Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Fjölnir
0
0
Stjarnan
Gunnar Már Guðmundsson '90
23.09.2014  -  16:30
Fjölnisvöllur
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Gola en völlurinn ágætur
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Áhorfendur: 954
Maður leiksins: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
9. Þórir Guðjónsson ('89)
15. Haukur Lárusson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
18. Mark Charles Magee ('89)
22. Ragnar Leósson ('75)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
6. Atli Már Þorbergsson
7. Viðar Ari Jónsson
10. Aron Sigurðarson ('75)
17. Magnús Pétur Bjarnason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gunnar Valur Gunnarsson ('74)
Þórir Guðjónsson ('41)

Rauð spjöld:
Gunnar Már Guðmundsson ('90)
Fyrir leik
Taka tvö!

Hér verður bein textalýsing frá leik Fjölnis og Stjörnunnar í 20. umferð í Pepsi-deild karla.

Þessi leikur átti upphaflega að fara fram á sunnudag en var frestað vegna veðurs.

Stjarnan er þremur stigum á eftir toppliði FH fyrir leikinn og þarf sigur í dag til að komast aftur upp að hlið þeirra á toppnum.

Fjölnir er með 19 stig í 9. sæti og sigur í dag myndi fara langt með að tryggja sæti liðsins í deildinni að ári. Spennandi leikur framundan!
Fyrir leik
Rauði baróninn er með flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru Gunnar Sverrir Gunnarsson og Óli Njáll Ingólfsson, kennari í Verzlunarskóla Íslands.
Fyrir leik
Stjarnan vann fyrir leik þessara liða í sumar 2-1 á dramatískan hátt þar sem Garðar Jóhannsson skoraði sigurmarkið í blálokin.
Fyrir leik
Víðir Sigurðsson á Morgunblaðinu er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net. Hann spáir Stjörnusigri.

Fjölnir 1 - 2 Stjarnan
Garðbæingar seiglast í gegnum leikina, hvern á fætur öðrum, og þó ég hafi verið mjög hrifinn af spilamennsku Fjölnis gegn Fram held ég að Stjarnan nái að knýja fram enn einn sigurinn. Stemningin í liðinu er einfaldlega þannig.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Vinstri bakvörðurinn Matthew Turner Ratajczak átti að byrja leikinn á sunnudag en hann er ekki í hóp í dag. Árni Kristinn Gunnarsson kemur inn í vörnina í hans stað.

Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, treystir að öðru leyti á sama byrjunarlið og sigraði Fram í síðustu umferð.

Hjá Stjörnunni fer danski framherjinn Rolf Toft á bekkinn en hann skoraði sigurmarkið gegn Víkingi á fimmtudag. Atli Jóhannsson kemur inn í liðið fyrir hann.

Fyrir leik
Tveir áhorfendur mættir í stúkuna í Grafarvoginum þegar hálftími er í leik. Fá mitt hrós fyrir að mæta tímanlega.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp. Kristófer Sigurgeirsson aðstoðarþjálfari Fjölnis stjórnar hreyfiteygjum hjá sínum mönnum á meðan kollegi hans Brynjar Björn Gunnarsson er með upphitun hinu megin.

Siggi Dúlla og Victor Olsen liðsstjórar Stjörnunnar eru með varamönnum að halda bolta á lofti.

Fyrir leik
Talið er að Matt Ratajczak sé meiddur og því sé hann ekki með Fjölni í dag.

Fyrir leik
Sólin lætur sjá sig í Grafarvogi. Miklu betra veður en á sunnudag. Allir á völlinn!
Fyrir leik
Spá fyrir leikinn er klár í fréttamannastúkunni. Hvernig spáir þú? Notaðu #fotboltinet á Twitter og hentu í þína spá.

Hörður Snævar Jónsson, 433.is
Fjölnir 2 - 2 Stjarnan

Haraldur Árni Hróðmarsson, Stöð 2 Sport
Fjölnir 2 - 1 Stjarnan

Víðir Sigurðsson, Morgunblaðið
Fjölnir 1 - 2 Stjarnan

Anton Ingi Leifssom, Fréttablaðið
Fjölnir 0 - 1 Stjarnan
1. mín
,,Klárir frá fyrstu mínútu allir" öskrar Ingvar Jónsson markvörður Stjörnunnar áður en Garðar Örn flautar leikinn á.
1. mín
Hluti af Silfurskeiðinni er mætt en annars er mætingin döpur ennþá. Fólk er þó að týnast á völlinn enda leiktíminn ekki sá besti.
8. mín
Afskaplega rólegt yfir þessu í byrjun.
14. mín
Gunnar Már Guðmundsson með skot frá vítateigslínu en það er máttlítið og Ingvar ver af öryggi.
15. mín
Stjarnan fær tvær hornspyrnur með stuttu millibili en Garðbæingar ná ekki að nýta sér þetta.
17. mín
Þórir Guðjónsson með skot sem Ingvar lendir óvænt í vandræðum með en hann nær að handsama boltann á endanum.

23. mín
Veigar Páll fellur í teignum eftir baráttu við Gunnar Már. Stjörnumenn kalla veiklega eftir vítaspyrnu en Garðar dæmir ekkert.

,,Stattu í lappirnar Veigar," öskrar stuðningsmaður Fjölnis inn á völlinn.
30. mín
LANGBESTA FÆRI LEIKSINS! Laglegt spil Fjölnis endar á því að Ragnar Leósson sendir fyrir á Mark Magee. Mark fyrir illa að ráði sínu en hann skýtur framhjá úr dauðafæri rétt fyrir utan markteiginn.
36. mín
Fjölnismenn eru líklegri. Stjarnan ekki að finna taktinn.
37. mín
Henrik Bödker lætur Niclas Vemmelund heyra það og bakvörðurinn svarar af krafti: ,,Hold kjæft!" Danirnir eru ekkert að skafa utan af því.
40. mín
Guðmundur Böðvar í fínu færi eftir sendingu frá Þóri. Skotið fer hins vvegar beint á Ingvar. Guðmundur hefur reyndar verið þekktur fyrir allt annað en markaskorun í gegnum tíðina.
41. mín Gult spjald: Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
45. mín
Stjörnumenn færa boltann vel frá hægri til vinstri sem endar á því að vinstri bakvörðurinn Hörður Árnason fær sendingu frá Ólafi Finsen. Hörður tekur boltann á kassann en skot hans með hægri fer í hliðarnetið. Skotið hefði væntanlega verið betra ef boltinn hefði legið á vinstri fætinum.
45. mín
Hálfleikur Fjölnismenn líklegri í fyrri hálfleik og Stjörnumenn geta verið nokkuð sáttir með að fara með 0-0 stöðuna inn í hálfleikinn.

46. mín
Síðari hálfleikurinn er hafinn! Hvað gerist? Ná Stjörnumenn að komast upp að hlið FH eða ná Fjölnismenn í mikilvæg stig í botnbaráttunni.
47. mín Gult spjald: Atli Jóhannsson (Stjarnan)
50. mín
,,Þú átt að sjá þetta maður, djöfull er þetta lélegt" segir Daníel Laxdal varnarmaður Stjörnunnar ósáttur við fjórða dómarann eftir að Gunnar Már Guðmundsson fær aukaspyrnu á miðjunni. Stjörnumenn hópuðust að Gunnari og vilja meina að hann hafi verið með leikaraskap.

58. mín Gult spjald: Martin Rauschenberg (Stjarnan)

60. mín
Rolf Toft að fara að koma inn á, líkt og landi hans Jeppe Hansen hafði kallað eftir.
60. mín
Tempóið hefur verið hærra í mörgum leikjum í sumar. Við viljum fá meiri kraft og fjör í þetta. Er ekki séns á að fá eitt mark?
61. mín
Ragnar Leósson í fínu færi eftir fyrirgjöf frá Þóri! Ragnar reynir skotið á lofti í stað þess að skalla boltann og tilraunin nær ekki á markið.
62. mín
Þetta var rosalegt!!!! Rangstöðutaktík Stjörnunnar klikkar og Þórir Guðjónsson sleppur aleinn í gegn. Þórir er alltof mikið að hugsa um að horfa á Gunnar Sverri aðstoðardómara og hann stígur á boltann. Það verður til þess að varnarmenn Stjörnunnar ná að hlaupa hann uppi og færið rennur út í sandinn. Hreint út sagt ótrúlegt!
63. mín
Inn:Rolf Glavind Toft (Stjarnan) Út:Pablo Punyed (Stjarnan)
Rolfarinn mættur til leiks.


70. mín
Tuttugu mínútur eftir. Ekkert í kortunum sem bendir til þess að Stjarnan muni komast upp að hlið FH á nýjan leik....eða hvað?
74. mín Gult spjald: Gunnar Valur Gunnarsson (Fjölnir)
Tæklar Arnar Má niður eftir hörkusprett hans.
75. mín
Inn:Aron Sigurðarson (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)

77. mín
Stjörnumenn pressa stíft þessar mínúturnar. Fengu tvær hornspyrnur í röð og eiga nú aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateig.
79. mín
Veigar Páll með hörkuskot af löngu færi en Þórður ver.
80. mín
954 áhorfendur á Fjölnisvelli í dag.
81. mín
Aron Sigurðarson með lagleg skæri og þrumuskot með vinstri en Ingvar ver í horn.
82. mín
Brynjar Björn Gunnarsson kvartar í Gylfa fjórða dómara að innköst Fjölnis séu ekki boðleg í efstu deild, þau séu hreinlega ólögleg.
85. mín

85. mín
Lítið eftir....allt stefnir í markalaust jafntefli. Stjörnumenn þó beittari þessa stundina.
88. mín
Þórir nær að snúa í teignum eftir hornspyrnu en skot hans fer langt framhjá.
89. mín
Inn:Magnús Páll Gunnarsson (Fjölnir) Út:Þórir Guðjónsson (Fjölnir)
89. mín
Inn:Christopher Paul Tsonis (Fjölnir) Út:Mark Charles Magee (Fjölnir)
Tveir senterar inn. Fjölnismenn ætla að reyna að ná sigrinum.
90. mín
Veigar með skot langt yfir í kjölfarið á hornspyrnu. Hans síðasta spyrna í leiknum....
90. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
90. mín Rautt spjald: Gunnar Már Guðmundsson (Fjölnir)
Beint rautt spjald fyrir að tækla Atla Jóhannsson. Gunnar skilur ekkert í þessu hjá rauða baróninum.
90. mín
,,Er hann ekki í lagi?" Spyr Gunnar Már fjórða dómarann á leiðinni út af.

90. mín
Inn:Atli Freyr Ottesen Pálsson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Leik lokið!
Markalaust jafntefli niðurstaðan. Stig gerir eitthvað fyrir bæði lið en ekki nóg. Stjarnan áfram í hörkubaráttu um titilinn og Fjölnir þarf ennþá að berjast fyrir sæti sínu.
Byrjunarlið:
Veigar Páll Gunnarsson ('90)
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Atli Jóhannsson
8. Pablo Punyed ('63)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson ('90)
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('90)
18. Jón Arnar Barðdal
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson ('90)
21. Snorri Páll Blöndal
22. Þórhallur Kári Knútsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Martin Rauschenberg ('58)
Atli Jóhannsson ('47)

Rauð spjöld: