Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Fylkir
0
3
Valur
0-1 Patrick Pedersen '42
0-2 Kristinn Ingi Halldórsson '52
0-3 Sigurður Egill Lárusson '59
31.05.2015  -  19:15
Fylkisvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Fullkomnar
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1250
Maður leiksins: Patrick Pedersen
Byrjunarlið:
Bjarni Þórður Halldórsson
Oddur Ingi Guðmundsson
Daði Ólafsson ('72)
Ragnar Bragi Sveinsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Tonci Radovinkovic
10. Andrés Már Jóhannesson
14. Albert Brynjar Ingason (f)
20. Stefán Ragnar Guðlaugsson ('60)
24. Elís Rafn Björnsson
49. Ásgeir Örn Arnþórsson ('60)

Varamenn:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
7. Ingimundur Níels Óskarsson ('60)
8. Jóhannes Karl Guðjónsson ('60)
11. Kjartan Ágúst Breiðdal ('72)
21. Kolbeinn Birgir Finnsson
22. Davíð Einarsson

Liðsstjórn:
Kristján Hauksson

Gul spjöld:
Oddur Ingi Guðmundsson ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Miklir yfirburðir Vals. 0-3!

Skýrsla og viðtöl á leiðinni, bíðið spennt!
93. mín
Patrick með skot framhjá úr aukaspyrnu af 35 metra færi.
92. mín
Þetta fannst mér frekar skrýtið. Kale hoppar upp á móti Ásgeiri Eyþórs inn í teig, nánast hjá vítateigslínunni og Ásgeir er dæmdur brotlegur fyrir að mér sýnist engar sakir.
90. mín
Hér liggur Haukur Páll eftir samstuð, skulum nú vona að maðurinn sé ekki að meiðast í annað skiptið frá því deildin byrjaði.
89. mín
Fylkismenn reyna að negla háum boltum fram en Orri og Thomas eru vandanum vaxnir í miðverðinum og eru að skalla boltana burt trekk í trekk.
86. mín
Inn:Daði Bergsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Þriðja og síðasta skipting Vals í leiknum.
82. mín
Þetta virðist vera alveg í húsi hjá Valsmönnum, eeeekkert í gangi í leiknum.
81. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
75. mín
Inn:Haukur Ásberg Hilmarsson (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Í sínum fyrsta leik í Pepsi þetta árið.
72. mín
Inn:Kjartan Ágúst Breiðdal (Fylkir) Út:Daði Ólafsson (Fylkir)
Ási búinn með allar sínar skiptingar.
68. mín
Valsmenn bruna hérna upp eftir hornspyrnu Fylkis, einungis einn fylkismaður, Ásgeir Eyþórss til baka og honum tekst að stöðva Patrick og Sigga Lár þegar þeir koma keyrandi á hann, vel gert.
61. mín
Tvöföld skipting hjá Ása sem er búinn að sjá alveg nóg af þessari vitleysu, það er verið að gjörsamlega valta yfir hans menn. Mikil gæði innifalin í þessum skiptingum, skulum sjá hverju þær skila!
60. mín
Inn:Ingimundur Níels Óskarsson (Fylkir) Út:Ásgeir Örn Arnþórsson (Fylkir)
60. mín
Inn:Jóhannes Karl Guðjónsson (Fylkir) Út:Stefán Ragnar Guðlaugsson (Fylkir)
59. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
UNDIRBÚNINGURINN AÐ ÞESSU MARKI VAR RUGL!!!

Valsmenn héldu boltanum vel og lengi og spiluðu á milli sín í einnar snertinga bolta örugglega yfir 10-15 sendingum boltinn berst svo inn í teig þar sem Kristinn Freyr hittir ekki boltann en Sigurður Egill var vel vakandi og mætir boltann og rennir honum í fjærhornið framhjá Bjarna sem kom engum vörnum við.
57. mín Gult spjald: Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
Fyrsta gula spjald leiksins fær Oddur fyrir tæklingu á Bjarna Ólafi.
55. mín
Haukur Páll í smá ströggli á hægri kantinum, Albert Brynjar vinnur boltann af honum og gefur góðan bolta fyrir. En líkt og fyrri daginn er engin appelsínugul treyja sem veitir boltanum móttöku.
54. mín
Fylkir þurfa að fara byrja þennan seinni hálfleik. Varla komist yfir miðju á þessum fyrstu 10 mín.
52. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Sá er að nýta tækifærið sitt í byrjunarliðinu!

Hornspyrna, og eftir misheppnaða skottilraun frá Kristin Frey rétt fyrir utan teig hrekkur boltinn á nafna hans sem snýr og leggur hann framhjá Bjarna Þórð í markinu.
49. mín
HAAAAAA????????????

Kristinn Freyr og Sigurður Egill með frábært spil á vinstri vængnum og Kristinn kemur svo með sendingu fyrir sem Bjarni Þórður nær að blaka aðeins út í teig, þar kemur Iain Williamson á öðru hundraðinu og gjörsamlega þrumar boltanum af ca. 4 metra færi frá marki og vonar það besta, boltinn fer þó í Ásgeir Eyþórsson sem fórnar sér vel fyrir boltann. Hvernig skoraði maðurinn ekki þarna?
48. mín
Frábær hornspyrna frá Daða Ólafssyni á Ásgeir Eyþórs á fjærstönginni en hann hittir boltann illa og skotið hátt yfir.
45. mín
Síðari hálfleikur hafinn! Heimta allavega eitt mark í viðbót.

45. mín
Hálfleikur
0-1 fyrir Völsurum í hálfleik.
45. mín
Stórhættuleg sending frá vinstri vængnum frá Daða Ólafssyni föst og neðarlega en enginn mættur til að veita henni viðtöku nema Bjarni Ólafur sem þrumar honum í horn.

Ekkert verður úr hornspyrnunni.
42. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Valsmenn komnir yfir í lautinni!!!!!

Eftir flotta sendingu frá Kristni Frey gerir Patrick virkilega vel og klárar framhjá Bjarna af vítateigslínunni.
41. mín
Albert Brynjar með enn eitt skotið sitt upp á íþróttahús Fylkis.
40. mín
Eftir skemmtilegan fyrsta hálftíma hafa síðustu mínútur ekki verið upp á marga fiska.
35. mín
Andrés Már með skot á vítateigshorninu hægra megin, tók Andra Fannar vel á og sett'ann svo rétt yfir markið, þarna mátti alls ekki miklu muna. Kale var þó hinn rólegasti og var með hendur niður með síðum.
34. mín
Ágætis sókn hjá Val, Andri Fannar með háan bolta inn í teig af miðlínunni og Iain reynir skalla að marki en Bjarni handsamar knöttinn.
30. mín
Albert Brynjar ætlar aldeilis að láta boltastrákana vinna fyrir namminu sem þeir fá í hálfleik, tekur hér skot úr vítateigshorninu úr vonlausu færi hááátt yfir.


23. mín
Patrick Pedersen með frábæra tilraun eftir stórkostlega sendingu frá Hauki Pál, tekur boltann vel með sér og reynir svo að setja hann í fjær úr þröngu færi en inn vildi boltinn ekki.
19. mín
Valsmenn heimta hendi og víti úr horninu, mér sýndist héðan að Ásgeir Eyþórs hefði fengið boltann í höndina. En sá það ekki nægilega vel.
19. mín
Í þann mund sem Valsmenn fá hornspyrnu rek ég augun í Marc Wilson leikmann Stoke City. Situr ásamt Hemma Hreiðarss í VIP stúku Fylkismanna.
18. mín
Andrés Már með hálfgerða klippu að marki Vals en Kale grípur hana auðveldlega.
15. mín
Ansi skemmtilegt atvik, Vilhjálmur Alvar stoppar leikinn til að biðja Bjarna Ólaf vinsamlegast um að taka giftingarhringinn af sér. Eftir smá rembing fer hringurinn af og leikurinn heldur áfram.
13. mín
Skot frá Andrési Má rétt fyrir utan teig sem endar ofan á þakinu á íþróttahúsinu.
11. mín
Vel gert hjá Patrick, vinnur kapphlaup um boltann á hægri kantinum með mann í bakinu, finnur svo Kristinn Inga upp kantinn með hælspyrnu, hann reynir svo sendingu fyrir en hún er tækluð útaf og í horn.

Skalli rétt yfir frá Hauk Pál úr hornspyrnunni.
10. mín
Endilega tístið um leikinn með kassamerkinu #fotboltinet
9. mín
Kristinn Ingi við það að sleppa í gegn eftir stungusendingu frá Pedersen en er flaggaður rangstæður.
7. mín
Þetta var alveg einstaklega kjánalegt atvik. Kristinn Freyr tekur stutta hornspyrnu á Andra Fannar sem gefur hann beint aftur á Kristinn sem rangstæður.
6. mín
Fylkir byrja betur, eru við það að sleppa í gegn eftir atgang eftir innkast. En Ingvar Þór Kale snöggur út og handsamar boltann.
3. mín
DAUÐAFÆRI.

Andrés Már fær flotta stungusendingu, með Thomas í bakinu á sér reynir hann að vippa yfir Kale sem var kominn langt út en skotið of hátt og yfir markið. Leikurinn byrjar með látum!
2. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Andri virðist hafa meiðst í upphitun, þessi skipting var gerð fyrir leik.
1. mín
Fylkismenn sækja að sundlauginni á meðan Valsmenn, sem klæðast alhvítum búningum í dag sækja í gagnstæða átt.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjað!!
Fyrir leik
,,Þér er ekki boðið" ómar í hátalarakerfinu hérna í lautinni á meðan leikmenn ganga inn á völlinn. Hvort þessu sé beint að aðkomuliðinu eða hvort þetta sé hrein og bein tilviljun skal ég ekki segja til um.
Fyrir leik
Leikmenn ganga nú til búningsklefanna og gera sig reiðubúna í komandi átök!
Fyrir leik
Athyglisvert að dómararnir og Fylkis liðið skarta ,,Vertu næs" bolum frá Rauða Krossinum en það gera Valsmenn hins vegar ekki. Furðulegt.
Fyrir leik
Hafiði séð hárið og "lúkkið" á Kjartani Sturlusyni markmannsþjálfara Fylkis?

Ef ekki ráðlegg ég ykkur að koma í Árbæinn til þess eins að athuga það. Vá.
Fyrir leik
Það var eins og við var að búast, Jói Kalli og Ásgeir Örn koma inn hjá Fylki. Jói Kalli sest þó á bekkinn hlýtur að finna fyrir meiðslum, trúi ekki öðru.

Hjá Val koma Kale, Haukur Páll og Iain Williamsson allir inn og Matthías fær sér sæti á bekknum í fyrsta skipti á tímabilinu, tæpur klukkutími í leik og spenningur farinn að myndast.
Fyrir leik
Svo má ekki gleyma Tonci Radovinkovic sem kom til Fylkis stuttu fyrir mót en hann hefur skorað tvö mörk í fimm leikjum fyrir liðið og er einn öflugasti skallamaður deildarinnar enda hátt í tveggja metra maður hefði ég haldið! Væri athyglisvert að sjá skallabaráttu milli hans og Hauks Páls ef hann skyldi spila í dag.
Fyrir leik
Albert Brynjar Ingason og Oddur Ingi Guðmundsson hafa farið mikinn í markaskorun hjá Fylki en báðir eru þeir komnir með 3 mörk í þeim fimm leikjum sem hafa verið spilaðir. Albert Brynjar er af mörgum talinn besti maður mótsins hingað til og treysta Fylkismenn mikið á hann sóknarlega.
Fyrir leik
Fyrir leik er búist við því að sjá Hauk Pál aftur í lið Valsmanna, spurning hvort hann byrji eða ekki. Auk þess sást Matthías Guðmundsson með tösku hér fyrir utan búningsklefana áðan. Matti gekk til liðs við Val í vetur og hefur æft með þeim upp á síðkastið en hann þekkir rauðu treyjuna vel, spilaði með þeim á árunum 2009-2014, en hann er einnig uppalinn Valsari. Spurning hvort hann sé að koma inn í hóp?
Fyrir leik
Byrjunarlið fara að detta í hús hvað og hverju og munum við grandskoða þau hér og varpa fram pælingum, endilega takið þátt í umræðunni með því að nota #fotboltinet
Fyrir leik
Þrjú stig skilja liðin að í deildinni þegar fimm leikir eru búnir. Fylkir eru sem stendur í 6.sæti með átta stig á meðan Valur eru í 9.sæti með fimm. Leikurinn í dag er algjör "must-win" leikur fyrir bæði lið ef þau vilja ekki hellast strax úr lestinni þarna fyrir ofan miðju.
Fyrir leik
Árni Vilhjálmsson leikmaður Lilleström í Noregi var fenginn til að spá fyrir 6.umferðar í Pepsi deildinni, þetta hafði hann að segja um þennan leik.

Fylkir 2 - 2 Valur
Það er smá jafnteflislykt af þessum leik. Þetta endar 1-1 eða 2-2. Siggi Lár er heitur innan vallar í ár, hann er liklegur að skora fyrir Valsmenn, svo er Ragnar Bragi og Albert búnir að standa sig vel i sumar þannig þeir eiga eftir að valda miklum usla fyrir Valsmenn!
Fyrir leik
Komiði sæl og veriði hjartanlega og ævinlega velkomin í beina textalýsingu úr Lautinni fögru þar sem heimamenn í Fylki mæta Val í Pepsi deild karla!
Byrjunarlið:
1. Ingvar Þór Kale (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Thomas Guldborg Ghristensen
3. Iain James Williamson ('81)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('86)
17. Andri Adolphsson ('2)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('81)
6. Daði Bergsson ('86)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('2) ('75)
14. Haukur Ásberg Hilmarsson ('75)
14. Gunnar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: