Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
ÍA
0
1
Breiðablik
0-1 Arnþór Ari Atlason '68
26.05.2015  -  19:15
Norðurálsvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Völlurinn flottur en nokkur vindur
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1050
Maður leiksins: Elfar Freyr Helgason
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Ármann Smári Björnsson
Arnór Snær Guðmundsson
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
10. Jón Vilhelm Ákason ('79)
13. Arsenij Buinickij
18. Albert Hafsteinsson
20. Gylfi Veigar Gylfason
27. Darren Lough
31. Marko Andelkovic ('66)
32. Garðar Gunnlaugsson ('79)

Varamenn:
3. Sindri Snæfells Kristinsson
10. Steinar Þorsteinsson
15. Teitur Pétursson
19. Eggert Kári Karlsson ('79)
23. Ásgeir Marteinsson ('79)

Liðsstjórn:
Páll Gísli Jónsson
Ingimar Elí Hlynsson

Gul spjöld:
Marko Andelkovic ('49)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með sanngjörnum sigri Blika 0-1.
89. mín
Inn:Ismar Tandir (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
87. mín
Arnþór Ari Atlason fær dauðafæri í vítateig ÍA en skot hans fer hátt yfir markið.
79. mín
Atli Sigurjónsson fær boltann inni í vítateig ÍA og nær skoti sem fer rétt framhjá fjærstönginni.
79. mín
Inn:Eggert Kári Karlsson (ÍA) Út:Jón Vilhelm Ákason (ÍA)
79. mín
Inn:Ásgeir Marteinsson (ÍA) Út:Garðar Gunnlaugsson (ÍA)
74. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
69. mín
Guðjón Pétur Lýðsson á aðra fallega sendingu inn í vítateig ÍA þar sem Ellert Hreinsson á skalla rétt framhjá markinu.
68. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur Lýðsson á glæsilega sendingu inn í vítateig ÍA. Þar kemur Arnþór Ari Atlason aðvífandi og hamrar boltann í netið.
66. mín
Inn:Ingimar Elí Hlynsson (ÍA) Út:Marko Andelkovic (ÍA)
60. mín
Kristinn Jónsson fær úrvalsfæri hægra megin í vítateig ÍA en skot hans fer framhjá markinu.
54. mín
Arnþór Ari Atlason fær boltann á vítateigslínu ÍA en skot hans er laust og Árni Snær Ólafsson ver af öryggi.
53. mín
Albert Hafsteinsson með skot að marki Breiðabliks en boltinn fór yfir.
49. mín Gult spjald: Marko Andelkovic (ÍA)
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Blikar byrja með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið í tíðindalitlum leik svo vægt sé til orða tekið.
39. mín
Oliver Sigurjónsson fær boltann fyrir utan vítateig ÍA eftir hornspyrnu og nær skoti sem Árni Snær Ólafsson ver vel.
37. mín
Kristinn Jónsson fær stungusendingu innfyrir vörn ÍA en Árni Snær Ólafsson ver glæsilega með úthlaupi.
35. mín
Búið að vera frekar rólegur fyrri hálfleikur. Hápunktur fyrri hálfleiks er að hlusta á stuðningsmannasveit Skagamanna sem lætur í sér heyra allan tímann með söng og hljóðfæraleik.
32. mín
Jón Vilhelm Ákason með hörkuskot á mark Breiðabliks sem fór beint í Damir Muminovic, góður varnarleikur hjá Damir.
30. mín
Skagamenn hafa verið aðeins hættulegri fyrstu 30 mínútur leiksins en Blikar hafa náð að skapa sér nokkur hálffæri. Það vantar klárlega mark í leikinn til að opna hann upp á gátt.
28. mín
Góð skyndisókn hjá ÍA. Þórður Þorsteinn Þórðarson kemur sendingu inn í vítateig en Elfar Freyr Helgason bjargar á síðustu stundu áður en Garðar Gunnlaugsson kemst til boltans.
25. mín
Arnþór Ari Atlason á skot af varnarmanni rétt framhjá marki ÍA:
18. mín
Bæði lið eru að skapa sér fá markverð færi. Helst eru það hornspyrnur sem eitthvað kveður að en markverðirnir hafa lítið að gera.
12. mín
Skagamenn skora þegar Arsenij Buinickij kemur boltanum framhjá Gunnleifi en markið dæmt af vegna rangstöðu.
7. mín
Frekar rólegt er yfir leiknum í byrjun. Liðin eru að finna sig á vellinum.
1. mín
Leikurinn er hafinn. Skagamenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Ásgeir Marteinsson er settur á bekkinn hjá liði ÍA og Arsenij Buinickij kemur inn fyrir hann. Enginn Arnar Már Guðjónsson er í leikmannahóp ÍA í kvöld og Teitur Pétursson er settur á bekkinn. Darren Lough kemur inn í byrjunarliðið auk Gylfa Veigars. Það eru því þrjár breytingar á liði ÍA frá 4-1 tapinu gegn FH í síðustu umferð.

Arnar Grétarsson gerir eina breytingu á sínu liði frá síðasta leik. Guðmundur Friðriksson missir sætið sitt í byrjunarliðinu og þangað kemur Arnór Sveinn Aðalsteinsson í staðin.
Arnar Daði Arnarsson
Fyrir leik
Vallaraðstæður virðast eiga eftir að vera ágætar í dag. Völlurinn lítur mjög vel út og það er skýjað en nokkur vindur.
Fyrir leik
Dómari leiksins er Þóroddur Hjaltalín. Honum til aðstoðar eru Jóhann Gunnar Guðmundsson og Óli Njáll Ingólfsson. Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst í 64 skipti í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur ÍA unnið 36 leiki, Breiðablik 15 en leik hefur 13 sinnum lokið með jafntefli. Markatalan er einnig ÍA í hag eða 134 mörk gegn 85 mörkum Breiðabliks.
Fyrir leik
Bæði liðin hafa byrjað tímabilið ágætlega. Skagamenn hafa unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað tveimur og eru í tíunda sæti deildarinnar. Breiðablik hefur unnið einn leik og gert þrjú jafntefli og er í sjöunda sæti deildarinnar.
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og velkomnir í beina textalýsingu frá leik ÍA og Breiðabliks í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Höskuldur Gunnlaugsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('89)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('74)

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
9. Ismar Tandir ('89)
10. Atli Sigurjónsson ('74)
15. Davíð Kristján Ólafsson
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21. Guðmundur Friðriksson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: