Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Arsenal
1
1
Wolves
Gervinho '8 1-0
1-1 Helder Costa '38
Nenad Milijas '75
27.12.2011  -  15:00
Emirates stadium
Enska úrvalsdeildin
Dómari: Stuart Atwell
Byrjunarlið:
1. Wojciech Szczesny (m)
4. Per Mertesacker
5. Gabriel Paulista
6. Laurent Koscielny
7. Tomas Rosicky
8. Mikel Arteta
10. Robin van Persie
18. Nacho Monreal ('72)
20. Johan Djourou ('85)
27. Gervinho
30. Yossi Benayoun ('63)

Varamenn:
1. Petr Cech (m)
15. Alex Oxlade-Chamberlain
16. Aaron Ramsey ('72)
23. Andrei Arshavin ('63)
29. Marouane Chamakh ('85)
45. Alex Iwobi

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Gabriel Paulista ('58)
Nacho Monreal ('69)

Rauð spjöld:
96. mín
Þakka samfylgdnina í dag. Góðar stundir.
96. mín
Leik lokið. Jafntefli 1-1 niðurstaðan. Sem er í raun ótrúlegt miðað við yfirburði Arsenal nær allan leikinn. Maður leiksins Wayne Hennessey markvörður Wolves.
95. mín
Úlfarnir náðu að skalla frá en áfram hélt sóknin. Allir leikmenn Wolves inn í eigin vítateig. Þetta er að renna út.
94. mín
Arsenal fær aukaspyrnu á hægri kantinum, fyrirgjafarmöguleiki...
92. mín Gult spjald: Rui Patricio (Wolves)
Áminning fyrir tafir.
91. mín
6 mínútur í uppbótartíma. Nóg af aðhlynningum í hálfleiknum. Það er nóg eftir!
90. mín
Enn ver Hennessey!! Búinn að vera magnaður í seinni hálfleik. Varði frábærlega frá Vermaelen sem var í dauðafæri.
86. mín
Inn:Ruben Vinagre (Wolves) Út:Stephen Hunt (Wolves)
Síðasta skiptingin í leiknum.
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur:
Stuart Atwell er rosalega lélegur dómari. Væri best ef Clattenburg gæti dæmt alla leiki.
85. mín
Inn:Marouane Chamakh (Arsenal) Út:Johan Djourou (Arsenal)
84. mín
Áfram heldur pressa Arsenal en Hennessey virðist hafa lokað rammanum! Van Persie átti tvö skot með stuttu millibili en í bæði skiptin varði markvörður Wolves vel. Nær Arsenal sigurmarki í þennan leik?
80. mín
Þarna átti Van Persie að gera betur! Var ekki rangstæður og komst í dauðafæri. Var of lengi að atvika sig og færið rann út í sandinn. Þetta verða mjög erfiðar lokamínútur fyrir Wolves. Arsenal einokar boltann og þjarmar að vörn gestaliðsins.
75. mín Rautt spjald: Nenad Milijas (Wolves)
Milijas setti takkana á undan sér og fór í tveggja fóta tæklingu svo Arteta lá eftir. Atwell dómari hikaði ekki við að lyfta rauða spjaldinu og Úlfarnir klára leikinn tíu. Virðist réttur dómur þó mörgum kunni að þykja hann strangur.
74. mín Gult spjald: Adame Traore (Wolves)
Varamaðurinn með olnbogann á lofti í skallaeinvígi.
73. mín
Mistök í vörn Wolves. Van Persie lagði boltann út á Rosicky sem var í góðu skotfæri rétt fyrir utan teiginn en skotið naumlega framhjá.
72. mín
Inn:Aaron Ramsey (Arsenal) Út:Nacho Monreal (Arsenal)
72. mín
Inn:Adame Traore (Wolves) Út:Max Kilman (Wolves)
71. mín
Vermaelen og Johnson lentu saman, báðir á gulu spjaldi. Atwell kallar þá til sín og veitir þeim tiltal.

Þess má svo geta að Heiðar Helguson er í byrjunarliði QPR sem mætir Swansea klukkan 17.
69. mín Gult spjald: Nacho Monreal (Arsenal)
Sparkaði Steven Fletcher gróflega niður.
Jóhann Guðmundsson:
Eggert Gunnþór er að fara labba inní liðið hjá Wolves, Karl Henry getur bara ekki neitt! #fotbolti #wolves
67. mín
Vel varið hjá Hennessey! Varði aukaspyrnu frá Van Persie lipurlega í horn með því að slá knöttinn yfir markið. Stuttu eftir hornið varði Hennessey svo aftur, að þessu sinni af mjög stuttu færi. Stórhætta við mark Wolves
63. mín
Inn:Andrei Arshavin (Arsenal) Út:Yossi Benayoun (Arsenal)
Rússinn Arshavin kominn inn sem varamaður. Hann hefur lítið getað á tímabilinu.
Guðni Þ. Guðjónsson, stuðningsmaður Arsenal:
Bjarni Fel á afmæli í dag trúi ekki öðru en að The Arsenal gefi honum 3 punkta í afmælisgjöf #rauðaljónið
58. mín Gult spjald: Gabriel Paulista (Arsenal)
Áminning fyrir mótmæli, vildi fá dæmda vítaspyrnu en Stuart Atwell dómari var ekki sammála. Boltinn fór í höndina á leikmanni Wolves innan teigs.
57. mín
Spurning hvort Alex Oxlade-Chamberlain fái ekki tækifæri til að sýna sig og sanna á næstu mínútum. Hans hraði og kraftur gæti komið með nýja vídd í sóknarleik Arsenal.
55. mín
Leikmenn Arsenal of hægir í sínum aðgerðum núna og þeim gengur erfiðlega að finna glufur hjá gestunum.
51. mín
Inn:Ryan Bennett (Wolves) Út:Ronald Zubar (Wolves)
Zubar búinn að liggja þrívegis í leiknum og loks játar hann sig sigraðan. Virtist hafa meiðst á hné.
Árni Vilhjálmsson:
Ef Arsenal setur ekki svona 2-3 í seinni halfleik ta meiga teir kaupa Henry eftir àramót #reynsla #oldman
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn. Það eru fróðlegar 45 mínútur framundan. Nær Wolves að halda þetta út?
45. mín
Hálfleikur. Staðan jöfn í leikhléi 1-1 þrátt fyrir að Arsenal hafi verið með boltann nánast allan fyrri hálfleikinn.
Magnús Már Einarsson, ritstjóri Fótbolta.net:
Væri án gríns til í að fá Steven Fletcher til Liverpool. Hann getur komið boltanum yfir marklínuna og er bara 24 ára! #goalscorer
42. mín
Heimamenn geta heldur betur nagað sig í handbarbökin yfir því að hafa ekki bætt við marki áður en Úlfarnir skoruðu. Karl Henry í liði Wolves hefur gert sitt besta til að færa Arsenal annað mark en þeir rauðklæddu ekki getað nýtt sér það.
38. mín MARK!
Helder Costa (Wolves)
Þrátt fyrir yfirburði Arsenal þá hefur Wolves jafnað! Auðvitað var það Steven Fletcher sem skoraði. Matt Jarvis með sendingu inn á teiginn þar sem Fletcher náði skalla á markið. Skallinn laflaus en hnitmiðaður og endaði í bláhorninu.
32. mín Gult spjald: Morgan Gibbs-White (Wolves)
Johnson brýtur á Van Persie sem var að komast í gott færi. Arsenal fær aukspyrnu á stórhættulegum stað.
31. mín
Arsenal heldur áfram að sækja, mun líklegra til að bæta við marki en Wolves að jafna. Van Persie náði óvæntu en góðu skoti sem Wayne Henneseey náði að verja í horn.
28. mín
Wolves átti þokkalega sókn en fór illa með hana. Hinn ungi Anthony Forde hefur mjög lítið látið að sér kveða það sem af er, hefur ekki fundið taktinn.
Nicky Butt, fyrrum leikmaður Man Utd:
Kaldhæðnislegt að bestu skyndisóknir Arsenal á tímabilinu séu að koma núna þegar liðið er án hins gríðarsnögga Theo Walcott.
19. mín
Wolves er í miklum vandræðum með skyndisóknir Arsenal... stórhætta skapast þegar Úlfarnir færa sig fram völlinn og tapa boltanum.
16. mín
Van Persie í mjög góðu færi, fékk boltann frá Gervinho en gerði sér ekki grein fyrir tímanum sem hann hafði og skaut í fyrsta framhjá.
14. mín
Tempóið í leiknum er ekki hátt. Arsenal hefur spilað boltanum hægt og rólega á milli sín á meðan gestirnir bíða átekta.
8. mín MARK!
Gervinho (Arsenal)
Fyrsta markið er komið! Gervinho skoraði eftir skyndisókn. Benayoun með stungusendingu inn á Gervinho sem var ekki rangstæður, lék á Hennessey í marki Wolves og skoraði. Fjórða mark Gervinho á tímabilinu.
7. mín
Úlfarnir átt eina markverða tækifærið til þessa. Matt Jarvis komst í ágætis stöðu inn í teignum og lét vaða en Per Mertesacker gerði vel í vörninni og komst fyrir skotið.
5. mín
Eins og við var að búast hefur boltinn nánast eingöngu verið á vallarhelmingi gestaliðsins fyrstu mínútur leiksins. Það verður nóg að gera í varnarleiknum hjá Wolves í dag.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Það voru Úlfarnir sem byrjuðu með boltann. Lofa ykkur meiri skemmtun en var í boði í kvöldleiknum í gær!
Daníel Geir Moritz, fyndnasti maður Íslands:
Væri til í að sjá mína menn taka loksins eitthvað lið og bursta það! Gráupplagt í dag. Sér í lagi þar sem Eggert er ekki löglegur #fótbolti
Fyrir leik
Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson gekk í raðir Wolves á dögunum en hann verður ekki löglegur fyrr en nýja árið gengur í garð.
Fyrir leik
Theo Walcott er veikur, það er ástæða þess að hann er ekki í leikmannahópi Arsenal í dag.
Fyrir leik
Þegar umræður á samskiptasíðum internetsins eru skoðaðar er útlit fyrir að stuðningsmenn Arsenal séu alls ekkert hræddir við þennan leik í dag. Enda kannski ekki ástæða... Robin van Persie er jú í byrjunarliðinu.
Hlynur Valsson:
Hvað ætli Elokobi taki í bekk ... 140 kg. #naut #varamannabekk
Fyrir leik
Byrjunarlið Wolves: Hennessey, Zubar, Berra, Johnson, Ward, Forde, Henry, Milijas, Jarvis, Hunt, Fletcher

Elokobi er á bekknum eins og oft áður.
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur:
Virkilega ánægður með þessa frestun hjá Arsenal. Frábært að fá leik 15:00 og auðvitað á að vera bank holiday hérna líka @NotLandsbankinn
Fyrir leik
Yossi Benayoun er verðlaunaður fyrir sigurmarkið gegn Aston Villa með byrjunarliðssæti hjá Arsenal. Theo Walcott er fjarri góðu gamni í dag og er Gervinho í sóknarlínunni með hinum sískorandi Robin van Persie.

Átján ára írskur vængmaður, Anthony Forde, fær sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði í ensku úrvalsdeildinni fyrir Wolves. Fróðlegt verður að fylgjast með þessum efnilega leikmanni í dag.
Fyrir leik
Byrjunarlið Arsenal: Szczesny, Djourou, Koscielny, Mertesacker, Vermaelen, Song, Arteta, Rosicky, Benayoun, Gervinho, Van Persie.
Fyrir leik
Já heil og sæl! Leikur Arsenal og Wolves hefst klukkan 15 og er í beinni textalýsingu hjá okkur. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var færður aftur um sólarhring.

Stuart Atwell dæmir leikinn en hann er frægastur fyrir að hafa dæmt draugamarkið í B-deildinni um árið. Hann hefur gefið 45 gul spjöld og 3 rauð í þeim 11 leikjum sem hann hefur dæmt á tímabilinu.

Úlfarnir ættu að geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag en þrátt fyrir það eru heimamenn að sjálfsögðu miklu sigurstranglegri. Alex Song sem tók út leikbann í síðasta leik Arsenal er orðinn löglegur á ný.

Wolves er í harðri fallbaráttu en getur með sigri komið sér fjórum stigum frá fallsæti. Þessi tvö lið hafa sex sinnum mæst síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð og hefur Arsenal unnið alla leikina. Arsenal er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.
Byrjunarlið:
11. Rui Patricio (m)
8. Ruben Neves
10. Helder Costa
11. Stephen Ward
12. Stephen Hunt ('86)
16. Conor Coady
17. Morgan Gibbs-White
18. Diogo Jota
20. Nenad Milijas
23. Ronald Zubar ('51)
49. Max Kilman ('72)

Varamenn:
2. Matt Doherty
5. Ryan Bennett ('51)
9. Sylvan Ebanks-Blake
19. Jonny
29. Ruben Vinagre ('86)
31. Dorus de Vries (m)
37. Adame Traore ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Morgan Gibbs-White ('32)
Adame Traore ('74)
Rui Patricio ('92)

Rauð spjöld:
Nenad Milijas ('75)