Svona á þetta að vera!
86. mín MARK!
Atli Viðar Björnsson (FH)
MAAAARK!!! FH innsiglar sigurinn! Atli Viðar skoraði eftir varnarmistök. Ingiberg Ólafur skallaði knöttinn fyrir fætur Atla. Þrjú stig til FH-inga í dag og þeir troða sér í þrigga stiga forystu.
88. mín
Atli Viðar nálægt því að skora fimmta mark FH en skot hans naumlega framhjá. Gerði frábærlega í aðdragandanum.
91. mín Gult spjald: Einar Bjarni Ómarsson (Fram)
Braut á Ólafi Páli.
Hafliði Breiðfjörð
92. mín
Áhorfendur í dag eru 734.
Hafliði Breiðfjörð
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 4-2 sigri FH-inga. Viðtöl og umfjöllun koma á Fótbolta.net fljótlega.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Denis Cardaklija (m)
Daði Guðmundsson ('64)
3. Tryggvi Sveinn Bjarnason
4. Hafsteinn Briem
6. Arnþór Ari Atlason ('70)
8. Einar Bjarni Ómarsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Orri Gunnarsson
15. Ingiberg Ólafur Jónsson
16. Aron Bjarnason
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson

Varamenn:
26. Hörður Fannar Björgvinsson (m)
8. Aron Þórður Albertsson
11. Ásgeir Marteinsson
13. Viktor Bjarki Arnarsson ('64)
13. Ósvald Jarl Traustason ('70)
14. Halldór Arnarsson
33. Alexander Már Þorláksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Einar Bjarni Ómarsson ('91)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('54)
Arnþór Ari Atlason ('47)

Rauð spjöld: