KR
4
0
Keflavík
Þorsteinn Már Ragnarsson '20 1-0
Óskar Örn Hauksson '56 , víti 2-0
Óskar Örn Hauksson '76 3-0
Skúli Jón Friðgeirsson '79 4-0
31.05.2015  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1412
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('83)
3. Rasmus Christiansen
4. Gonzalo Balbi Lorenzo ('23)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('62)
8. Jónas Guðni Sævarsson
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
11. Almarr Ormarsson ('62)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
18. Aron Bjarki Jósepsson ('23)
20. Axel Sigurðarson ('83)
21. Atli Hrafn Andrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leikur kattarins að músinni á enda! Algjörir yfirburðir. Viðtöl og annað á leiðinni.
90. mín
Óskar með frábær tilþrif og finnur Gunnar Örn sem skýtur rétt framhjá!
90. mín
Schoop gefur á Gunnar Þór sem er í dauðafæri en Arends ver í annað horn sem ekkert kom út úr.
90. mín
Sören næstum búinn að setja fimmta mark KR en uppsker ekkert nema horn.
90. mín
Keflvíkingar með hættulega sókn og rann boltinn fyrir markið án þess að einhver tæki hann. Spes sókn.
88. mín
Hólmar með þrumuskot yfir markið. Falleg sókn hjá gestunum.
87. mín
Keflvíkingar eitthvað að reyna hérna í lokin. Ekki fengið færi en eru að reyna.
83. mín
Inn:Axel Sigurðarson (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Fyrsti leikur Axels fyrir KR og fer fyrirliðinn út af.
82. mín
Tvöföld skipting gestanna sem mun væntanlega ekki ráða úrslitum hér í dag.
79. mín
Inn:Indriði Áki Þorláksson (Keflavík) Út:Magnús Sverrir Þorsteinsson (Keflavík)
79. mín
Inn:Páll Olgeir Þorsteinsson (Keflavík) Út:Fannar Orri Sævarsson (Keflavík)
79. mín MARK!
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Schoop með sendingu á Skúla sem skorar glæsilegt skallamark! Boltinn sveif yfir Arends í markinu! 4-0 KR!
78. mín
Sören með skot sem fór í horn. Eftir hornið fékk Almarr boltann á hægri og vann annað horn.
77. mín
Frans með skot en beint á Stefán Loga.
76. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Hreint út sagt frábær sókn KR! Galopnuðu fyrir Pálma sem þrumaði fyrir á kollinn á Óskari Erni. Yfirburðir KR algjörir þessa stundina og hlaut að enda með marki.
72. mín
Inn:Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
71. mín
Hernandez með fínan sprett og gefur á Frans sem tókst ekki að finna samherja í teignum.
70. mín
JA HÉR!!! Schoop með þrumuskot í slána og niður! Ég er ekki frá því að þetta hafi verið inni en málarinn dæmir ekkert.
69. mín
Aron Bjarki með ÞRUMUSKOT sem fer í horn.
68. mín
Sören með skalla í hliðarnetið eftir horn.
65. mín
Pálmi með skot úr fínu færi en laust í hendur Arends.
62. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Almarr skoraði tvisvar gegn Keflavík í fyrra. Hvað gerir hann núna?
62. mín
Fannar Orri með sprett en hljóp á vegg.
60. mín
Skúli Jón með sendingu úr aukaspyrnu beint á Óskar Örn sem kemst í gott skotfæri en hægri er ekki hans betri fótur og skotið eftir því.
59. mín
Schoop með vippu sem var ætluð Sören en hitti ekki.
56. mín Mark úr víti!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Negla í vinstra hornið! 2-0 KR!
55. mín
VÍTI!!!!!!! Sören með sendingu inn á Pálma sem er togaður niður af Einari Orra.
54. mín
HÆTTA! Skúli Jón með skalla sem var varinn. Aron var síðan nálægt því að skalla boltann en Keflvíkingar skalla í horn.
54. mín
Schoop með góða aukaspyrnu sem er skölluð í horn.
51. mín
Einar Orri rétt búinn að missa boltann til Óskars Arnar en bjargaði sér með grjótharðri tæklingu.
50. mín
Jónas Guðni með ÞRUMUSKOT eftir mikið klafs. Vel varið hjá Arends.
48. mín
Okkar besti Kára-maður, Farid Zato, er hér að horfa á sínu gömlu félaga.
46. mín
Þorsteinn Már kemst í ákjósanlegt færi til að gefa fyrir en ákvað þess í stað að skjóta eitthvert út í buskann.
46. mín
Allir í bátana! Þetta er byrjað.
45. mín
Lítið hefur farið fyrir Pálma Rafni hér í kvöld. Til gamans má geta að Unnsteinn, tengdapabbi hans, var um árabil í vörn Leiknis Fásk og rak vinsæla sjoppu þar sem hægt var að fá flipper-höfrunga og gott af grillinu.
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar skrefinu á undan en Keflvíkingar algjörlega inni í þessu. Hafa fengið ófáa fyrirgjafasénsa sem þeir hafa hreinlega ekki nýtt.
45. mín
Hólmar nú með slaka fyrirgjöf.
45. mín
Arnór Smári með lélega fyrirgjöf en uppsker horn. Þorsteinn Már kemur inn aftur.
45. mín
Þorsteinn Már liggur og er líklega að ljúka leik...
44. mín
Hernandez með skot framhjá marki KR.
43. mín
Þorsteinn Már á góðum spretti og sparkar Unnar Már hann niður rétt fyrir utan teig. Ekkert dæmt, þrátt fyrir að Unnar kveinki sér eftir þetta samstuð.
39. mín
Einar Orri að koma sér í vandræði og hirti Sören af honum boltann, spretti fram en skotið var hættulítið.
35. mín
Schoop með aukaspyrnuna sem var skölluð frá og Jónas Guðni skaut fyrir utan teig og skaut langt yfir.
34. mín
Elli notar spreyið.
33. mín Gult spjald: Samuel Jimenez Hernandez (Keflavík)
Sparkar boltanum í burtu. Aron Bjarki vann auka á hættulegum stað.
32. mín
VÁVÁVÁ!!! Þorsteinn Már fær sendingu inn fyrir en Arends tæklar fram, Keflvíkingar fá sókn sem rennur út í sandinn og KR í sókn og Schoop á ÞRUMUSKOT í stöngina!
30. mín
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA!?! Sören kominn í dauðafæri og er togaður niður enn hvorki Elli né Jóhann Gunnar dæmi neitt. Ja, hér. Sören hefði átt að vera búinn að klára en þetta var klárt víti.
27. mín
Arnór Smári með fyrirgjöf frá hægri og var slatti af Keflvíkingum í teignum. Fyrirgjöfin fór þó aftur fyrir markið.
26. mín
Hernandez heldur boltanum á lofti og tekur síðan Aron Bjarka á en missir boltann út af. "MEIRA MEIRA" kalla áhorfendur KR.
25. mín
Balbi meiddist í atganginum þegar brotið var á Hólmari áðan.
24. mín
Hólmar tók spyrnuna sjálfur og fór hún með naumindum í gegnum vegginn og sparkaði Skúli Jón boltanum auðveldlega í burtu.
23. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Gonzalo Balbi Lorenzo (KR)
22. mín
NÆSTUM ÞVÍ VÍTI! Brotið á Hólmari rétt fyrir utan vítateigslínu. Keflavík eiga aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
20. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
Frábært mark! Schoop með magnaða sendingu inn á Sören sem skallaði fyrir fætur Þorsteins Más og Grundfirðingurinn var ekki í neinum vandræðum með að skora. 1-0!!!!
13. mín
Gunnar Þór með góða fyrirgjöf á Óskar sem nær ekki skoti í fyrsta og tækifærið fjarar út.
11. mín
Fannar Orri byrjar leikinn mjög lifandi og gaf nú inn í teig á Hernandez sem er í góðu skotfæri en hitti boltann illa.
8. mín
Fannar Orri með fyrirgjöf sem Frans skallar framhjá. Gestirnir byrja ákveðnari.
7. mín
Fannar Orri með sprett upp vinstri en slök fyrirgjöf eftir góðan sprett þó.
7. mín
Balbi með fyrirgjöf rétt yfir kollinn á Þorsteini Má!
6. mín
Hætta við mark KR! Hernandez með flotta fyrirgjöf frá vinstri en Gunnar Þór vann skallabolta. Hættulegasta sóknin hingað til í leiknum.
4. mín
Björgvin Karl hafði rétt fyrir sér fyrir leik og spila KR hér 4-4-2! Sören og Þorsteinn Már eru frammi og Óskar efstur á tígulmiðju.
3. mín
Magnús Sverrir Þorsteinsson fær sendingu inn fyrir vörn KR og lendir í smávægilegu samstuði við Stefán Loga sem hafði betur!
1. mín Gult spjald: Guðjón Árni Antoníusson (Keflavík)
Schoop tæklaður gróflega og gult strax í byrjun leiks!
1. mín
Leikurinn er hafinn!
Fyrir leik
Haraldur Freyr Guðmundsson meiddist í upphitun! Einar Orri Einarsson tekur bandið í hans stað og Unnar Már Unnarsson kemur inn í liðið.
Fyrir leik
"Heyr mína bæn"
Fyrir leik
Maður læddist aftan að mér og rak fingur í eyrað á mér hér í stúkunni. Þegar ég leit við var þar Friðgeir Bergsteinsson! #Friðgeirsvaktin
Fyrir leik
Fólk að tínast á völlinn. Alvogen völlinn.
Fyrir leik
Benni í Hraðfréttum mættur og með rándýr sólgleraugu kappinn. RÚV að gefa.
Fyrir leik
Spámaður dagsins er Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs KR, og hafði hann þetta að segja: "KR er að spila nýja taktík og verða beyttari fram á við en áður. Leikurinn fer 3-1. Óskar heldur áfram að skora og svo munu Sören og Schoop skora líka."
Fyrir leik
Það er ´98 módel á bekknum hjá KR; Axel Sigurðarson. Hann er s.s. fæddur sama ár og Zidane skoraði tvö gegn Brasilíu á HM.
Fyrir leik
Dómaratríóið hitar upp og virðist Elli Eiríks ánægður með völlinn enda mun dómaraspreyið varla ýrast hér í dag.
Fyrir leik
Það er s.s. ekki eftir neinu að bíða með að hefja leik: Bjarni Fel er mættur.
Fyrir leik
Daníel Gylfason var á bekknum í síðasta leik en er ekki í hóp í dag. Ef mér skjátlast ekki var hann erlendist í vetur og er að komast í stand.
Fyrir leik
Keflvíkingar eru einnig mættir í Vertu næs bolina.
Fyrir leik
KR-ingar hita upp í bolum merktum Vertu næs átaki Rauða krossins en tilgangurinn er að berjast gegn fordómum í garð fólks af erlendum uppruna.
Fyrir leik
KR vann 2-0 í fyrra og skoraði Almarr Ormarsson bæði mörkin. Hann er á tréverkinu í dag.
Fyrir leik
Keflavík hefur ekki skorað í síðustu þremur deildarheimsóknum sínum í Vesturbæinn.
Fyrir leik
Síðasta lið sem heimsótti Alvogen var ÍBV og var klárt batamerki á þeim og var sigurinn torsóttur hjá KR. ÍBV er núna að rúlla upp Víkingi.
Fyrir leik
Fannar Orri, sem er unglingalandsliðsmaður, er litli bróðir Jónasar Guðna sem er á miðjunni hjá KR. Það eru því bræður að fara að berjast í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ennþá með Skítamóral tók á móti mér á Alvogen og ég hugsaði með mér, þetta verður gott kvöld!
Fyrir leik
Það var fámennt í röðinni í Vesturbæjarís þegar ég keyrði framhjá en spurning hvort hún verði ekki löng eftir leik, enda sól og blíða.
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu frá KR-vellinum. Keflavík er í heimsókn.

KR vann 1-0 sigur gegn ÍBV í Frostaskjólinu í síðasta leik en leikurinn í kvöld gæti þróast á svipaðan veg. Keflvíkingar eru líklegir til að liggja til baka og reyna að gefa fá færi á sér. KR-ingar tefla fram sama byrjunarliði.

Keflvíkingar eru með fimm breytingar frá 1-3 tapi gegn Fylki. Út fara Magnús Þórir Matthíasson, Kiko Insa, Jóhann Birnir Guðmundsson, Bojan Stefán Ljubicic og Sigurbergur Elísson.

Inn koma Magnús Sverrir Þorsteinsson, Samuel Jimenes, Sindri Snær Magnússon og svo Arnór Smári Friðriksson (fæddur 1996) og Fannar Orri Sævarsson (1997). Arnór og Fannar eru að leika sína fyrstu byrjunarliðsleiki í Pepsi-deildinni.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Richard Arends (m)
Haraldur Freyr Guðmundsson
Guðjón Árni Antoníusson
2. Samuel Jimenez Hernandez
6. Einar Orri Einarsson
6. Sindri Snær Magnússon ('72)
8. Hólmar Örn Rúnarsson (f)
11. Magnús Sverrir Þorsteinsson ('79)
13. Unnar Már Unnarsson
22. Arnór Smári Friðriksson
25. Frans Elvarsson
29. Fannar Orri Sævarsson ('79)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
10. Hörður Sveinsson
11. Bojan Stefán Ljubicic
16. Páll Olgeir Þorsteinsson ('79)
22. Indriði Áki Þorláksson ('79)

Liðsstjórn:
Jóhann Birnir Guðmundsson

Gul spjöld:
Guðjón Árni Antoníusson ('1)
Samuel Jimenez Hernandez ('33)

Rauð spjöld: